Alþýðublaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 ■ Þorvaldur Þorsteinsson myndlistamaður segir Margréti Elísabetu Olafsdótturallt um póstkortin sín. Kortin skipa verðskuldaðan sess á sýningu Þorvaldar í Gallerí Greip Dæmigerður (lista)maður - andvaka og allt Við ætluðum sko að hafa þetta allt öðruvísi. En svona endaði þetta. Við sátum í sófanum hans á efstu hæð í blokk við Klapparstíginn með útsýni yfir Esjuna - eða öllu heldur hann horfði á Esjuna og út í Viðey á meðan ég rýndi á póstkortin hans við hliðina á mér í sófanum og hripaði niður á blað það sem hann hafði um þau að segja. Póstkortin eru auðvitað partur af sýn- ingu Þorvaldar Þorsteinssonar sem núna er hægt að skoða í Gallerí Greip (á homi Hverfisgötu og Vitastígs) og því mun hann líka fá að hafa orðið næstum allan tímann. Þorvaldur tekur póstkortin fram af handahófi. Eg horfi á þau og svo segir hann eitthvað. Nema ég komi með spumingu. Eða athugasemd. En þá segir hann reyndar eitthvað lika. Orðið er hans. Póstkort númer 1 Staða Þetta er sjálfsmynd sem ég hef sýnt víða. Var meðal annars á sýningu sem hét Karlímyndin. Það sem ég er að reyna að tjá er tilfinningin sem fylgir því að vita að löppin á mér, eins og hún er núna, er sú sama og var einu sinni svona lítil, eins og bamaskórinn innan í fullorðinsskónum. Hann hallar sér fram og strýkur yfir ristina: Það er allt innan í þessari löpp, allt ífá því ég var pínulítið bam. Af því maðurinn skiptir ekki um ham. Það er skrýtið að skynja að ekkert hefur dottið af manni, vita að þetta er alltaf til staðar. Magnað að upp- lifa að allt sem hefur verið þama frá upphafi er allt í einu. Þetta er eins og tíminn, sem er ekki línulegur heldur eitt. Eitt hér og nú, allt í einu. Skór inm' skó. Ein allsheijar babúska. Póstkort númer 2 Slökkviliðsmaður með dúkkur Þorvald- ur sér á mér að mér finnst mynd- in perraleg. Hann út- skýrir það nánar, segír mér frá verki sem hann vann í samvinnu við slökkvi- liðsmenn í fyrra. Dúkk- urnar eru fulltrúar barnanna sem slökkviliðið hefur bjargað og mun bjarga í framtíðinni. Og þessi sem er sótugri en hinar? Það hefiir engum ver- ið bjargað jafn oft og þessari dúkku. Hún verður notuð þar til henni hefur verið alveg bjargað. Póstkort númer 3 Fimm íslensk lykilsvör Þetta em skólasvör. Það eina sem sit- ur eftir af kennslunni í bamaskólanum effráertalin -----^——— lestrar- og sC. 'H3 skriftar- kunnáttan. Ég reyni að finna spum- ingamar en gengur það illa og verð að athlœgi á ritstjóminni þegar það spyrst út. X Póstkort númer 4 V e r k i ð var á Lista- hátíð árið 1990. Þarna er hefðin, stöpull og listaverk, nú- tímalista- verk. Annað element er h ú s i ð . Strompurinn er hluti fyrir heild. Húsið gæti verið grafið í jörðina, verið þarna undir. Verkið vísar í gamla og nýja tfma og þótti mjög móralskt á sínum tíma. Það var spuming um hvort við væmm kom- in upp úr jörðinni. Hvort við tækjum bara við sjónvarpsefni utan frá en hírð- umst sjálf þama niðri og sendum óskilj- anleg reykmerki út. Póstkort númer 5 Skóburstunarvél slökkviliðsmanna Svo slökkviliðsmenn hafa skóburst- unarvél? En þeir fara nú varla og slökkva eld á svona skóm? Nei, en þeir