Alþýðublaðið - 03.10.1995, Qupperneq 1
■ Vigciís Finnbogadóttir gefur ekki kost á sér til endurkjörs
Er efst í huga þakklæti
til íslensku þjódarinnar
Við setningu Alþingis tilkynnti
Vigdís Finnbogadóttir að hún gæfi
ekki kost á sér til endurkjörs til emb-
ættis forseta Islands á næsta ári. A
blaðamannafundi á Bessastöðum síð-
ar um daginn sagði forsetinn að sér
væri nú efst í huga þakklæti til ís-
lensku þjóðarinnar fyrir það mikla
traust sem hún hefði sýnt sér með því
að fela sér embættið þessi ár. Vigdís
sagðist ekki síst vera þakklát því
fólki sem undanfarið hefði lagt að sér
að breyta þessari ákvörðun, með við-
tölum, bréfum og undirskriftalistum.
Einnig sagðist hún meta mikils já-
kvæða afstöðu þejrra sem lýst hefðu
skoðun sinni í könnunum.
Þegar Vigdís var spurð að því hvað
hún ætlaði að taka sér fyrir hendur
sagði hún: „Ég hef mikinn áhuga á
margmiðluninni og langar til að líta
til framtíðar og skoða hana vel og
fleyta henni áfram, sem ég hygg að
ég geti gert betur sem einkaaðili haf-
andi áður gegnt þessu embætti, en í
þeim erli sem ég bý við við embætt-
isstörfm."
Þegar Vigdís var spurð hvað stæði
upp úr á embættisferlinum svaraði
hún: „Ég verð nú frekar að spyrja
ykkur um það. Mér hefur ekki legið
lágt rómur um ýmis málefni. Ég verð
helst að biðja mína þjóð að svara því
eftir hvetju hún hefur tekið á þessum
árum sem ég hef verið hér við störf.“
Vigdís nefndi síðan tvennt sem henni
■ Forseti Alþingis um
kj^ramál þingmanna
Ovönduð um-
fjöllun fjölmiðla
I ræðu við setningu Alþingis vék
forseti þingsins, Ólafur G. Einarsson
að kjaramálum þingmanna og umræð-
um um þau. Þingforseti sagði að lík-
lega hefðu þingmenn aldrei sætt jafn
harðri gagnrýni og síðustu vikur. Mál-
flutningur sumra hefði farið út fyrir
velsæmismörk og Ólafur ræddi þátt
fjölmiðla í umræðunni.
„Verst er þó að fjölmiðlar, sem hafa
meiri áhrif á skoðanamyndun í þjóðfé-
laginu en aðrir og bera því mikla
ábyrgð, hafa ekki greint nægilega vel
frá og stundum ýtt undir rangfærslur
með óvandaðri umfjöllun um málið,“
sagði forseti Alþingis.
Ólafur G. Einarsson sagði að þeir
sem mest hefðu farið í þessari um-
ræðu ættu að íhuga að Alþingi væri
ekki kjarafélag. Þau starfskjör sem lög
ákveða alþingismönnum, og kjara-
dómur og forsætisnefnd ákvarða nán-
ar, væru ekki sérstaklega miðuð við
hvað þeim kæmi sem nú sitja á þingi.
Þau væru almennur rammi um þá lýð-
ræðislegu starfsemi sem þingmennsk-
an væri.
væri sérlega kært, málræktina og
ræktun landsins.
Vigdís var spurð að því hvort
gagnrýnin sem hún varð fyrir vegna
Kínafarar sinnar hefði haft áhrif á
ákvörðun hennar. Hún sagði: „Það
hafði engin áhrif. Það var erfitt fyrir
mig að kveða upp úr um þessa
ákvörðun fyrr en eftir að ég hafði
lokið skyldustörfum við opinberar
heimsóknir. Það hljóta allir menn að
sjá að það er erfitt að ganga um í op-
inberum heimsóknum þegar allir við-
staddir hugsa sem svo þegar maður
gengur í salinn: „Þama kemur hún og
hún er að hætta."
Vigdís var spurð að því hvort hún
vildi sjá starf forsetans í svipuðu fari
og það hefði verið. Hún sagðist telja
að gott væri fyrir ekki stærri þjóð að
á forsetastóli sæti karl eða kona sem
væri hlutlaus í frásögn sinni af mönn-
um og málefnum og bætti við, „eins
hlutlaus og kostur er, því það er
aldrei hægt að vera alveg skoðana-
laus.“
Vigdís á Bessastöðum í gær: Ég hef mikinn áhuga á margmidluninni og
langar til að líta til framtíðar og skoða hana vel og fleyta henni áfram.
