Alþýðublaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 Peir brott- reknu Þá er komið að óróaseggjunum, sem voru til slíkra vandræða á skólaaldri, að engin lausn fannst á vandanum önnur en sú að vísa viðkomandi aðilum úr skóla. Þetta er litríkur hópur, sem vann sér margttil frægðar síðar á ævinni. Byrjum á Leon Trotsky. Tíu ára gamall hafði hann öðlast næga reynslu af skólayfirvöldum til að geta skil- greint þau sem kúgunaröfl. Hinn ungi byltingar- seggur eggjaði bekkkjarkennara sína til aðgerða Mussolíni: Stakk hníf í aftur- endann á bekkjar- bróður sinum. Trotsky: •10 ára hvatti hann bekkjarfélaga til uppreisnar gegn kennaranum. og hvatti þá til að gera hróp að kennar- anum. Skólayfirvöld áttu eitt svar við þessu frumkvæði; Leon var vísað úr skóla. Þar sem hann var besti nemandi skólans var honum veitt innganga að nýju árið eftir. Halifax lávarður lét eitt sinn hafa eftir sér: „Eg hugsa oft um það hversu heimurinn hefði orðið viðráðanlegri ef Herr Hitler og Signor Mussolini hefðu hlotið menntun í i Oxford". Má vera að Ox- ford prófessor- um hefði tekist að stilla vanstillt geð einræðis- herranna, en Benito Mussol- ini var tíu ára þegar hann komst í kast við prestleg skólayf- irvöld. Þegar þrá- kálfurinn ungi henti blekbyttu í prest sem slegið hafði hann með reglustiku var það ein- göngu kristilegt umburðarlyndi skóla- yfirvalda sem kom í veg fyrir að hann væri rekinn. En þegar Benito stakk skólafélaga sinn í afturendann með hnífi þá var þolinmæði yfirvalda á þrot- um. Einræðisherranum tilvonandi var vísað úr skóla til frambúðar og stillti ekki geð sitt eftir það. Blaðakóngurinn William Randolph Hearst, fyrirmynd Orson Welles að Citizen Kane, var rekinn úr Harvard há- skóla eftir fyrsta misseri. Hann hafði fært kennurum sínar gjafir sem féllu í grýttan jarðveg. Það voru koppar með áletruðum nöfnum kennaranna og skreyttir myndum af þeim. Áratugum síðar var dáðminnsti Kennedy bróðirinn, Edward, rekinn frá Harvard fyrir svindl. Hann hafði sýnt íþróttum meiri áhuga en náminu og lét vin sinn taka spænskupróf fyrir sig. Að lokum skal nefna nokkra lista- menn úr hópi þeirra fjölmörgu sem sparkað var úr skólum. Edgar Allan Poe var rekin frá West Point rúmleg tvítugur eftir að hafa skrópað í skólann vikum saman. Enska skáldið Shelley og vinur hans Thomas Jefferson Hogg voru við nám í Oxford þegar þeir sendu skólayf- irvöldum bæklingin Naudsyn guðleysis þar sem var að finna samntekt á rök- ræðu John Locke og David Hume. Þegar þeir sýndu enga iðrun vegna þessa athæfis sáu skólayfirvöld ekki annaö úrræði en að vísa þeim úr skóla. Hin dáða leikkona Sarah Bernhardt þótti alla ævi fremur vanstillt, hneigðist jafnvel til móðursýki. Sextán ára var hún þrisvar rekin úr kaþólskum klaust- urskóla í París. Brotin voru þessi: Hún hæddist að biskupi, henti steinum í franska riddaraliðsmenn og átti Ijúfar stundir með hermanni næturlangt. Og Salvador Dali var rúmlega tví- tugur þegar hann var rekinn úr listsa- skóla I Madrid. Ástæðan? Hann lagði blátt bann við því að kennarar gagn- rýndu myndir hans. Fuxar i skola, dúxar ílífinu „Það verður aldrei neitt úr þér, Einstein," sagði einn kennari Einsteins við hann. Sama dóm fengu Newton, Darwin, Edison og Churchill, ásamt skara annarra snillinga, sem fannst skólagangan hreinasta píslarganga. Kolbrún Bergþórsdóttirg\uggab\ í skólaskýrslur snillinganna. John Stuart Mill var