Alþýðublaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 s k o ð a n i r EHNILUD 20981. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SiguröurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk 200 mílna tollamúr í allt sumar hefur þjóðin fylgst með fáránlegum skrípaleik, sem snýst um að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarvörum til íslands. Möppudýrin í stjómkerfinu sýna ótrúlega útsjónarsemi við að fara í kringum ákvæði GATT- samningsins: í samræmi við steftiu ríkisstjómar Davíðs Oddssonar um að hækka tollamúrinn umhverfis landið og torvelda innflutning. Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus hefur þannig síðan í sumar átt hálft tonn af sænskum kjúklingum í frystigeymslu á hafnarbakkanum en ekki getað leyst þá út, þarsem hann er jafnan krafinn um ný skírteini og vottorð. í samtali við Alþýðublaðið í gær sagði Jóhannes: „Þetta er greinilega stórmál í kerfinu. Yfirdýralæknir sagði við mig að ef ég fengi að flytja inn ósoðið kjöt þá væri það meiri breyting heldur en þegar landhelgin var færð út í 200 mílur.“ Það er ekki að ófyrirsynju að Jóhannes í Bónus segir: „Það væri heiðarlegra að segja það beint að þessi innflutningur sé bannaður og eigi að vera það áfram.“ Hann tók einnig dæmi af dönskum smjörva sem fluttur var inn og seldur með sömu álagn- ingu og innlend ffamleiðsla. Niðurstaðan var sú, að danski smjör- vinn var seldur á 279 krónur boxið, en sá íslenski á 110 krónur. Það er kaldhæðnislegt að himinhár mismunurinn stafar af svo- kölluðum „jöfnunartollum". Öllum er hulið hvað er eiginlega verið að „jafna“ - einsog Jóhannes bendir á: „Allavega ekki sam- keppni eða bæta hag neytenda." Þögn óbreyttra þingmanna sjálfstæðismanna gerist æ háværari í þessu máli. Hvað ætla þeir að segja neytendum, hvernig ætla þeir að réttlæta varðstöðu um hagsmuni hinna fáu á kostnað hinna mörgu? Franskur hroki í fyrrinótt hófu Frakkar kjamorkutilraunir við Mururoa í Suður- Kyrrahafi. Tímasetning var valin með það í huga að halda um- fjöllun fjölmiðla í lágmarki, en það var vitaskuld borin von: Aform Frakka um kjamorkutilraunir hafa vakið bylgju andúðar og mótmæla um allan heim. Chirac Frakklandsforseti var í raun búinn að mála sig út í hom með sjálfsbirgingslegum yfrrlýsing- um. Skammsýni og þvermóðska Chiracs hefur þegar haft afdrifa- ríkar afleiðingar; ímynd Frakklands á alþjóðavettvangi hefur beð- ið hnekki og sala á frönskum vörum hefur víða minnkað til muna. Við borgum ekki - við borgum ekki Nú líður senn að því að fjárlög ríkisstjómarinnar birtist þjóðinni og þar með áætlaðar tekjur og áætluð útgjöld þjóðarbúsins. Þá skerpist meðal annars umræðan um skatta og samneyslu, um hvað hver og einn leggi af mörkum og hvort byrðunum sé réttlátlega skipt milli þegnanna. Ákafasta umræðan í skattamálum snýr yfirleitt að þeim sem sleppa við að greiða til samneyslunnar og hvernig við stæðum að vígi ef allir greiddu sinn réttláta skerf til sameig- inlegra útgjalda. Það fólk sem ég umgengst er yfir- leitt upp til hópa sátt við að greiða sína skatta en hinsvegar afar ósátt við það sem svo oft er kallað „að greiða fyrir nágranna sinn“. Fyrir löngu heyrði ég sögu af manni í sjávarþorpi úti á landi sem staddur var í Kaupfélaginu á laugar- dagsmorgni þegar maður sem lokað- ur var inni á stæði af stórum nýjum jeppa kom inn og kallaði til jeppa- eigandans: „Siggi ertu til í að færa útsvarið þitt svo ég komist út af stæðinu með bflinn minn.