Alþýðublaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 mannasiðir ■ Mannlegt eðli er svo göddótt að lífið yrði óbærilegt ef hver ræki odda sína og gadda í annan. Þess vegna þarf að laða sig eftir velsæmistilfinningu annarra og hæverskum siðum til að gera sambúð manna þolanlegri heima fyrir og út á við - heitir lítið kver sem sjentilmaðurinn Jón Jacobson tók saman árið 1920. Guðrún V/7mundardóíí/rkynnti sér nokkrar almennar kurteisisreglur. Mannasiðir er það sem hjá menntuð- um þjóðum er skilin kurteisi og hátt- prýði. Að vísu eru þeir með ýmisleg- um hætti hjá þjóðunum, en þó er áreiðanlega margt sameiginlegt öllum prúðum mönnum meðal allra þjóða. Eru kurteisi og háttprýði nauðsynleg? Já, því að þær eru einkaskilyrði upp- töku í samfélag siðaðra manna og samvistar með þeim. Er þá manngildið komið undir kurteisi og háttprýði? Já og nei! Ribbaldinn er ribbaldi, fant- urinn er fantur og dóninn er dóni inni- fyrir, hvemig sem hann kemur til dyra. Úlfurinn er úlfur, þótt hann sé klæddur í sauðagæm og sú háttprýði ein er sannfögur og hrein, sem kemur innan að og geislar út frá prúðu, góðu hjarta. En það að stjóma geði sínu, að laða sig eftir velsæmistilfmningu ann- arra og hæverskum siðum, þótt eldur og ofbeldi ójafnaðar ef til vill brenni inni fyrir, er samt góðra gjalda vert, með því að það gerir sambúð manna þolanlegri heima fyrir og út á við og gerir mannh'frð mýkra viðkomu. Mannlegt eðli er svo göddótt, að hfið yrði óbærilegt, ef hver ræki odda sína og gadda í annan. Hver er vörn gegn þeim, sem af ásettu ráði og í ofmetnaði brjóta almennar kurteisisreglur? Sú, að láta þá hispurslaust, en kurteis- islega, vita, að framkoma þeirra geri þá að minni, en ekki meiri, mönnum, og að oflæti sé ekkert merki yfirburða. Það að koma vel fyrir sjónir er nokkurs konar meðmœlingabréf menntaðs manns. Sá, sem er skeytingarlaus í klæðaburði eða óhreinn, er vargur í véum siðaðs félagsskapar. Yfirburðir heila og hjarta eiga örðugt uppdráttar og koma illa fyrir sjónir, og það er ekki að ástæðulausu, því að felagsskapurinn verður, afleiðinganna vegna, að sjá um, að framkoma manna særi ekki augað né smekkinn. Trassar og sóðar eiga ekkert samvistarerindi til siðaðra manna. Hvað skal varast? Varist fyrst og fremst allt tildur, allan mikilmennskubrag, alla falska glæsi- mennsku. Það er ömurleg sjón, þegar menn eru að strita við að sýnast meiri en þeir eru, og reyna að vekja eftirtekt með sundurgerð í klæðaburði, og menn verða æhð minni fyrir vikið. Allt það, sem ekki á við í stöðu eða hag einstaklingins, er kynlegt og vek- ur eftirtekt. Það þykir til dæmis skrít- ið, þegar fátækir menn sýna sig í veislum með falsaða skartgripi. Hvað er um vasaklúta? Sú var tíðin, að með þá var farið sem mannsmorð í samkvæmum. Nú myndi hver sá þykjast illa staddur, sem vant- aði þá, því að alla getur hent að þurfa að snýta sér - og þá er illt að standa uppi ráðalaus. Vasaklútar séu af með- alstærð, úr góðu lérefti (hörlérefti) eða smágerðu líni (Batist) með ísaumuðu einföldu en smekklegu fangamarki í einu hominu. Konur munu þó telja sér leyfilegt að skreyta rendumar á spari- kiútum sínum með útsaumi. Svartar sorgarrendur á vasaklútum niunu ekki tíðkast hér á landi, enda mun varla hugsanlegt verra smekkleysi, en að bera sorg sina í snýtuklútnum. Hvað er meira athugavert um klœðaburð? Búningur bæði kvenna og karla sé hispurslaus, einfaldur, þokkalegur og sitji vel. Það er spjátrunga einna æði að vera tískugikkir, að elta hveija ný- tísku í klæðaburði, hve