fullkominn nemandi - líklega fyrirmyndamem- andi allra tíma. Þriggja ára gamall hóf hann að nema grískja og stærðfræði, og dundaði við lestur mannkynssögu í frístundum. Átta ára gamall lagði hann stund á latínu og náttúruvxsindi og íjórtán ára hafði hann á valdi sínu öll grundvallaratriði í rökfræði og hagfræði. Gáfnauppeldið skilaði þeim árangri að Stuart Mill fékk taugaáfall um tvítugt og sökk í dýpstu myrkur tilvistarþunglyndis. Hann náði sér þó aftur á strik, þökk sé skáldskapnum, en Stuart Mill sagði að ljóð skáldsnill- ingsins Wordsworth hefðu bjargað geðheilsu sinni á þessu myrka tíma- bili. Eins og kunnugt er gerðist Mill síðar afkastamikill hugmyndafræðing- ur. Hann var óumdeilanlega undra- bam sem uppfyllti þær vonir sem við hann vom bundnar og einn af velgerð- armönnum mannkyns. Stuart Mill var eitt af undrabömun- um. Isaac Newton var það alls ekki. Hann var einn þeirra fjölmörgu snill- inga sem sýndu lítil fyrirheit í æsku, og þjáðist af feimni og minnimáttar- kennd. Hann var tólf ára þegar hann var sendur í almenningsskóla þar sem honum leið afar illa og sóttist námið ‘ofur seint. Það var ekki til að bæta ástandið að mest áberandi nemandi skólans lagði hann í einelti. Þegar svo hafði gengið um nokkurt skeið þótti Newton komið nóg. Hann skoraði á andstæðing sinn í slagsmál, og lauk viðureign þeirra á þann veg að New- ton lúbarði fantinn. Við það óx New- ton svo ásmegin að hann ákvað að ganga á hólm við óvin sinn á öðmm vettvangi og lagði allt kapp á að vera fremri námsmaður en hann. Það tókst með miklum ágætum. Þegar Newton lá ekki yfir skólabókum dundaði harm við að smíða tæki og tól. Hann smíð- aði vatnsúr, sólskífu og farartæki sem minnti að nokkru á fmmstæðan bfl. Þegar Newton var fjórtán ára gamall varð móðir hans ekkja og Newton var ætlað að taka við rekstri sveitabýlis fjölskyldunnar. Hann reyndist hand- ónýtur til þess verks og var sendur aft- ur í skóla. Framhaldið þekkja flestir. Newton varð einn mesti vísindamaður allra tíma og setti meðal annars fram þijú undirstöðulögmál alfræðinnar og þyngdarlögmálið. James Watt, fíngerður drengur sem þjáðist af stöðugu mígreni, var líkt og Newton lagðut í einelti af bekkjarfé- lögum sínum, sagður „leiðinlegur og heimskur“. Þegar hann var þrettán ára fékk hann brennandi áhuga á rúm- fræði. Síðar á ævinni vann hann að endurbótum á gufuvélinni og átti það framtak sinn þátt í að hrinda iðnbylt- ingunni af stað. „Nothæfur í fallbyssufóður" Hertogínn af Wellington sigraði Napóleon við Waterloo, en metnaðar- fullir fjölskyldumeðlimir höfðu litla trú á því að drengurinn ætti eftir að skeiða sigurbrautina. Wellington sýndi svo h'til tilþrif í námi að móðir hans tók hann úr skóla og útvegaði honum einkakennara. En þar sýndi verðandi hertogi einungis tilþrif í fiðluleik. Ævareið móðir hans sá til þess að hann gekk í herinn og sagði af litlu ástríki að sonur sinn væri helst „nothæfur í fallbyssufóður“. Sonurirm kom henni þægilega á óvart og sirmti hermennsku af þvflíkri einurð að hann komst til æðstu metorða í breska hem- um. Líkt og Wellington var Charles Darwin ekki vandaðar kveðjumar í æsku. Hann reyndist svo hundónýtur námsmaður að faðir hans sagði eitt sinn við hann: „Það eina sem þú hefur áhuga á er að fara á veiðar, sinna hundum og veiða rottur. Þú átt eftir að verða sjálfum þér og fjölskyldu þinni til ævarandi skanunar.