Alþýðublaðið - 07.09.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 07.09.1995, Síða 1
■ Ungt fólk greiðir atkvæði með fótunum og flýr land meðan ríkisstjórnin unirvið helmingaskipti um óbreytt ástand Vaxandi vonleysi um batnandi hag -segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. „Ríkisstjórnin virðist gersneydd allri framtíðarsýn og unir við helm- ingaskipti um óbreytt ástand. Hér er landflótti vegna vaxandi vonleysis um batnandi hag og þeir sem greiða at- kvæði með fótunum eru tiltölulega ungt fólk sem hefur misst vonina um geta séð fjölskyldu farborða vegna þess að laun eru lág, verðlag ofurhátt og vonin um breytingar fer þverr- andi,“ segir Jón Baldvin Hannibals- son, alþingismaður og formaður Al- þýðuflokksins, í viðtali við blaðið. Jón Baldvin segir ástæðulaust að gera h'tið úr þeim árangri sem náðist á seinasta kjörtímabili í íslensku at- vinnulífi. Hann sé umtalsverður og lág verðbólga og hagstætt gengi hafí snú- ið afkomu fyrirtækja mjög til betri vegar. „Það var ávísun á efnahagsbata en hann er nú að fjara út. Það er vegna þess að þótt fyrirtæki bæti afkomu sína og greiði niður skuldir þá eru þau ekki að taka ákvarðanir um fjárfest- ingar vegna þess að þau hafa enga trú á framtíðinni. Á íslandi er ekkert að gerast á sama tíma og þróunin geysist áfram á sjömílnaskóm nánast hvar sem litið er allt í kringum okkur. Is- land er að dragast afturúr, stöðnunar- einkennin blasa við og vantrúin á framtíðina ýtir undir landflótta," segir formaður Álþýðuflokksins. Jón Bald- vin segir að þegar þing komi saman verði helstu mál þess fjárlagafrum- varpið og skattamálin. Ríkisstjómin boði áfram viðvarandi halla á fjárlög- um og heilbrigðisráðherra hyggist ganga lengra á sviði þjónustugjalda og tekjutengingu bótagreiðslna. Alþýðu- flokkurinn muni hvetja til endurskoð- unar á skattamálum og mál sem varða bændur og neytendur verði mjög á dagskrá þingsins. - Sjá baksíðu. ■ Enn eru 651 atriði innan sviga í 131 blaðsíðu lokaskjali sem til stendur að samþykkja á Kvenna- ráðstefnunni í Peking „Amnesty leggur áherslu á að svigarnir falli út" - segir Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir, framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International. „Amnesty Intemational hefur, eins og mörg önnur félagasamtök, áheym- arfulltrúa á opinbem kvennaráðstefn- unni í Peking. Pierre Sané aðalfram- kvæmdastjóri samtakanna er staddur í Peking og Amnesty ætlar að halda blaðamannafundi á hverjum degi og upplýsa hvaða ríki standa í vegi fyrir því að svigar verði afnumdir úr plagg- inu“, segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Islandsdeildar Amnesty Intemational. Enn em 651 atriði innan sviga í 131 blaðsíðu plaggi sem til stendur að samþykkja á Kvennaráðstefnunni. „Amnesty leggur áherslu á að svig- arnir falli út og að mannréttindi kvenna verði fullkomlega virt í loka- skjalinu. Að auki leggur Amnesty áherslu á fjármálaþáttinn; hingað til hefur lítið verið talað um peninga, en hvernig á að framkvæma ályktanir lokaskjalsins? Það verður að vera tryggt í lokaskjalinu að Sameinuðu þjóðimar leggi fram fjármagn til að hrinda samþykktinni í framkvæmd. Amnesty hefur