Alþýðublaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐH5 3 s k o ð a n Allir með Um daginn var fróðleg umfjöllun um Strætisvagna Reykjavíkur í Morg- unblaðinu. Þar kom í ljos að það fyrir- tæki er í leiðinda vítahring: Eftir því sem farþegum fækkar verður að fækka leiðum, og eftir því sem leiðum fækkar, fækkar farþegum. Auk þess varð fyrirtækið fyrir nokkru áfalli vegna breytinga á eignarformi þess, úr opinberu fyrirtæki í einkafyrirtæki og aftur í opinbert. Þetta hafði kostnað í för með sér, 250 milljónir króna sem er mikill peningur, sérstaklega þegar nóg er af verkefnum til að eyða þeim peningum í. Enn verra er að þessi breyting virðist ekki hafa það í för með sér sem ég hélt að ætlunin væri: Að standa vörð um hagsmuni borgar- Pallborðið | Hrönn n<l ýÆm Hrafnsdóttir ■ i m UH skrifar anna. Nú hafa fargjöldin hækkað og sérstaklega þeirra sem síst mega við þeim, böm og gamalmenni. Auk þess er dýrt að reka einkabíl og það væri mörgum í hag að geta nýtt sér strætó í meira mæli en gert er nú. Vissulega var klaufalega staðið að einkavæðingu Strætó. Til dæmis hefði mátt ræða málið við starfsmenn áður en gripið var til aðgerða og kynna málið fyrir borgarbúum. Samt sem áð- ur skildi ég aldrei alveg, hvers vegna fyrirtækinu var breytt aftur í opinbert fyrirtæki eftir kosningar. Persónulega fannst mér eins og þetta væri frekar tilfmningalegt mál fyrir nýjan meiri- hluta en að málið væri skoðað af raun- sæi. Þetta er þó umdeilanlegt. Sumum finnst hlutverk Strætó þess eðlis að ekki sé hægt að einkavæða fyrirtækið, þetta sé opinber þjónusta. Öðrum finnst það ljóst að stefnumótun opin- berrar þjónustu hljóú alltaf að vera hjá „Nú hafa fargjöldin hækkað og sérstaklega þeirra sem síst mega við þeim, börn og gamalmenni. Auk þess er dýrt að reka einkabfl og það væri mörgum í hag að geta nýtt sér strætó í meira mæli en gert er nú." hinu opinbera en að sú þjónusta geti einkafyrirtæki sinnt. . Öðru máli gegnir um banka, flestir eru sammála um að rekstur þeirra sé þess eðlis að hann þurfi ekki að nokkru leyti að vera í höndum hins opinbera. En ekki eru allir sammála því, það hafa undir framsóknarmenn sagt okkur. Samband ungra framsókn- armanna ályktaði á þingi sínu fyrir skemmstu að hvetja viðskiptaráðherra til að fara sér hægt í sakirnar við einkavæðingu ríkisbankanna. Það eina vitræna sem þessi ríkisstjóm virðist ætla að framkvæma á næstunni er gagnrýnt af verðandi stjómmálamönn- um þess flokks! Eina raunverulega ástæðan fyrir þessari gagnrýni getur varla verið nema útaf eiginhagsmun- um. Verðandi kynslóð vill erfa banka- stjórasætin eftir tiltekin árafjölda á þingi eins og hefur viðgengist til þessa. Einkavæðing ríkisbanka leiðir til þess að áhrif stjómmálamanna minnka og jafnframt minnka möguleikar þeirra á „feitum“ bankastjóraembætt- um af þeirri einu ástæðu að viðkom- andi hefur verið duglegur að starfa fyrir flokkinn en ef til vill aldrei kom- ið nálægt fyrirtækjarekstri og enn síð- ur rekstri banka. Stjómmálamenn eru misvitrir eins og annað fólk, en fæstir hafa menntun eða hæfileika til að verða