“ Darwin minnist skólagöngu sinnar í Shrewsbury með eftirfarandi orðum: „Ekkert hefði getað haft verri áhrif á þroskaferil minn, því þama byggðist námið eingöngu á klassískum fræðum ásamt einhverjum slatta af úreldri landafræði og sögu. Ég lærði ekkert sem skipti máli. Þegar ég lauk námi hafði ég hvorki staðið mig vel né illa; og ég held að allir kennarar mfnir, ásamt föður mínum, hafi álitið mig af- ar venjúlegan dreng, reyndar örlítið fyrir neðan meðalgreind." Darwin kolféll á læknapróft í Edin- borgarháskóla. Hann stundaði síðan nám í Cambridge með litlum árangri en ástríðufullur áhugi hans á náttúru- fræði varð til þess að rúmlega tvítugur fór hann í siglingu um strendur Suður- Ameríku og reyndist ferðin einn mesti vísindaleiðangur allra tíma. Darwin hélt nákvæma skrá um þær lífverur sem hann sá og birti niðurstöður sínar í frægu riti þar sem hann setti fram þróunarkenninguna. Þjóðveijinn Paul Ehrlich, væntan- legur Nóbelsverðlaunahafi í lífeðlis- og efnafræði, átti það sameiginlegt með Darwin að sjá li'tinn tilgang með skólagöngu, og honum var sérlega illa við að taka próf. Það var tekið eftir því í skóla hversu vel Ehrlich handlék smásjána og síðar kom tækið honum að góðu gagni þegar hann sneri sér að efnalækningum. Meðal afreka hans var að búa til ónæmis blóðvatn gegn bamaveiki og að uppgötva fyrsta lyfið við sárasótt. Thomas Alva Edison, þótti flest- um óþolandi barn, því hann var svo forvitinn og spurull að menn höfðu verulegan ama af. Fyrsti kennari hans lýsti honum sem „rugluðum", föður hans tókst næstum því að sannfæra Að r í sjálfsævisögu sinni minnist Win- ston Churchill skóladaga sinna með litlum söknuði. Hann var sjö ára þegar hann var sendur að heiman og í St. James bamaskólann þar sem siður var að hýða hyskna drengi allrækilega sinntu þeir ekki námsskyldum sínum. Eitt fyrsta verkefni Winstons var að læra á hálftíma utanbókar beygingu latneska orðsins mensa (borð). Ávarpsliðurinn: þú borð, reyndist of- vaxinn skilningi verðandi forsætisráð- herra. Churchill segist svo frá: „Á tilskyldum tíma kom bekkjar- kennarinn aftur. „Ertu búinn að læra þetta?“ spurði hann um að hann væri „- bjáni“ og skóla- stjóri hans benti honum á að hann yrði aldrei til að „afreka nokkurn skap- aðan hlut“. Mamma vissi betur og þegar drengurinn hennar virtist ófær um að tileinka sér einföldustu námsgreinar og fékk hvað eftir annað hroðalegan vitnisburð þá tók hún hann úr skóla og kenndi honum sjálf. Árangurinn var sá að Thomas litli varð hinn mestí bóka- ormur og milli bóka dundaði hann sér við uppfinningar. Á ævinni þróaði hann yfir eitt þúsund uppfinningar og gildi þeirra fyrir mannkynið er ómet- anlegt. „Það verður aldrei neitt úr þér, Einstein" Albert Einstein var æði langt frá því að teljast til undrabama. Reyndar óttuðust for- eldrar hans mjög að sonur- inn væri van- gefinn því hann var málhaltur allt til níu ára aldurs og eftir það svaraði hann einungis spumingum eft- ir óeðlilega langa umhugsun. Honum vegnaði svo illa í gagnfræðaskóla, í öllum fögum nema stærðfræði, að kennari hans, ráðlagði honum að hætta námi og sagði: „Það verður aldrei neitt úr þér, Einstein." Sá virtist ætla að hafa rétt lyrir sér þvf Einstein féll á inntökuprófi í tækniskóla í Zu- rich. Hann gafst ekki upp og náði prófi í annarri tilraun. Eftir útskrift átti hann í mikklum basli vinnumarkaði því honum var margoft sagt upp störf- um. Hann missti þó ekki móðinn, heldur dundaði við að þróa fyrstu hug- myndir sínar um afstæðiskenninguna. Henry Ford þvældist í gegnum nám sitt með lágmarkskunnáttu í flest- um skriflegum og bóklegum greinum. Hann sýndi hins vegar afburða skiln- ing á véltækni strax á unga aldri, gerði Churchill á unga aldri. Kennt að rabba við borð. hann. „Ég held að ég geti farið með það,“ svaraði ég og ruddi beygingunum út úr mér. Hann virtist það ánægður að ég áræddi að spyrja: „Hvað þýðir þetta, herra?