Alþýðublaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995
Skin og skúrir
Þjódleikhúsið:
Þrek og tár
Höfundur:
Ólafur Haukur Símonarson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Búningar: María Ólafsdóttir
Leikmynd: Axel H. Jóhannesson
Hljóðstjórn: Sigurður Bjóla
Dansstjórn:
Ástrós Gunnarsdóttir
Tónlistarstjórn: Egill Ólafsson
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson
Leikhús
Sæmundur
'r 'I Guðvinsson skrifar um leiklist
Stétt íslenskra leikritahöfunda er fá-
menn en þar er Olafur Haukur Símon-
arson afkastamestur. Þrek og tár mun
vera 13. leiksviðsverk hans og þar af
hefur um helmingur þeirra verið frum-
sýndur í Þjóðleikhúsinu undir leik-
stjórn Þórhalls Sigurðssonar. Mig
rámar í að hafa séð fyrsta leikrit Olafs
Hauks, Blómarósir, sem Alþýðuleik-
húsið sýndi fýrir hálfurn öðrum áratug
eða svo. Það fannst mér ekki gott leik-
rit. Sfðan hefur Ólafur samið mörg
verk og sum þeirra öðlast miklar vin-
sældir, svo sem Bílaverkstæði Badda,
Hafið og Gauragangur.
Þrek og tár fer hægt af stað. Framan
af er vart hægt að tala um atburðarás
og lítið um óvænt atvik sem skapa
spennu. Persónur koma og fara á svið-
inu og spjalla um allt og ekkert. Mörg
hnyttin tilsvör falla af og til út allt
leikritið en inn á milli bregður fyrir
hátíðlegu bókmáli sem jafn reyndur
höfundur og Ólafur Haukur ætti fyrir
löngu að hafa lagt fyrir róða. Fram að
hléi er þetta nokkurs konar umhverfis-
lýsing svo langt sem hún nær. Hér
reynir mjög á leikstjórann að brjóta
upp þetta oft og tíðum daufa sam-
ræðufonn og þar beitir Þórhallur leik-
stjóri ýmsum velheppnuðum tilbrigð-
um. Tónlistin hjálpar mikið til þar sem
flutt eru brot úr ýmsum velþekktum
lögum, allt frá erlendum slögurum til
íslenskra sönglaga. Hefði að skað-
lausu mátt stytta textann fram að hlé
og lofa tónlistinni að njóta sín betur.
Þar slær Hljómsveit Áka Hansen enga
feilnótu undir öruggri stjóm Egils Ol-
afssonar.
Leikurinn gerist í Vesturbænum
upp úr 1960 og hefst með heimkomu
námsmannsins Davfðs og lýkur þegar
hann heldur burt til frektyi náms. Höf-
undur leitast við að bregða upp mynd
af þröngu samfélagi þar sem skiptast á
skin og skúrir. Þar er ekki allt sem
sýnist í upphafi þótt ýmislegt sé gefið
í skyn varðandi það sem síðar kemur í
ljós. Persónur leikritsins glíma við sitt
daglega amstur og kalda stríðið gægist
á glugga. Verkið er í heild ljúft og
skemmtilegt með hæfilegri dramatfk
enþað ristir ekki djúpt.
I Fréttabréfi Þjóðleikhússins ritar
Stefán Baldursson leikhússtjóri inn-
gang þar sem hann segir að leikhópur
Þjóðleikhússins hafi eflst og styrkst
Alþýðublaðið
0 -ekki fyrir alla
Ungir jafnadarmenn!
«■ íþróttaæfingar
Samband ungra jafnaðarmanna mun í vetur standa fyrir
íþróttaæfingum í anda nýrrar heilsubótarstefnu. Æfingarnar
verða með eftirfarandi hætti:
Knattspyrnutímar verða í íþróttahúsi Álftamýrarskóla á
mánudögum klukkan 22:10
Körfuboltatímar verða í íþróttahúsi Háskólans á fimmtudög-
um klukkan 21:45.
Þátttökugjöld eru 100 krónur í hvert skipti og eru allir ungir
jafnaðarmenn velkomnir.
Heilsubótarnefnd
ungra jaf naðarmanna
^ Alþýðuf lokkskonur!