fráleit eða óhentug sem hún kann að vera. Hvernig skal andlit hirða? Hreinn og fagur litarháttur er ekki öll- um gefinn, en skylt er þeim, sem hann hafa fengið að gjöf, að reyna að halda honum við. Margir em ljótir á hömnd, rauðir, blakkir, gulir eða gráir í fram- an, með nabba í andliti og svo fram- vegis. Það er oft vöggugjöf og þeim til sorgar og mæðu, sem fyrir verða, einkum konum, enda leitast þær oft við að ráða bót á því með tállitum og dufti. En það er aðeins til að gera vont verra, fara úr öskunni í eldinn. Það er hin mesta fásinna af konum, að þessi brögð geri þær ásjálegri og eigulegri, því að „upp komast svik um síðir.“ Karlmennimir komast fljótt á snoðir um, að þessar litfögra drósir em mál- aðar manneskjur, og skortir þá sjaldan hlátur og hnýfilyrði í þeirra garð. Hvernig skalfara með hárið? Hreinlæti er hér sem víðar fyrir öllu. Þvoið yður rækilega um höfuðið, að minnsta kosti vikulega. Sumir óttast kælingu og hræðast því höfuðböð og líkamsþvott, en það er með öllu ástæðulaust. Vart mun sköllóttum körlum láandi, þótt þeir noti hárkollur, svo munu og ýmsir rosknir kulvísir menn bera þær fyrir hlýinda sakir, en tæplega verður það talin nayðsyn frá fegurðar sjónarmiði. Allt öðm máli er að gegna um konur. Fagurt og mikið hár er eitt hið fegursta skart kvenna, og sköllótt mær eða kona er ömurleg sjón, svo ömurleg, að þær em í mann- úðarinnar nafni næstum skyldar til að hylja skallann eða hárlýjumar fyrir meðbræðmm sínum og systmm með annarlegu hári. Hvað er um framgöngu? Góð framganga ber vott um menntun og gott uppeldi. Þó má eirrnig temja sér hana. Það er ófögur sjón að sjá menn dragast um jörðina hálfbogna og því nær bæði ferhenda og ferfætta, með því að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eiga að gera með hönd- um og fótum, að sjá menn vera að þvælast á milli stóla og vera einlægt að reka sig á, eða húka á stólum en sitja ekki, vel ef þeir ekki nudda hnjá- kollana og róa sér. Góð framganga gefur oftlega óálitlegri manneskju göf- ugt yfirbragð, auk þess sem hún styrk- ir heilsu líkamans. En hér sem annar- staðar er fyrir öllu, að framgangan sé eðlileg. Menn verða að forðast, að vera sem á hjólum, eða Kta út sem danskennarar í námstundum. Sönn prúðmennska hatar bæði tildur og klunnaskap. Þó er - af tvennu illu - betra að vera stirður sem naut, sé það meðfætt, en óeðlilegur api. Hvað eru viðrœður (konversation)? Svo er um oss íslendinga sem fleiri þjóðir, að oss er tamara að nota orðið ,konversation“, sem lánað er úr máli lipurðarinnar og kurteisinnar, frakk- neskri tungu, en íslensk orð um kurt- eisar og liprar viðræður eða samtöl manna á milli, í veislum og sam- kvæmum, enda mun mál vort eiga langt í land að ná þeim tökum á þessu efni, sem það hefur náð í ýmsum öðr- um greinum, svo sem sögustíl og skáldskap, sem eðlilegt er um þjóð, alda upp í fámennu og stijálbyggðu landi. Auk þess er létt og lipurt viðtal sérstök gáfa - ein grein umgengisgáf- unnar - sem alls ekki er öllum gefin. Hvemig eru nafnseðlar notaðir? Þeir standa í nánu sambandi við heim- sóknir. Þeir em afhentir þeim, sem kemur til dyra, og hann beðinn að grennslast eftir, hvort húsbændumir, eða sá sem gert er boð fyrir, séu heima. Með þessum hætti er þeim í sjálfsvald sett, hvort þau taki á móti heimsækjanda eða ekki, enda alltítt að telja sig ekki heima, þegar menn ein- hverra orsaka vegna ekki geta eða vilja sinna gestum. Komi þjónn eða þema með þau skilaboð, að húsbænd- ur séu „ekki við látnir" eða „ekki heirna," skal heimsækjandi