bankastjórar þó þeir séu valdir til þess. Bankastarfsemi er þannig að flest allir geta verið sammála um að ríkið þurfi ekki að eiga neinn þátt í rekstri þeirra. Það verndar ekki hagsmuni neytenda. Ef viðskiptavinir eru óánægðir með bankann sinn láta þeir sig hverfa í einhvern annan banka. Viðkomandi banki tapar og þarf að gera betur, það er ef hann er einkarek- inn. Ríkisbanki hins vegar hefur alltaf stóra vasann til að leita í, vasann minn og þinn. Tja, ég vil frekar að þeir pen- ingar séu notaðir í til dæmis að fjár- magna heilbrigðisþjónustuna en að fjármagna tap banka og laun banka- stjóra. Það að seta í stjómum banka- ráða sé aðallega úthlutað eftir stjóm- málatengslum en ekki eftir hæfileik- um er nokkuð sem er óviðunandi. Rétt eins og það er óviðunandi að strætó hækki fargjöldin sama hvaða eignar- form er á því fyrirtæki. ■ Höfundur er viðskiptafræðingur. Afimmtudaginn hefur Helgarpósturinn enn ein hamskipti, en þá kemur fyrsta tölublaðið sem Karl Thorberg Birgisson ritstýr- ir. Hann hefur sagt í blaða- viðtölum að áherslur verði nokkuð aðrar en verið hafa, minna lagt uppúr hneykslis- málum en því meira fjallað um menningu og pólitík. Karli Thorberg til halds og traust verða ýmsir sem les- endur Alþýdublaðsins þekkja vel: Stefán Hrafn Hagalín, Jakob Bjarnar Grétarsson og Egill Helga- son. Þá heyrum við að Huldar Breiðfjörð og sjálf- ur Dr. Gunni verði meðal pistlahöfunda... Nú er þess skammt að bíða að Stefán Jón Hafstein fari í loftið með nýjan þátt á Stöð 2 þarsem málefni líðandi stundar verða rædd í þaula - og at- kvæði greidd til að komast að niðurstöðu. Á fimmtu- dagskvöldið verður kvenna- ráðstefnan í Kína gerð að umtalsefni: Kínaförum verð- ur stillt upp andspænis gagnrýnendum. Við heyrum að Margréti Frímanns- dóttur alþingismanni Al- þýðubandalagsins hafi verið boðið að mæta en hún hefur einmitt lýst miklum efa- semdum vegna þeirrar ákvörðunar að senda fjöl- menna nefnd til Kína. Þá er og búist við því að nokkuð verði rætt í þættinum um gagnrýni á Vigdísi Finn- bogadóttur vegna spjalls hennar um heimspekileg málefni við Li Peng og fé- laga... Nýr maður er nú tekinn við sem ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu: Helgi Ágústsson sem lengi var sendiherra í Lundúnum. Það er bráðskemmtileg tilviljun að Helgi gekk einmitt í Fram- sóknarflokkinn í vor - um það leyti sem Halldór Ás- grímsson varð utanríkisráð- herra. Helgi Ágústsson var annars lengstaf orðaður við Alþýðuflokkinn... Framarar fara nú með veggjum enda Safamýr- arstórveldið vel og rækilega fallið í 2. deild eftir hörmu- lega frammistöðu í 1. deild í sumar. Tíð þjálfaraskipti hjá Fram síðustu misseri hafa vakið athygli: Ásgeir Sigur- vinsson og Marteinn Geirsson eru meðal þeirra sem þurft hafa að taka pok- ann fræga. Nú heyrum við að Framarar hafi leitað til Ásgeirs Elíassonar fráfar- andi landsliðsþjálfara, og að fjögurra ára samningur sé í burðarliðnum. Ásgeir þjálf- aði Fram með glæsilegum árangri, gerði liðið að bikar- og Islandsmeisturum áreftir ár á níunda áratugnum. Framarar ætla semsagt ekki að leggja árar