Alþýðublaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 8
* * ''mWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar C OO CC 09 öíS %í 3 mm mm MPBUBLMl * 4- XWREVFIÍZ/ 4-8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 7. september 1995 135. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Ríkisstjórnin virðist gersneydd allri framtíðarsýn og hér er ekkert að gerast á sama tíma og þróunin geysist áfram allt í kringum okkur, segir Jón Baldvin Hannibafsson, alþingismaður og formaður Alþýðuflokksins, í viðtali við Sæmund Guðvinsson Vantrú á framtíðina ýtir undir landflótta , J>ingflokkur Alþýðuflokksins kom saman til þriggja klukkutímafundar síðdegis á þriðjudag þar sem farið var yfir vinnuáætlun þingsins. Fyrir utan ákvarðanir um undirbúning mála sner- ist umræðan um það sem efst er á baugi þessa stundina í íslensku þjóðfé- lagi: Landflótta í ljósi vaxandi vonleys- is um batnandi hag,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður og formaður Alþýðuflokksins - Jafnað- armannaflokks Islands, í viðtali við blaðið um nokkur þau mál sem hæst ber við upphaf komandi þings. „Menn lögðu áherslu á að sá mikli fjöldi sem greiðir atkvæði með fótun- um er ekki fyrst og fremst fólk sem verst er sett, það er fólk sem misst hef- ur vinnuna. Það virðist fyrst og fremst vera hópur fólks á tiltölulega ungum aldri sem hefur misst vonina um að geta séð fjölskyldu farborða einfaldlega vegna þess að saman fer að laun eru lág, verðlag er ofurhátt og vonin um breytingar fer þverrandi. Þetta er grafalvarlegt mál og leiddi til umræðna um það sem við kölluðum starfsumhverfi ijölskyldunnar, rétt eins og mikil umræða hefur farið fram á undanfömum misserum um samkeppn- ishæfni atvinnulífsins. Það er ástæðu- laust að gera lítið úr þeim árangri sem náðist á seinasta kjörtímabili í íslensku atvinnuh'fi því hann var umtalsverður. Lág verðbólga og hagstætt gengi hefur snúið afkomu fyrirtækja mjög til betri vegar. Það var ávísun á efnahagsbata en hann er nú að fjara út. Það er vegna þess að þótt fyrirtæki bæti afkomu sína og greiði niður skuldir þá em þau ekki að taka ákvarðanir um fjárfestingar vegna þess að þau hafa enga trú á ffam- tíðinni. Á íslandi er ekkert að gerast á sama tíma og þróunin geysist áffam á sjömílnaskóm nánast hvar sem litið er allt í kringum okkur. ísland er að drag- ast afturúr, stöðnunareinkennin blasa við og vantrúin á ffamtíðina ýtir undir landflótta. Þetta er baksviðs umræð- unnar,“ sagði Jón Baldvin. Hver verða helstu mál þingsins þegar það kemur saman ? „Það eru fjárlagafrumvarpið og skattamálin. Rikisstjómin boðar áffam viðvarandi halla á fjárlögum þrátt fyrir skattahækkanir á einstaklinga, til þess að mæta frádrætti á lífeyrisiðgjöld. Jafnframt er athyglisvert, að á sviði heilbrigðismála, eftir ölf stóm orðin og kosningaloforðin, er boðað að ganga lengra á sviði þjónustugjaldtöku, sem meðal annars felast í innritunargjöldum á sjúkrahús. Ennfremur hefur heil- brigðisráðherra boðað ný skref í tekju- tengingu bótagreiðslna sem gengur þvert á yfirlýsingar um það að víkja af þeirri braut. Fyrir kosningar vom allir stjórnmálamenn þeirrar skoðunar að þar hefði verið gengið of langt. Menn vom að tala um ofurháa jaðar- skatta sem em afleiðing af lagfæringu á skattakerfinu þar sem heildarsýnar hef- ur ekki gætt. Margt smátt gerir eitt stórt og heildaráhrifin era mjög neikvæð. Fjöfskyldur sem reyna að afla tekna til þess að standa undir húsnæðisöflun og eiga rétt á bótagreiðslum lenda í háum jaðarskatti þegar þetta er orðið tekju- tengt. Heildaráhrifin verða vinnuletj- andi því fólk heldur ekki eftir nema htl- um hfuta af hveiri krónu sem það aflar sér. Þetta er orðinn einn helsti gallinn á skattakerfinu." Hvaða leiðir vill Alþýðuflokkurinn fara til að bœta úr þessum göllum á skattakeifinu? „Við viljum hvetja Alþingi til að hraða endurskoðun skattamála með það sérstaklega í huga að draga úr tekjutengingu og hækkandi jaðarskött- um. Ennfremur að reyna að ná sam- stöðu um útfærslu á fjármagnstekju- skatti.