“ „Það þýðir það sem sagt er. Mensa, við tæki á bóndabæ föður síns og hafði ofan af fyrir bekkjarfélögum með því að búa til vatnshjól og gufu- vélar. Hann varð sem kunnugt er bfla- framleiðandi og einn af auðugustu mönnum heims. Winston Churchill hafði unun af sögu og bókmenntum, en sá enga ástæðu til að læra latínu, grísku eða stærðfræði. Þegar hann kom í Harrow var hann í hópi slökustu námsmanna. Hann tók einhverjum framförum næstu ijögur árin, en féll síðan tvisvar á inngönguprófi í Sandhurst. Honum tókst að ná prófí í þriðju atrennu og eftir það urðu fá ljón á vegi hans. Gamal Abfdel Nasser, maðurinn sem varð íyrsti forseti Egyptalands sló flesta út í hyskni, en frá sex ára aldri til sextán ára komst hann einungis í gegnum fjóra bekki. Um síðir tókst honum að ljúka gagnfræðaskólanámi, þrátt fyrir að byltingarkenndar stjóm- málaskoðanir hans leiddu sífellt til deilna milli hans og kennara hans. Nasser hætti í lagaskóla rétt áður en hann átti að taka fyrstu prófin, fór í herskóla og útskrifaðist þaðan. Hann varð sfðar forystumaður þjóðernis- sinnaðra herforingja sem steyptu Far- úk konungi af stóli 1952. „Ég er algjör hálfviti" Móðir Heine reyndi að siða dreng sinn, sagði honum að „vera iðinn við lærdóm og orðvar; „því þá heldur eng- inn að þú sért asni“. En í bamaskóla gekk Heine vægast sagt illa, sérstak- lega í tungumálum. Skáldsnillingurinn átti í mesta basli við þýska málfræði, og hann var jafn slakur í þeirri frönsku, latnesku og grísku. Emile Zola var einnig hundónýtur málamaður. í Sorbonne féll hann á bókmennta- og tungumálaprófum, en náði prófi í raungreinum. Tveimur mánuðum síðar gerði hann tilraun til að komast í háskólann í Marseille en þar skilaði hann þvflíkum gloríum í skriflega inngönguprófmu að honum var ekki leyft að taka munnlega próf- ið. Hann skrifaði vini sínum Paul Césanne: „Ég er algjör hálfviti.“ Zola reyndist ekki vera í vondum málum þvi hann varð síðar einn umdeildasti rithöfundur heims, upphafsmaður na- túralismans í bókmenntum og lét mjög til sína taka í þjóðfélagsmálum borð. Mensa er nafnorð. Það beygist í ftmm föllum. Þú ert búinn að læra ein- töluna.“ „En,“ endurtók ég, „hvað þýðir þetta?“ „Mensa þýðir borð,“ svaraði hann. „Af hveiju þýðir mensa þá líka þú borðT' spurði ég, „og hvað þýðir þú borð.“ „Mensa, þú borð er ávarpsfall," svaraði hann. „En af hveiju þú borðT' spurði ég enn fullur forvitni. „Þú borð notarðu ef þú ávarpar borð, þegar þú ákallar borð.“ En þegar hann sá að ég skildi hann ekki bætti hann við, „Þú notar það þegar þú talar við borð.“ „En það geri ég aldrei," sagði ég furðu lostinn. „Ef þú vogar þér að vera ósvífinn verður þér refsað, og það mjög eftir- minnilega," var lokasvar hans. Á þennan veg voru fyrstu kynni mín af þeim fomu fræðum, sem mér hefur verið sagt að hafi þroskað marga af mætustu mönnum okkar og veitt þeim hugsvölun."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.