leggja mikið upp úr því að vera vel til fara milh eldsvoða. I ljósi þess er eðli- legt að þeir eigi skóburstunarvél af bestu gerð. Hvað með lögregluna. Veistu hvort hún á skóburstunarvél? Eg veit það ekki. Ég vona bara að það sé skóburstunarvél á lögreglustöðvum um allt land. Það ætti að vera hluti af lands- byggðarstefnunni. Því hvers eiga lög- reglumenn úti á landi að gjalda ef þeir geta ekki verið í vel burstuðum skóm? Póstkort númer 6 Eiginkonur Þessi rammi var upphaflega notaður í skrifstofu innstallasjón, var ofan á skrif- borði ásamt mynd af þremur bömum, öllum eins. Myndin er prentuð í Taívan en er engu að síður ótrúlega persónuleg. Ég féll alveg fyrir henni. Konunni. Blómin vom greinilega týnd handa ein- hveijum, hún brosir til mín, er afslöpp- uð og treystir mér greinilega. Táknin segja mér það að hún sé ástkona mín... Þetta er eitt af fýrstu verkunum sem ég gerði og í flokknum privat/public. Endalausir kostimir sem við höfum á að komast yfir eitthvað sem er „okkar val“, persónuleg eign, en er í rauninni eitt af einhveiju kraðaki, sem allir em staddir í . Ég er sjálfur dæmigert fómarlamb. Á fullt af Wutum sem ég spegla mig í og tel mjög persónulega sem þeir em í rauninni alls ekki. Það er erfitt að kom- ast undan þessu þegar allt er til í svo mörgum eintökum. Mikið af öllu. Já og varla hægt að ætlast tíl þess. En ég er að reyna að gera mér grein fyrir þessu og vinna með það. Samanber tískumynd- ina af ítalska karlmanninum sem er á sýningunni. Myndin segir eins og aðrar auglýsingamyndir: Svona gætir þú htið út. En það er sterkt í manninum að vilja samsama sig. Vera eins og fyrirmyndin. Þess vegna skar ég einu sinni fimmtíu Hús síður út úr tískublaði, stimplaði þær eins og þær væm selfportrait, sendi þær út og var þá að segja: Þetta er ég. Póstkort númer7 Austur-Berlín Þetta var það eina sem til var á mat- seðlinum svo ég þáði þetta þó það væri heili. Ég treysti því bara að nógu langt væri liðið fiá stríðslokum og þetta væri bara úr venjulegu svíni. Póstkort númer8 íslenskir námsmenn erlendis Þetta er jólaskreyting fjölskyldunnar frá námsárunum í Hohandi. Ég hef allt- af haft gnm um að ég ætti við meðal- mennsku að stríða en ég sá það ekki fyrr en þama hvað við emm ofboðslega dæmigerð. Þetta er hin endanlega stað- festing á því. Eru verkin sjálfsskoðun? Þetta er ekki sjálfsskoðun. Ég hef h'tinn áhuga á sjálfum mér en mikinn áhuga á fólki. Ég vil uppgötva hið dæmigerða og leiða af því dæmigerða Wuti. Svo ef ég er í uppgjöri þá er það til dæmis sem sá sem hefur farið í gegnum íslenska skólakerfið, en ekki endilega sem hinn einstaki Þorvaldur Þorsteinsson aðjjalla um hvemig hann kom út úr því. Áhug- inn beimst að algildum sannindum sem leynast í því sem ég hef gert. Póstkort númer 9 Opnun Ég tók þessa mynd þegar komið var að mér þegar verið var að kynna hsta- menn á sýningu í Svíþjóð. Það má greina samúð og meðaumkun en ein- mitt það er fallegt við þetta. Umburðar- lyndið sem skín úr svipnum. Og ein- staka óánœgjusvipur? Myndin gæti verið mikilvægt sönnunargagn í máli fyrir sænsku rannsóknalögregluna. Þó ekki við að upplýsa morðið á Palme heldur hvarf skúlptúranna minna