lagt fram 15 atriða plagg sem kveður á um hvað verður að vera inni á lokaplagginu. Þessi fimmtán atriði taka til mannréttinda kvenna - og karla - og í fyrsta atriði er kveðið á um að mannréttindi kvenna séu órjúfanleg og altæk. Allar Amnestydeildir hafa komið þessu plaggi til sinna landanefnda sem em í Peking og hópur Amnestyfólks sem er í Kína núna gerir allt sem hann getur til þess að tryggja að þessi atriði endurspeglist í lokaskjalinu." Jóhanna: Amnestyfólk í Kína gerir allt sem það getur til þess að tryggja sjónarmið sín í lokaskjalinu. ■ Ragnheiður, Andreas og Hulda opna sig í Nýló Á laugardaginn opna 4 sýningar í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3b. Ragn- heiður Hrafnkeisdóttir sýnir tvö verk í efri söl- um safnsins, Hulda Ág- ústsdóttir sýnir verk í forsal, Þjóðverjinn Andreas Karl Schulze sýnir málverk í aðalsal og Jón Laxdal Halldórs- son er gestur safnsins í setustofu. Sýningarnar eru opnar alla daga frá klukkan 14:00 til 18:00 og standa til 24. september. A-mynd: E.ÓI. ■ Fylgi Þjóðvaka hrunið niður úr öllu valdi -1,6 prósent Þetta veldur engri skelfingu meðal Þjóðvakafólks - segir Mörður Amason, vara- þingmaður Þjóðvaka: „Það get- ur vel verið að Þjóðvaki haldi áfram að fá þetta fylgi í könnun- um frameftir þessu kjörtímabili. Svona kannanir segja hinsveg- ar. ekkert um það hvað listinn færíkosningum". „Ég er ekkert skelfdur yfir niður- stöðum þessarar skoðanakönnunar og þetta veldur engri skelfingu meðal Þjóðvakafólks. Það var ljóst eftir kosningar, að menn höfðu orðið fyrir vonbrigðum og það kom strax ífam í skoðanakönnunum. Ég tek eftir því að undanfarið hafa heyrst sameiningar- raddir innan Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins sem við í Þjóðvaka vorum einir um að hafa uppi í vor og snemmsumars. Þetta er ákaflega ánægjulegt og kannski er núverandi stuðningur við A-flokkana að ein- hveiju leyti því að þakka. Ég er ekki hissa á þessum niðurstöðum Gallup, en hinsvegar er þetta auðvitað þannig í þessari gruimu umfjöllun sem við bú- um við á íslandi, að þar þykir þægi- legast að tala um pólitflc í einhveijum talnastærðum og það getur vissulega verið óþægilegt fyrir þá sem eru að reyna vinna öðruvísi," sagði Mörður Árnason, varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Tilefni þessara ummæla varaþingmannsins er sú staðreynd, að fylgi Þjóðvaka heldur áfram að minnka samkvæmt skoðanakönnun Gallup á fylgi flokkanna, en í nýleg- um niðurstöðum kemur fram að fylgi flokksins meðal kjósenda í dag er að- eins l,6prósent. „Það getur vel verið að Þjóðvaki haldi áfram að fá þetta fylgi í könnun- um frameftir þessu kjörtímabili. Svona kannanir segja hinsvegar ekkert um það hvað listinn fær í kosningum, enda gilda þar önnur lögmál. Þessi fyrstu misseri kjörtímabilsins ætlar Þjóðvaki afturámóti ekki að mæla ár- angur sinn í skoðanakönnunum. Hann mæhr árangur sinn í áhrifum á samfé- lagsumræðuna og ekki síst í samein- ingarmálum jafnaðarmanna." Mörður neitaði því að einhver flótti hefði brostið í ráðir Þjóðvakafólks. „Nei, það hefur einungis einn félagi okkar, Ólína Þorvarðardóttir, sagt sig úr flokknum síðan í kosningunum og það varð eitthvert mesta pólitíska mál þessa mánaðar. Ég veit ekki til þess að nokkur annar hafi gengið úr Þjóðvaka.