“ Athugasemdin og viðbrögð hins sneypta „útsvars“eiganda vöktu mikla kátínu viðstaddra og orða- skiptin flugu með háðung um pláss- ið. Víst er að aðhald gagnvart þeim sem eru í stöðu til að smokra sér hjá að inna af hendi til samfélagsins skiptir máli og þar er vissulega pott- ur brotinn. Háborðið I Rannveig Guðmundsdóttir skrifar „Við ríkisstarfsmennirnir í götunni erum milljón króna menn, sagði hann og benti á að á meðan fjölskyldurnar þrjár greiddu rekstur einbýlishúsa, sumarhúsa og margra bíla auk þess annars sem fylgir umsvifum efnafjöl- skyldunnar væri framlag þeirra til samneysl- unnar snautlegt." Viltu nótu? í umræðunni um skattsvik og það hversu mikilvægt er að ná í milljarð- ana sem fyrirfinnast í svokölluðu neðanjarðarhagkerfi okkar talar fólk gjarnan eins og skattsvikarar séu hvítflibbamenn sem ganga um með stresstöskur og falið fé. Trúlega á þó langmesti undan- dráttur sér stað við hin útbreiddu nótulausu viðskipti almennings við hin ýmsu þjónustufyrirtæki. Viltu nótu? Er spurt í fullkomnu blygðun- arleysi hvort sem háir eða lágir eiga í hlut. Þegar maður tekur þá umræðu við fólk sýnir hið heiðvirðasta fólk jafnvel þau viðbrögð „að ég skamm- ast mín ekkert fyrir að borga ekki virðisaukaskattinn því ég borga svo mikla skatta, það er alltaf allt tekið af mínum launum". Og þarna stendur hnífurinn í kúnni. Það finnst nefnilega allt of mörgum að það að eiga nótulaus við- skipti og sleppa við virðisaukaskatt- inn sé ekki skattsvik. Menn átta sig hreinlega ekki á að þar með eru þeir aðilar að undandrætti. Gesti mínum var heitt f hamsi Fyrir skömmu kom til mín maður og honum var heitt í hamsi. Hann kvaðst hafa skoðað skattskrána árum saman og fylgst með opinberum gjöldum granna sinna. Hann sýndi mér þrjú ný sláandi dæmi og spurði hvernig á því stæði að fólk fengi jafnvel stórfelldan skattaafslátt án þess að sýna tekjur og háir eignar- skattar sýndu að þeir byggju í eign- um sem þeir ættu ekki að eiga mögu- Ieika á að reka miðað við þær tekjur sem þeir gæfu upp. Mér varð svaravant er ég horfði á þessar ótrúlegu tölur (SJÁ TÖFLU). Þessi þijú dæmi eru sláandi vottur um lögleg en siðlaus framtöl og ekki að undra að viðmælanda mínum væri mikið niðri fyrir. Hann benti á að samtala útsvars þessara þriggja fjöl- skyldna væri 217.706 krónur, að meðaltalsárstekjur væru um 800 þús- und krónur og að þegar fjármálaráð- herra hefði gefið afslátt - væntanlega vegna skuldabréfakaupa - væru sam- aniagðar eftirstöðvar af eignarskatti um 77.452 krónur, en sumar fjöl- skyldumar kæmu út í plús eftir upp- gjörið við hið opinbera. Hvemig á þetta fólk að geta rekið sín stóm hús og hvemig á þetta fólk að geta keypt skuldabréf sem gefa mikinn skattaafslátt af svo rýrum tekjum? var brennandi spurning hans. Við ríkisstarfsmennimir í götunni erum milljón króna menn, sagði hann og benti á að á meðan fjöl- skyldumar þrjár greiddu rekstur ein- býlishúsa, sumarhúsa og margra bfla auk þess annars sem fylgir umsvifum efnafjölskyldunnar væri framlag þeirra til samneyslunnar snautlegt. Hvað er til ráða? Það em þessar staðreyndir sem em orsök viðbragða allra þeirra sem segja: „Ég skammast mín ekkert fyr- ir nótulausu viðskiptin því það er allt hirt af því sem ég afla.