“ Hvaða mál önnur verða efst á baugi hjá Alþýðuflokknum á komandi þingi? „Mál sem varða bændur og neytend- ur verða mjög á dagskrá. Annar vegar framkvæmd GATT-samningsins þar sem ríkisstjórnin hefur klúðrað öllu sem klúðrað verður. Hins vegar er svo nýr búvömsamningur. Þeir menn sem leggja nú fram nýjan búvömsamningur eru þeir hinir sömu og hafa verið ábyrgðarmenn gamla landbúnaðarkerf- isins. Þegar Alþýðuflokkurinn varaði við afleiðingum þess, flutti tillögur um afhám kvóta og markaðsvæðingu fand- búnaðar, áttu þessir menn ekki nógu sterk orð til þess að lýsa ábyrgðarleysi Alþýðuflokksins og skilningsleysi hans á kjörum og hag bænda. Nú viður- kenna þeir þegjandi en í verki gjaldþrot kerfisins, viðurkenna að gagnrýni Al- þýðuflokksins var alla tíð rökrétt, við- urkenna að þeir hafi sjálfir leitt bændur í fátæktargildru en þora hins vegar ekki að stíga skrefið til fulls. Þeir boða af- nám kvótakerfis en ætla að halda áfram framleiðslutengdum beingreiðslum og verðstýringu opinberra aðila. Þeir ætla að leggja auknar álögur á þjóðina vegna uppsafnaðs birgðahalds sem nemur að minnsta kosti fjögur þúsund tonnum. Þeir halda áfram að víkja vandanum yfir á þjóðina og þora enn ekki að hugsa lausnir til enda.“ En hvað er brýnast á sviði sjávarúl- vegsmála? „Þar eru fyrst og fremst tvö mál á dagskrá. Á vorþinginu var málefnum smábáta klúðrað. Afleiðingarnar af þeirri niðurstöðu sem þá fékkst eru þess eðlis að það er engin frambúðar- lausn. Það ber að halda stjómarþing- mönnum við margítrekuð loforð þeirra um það að smábátaflotinn skyldi ekki settur undir aflamark. I staðinn skyldi stækkun flotans haldið í skefjum og boðið uppá róðrardaga undir eftirliti. Næsta stóra málið er að sjálfsögðu þetta: Það er tími til kominn meðan að aflamarkskerfið er í gildi og kvótar ganga kaupum og sölum, leigðir, eign- færðir og afskrifaðir í blóra við lands- lög, að Alþingi kveði uppúr um veiði- leyfagjald þannig að eigandi auðlindar- innar fái aínotagjöld í sinn hlut fyrir út- hlutun á ráðstöfunarrétti. Þetta er eitt af þeim málum sem Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir.“ Fleiri mál sem brýnt er að taka á? „Það má gera ráð fyrir að meðal mála á dagskrá þingsins verði lífeyris- Jón Baldvin Hannibalsson: ísland er að dragast afturúr og stöðnunarein kennin blasa við. A-mynd: E.ÓI. sjóðsmál sem er eitt eilxfðarmálanna í íslenskri stjórnmálaumræðu. Núver- andi lífeyrissjóðakerfi em margvísleg. Á sama tíma og við höfum sett heildar- löggjöf um fjármagnsmarkaðinn vantar heildarlöggjöf um lífeyriskerfið, rétt- indi og skyldur. Menn standa frammi fyrir því að sumir lífeyrissjóðir eru bundnir af skuldbindingum til lífeyris- þega langt umfram iðgjaldagreiðslur. Menn standa frammi fyrir spumingum um skylduaðild að lífeyrissjóðum eða fijálst val, um samspil lífeyrissjóða og almannatrygginga og skattakerfis og það er vandamálin með tekjutengingu og jaðarskatt. Einnig um eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða, reikningsskil þeirra og ábyrgð gagnvart iðgjalda- greiðendum. Sömuleiðis um vandamál sem koma upp þegar menn skipta um starf við verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga svo ekki sé minnst á einka- væðingu. Þá koma alltaf upp vandamál sem tengjast ósamræminu og mismun- inum sem gildir á sviði lífeyrismála. Þar fyrir utan er kerfið mjög ólýðræðis- legt þar sem réttur iðgjaldagreiðenda er afar takmarkaður til áhrifa á ákvarðanir stjóma lífeyrissjóða. Af öðrum málum má nefna auð- lindastefnu Alþýðuflokksins, þjóðar- eign á landi, og tillögur em væntanleg- ar um útfærslu á okkar hugmyndum um jöfnun atkvæðisréttar og aðrar stjómsýsluumbætur. Það sem ég sagði í upphafi um starfsumhverfi fjölskyld- unnar kallar auðvitað á heildarendur- skoðun á fjölskyldustefnu sem tekur til margra mála.