“ Mörður var því næst spurður hvort hann teldi forystumenn Álþýðuflokks og Alþýðubandalags hafa verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum í sameiningarmálum jafnaðarmanna - með vísan til orða hans hér í upphafi. Mörður: Það var Ijóst eftir kosning- ar, að menn höfðu orðið fyrir von- brigðum og það kom strax fram í skoðanakönnunum. A-mynd: E.ÓI. „Þeir hafa undanfarið verið að gefa út ávísanir og það verður auðvitað að vera innistæða á reikningnum fyrir þeim ávísunum. Því treystir almenn- ingur og því treysta áhugamenn um framgang jafnaðarstefnunnar á land- inu. Eg held persónulega að margir af þessum forystumönnum séu einlægir, en þeir eru vitaskuld einnig leikmenn á og við taflborðið. En ég veit að for- ystumenn Þjóðvaka eru einlægir í sín- um vilja,“ sagði Mörður að lokum. „Egeráþeirri hræðilegu skoðun"... „Ég hef reyndar verið að skrifa leikrit og sögu... Ég hætti samt aldrei að skrifa ijóð, því mér þykir vænst um það. Ég er á þeirri hræðilegu skoðun að Ijóðin komi einhvers staðar að og að ég sjái bara um að fanga þau. Á meðan þau halda áfram að koma skrifa ég ijóð. Það er ekkert mystískt við það hvernig þau koma," segir Bragi Ólafsson Ijóðskáld í viðfali á blaðsíðu 5. A-mynd: E.ÓI. ■ Samþykkt þingflokks Alþýðuflokksins Krefjast skýrslu um mistök í GATT-málinu „Þingflokkur Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands - mun beita sér fyrir því við upphaf þings í haust, að krefja forsætisráðherra um skýrslu um framkvæmd GATT-samn- ingsins. Hver mistökin hafa rekið ötm- ur í afgreiðslum ríkisstjórnarinnar á innflutningsmálum, sem tengjast GATT, þannig að nauðsynlegt er að hún geri hreint fyrir sínum dyrum,“ segir í nýrri samþykkt þingflokks Al- þýðuflokksins. í samþykktinni er enn- fremur sagt að ríkisstjórnin þurfi að greina frá því „hvernig hún hyggst leiðrétta ítrekuð mistök sín svo samn- ingurinn geti stuðlað að lækkun mat- vöruverðs, aukinni samkeppni og fjöl- breyttara vöruúrvali neytendum til hagsbóta. Þá telur þingflokkur Al- þýðuflokksins nauðsyn bera til, vegna afstöðu landbúnaðarráðherra til samn- ingsins, að forræði í tollamálum inn- fluttra landbúnaðarafurða verði fært frá landbúnaðarráðuneytinu yfir til fjármálaráðuneytisins, þar sem öll tollamál eru vistuð.“ ■ Fylgi Þjóðvaka „ Við erum sallaróleg" - segir Ágúst Einarsson, al- þingismaður Þjóðvaka. „Við líturn þessa niðurstöðu ekk- ert sérstaklega alvarlegum augum. Yfir sumarmánuðiua er lítið að ger- ast í pólitík og þá er ekki óeðlilegt að nýtt afl sé ekki mjög sterkt í skoðanakönnunum,“ sagði Ágúst Einarsson, alþingismaður Þjóð- vaka, í samtali við Alþýðublaðið, en fylgi flokksins er nú 1,6% sam- kvæmt skoðanakönnun Gallup. „Við myndum taka meira mark á svona könnun þegar pólitíkin er farin í gang og umræða komin á stað. Þess vegna leggjum við ekki mikið uppúr þessari könnun núna. Hins vegar eru skoðanakannanir alltaf vísbendingar, en það er kannski ekki mjög mikið leggjandi uppúr þeim á þessum árstíma og við erum sallaróleg,“ sagði Ágúst Einarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.