Áríðandi fundur alþýðuflokkskvenna, miðvikudaginn 27. sept-
ember kl. 20.30 í Hamraborg 14a, Kópavogi.
Samband alþýðuflokkskvenna hyggur á öflugt starf í vetur.
Stjórnin er með ýmsar hugmyndir og lýsir eftir hugmyndum
þínum.
Mætum allar!
Stjórn Sambands
alþýðuflokkskvenna
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og hans lið ná miklu út úr gloppóttu
leikverki og sýningin í heild er hin besta kvöldstund.
með ári hverju. Honum sé til efs að
nokkum tíma fyrr í sögu leikhússins
hafi jafhmargir frábærir leikarar verið
við störf þar samtímis. Óhætt er að
taka undir þess orð Stefáns og raunar
ástæða til að óska leikhússtjóranum til
hamingju með þann árangur sem hann
hefur náð í starfi.
Það er hvergi veikur hlekkur í þeirri
keðju leikara sem flytur okkur Þrek og
tár. Af hálfu höfundar eru persónur
leiksins ekki allar dregnar skýrum
dráttum en leikaramir fylla upp í þær
eyður á snilldarlegan hátt oft og tíð-
um. Til dæmis er athyglisvert hvað
Anna Kristín Amgrímsdóttir nær að
gera vel í vandræðalegu hlutverki Vil-
helmínu ráðskonu. Sama má segja um
Jóhann Sigurðsson sem leikur Einar
verkamann og komma sem gefur
verkalýðsbaráttuna upp á bátinn. Einar
heldur til Ameríku þar sem hann ætlar
að meika það en kemur til baka með
umboð fyrir amerískan kjúklingarasp.
Ekki beint trúverðug sinnaskipti en
Jóhann fær okkur til að trúa því að
annað eins geti nú gerst og dregur upp
skemmtilega mynd af manni sem á
erfitt með að fóta sig í tilverunni.
Edda Heiðrún Bachman tekur Helgu
söngkonu og húsmóður með trompi
og glansar í leik og söng. Þá er Edda
Arnljótsdóttir ekki síðri í hlutverki
Kristínar, systur Helgu. Með komu
Kristínar frá Ameríku fara hjólin að
snúast og Edda fer á kostum í hlut-
verkinu.
Föður þeirra systra og yfirafa sam-
kundunnar leikur Gunnar Eyjólfsson.
Þessi gamalreyndi leikari á létt með að
finna sig í Jóhanni í Framnesbúðinni
og sama má segja um Bessa Bjama-
son sem Hall Fengel skókaupmann.
Þóra Friðriksdóttir er ekki í vandræð-
um með að kalla fram hlátur í hlut-
verki frú Fengel og er gaman að fylgj-
ast með vinnubrögðum þessara leikara
sem svo lengi hafa verið í landsliðinu.
Hilmir Snær Guðnason sýnir okkur
einkar geðþekka mynd af Davíð. Elva
Ósk Ólafsdóttir sem Margrét dóttir
Fengelhjóna gerir hosur sínar grænar
fyrir Davíð með litlum árangri og er
samleikur þeirra oft hláturvaki. Egill
Ólafsson er hæfilega hátíðlegur sem
Aki rakari, tónlistarmaður og sósíal-
demókrat. Öm Ámason er stórgóður
sem Árni á Vellinum og flutningur
hans á Draumlandinu eftirminnilegur.
Stefán Jónsson er hæfilega ógeðfelld-
ur sem Gunni Gæ. Þá em ótalin Vig-
dís Gunnarsdóttir, Magnús Ragnars-
son, Sigríður Þorvaldsdóttir og Sveinn
Þórir óeirsson sem standa öll fyrir
sínu. Ekki síst nær Vigdís sér vel á
strik í leik og söng.
Sviðsmyndin er afar einföld en
þjónar sínu hlutverki með skemmti-
legri lýsingu. Búningamir féllu vel að
tíðaranda og persónum. Fmmsýning-
argestir fögnuðu vel og lengi í leikslok
og höfðu greinilega hrifist af sýning-
unni.
Niðurstaða: Þórhaliur Sigurðsson
leikstjóri og hans lið ná miklu út
úr gloppóttu leikverki og sýningin
í heild er hin besta kvöldstund.