“ Hvert er aðalhlutverk stjómarand- stöðunnar? „Hlutur stjómarandstöðunnar er að halda ríkisstjóm og þingmeirihluta við efnið. Krefja þá um efndir á kosninga- loforðum, að gagnrýna það sem miður fer í frahikvæmd og að koma með til- lögur um aðra kosti. Þar mun umræð- an ekki síst snúast um það að þessi ríkisstjórn virðist gersneydd allri framtíðarsýn. Hún virðist una við helmingaskipti um óbreytt ástand. Það hlýtur að sjálfsögðu að vera hlutverk Alþýðuflokksins að bjóða þessari þjóð, sem í vaxandi mæli er að missa trúna á framtíðina, upp á aðra kosti og sýna fram á það með rökum til dæmis í umræðunni um Evrópumálin sem mun fara vaxandi á næsta ári. íslend- ingar eiga annarra kosta völ og ef við viljum ekki vísvitandi halda áfram að dragast aftur úr eða verða stöðnuninni að bráð þá verðum við að hafa þann metnað til að bera að vera fullgildir þátttakendur í þeirri hraðfara breyt- ingu sem mun eiga sér stað allt í kringum okkur. Sá sem stendur í stað er á leiðinni afturábak," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. ■ Lundaveiðitíma- bilið er á enda í ár. Almennt eru menn ánægðir með sumarið sem fór rólega af stað í veiðinni en síðan sóttu menn í sig veðrið er á leið. Veiðimenn segja að áberandi meira hafi verið af fugli í sumar en áður og stofninn sé fráleitt að minnka. Þetta kemur fram í Vest- mannaeyjablaðinu Fréttum um síð- ustu helgi. Engir munu þó vera jafn- ánægðir og Ystaklettsmenn, en þeir veiddu 223 kippur og slógu gamla veiðimetið: 186 kippur. Þess má geta að ein „kippa" telst vera 100 fuglar. Þeir sem blaðið ræddi við voru flest- ir sammála um að sumarið væri yfir meðallagi gott og þannig veiddu til dæmis Elliðaeyingar 130 kippur, Bjarneyingar 120-130 kippur og á heildina litið giska menn á að veiðin sé ekki undir þúsund kippum sem gerir hvorki meira né minna en hundrað þúsund lunda... erðmæti vöruinnflutningsins fyrstu sjö mánuði ársins var 17% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Að frátöldum innflutningi sérstakrarfjárfestingavöru og stór- iðju var annar innflutningur 15% meiri. Innflutningur á fólksbílum jókst um 34% á þessum tíma miðað við sömu mánuði í fyrra. Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 66,6 milljarða króna en inn fyrir 57.6 milljarða fob. Afgangur nam níu milljörðum en á sama tíma í fyrra var afgangurinn 13,5 milljarðar á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutn- ingsins var 6% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávaraf- urðir voru 74% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 1% minni en á sama tíma árið áður. Verðmæti út- flutt áls var fimmtungi meira en á síðasta ári og kísiljárns 1% meira. í júlí voru fluttar út vörur fyrir 7,8 milljarða og inn fyrir nær sömu upp- hæð. í júlí í fyrra voru vöruskiptin hins vegar hagstæð um 1.200 millj- ónir á föstu gengi... Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hefur skipað nefnd sem hafi það hlutverk að veita þeim ríkis- stofnunum viðurkenningu sem með einum eða öðrum hætti hafa skarað fram úr í þjónustu, hagræðingu í rekstri og brydda upp á nýbreytni. Nefndin skal gera tillögur til ráð- herra um hvernig staðið verður að viðurkenningum fyrir miðjan októ- berog er miðað við að veita fyrstu viðurkenn- ingarnar í febrú- ar. Nefndina skipa Hallgrím- ur Jónasson forstjóri, formað- ur, Erna Bryndís Halldórsdóttir endurskoðandi, Óli Björn Kára- son ritstjóri og Þórunn Pálsdóttir fjármálastjóri. Þá munu Neytendasamtökin og hag- fræðideild Háskóla íslands eiga einn fulltrúa hvor... Stjórn Sorpu hefur ákveðið að stórhækka verð fyrir pappír til endurvinnslu. Nú verða greiddar tvö þúsund krónur fyrir tonnið af bylgju- pappa og blaðapappír enda sé hver sending af flokkuðu efni að minnsta kosti 250 kíló. Fram til þessa hefur ekki verið greitt fyrir flokkaðan dag- blaðapappír en 500 krónur fyrir bylgjupappann. Þá tekur Sorpa nú við flokkuðum tölvupappír og fást fimm krónur fyrir hvert kíló eða fimm þúsund krónur fyrir tonnið. Ár- lega falla til um 24 þúsund tonn af bylgjupappa og dagblaðapappír á höfuðborgarsvæðinu. Lítill hluti þess hefur nýsttil endurvinnslu hingað til. Innsöfnun á prentpappír frá al- menningi hefur gengið vel í sumar og safnast um 150tonn á mánuði á samlagssvæði Sorpu...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.