í bát en stefna að því að verða íslands- meistarar eftir fjögur ár. En fyrst þurfa þeir auðvitað að lufsast uppúr 2. deild... h i n u m e g i n "FarSido" eftir Gary Larson Flugnahimnaríki... a Hvað finnst þér um fall Framara í 2. deild? Ása Ögmundsdóttir ný- bökuð móðir: Mér er nú bara alveg sama. Hanna Dís Guðmunds- dóttir verslunarmaður: Það snertir mig nákvæmlega ekki neitt. Kjartan Bjarnason sjó- maður: Ég er ekki Frammari þannig að það skiptir mig ekki máli. Anna Jónsdóttir nemi: Það er bara gott á þá. Gunnar Helgason leikari: Við Þróttarar hræðumst ekki neitt. v i t i m e n n Ef að það kemur upp mikil deila milli þeirra aðila sem taka þátt í umræðunni um forgangsröðun [í heilbrigðiskerfinu] þá kynni þjóðaratkvæðagreiðsla að reynast nauðsynleg. Ingibjörg Pálmadóttir að viðra nýja snjallræðishugmynd í viðhafnarviðtali í Mogganum á sunnudag. Svona spurningu fengi enginn karlmaður. Ingibjörg Pálmadóttir, aðspurö hvort miklar fjarvistir vegna anna í heilbrigðis- ráðuneytinu reyni ekki mikið á hjónabandið. Mogginn. Eftir fyllerí fær maður hausverk og verður lífsleiður og skapvondur... Geðvonskan á Alþýðublaðinu hlýt- ur að vera timburmenn eftir þetta langvarandi valdafyllerí, óvenju langvarandi timburmenn. Jóni Kristjánssyni alþingismanni var ekki skemmt yfir skrifum Alþýðublaðsins um Framsóknarflokkinn. Tíminn á laugardag. Aldrei hefur jafnlítill flokkur misst jafnmikil völd á jafnskömmum tíma. Jón Kristjánsson um Alþýðuflokkinn. ...nú hefur í fyrsta sinn í sögu ís- lenskrar kvikmyndagerðar tekist að skapa heimslist og því er hér með spáð að þessi mynd eigi eftir að hasla sér völl úti í hinum stóra heimi svo eftir verði tekið. Erlendur Sveinsson lá ekki á lofinu í umsögn um kvikmyndina Tár úr steini í Mogganum á sunnudag. ' Pólitíska andrúmið í landinu hefur gjörbreyst á einni viku. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins að fjalla um mótmælaölduna gegn launahækkunum þingmanna. Þingmaður lýsti því yfir í viðtali við DV, að kjör þingmanna ættu ekki að vera til umræðu mcðal almennings. Þessi ruglaði þingmað- ur, sem aldrei hefur sýnt, að hann hafi neitt til síns ágætis umfram venjulegt fólk, virðist te|ja sig yfir þjóðina hafinn. Jónas Kristjánsson var í essinu sínu í leiðara DV á laugardaginn - og Valgerður frá Lómatjörn fékk það óþvegið. Vigdís [Finnbogadóttir] hcfur skilað vel sínu hlutverki sem rós í kartöflugarði íslensks mannlífs. Eyjamaöurinn Sveinn Hauksson reis til varnar Vigdísi gegn „krossförum nútímans" sem hafa leyft sér að gera forsetann að umræðuefni að undanförnu. Fréttir í Vestmannaeyjum. fréttaskot úr fortíð Sjö ára öldungur Charles Charlesworth fæddist í Staf- fordshire í Englandi 14. mars 1899. Hann var orðinn fullþroska fjögurra ára gamall, orðinn skeggjaður fimm ára gamall og dó úr elli áður en hann var 7 ára að aldri. Þá var hann orðinn grár fyrir hærum, gekk við staf, orð- inn hrukkóttur í andliti, hafði skræka öldungsrödd og tinaði, einsog títt er um gamla menn. Alþýðublaðið, Sunnudagsblað, 4. júll 1937.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.