■ Mál og menning
Bætiefna-
bókin
Mál og menning hefur sent frá sér
Bœtiefnabókina, handbók um vítamfn,
steinefni og fœðubótarefni eftir Har-
ald Ragnar Jóhannesson og Sigurð
Óla Ólafsson. Þetta er gagnleg hand-
bók handa almenningi þar sem finna
má svör við spumingum eins og: Em
bætiefni nauðsynleg? Hvemig verka
þau? Hve mikið magn er æskilegt að
taka? I bókinni er safnað saman á einn
stað aðgengilegum upplýsingum um
vítamín og bætiefni af ýmsu tagi sem
er á markaðnum hér á landi. Fjallað er
um fituleysanleg og vatnsleysanleg
vítamín, steinefni, snefilefni og
margskonar fæðubótarefni, jafnt þau
sem hafa sannað gildi sitt, svo sem
lýsi og önnur óhefðbundnari, svo sem
blómafijókom, ginseng, gersveppi og
margt fleira. Höfundar bókarinnar em
báðir lyfjafræðingar. Bókin er 132
blaðsíður, unnin í Odda en kápu gerði
Bergþóra Huld Birgisdóttir. Verð
bókarinnar er 1.980 krónur.
■ Afmæli
Karlakór Reykja-
víkur sjötugur
Karlakór Reykjavíkur verður
sjötugur 3. janúar 1996 og af
því tilefni er verið að undirbúa
veglega afmælisdagskrá. Segja
má að hún hefjist með fyrsta
verkefni vetrarins 2. og 3. des-
ember í Hallgrímskirkju, þegar
kórinn heldur þar aðventutón-
leika ásamt Drengjakór Laug-
arneskirkju.
Sérstakir afmælistónleikar
verða síðan haldnir í febrúar og
þá munu ýmsir listamenn koma
fram með kórnum.
Árlegir vortónleikar kórsins
verða í Langholtskirkju 14. til
20. apríl á næsta ári. Þessir tón-
leikar verða fimm að tölu og
með sérstökum hátíðarbrag
vegna afmælisins. Þeir eru fyrst
og fremst ætlaðir styrktarfélög-
um. I lok apríl er fyrirhuguð
söngferð um Norðvesturland.
f vetur Iýkur kórinn við að
syngja inn á geisladisk með
Kristni Sigmundssyni og einnig
verða sungin nokkur lög eftir
Sigfús Halldórsson inn á geisla-
disk við undirleik Sinfóníuhljó-
sveitar íslands.
Ymis önnur verkefni eru á
döfinni hjá kórnum en stærsta
verkefnið er þó bygging tón-
leikahúss við Skógarhlíð. Húsið
mun rúma um fjögur hundruð
manns í sæti og er sérstaklega
hannað með hljómburð í huga.
Ef allt fer að óskum endar
Karlakór Reykjavíkur afmælis-
árið með tónleikum í nýja hús-
inu við Skógarhlíð.
Staðgreiðsla af húsaleigubótum
1. september tók gildi reglugerð
um staðgreiðsu skatts af húsaleigu-
bótum. Bæturnar voru skattskyldar
frá upphafi, öfugt við vaxtabætur,
en ekki með staðgreiðslu. Stað-
greiðslan kemur mörgum verr og
dregur úr þýðingu bótanna, því
margir hafa ekki ónotað skattkort
til að mæta þessu.
Leigjendasamtökin hafa lagt
áherslu á að vaxtabætur og húsa-
leigubætur verði sameinaðar í eitt
húsnæðisbótakerfi þar sem allir
Leigan
Jón Kjartansson
frá Pálmholti
skrifar
búi við sömu reglur. Félagsmála-
ráðherra segir að kerfið muni að
líkindum verða óbreytt næsta ár.
Ástæða er til að þakka formanni
V.R. fyrir að vekja sérstaka athygli
á skattlagningu húsaleigubóta á
útifundi nýlega. Því er von að
menn spyrji: Geta leigjendur átt
von á stuðningi verkalýðsfélaga
við að ná þeim rétti að mega sitja
við sama borð og aðrir hvað varðar
opinbera húsnæðisaðstoð?
Höfundur er formaður
Leigjendasamtakanna.