Alþýðublaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 18. september 1995 ______________________Stofnað 1919 _________________________________________________141. tölublað - 76. árgangur ■ Risnu- og ferðakostnaður Reykjavíkurborgar 1989-1994 Nemur nær300 milljónum króna Vígsluár Ráðhússinsfór risnukostnaður í 40 milljónir. Markús Örn: Vígsla Árni: Ríkti stutt og Ingibjörg Sólrún: Ráðhússins var dyr. veitti í hófi. Sparar risnu og ferðir. Þegar litið er á tölur yfir risnu- og ferðakostnað Reykjavikurborgar síð- ustu ár kemur í ljós að á árunum 1989 til 1994 var eytt 176,4 milljónum í risnu og liðlega 104 milljónir fóru í ferðakostnað. Þetta eru samtals um 281 milljón króna. Athygli vekur að árið 1992 nam risna borgarinnar 40,4 milljónum sem er mun hærri upphæð en önnur ár á þessu tímabili. Astæðan mun meðal annars vera vígsla Ráð- hússins. Að undanförnu hafa átt sér stað nokkrar umræður um risnu-og ferða- kostnað Reykjavíkurborgar. Núver- andi meirihluti hefur birt upplýsingar þess efnis að verulega hafi dregið úr þessum kostnaði fyrri hluta þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Borgar- stjóri telur að ferðakostnaður geti dreg- ist saman um allt að 30% á þessu ári miðað við síðasta ár. Spamaður í risnu og móttöku fyrstu sex mánuði ársins nemur 11 milljónum miðað við sama tíma £ fyrra. Alþýðublaðið aflaði sér upplýsinga hjá skrifstofu borgarstjóra um risnu- og ferðakostnað Reykjavíkurborgar síðustu ár eða frá 1989. Samkvæmt þeim hefur þessi kostnaður verið nokkuð svipaður ár frá ári á þessu tímabili, að undanskildu árinu 1992 þegar risnan var mun hærri en hin árin. Ekki er um áberandi sveiflur að ræða á þessu árabili hvað varðar ráð- steftiu- eða ferðakostnað borgarinnar. Árið 1989 nam risna borgarinnar tæpum 26 milljónum króna og ferða- kostnaður 14 milljónum. Árið eftir var risnan tæpar 27 milljónir og ferða- kostnaður tæpar 13 milljónir. Árið 1991 er risna borgarinnar liðlega 27 milljónir og ferðakostnaður rúmlega 18 milljónir. Á því ári tók Markús Örn Antonsson við embætti borgar- stjóra af Davíð Oddssyni. Árið 1992 fer risnan upp í rúmlega 40 milljónir króna en ferðakostnaður lækkar í tæp- ar 14 milljónir. Vegleg vígsluhátíð Ráðhússins kann að vera skýringin á þessari miklu risnu borgarinnar þetta ár. Árið 1993 fer risnan niður í liðlega 27 milljónir en ferðakostnaður hækkar í rúmlega 17 milljónir. Á afmælisári lýðveldisins í íyrra nam risnukostnað- ur tæpum 29 milljónum króna en ferðakostnaður fór í 28 milljónir. Það ár tók Árni Sigfússon við embætti borgarstjóra um skeið þar til Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist í stól borg- arstjóra. Rétt er að taka fram að árið 1995 var færslureglum breytt vegna ráðsteftiu- og ferðakostnaðar þannig að hann er nú allur færður á sama reikn- ingslið. Miðað við fyrri reglu nam ferðakostnaðurinn 1994 rúmlega 18 milljónum. Fyrstu átta mánuði þessa árs er risnukostnaður borgarinnar níu milljónir króna og ferðakostnaður 14 milljónir. Miðað við fyrri reglu er ferðakostnaður á þessum tíma hins vegar m'u milljónir. ■ Fundur ungra jafnaðar- manna á morgun Jon Baldvin og Arni Mathiesen ræða GATT Ungir jafnaðarmenn efna til opins fundar £ Ingólfskaffi miðvikudags- kvöldið 20. september klukkan 20.30 um framkvæmd GATT-samningsins á íslandi. Frummælendur verða Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins og Ami M. Mathiesen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins £ landbúnaðamefnd Alþingis. „Við búumst við góðri mætingu og fjörugum fundi enda er þarft og tima- bært að ræða þessi mál ofan í kjölinn,“ sagði Gunnar Alexander Olafsson for- maður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. GABB eða GATT? Jón Baldvin og Árni M. Mathiesen eru frummæl- endur á fundi ungra jafnaðar- manna annað kvöld. Þrek og tár Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þrek og tár, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudags- kvöld. Leikurinn gerist í vesturbæ Reykjavíkur í kringum 1962 og er Ijúfsár og fjörug fjölskyldusaga. 