Alþýðublaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐK)
5
þar sem hann talaði jafnan máli lítil-
magnans.
Skólafélagar breska rithöfiindarins,
G.K. Chestertons, lpgðu hann í ein-
elti í æsku, aðallega vegna offitu hans.
Honum leið afar illa í skóla, sýndi lítil
framför og varð ekki læs fyrr en hann
var átta ára gamall. Einn kennara hans
sagði við hann: ,,Ef við gætum opnað
hausinn á þér þá kæmumst við að því
að þar sem heilinn í þér ætti að vera er
einungis hvítur fitukögguli.“
Lengi vel var Chesterton neðstur í
sínum bekk, en endir var bundinn á
einangrun hans þegar hann vingaðist
við skólafélaga sína og verðandi rit-
höfund E.C. Bentley. Þegar Chestert-
on lauk framhaldsskóla beið hans
björt framtíð á ritvellinum, og frægðin
fullkomnaðist með sakamálasögum
hans um föður Brown. Chesterton
hafði einungis þarfnast vinar og upp-
örvunar og eftir að þá næringu gekk
honum allt í haginn. Ciacomo Pucc-
ini þarfnaðist einungis geðugs kenn-
ara og þá blómstraði hann. Höfundur
Toscu, La Boheme og Madame Butt-
erfly var fæddur inn í tónlistarfjöl-
skyldu, sem gerði til hans miklar
væntingar en hann virtist fullkomlega
metnaðarlaus. Skólaganga hans gekk
brösuglega og meira að segja tónlist-
arkennari hans fómaði höndum í ör-
væntingu og sagði að nemandinn
hefði enga hæfileika. Puccini litli
eignaðist þá einkakennara í tónlist og
sá hafði svo gott lag á drengnum að
hann tók stöðugum framförum og
helgaði líf sinn tónlistinni upp ffá því.
Pablo Picasso náði litlum árangri í
skóla, einfaldlega vegna þess að hann
neitaði að gera nokkum skapaðan hlut
annan en mála. Þegar Pablo var.tíu ára
tók faðir hans hann úr skóla. Drengur-
inn var þá hvorki læs né skrifandi.
Einkakennari sem fenginn var til að
kenna drengnum gafst upp á hinum
dáðlausa námsmanni sem harðneitaði
áð læra stærðfræðf Pablo var þá send-
ur í listaskóla og náði háum prófum,
en hætti fljótlega vegna þess að hon-
um leiddist. Hann stundaði síðan
sjálfsnám og varð einn frægasti málari
aldarinnar. ■
Messan
á Möðru
völlum
Ásdís Kvaran lögfræðingur
var við nám í Menntaskólanum á
Akureyri árið 1958 þegar fræg
messa varð til að binda endi á
skóladvöl hennar.
Það var 15. mars 1958 sem hún
fór ásamt vinum sínum Ara Jós-
efssyni, Birni Thoroddsen, Þor-
valdi BoIIasyni Thoroddsen, Ág-
ústi Sigurðssyni að Möðruvöllum
í Hörgárdal í þeim tilgangi að
skíra Þorvald sem var óskírður.
Þegar liðið var á nótt gengu félag-
arnir í kirkju. Ágúst, sem síðar
varð prestur á Möðruvöllum,
varpaði hempu yfir Ásdísi en hún
skrýddi hann hökli. Síðan vígðu
félagarnir vatn í skírnarfontin-
um. Ásdís var skírnarvottur,
Björn Thoroddsen lék á orgelið
og Ari var meðhjálpari. Þorvald-
ur var síðan skírður Þorvaldur
Hörgull Bollason Thoroddsen.
Síðan hringdu félagarnir kirkju-
klukkum.
Tiltækið vakti almenna
hneykslun á Norðurlandi, og
reyndar hvar sem hneykslunar-
hellur var að finna. Félögunum
var vikið úr skóla. Ásdís Kvaran
tók síðar lögfræðipróf frá Há-
skóla íslands.
í stuttu samtali við Alþýðu-
blaðið sagðist hún ævinlega hafa
rekist illa í skóla því hún hefði átt
svo erfitt með að sitja. Skóla-
meistari hennar á Akureyri hafi
því oft orðið til beina til hennar
áminningarorðunum: „Þér hafið
ekki akademískt frelsi ennþá.“
Tll varnar dúxunum
Undarlegt var það, að sú skoðun
virtist nokkuð almenn, að það væri
Ijóður á ráði hvers skólapilts að
liggja yfir bókunum, þangað til hann
kynni lexíurnar sínar almennilega,
öðru nafni að kúrera. Til þess. m.a
að læra eitthvað þóttumst við nú
samt vera komnir í skólann. En þá er
okkur sagt, að það sé kallað að vera
kúristi og þyki hin mesta smán. Já,
fúxar nutu að öðru jöfnu meiri virð-
ingar en kúristar. Eitthvað er nú bog-
ið VÍð þetta. Þúrhallur Þorgilsson bókavörður.