“ Við verðum að breyta þessum hugsunarhætti og við eigum að breyta skattalögum á þann veg að hægt sé að krefjast svara um rekstur þegar tekjur „eru“ svo rýrar að ekki á að vera únnt að byggja og reka glæsihús og bfla eða kaupa verðbréf sem gefa skattaaf- slátt. Og svo skulum við heimila prenmn skattskrárinnar á ný því það geftir ótrú- lega mikið aðhald að slíkar upplýsing- ar séu opnar öllum almenningi. ■ Höfundur er þingmaður og formaður þingflokks Alþýöuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. útsvar tekjusk. eignarsk. skattafsljendurgr. Eiginm. 61.527.- 0 102.055,- 44.344.- Eigink. 60.130.- 0 102.055,- 49.856,- séreignask. 34.396.- Eiginm. 30.681.- 0 59.238,- 98.197,- Eigink. 0 0 59.238,- 67.516.- séreignask. 16.556,- Eiginm. 12.718.- 0 136.848.- 149.566.- Eigink. 52.650 - 0 136.848.- 149.293.- t e m b e r Chirac ætlaði upphaflega að nota kjamorkutilraunimar til að sýna í verki röggsemi og sjálfstæði Frakka, en vanmat algerlega viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Auk þess fara nú vinsældir Chiracs á heimavelli ört dvínandi: kjamorkuvopnin hafa snúist í höndum hans. Grænfriðungar á Nýja-Sjálandi gáfu út þá yfirlýsingu að Chirac hefði nú ritað nafn sitt í sögubækur sem „alger glæpamaður í stjómmálum og umhverfismálum.“ Óljós fyrirheit hans nú, um að fækka fyrirhuguðum tilraunum, breyta því ekki að Frakkar hafa gert sig seka um siðleysi og hroka sem þeir eiga ekki vott af ínnistæðu fyrir. íslensk stjómvöld eiga vitanlega að mótmæla framferði Frakka harkalega. íslenskir neytendur em síðan enn á ný hvattir til að sniðganga franskar vörur þangað til búið er að koma vitinu fyrir hrokagikkinn í forsetahöllinni í París. ■ Atburðir dagsins 1812 Napóleon sigrar Rússa í orrustu við Borodino, 112 kíló- metra vestur af Moskvu. 1874 Sigurður Guðmundsson málari lést, 41 árs. 1940 Mörghundruð þýskar flugvélar taka þátt í fyrstu loftárásunum á Lundúni. Eitthundrað þýskar vélar voru skotnar niður, en breski flug- herinn missti aðeins 22. 1978 Keith Moon, trommuleikari hljómsveitar The Who, deyr af völdum eiturlyfjaneyslu. Afmælisbörn dagsins Elísabet I 1533, Englands- drottning, dóttir Önnu Boleyn og Hinriks VIII. Elia Kazan 1909, leikstjóri af grískum ætt- um. Anthony Quayle 1913, bandarískur leikari. Buddy Holly 1936, bandarískur rokk- ari. Annáisbrot dagsins Þar fyrir austan við Eyjasand deildi maður á konu sína um kveldið, svo hún vildi ei hjá honum hátta; um morguninn fannst hann dauður, og hafði hengt sig. Eyrarannáll 1673. Lokaorð dagsins Að flýja... Ég verð að flýja! Sannleikur... Ég elska mikið. Hinstu orð rússneska skáldsins Leos Tolstoys (1828-1910). Orð dagsins Þú ert orðin fjala-fá, fúinn sérhvörr raftur; hvað mun dagurinn heita sá, hefst þín bygging aftur? Eggert Ólafsson: Viöeyjarkirkja, 1757. Máisháttur dagsins Seg mér að sunnan, ég er ný- kominn að norðan. Skák dagsins Einsog allir sjá er skák dagsins mjög í dögun, en endalokin er eigi að síður skammt undan. Kulmala hefur stýrt hvftu mönnunum klaufalega og Lehtonen refsar honum grimmilega og mátar í fjórum, snotrum leikjum. 1. ... Dh4+!! 2. Rxh4 Bf2+3. Ke2 Rd4+ 4. Kd3 Rc5 Skák og mát! Þetta var eftirminni- legasta skák prúðmennisins Lehtonens.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.