16 leikarar taka þátt í þessari sýningu sem er full af tónlist, lífsgleði og speki. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir verkinu og Tamlaband Egils Ólafssonar sér um tónlistina. ■ Einar E. Gíslason á Syðra-Skörðugili Gefum frat í qamla of- stjórnunar- kerfið „Væri ekki nær að gefa frat £ allt þetta gamla ofstjómunarkerfi og gefa möguleika, með þvi að greiða bein- greiðslumar beint á jarðimar, óháðar framleiðslu..." segir Einar E. Gísla- son bóndi á Syðra-Skörðugili £ grein sem hann ritar í Bændablaðið. Einar gagnrýnir harðlega drög að nýjum bú- vörusamningi og segir að þau gangi af sauðfjárbændum dauðum á fáum ámm. „Það getur ekki talist eðlilegt hjá stjóm Landssamtaka sauðfjárbænda að standa að þessum samningi og flokka stéttina svona niður og mismuna sauð- ljáreigendum eins og þar kemur ffam, með þv£ að taka beingreiðslur af öldr- uðum, skerða svo alla um 30 ærgildi til að ná niður framleiðslunni og hafa eftir í pottinum um 10% til að bæta við þá sem öflugastir eru £ framleiðslunni f von um að þeir einir geti talist raun- veralegir sauðfjárbændur," segir Einar. Einar E. Gfslason segir að ekki sé hægt að bjarga neinni atvinnugrein með svona ofstjómun. Atvinnugreinin verði að þróast £ samkeppni við aðrar kjöt- framleiðslugreinar og aðlagast svo sjálf aðstæðunum á fijálsum markaði. Sauð- fjárbændur ættu allir að fá sfnar bein- greiðslur án framleiðsluskyldu, bændur ættu að geta hætt framleiðslu eða dreg- ið úr ffamleiðslu til dæmis timabundið meðan jafnvægi næst á kjötmarkaði með ffjálsu verðlagi. ■ Tillögur Flóttamannaráðs til félagsmálaráðherra Tökum við 30 flóttamönn um frá Balkanskaga -Árlegur kvóti flótta- manna verði síðan 15-25. Flóttamannaráð hefur sent Páli Péturssyni félagsmálaráðherra til- lögu um að íslendingar taki eins fljótt kostur er á við allt að 30 flóttamönn- um frá lýðveldum fyrrverandi Júgó- slavfu. Þetta er f samræmi við óskir Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem fór fram á að við tækj- um við 25 til 30 flóttamönnum frá Balkanskaga. Þá leggur Flóttamanna- ráð til að eftirleiðis verði 15 til 25 flóttamönnum árlega veitt hæli hér á landi. Talið er að kostnaður við mót- töku hvers flóttamanns geti numið allt að einni og hálffi milljón króna. Sam- kvæmt þvf kostar það allt að 45 millj- ónum króna að taka við 30 flótta- mönnum frá fyrrverandi Júgóslaviu. Alþýðublaðinu tókst ekki að ná tali af Braga Guðbrandssyni formanm Flóttamannaráðs til að fá nánari upp- lýsingar um tillögur ráðsins. Félags- málaráðherra mun leggja málið ffam i rfkisstjóm sem afgreiðir það endan- lega. Ekki liggur fyrir hvort ráðherra gerir tillögur Flóttamannaráðs að sfn- um eða gerir breytingar þar á. ■ Samtök iðnaðarins Gegn sjálftöku Stjórn Samtaka iðnaðarins hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir andstöðu við hvers konar sjálftöku, hvort sem hún birtist í skattalegum fríðindum eða að afmarkaðir hópar launþega með sérstöðu knýi fram launahækkanir umfram það sem gerist á almennum markaði. Stjómin segir að hvort tveggja sé í fullkominni mót- sögn við stefnu aðila vinnumarkaðar- ins og ríkisvalds í verðlags- og kjara- málum. Sérstaklega sé það þó alvar- legt þegar sjálfur löggjafinn gangi fram fyrir skjöldu og samþykki sér- staka skattmeðferð alþingismanna og ráðherra, sem séu einir í aðstöðu til að skammta sjálfur sér skattafríðindi. „Verkfall í kjölfar almennra kjara- samninga, verðhækkanir og nú síðast kjaradómur og ákvarðanir Alþingis um kjör ráðherra, alþingismanna, ráð- herra og embættismanna hafa valdið veralegri ólgu á vinnumarkaði. Stjóm Samtaka iðnaðarins lýsir áhyggjum yfir að þessir atburðir kunni að ógna stöðugleikanum og tefla árangri efna- hagsstefnunnar í tvísýnu," segir í ályktuninni. Cees Nooteboom Kolbrún Bergþórsdóttir Alþýðublaðið Arnór Benónýsson um ástina, dauðann um þingmennina sem um mannasiði, skák, bíó, um skemmtilegt nýtt & skáldskapinn fundu efnahagsbatann strætó, Serba leikrit eftir Ibsen

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.