Skilgreining á kúristum
Svo voru þeir menn nefndir, sem
með iðni og nuddi tókst að skara
fram útfélögum sínum sem gáfaðir
voru taldir en voru latari við lær-
dóminn og því neðar í röðinni.
Björgúlfur Ólafsson lœknir
Um prófessor
Níels Finsen
Níels Finsen settist í Latínuskólann
haustið 1876, féll í þriðja bekk, sat
hann aftur og lauk stúdentsprófi.
Hann fluttist til Kaupmannahafnar,
gerðist læknir og helgaði líf sitt rann-
sóknum á áhrifum sólarljóssins á
mannslíkamann og lækningarkrafti
þess. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í
læknisfræði 1904, ári áður en hann
lést, fjörtíu og fjögurra ára að aldri.
„Æviferill hans sýnir að ekki er allt
komið undir góðum prófum á náms-
árunum og þótt hann hafi verið tal-
inn aðeins meðalmaður í skóla,
auðnaðist honum þó að verða
heimsfrægur maður fyrir uppgötv-
anir sínar í læknisfræði og dáður af
mannkyni öllu á komandi árum."
Siguröur Thoroddsen
„Ég hefði viljað
hugga hann"
Kristján Jónsson Fjallaskáld
sagði sig úr skóla ári áður en hann
lést. Hann er hér sem fulltrúi þeirra
íslensku skálda sem flosn-
uðu frá námi vegna þess
að reglufesta námsstofn-
anna féll ekki að eðli
þeirra.
„Því miður var það svo
sem honum ætti ávallt að
Ifða illa, því hann hneigðist
til drykkju meira en hent-
aði fyrir mann undir skóla-
aga, og þess vegna sagði
hann sig úr skóla 1868.
Hans ógæfa var sú að
hann sá aldrei sólskinsstundirnar í
lífinu.
Mér er enn minnisstætt síðasta
kvöld Kristjáns Jónssonar í Latínu-
skólanum... Mánaðarfrí hafði verið
um daginn og sumir piltar komu
drukknir eftir klukkan átta. Hann var
einn af þeim og kom svo seint að
umsjónarmaðurinn sá hann og
sagði að hann mundi fá nótu. Ég sat
hjá honum uppi við efsta
borið í bekknum allt kvöld-
ið. Ég hefði viljað hugga
hann, en þess var ekki kost-
ur. Hann orti þar um kvöld-
ið kvæðið Ekki er allt sem
sýnist, en ég las það úr
pennanum. Hann strikaði
lítið út. Það er eitt af miklu
Ijóðunum hans sem er yfir-
komið af heimsþjáningu.
Morguninn eftir þegar við
gengum frá bænum kl. 8
hneig hann niður i dyrum salarins.
Hann sagði að sér hefði sýnst maður
stinga sig í hjartað. Hann var borinn
í rúm sitt, en síðar um daginn sagði
hann sig úr skóla.
Indriði Einarsson rithöfundur.
„Vakandi
Frægasta skólauppþot Islandssögunnar er pereatið
í janúarmánuði 1850. Haustið 1849 voru logandi
deilur í Lærða skólanum milli rektors Sveinbjarnar
Egilssonar og flestra nemenda hans. Sauð upp úr
þegar fimmtán nemendur sögðu sig úr bindindisfé-
lagi skólans. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli rektors neit-
uðu þeir harðlega að ganga aftur í bindindi. Við svo
búið vildi rektor ekki una og lagði að stiftsyfirvöld-
um að vfsa sex piltum úr skóla, og svipta átta heima-
vist í skólanum. Hann krafðist þess einnig að öllum
nemendum yrði veitt ofanígjöf og þeir skyldaðir til
að halda bindindislög. Stiftsyfirvöldum þótti rektor
sýna fullmikinn ákafa í þessu máli og tóku ekki und-
ir erindi hans.
Daginn eftir hélt Sveinbjöm Egilsson þmmuræðu
yfir nemendum sínum, sagði rneðal annars: „Lifið
nú betur en áður. Vakandi augu eru yfir yður frá
þessum degi. Enginn af oss kennurum skal sleppa
augu eru
auga af yður, að því er verða má, svo lengi sem
nokkur af oss lafir við skólann."
Þessi ræða kallaði á uppreisnaróp nemenda sem
héldu úr skólanum, en rektor og kennarar héldu
heim til rektors til að sentja klögunarskýrslu til
stiftsyfirvalda. Þangað komu skólapiltar og hrópuðu:
„Rektor Sveinbjöm Egilsson, pereat!" Var síðan far-
ið að hverju húsi í bænum og kallað hið sama.
Sveinbjöm rektor brást við hart, sigldi til Kaup-
mannahafnar til að bera málin undir skólastjómar-
ráðherra. Þegar rektor kom heim var foringja pilt-
anna Arnljóti Ólafssyni vikið úr skóla, en aðrir pilt-
ar vom áminntir. 5. mars skrifaði Sveinbjöm rektor
til Jóns Sigurðssonar: „Nú er ástand skólans hið
besta, svo að það þarf engan að fæla og ffá því ég
kom til skólans hefi ég aldrei reynt pilta eins auð-
sveipa og nú. Eg bjóst alltaf við því að eftir storm
mundi koma logn.“
yfir yður"
Af uppreisnarpiltum flestum fóm góðar sögur eft-
ir þetta. Foringi þeirra Arnljótur Ólafsson varð al-
þingismaður, Steingrímur Thorsteinsson ástsælt
skáld, Lárus Sveinbjörnsson gerðist háyfirdómari
og Magnús Stephensen landshöfðingi.