eftir sýninguna. Ég hef ekki séð þá aftur. Póstkort númer 10 Andvaka Þetta er ljósmynd af skúlptúr. I ein- um lampanum er 15 kerta pera, í þeim næsta 25 kerta pera og í þriðja lampan- um er 70 kerta pera. Það er ákveðin stigmögnun í birtunni, sem sýnir þijú móment í andvökunótt. Þetta er sami lampinn á þremur mismunandi tímum andvökunætur. Aukin birta gæti verið hvort sem er umhverfið upplifað sem aukið áreiti þegar lfður á andvökuna, eða eins og hausinn á mairni sem Weðst upp af spennu. Varð hugmyndin til ein- hverja andvökunóttina? dirfist ég að spyrja. Ætli hún sé ekki fremur affakst- ur hugmyndaharðlífis! Annars sé ég núna að þetta er lykilverk sem ég get notað til að sannfæra fólk um að ég sé alvöru listamaður... andvaka og allt! Póstkort númer 11 Jón Sveinsson - Nonni Þetta er ljósmynd af málverki. Jú, ég mála alltaf, stundum. Þegar þarf að mála mynd. Ég er til dæmis búinn að mála töluvert á þessu ári, fyrir sýningu r Hohandi. Það er ekkert tabú fyrir rhér, að mála. Reyndar er ég ekki hættur að gera neitt og varla byijaður á nokkru heldur. Ég málaði þessa þegar ég var í Myndhsta- og handíðaskólanum ásamt fjölmörgum öðrum myndum þar sem helstu fyrirmyndir minnar kynslóðar koma við sögu. Ég var að skoða fyrir- myndimar, hetjumar. Þetta vom myndir af ýmsum, meðal annars Matthíasi Jochumssyni og Ingibjörgu Þorbergs sem stjómaði bamaútvarpinu. Þorvald- ur dáist mikið að henni og heldur um hana langa lofrœðu. Þetta kom til sem hluti af því að draga upp mynd af ákveðnum gildum og ástandi í menn- ingarsamfélaginu þar sem hvert þessara stórmenna hefur sínu hlutverki að gegna. Matthías Jochumsson er fuhtrúi þversagnanna. Þessi ofsafegni trúmaður sem efast alltaf. Hann er líka innblásinn maður sem gerir mistök. Mistækur snillingur, manWegur og guðdómlegur. Hann tengist því hæsta og nánast því lægsta. Nonni er fulltrúi hinnar heil- brigðu, heilsteyptu manngerðar. Það nálgast að vera óeðlilegt hvemig hann skrifar sína æsku sem óbrigðula heild þar sem allt fellur eins og fh's við rass, sem er gott að trúa í bland. Þetta er allt- af spuming um að leita í ólík element og finna jafnvægi. Póstkort númer 12 „Þakka þér fyrir þitt framlag til listarinnar." Þetta er ein af finnsku valkyrjunum sem hjálpuðu mér að lesa þakkimar á markaðstorginu í Kotka í Finnlandi. Ems og þú sérð hefur hún sett upp sósí- alrealískan svip. Þorvaldur heldur að slikur svipur sé emungis á færi Austur- E v r ó p u búa, Finna og kannski Kínverja. Vill ekki að þess sé getið að kannski sé hægt að f i n n a svona svip á þýskum ljósmynd- um og málverk- um frá fyrri hlut aldarinnar. Svo segir hann mér að hann hafi fengið sent fullt af blaðaúrklippum um kvartanir er bár- ust ffá fólkinu sem vann á markaðstorg- inu í Kotka og var lítið um þennan þakkargjörðarlestur gefið. Ég stWg upp á því að það hafi kannski ekki haft neitt annað og betra að gera í sumar en agnú- ast út í lesturinn, sem reyndar var Wuti af listaverki sem stóð uppi í bænum í þijá mánuði. Þorvaldur taldi Wns vegar skýringuna þá að fólk ætti svo erfitt með að höndla þakklæti og önnur já- kvæð skilaboð. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.