fara. En það fer eftir ástæðum, hve mörgum nafnseðlum hann skilar. Sé sá ókvæntur, sem heim er sóttur, skal heimsækjandi einungis skila nafnseðli sjálfs sín, aldrei konu sinna. Við heimsókn hjá kvæntum manni skili ókvæntur heimsækjandi tveim nafnseðlum, en kvæntur maður skilji eftir sameiginlegan nafnseðil sinn og konu, eða konunnar og sín, hvom í sínu lagi. Sé heimsóttur maður ekkju- maður, og lifi einn út af fyrir sig, fer um hann sem ókvæntur væri, en sé fulltíða dóttir eða önnur kona fyrir framan hjá honum, þá afhendi heim- sækjandi nafnseðla sem hjá kvæntum manni. Og sama er að segja um heim- sóknir hjá ekkjum eða ógiftum kon- um. Séu dætur heimsækjanda í för með honum, en vanti nafnseðla, bætir hann við á seðil sinn „með dóttur" eða „með dætrum." Fullorðnir synir hafa sjálfir nafnseðla. Grípi heimsækjandi í tómt, brýtur hann upp á vinstra hom seðilsins til merkis um, að hann hafi sjálfur komið með seðilinn, en ekki sent hann með þjóni eða leiguboði, því að slíkt er ókurteisi og ósiður. Framkoma í heimsóknum Hún er list fyrir sig og fátt kemur fyrr upp um menn, hvemig siðum þeirra er háttað, en hálfrar stundar dvöl í gesta- stofu. Hér em þau vaninn og viðleitn- in, samfara góðri umgengisgáfu, nota- drýgst. Vanalega fálm í byijun. Öryggið kemur með æfingunni. En hér skal sem áður tekið fram, að menn mega alls ekki fóma séreðli sínu á altari kurteisinnar. Mega menn sýna listir sínar í samkvœmum? Já, en þó því aðeins, að þeir séu beðnir um það og hafi hæfileika til þess. Það er ókurteisi og ffamhleypni að gera slíkt óbeðið og jafn ókurteist er að kinoka sér og láta dekstra sig til þess, sem maður ætlar þó að gera. Sá sem leikur vel á hljóðfæri, syngur vel, eða kann einhverja aðra list, sem menn hafa unun af, gefi sýnishom hennar, ef um er beðið, án mikilla afsakana og með sem minnstum formála og endur- taki það, eða' breyti til, ef allir óska þess. En menn mega ómögulega vera eins og spiladós, sem miskunnarlaust hespar af sér öll lögin sín þegar hún hefur verið dregin upp. Hvemig eiga menn að koma fram við þá sem þeim em ógeðfelldir? Þá reynir á að geta stjómað geði sínu og haft vald yfir sjálfum sér. Sumir brosa yfirburðabrosi að öllu, sem við þá er sagt, aðrir leggja í vana sinn að andmæla flestu, sem sagt er. Öllu slíku ber að taka ýmist með þögn eða þolinmæði eða hvoratveggja, eftir at- vikum og afstöðu yðar til þeirra, sem sekir gerast, enda besta refsingin að láta lýtalausa ffamkomu yðar sýna yfirburði yðar yfir þeim. Sumir em leiðinlegir, aðrir hlægilegir; þann kross verða menn að þola í nafni fé- lagsskaparins og láta ekki á sér bera, þótt þeir ætli a drepast úr leiðindum eða springa af hlátri. Sögur gamalla manna verða menn til dæmis að hlýða með athygli, þótt þær séu hundgamlir kunningjar. Það er eitt af einkennum manneðlis- ins, hve gjamt því er til allra öfga, að missa taumhald skynseminnar á til- finningum sínum, svo að jafnvel dyggðin verður að vandyggð, þegar svo langt er komið, að ræksla hennar kæfir niður aðrar dyggðir og gerir oss hirðulausa um aðrar mannlegar skyld- ur. En með því a kurteisi og háttprýði em svamir óvinir allra öfga, þá er nauðsynlegt að menn temji sér þær ffá bamæsku, þvf að þær skapa jafhvægi í sálu og fegurð í lífi. ■ Vinningstölur VINNiNGAR FJÖLDI VINNINGA UPPH/E< Á HVERN VINNING H SafS 0 2.024.903 g+4af5 1 343.460 El 4 af 5 89 6.650 H 3af 5 2.968 460 Heildampphæ» flessa viku: kr. 4.325.493 UPmSINGAB. SfHSVARI 91- 6Í 1S 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.