Láms og Magnús áttu mörgum ámm síðar skond-
in viðskipti þegar syni þess síðamefnda var vísað úr
Lærða skólanum fyrir brot á skólareglum ásamt fé-
lögum sínum. Landshöfðinginn sneri sér þá til háyf-
irdómarans sem, kannski minnugur fomra synda, úr-
skurðaði drenginn á ný inn í skóla, svo og félaga
hans, en þar á meðal var Tryggvi Þórhallsson.
Þessi vetur 1903- 1904 einkenndist af miklum ærsl-
um nemenda og alls kyns broti á skólareglum. Hurfu
þeir þá frá skóla skáldin Jónas Guðlaugsson og
Jón Thoroddsen sem þóttu hinir mestu vandræðag-
emsar.
„Menn
með snilli-
gáfu rek-
ast ekki í
skólum"
Jón Baldvin Hannibalsson á af-
rekaskrá sem hvaða skólastjóri gæti
verið fullsæmdur af, en með rögg-
samri stjóm tókst honum, á níu áram,
að reka milli tuttugu og þrjátfu nem-
endur úr skóla.
„Þetta var ein-
faldlega þannig að
ég rak heimavistar-
skóla úti á landi.
Heimavistarskól-
inn var í verstöð.
Verstöðin var á
fylliríi laugardaga
og sunnudaga. Eg
var að stofna skóla sem stóð og féll
með því orðspori sem af honum fór.
Eg er íhaldsmaður í skólamálum og
hafði strangan aga í skólanum. Þar
giltu mjög einfaldar reglur og þær
voru afdráttarlausar. Skólinn átti að
vera vinnustaður. Þar átti að vera
vinnuagi og vinnufriður. Þar átti ekki
að vera drykkjubæli og letigarður.
Þarna voru dæmigerðir kraftmiklir
landsbyggðastrákar sem fóm til sjós á
sumrin og ætluðu svo að slappa af í
vellystingum um veturinn, vera fullir
og liggja í leti. Þeim var gefm ein við-
vömn og ef hún ekki dugði þá vom
þeir reknir. Jafnframt var sagt við þá:
„Jæja vinur, ef þú finnur að þú hefur
áhuga á að stunda nám þá skaltu koma
aíitur“.
Ef ég lít til baka þá gaf þetta góða
raun. Nemendum vom sett mörk og
þeir lærðu að taka afleiðingum gerða
sinna. Mörgum þeirra hefur lánast vel
í lífinu og flestir þeirra fóru aftur í
skóla þegar þeir höfðu áhuga á því
sjálfir. Ég hef ekki fylgst með þeim
öllum en ég fylgdist vel með flestum.
Þetta em þeir nemendur sem ég man
einna best eftir og margir þeirra em
persónulegir vinir mínir. Og þakka
mér reyndar oft og iðulega fyrir brott-
reksturinn."
Afhverju vegnar snillingum iðulega
illa í skóla?
„Einu sinni flutti Einar Magnús-
son þáverandi rektor Menntaskólans í
Reykjavík erindi á skólastefnu þar
sem hann ætlaði að færa sönnur á að
það væri ósatt að dúxar gætu aldrei
orðið að mönnum. Hann gerði það
með því að lesa upp nöfn allra dúxa í
Lærða skólanum frá aldamótum og
vel fram yfir miðbik þessarar aldar. Þá
kom í ljós að dúxamir urðu yfirleitt
ráðuneytisstjórar. Það var að verða að
manni, að hans sögn. Þeir urðu topp
embættismenn. Það lýsir dúx; sam-
viskusamur maður sem hefur röð og
reglu á hlutunum. Menn með sérgáfu
eða vott af snilligáfu rekast ekki í
skólum. Skólar em ekki til fyrir svo-
leiðis fólk.“
Hef
ekki rekið
n
snillinga
n
Guðni Guðmundsson. rektor
Menntaskólans í Reykjavík í aldar-
fjórðung segist lítt
hafa iðkað þann sið
að reka nemendur
úr skóla:
„Það var voða lít-
ið um það. Það er
svo lítið um það að
það er næsta ótrú-
legt. Ég er að eðlisr
fari andvígur því að reka menn.“
Þannig að þú ert ekki sekur um að
hafa rekið snillinga.
„Nei, ég hef ekki storkað örlögun-
um á þann hátt.“
Af hverju rekast snillingar illa í
skólakerfinu?
„Það er sennilega bara af því að þeir
em að hugsa um annað. Það er kenn-
urum alveg djöfullega við, sama
hversu djúpviturlegt það er.“