A-mynd: E.ÓI.
■ Að vera eða ekki vera - í Norrænu mannkyni
Guðni veit sjálfur að
hann var í félaginu
- segir Einar S. Jónsson formaður félags sem berst fyrir því að nýbúar og flótta-
menn verði reknir úr landi. Guðni neitar að hafa verið félagsmaður.
,JÉg hef engan áhuga á því að vera
stimplaður lygari þegar ég er það
ekki,“ sagði Einar S. Jónsson for-
maður félagsins Norrænt mannkyn að-
spurður um þá yfirlýsingu Guðna Ág-
ústssonar alþingismanns á Rás 2 á
föstudagsmorgun að hann hafi aldrei
verið meðlimur í félaginu.
Á fundi Vöku í Háskólanum á
fimmtudag sagði Einar S. Jónsson
meðal annars að félagar í Norrænu
mannkyni vildu reka nýbúa og flótta-
rnenn úr landi og banna ættleiðingar
bama frá þriðja heiminum. Jafnífamt
sagði Einar að ýmsir áhrifamenn væru
í félaginu, meðal annars Guðni Ág-
ústsson. Guðni hefði þó „einhverra
hluta vegna“ ekki alltaf viljað kannast
við það opinberlega.
í morgunþætti Rásar 2 sagði Guðni
alrangt að haxm væri félagi í Norrænu
mannkyni. Jafnframt sagði hann að
Alþýðublaðið legði sig í „einelti".
Af þessu tilefni hafði Alþýðublaðið
samband við Einar S. Jónsson og bað
um skýringar á misvt'sandi yfirlýsing-
um hans og Guðna Ágústssonar.
Einar sagði: „Guðni hringdi í mig á
laugardaginn. Ég sagði honum að
hann hefði verið skráður í félagið í
mörg ár. Er ég skráður, viltu þá ekki
gjöra svo vel að strika mig út, sagði
hann. Ég sagðist myndu gera það, þótt
mér þætti það nú leitt.“
Einar hafði eftir Guðna að hann
hefði verið skráður í félagið án þess
að hafa leitað eftir því sjálfur. „Hann
stendur fastur á því að hann hafi verið
settur í félagið að honum forspurðum.
Það er ekki rétt,“ sagði Einar. Að-
spurður hvort Guðni hefði sótt félags-
fundi hjá Norrænu mannkyni sagði
Einar: „Að sjálfsögðu. Hann hefur
ekki gert það síðustu árin en félagið er
15 ára gamalt. Þetta er merkilegt fé-
lag, sem stofnað var af sunnlenskum
bændum.“
En hvaða ástæðu gaf Guðni Einari
fyrir úrsögn sinni úr félaginu? „Ég
veit það ekki. Hann segir mér að hann
hafi verið að berjast við það í tvö ár að
komast úr félaginu, og vera hreinsaður
af því að hann sé í félaginu. Ég hef nú
aldrei orðið var við það, að hann hafi
staðið í einhverju basli með það,“
sagði Einar.
Einar kvaðst standa við það sem
haft var eftir honum í Alþýðublaðinu
á föstudaginn. „Hvemig Guðni tekur
því er náttúrlega hans mál. Ég sagði
honum að ég skildi láta það ganga að
hann væri ekki í félaginu lengur, en
einsog hann vissi þá hefði hann verið f
félaginu. Guðni sagði þá, að hann
hefði verið settur í félagið á fölskum
forsendum. Ég sagði honum að hann
ætti þá allan aðgang að fá þau mál
upplýst, ef honum sýndist. En þetta
breytist ekkert frá minni hendi. Ég
veit alveg hvað ég er að segja.“
Einar S. Jónsson: Hef aldrei orðið
var við að Guðni stæði í einhverju
basli með að segja sig úr félaginu.
Hefur sótt félagsfundi.
■ Nýr búvörusamn-
ingur kostar ríkissjóð
12 milljarða króna
og útflutningsbætur
teknar upp á ný
Fjármunir
út um
gluggann
-segir Sighvatur
Björgvinsson alþingis-
maður.
„Mér skilst að það eigi að fara
að taka upp útflutningsbætur á
nýjan leik og þeim fjármunum
verður bara hent út um glugg-
ann. Eftir því sem fjármálaráðu-
neytið hefur upplýst er búið að
kasta í slíkar tilraunir um 48 þús-
und milljónum króna á 40 árum
án þess að nokkur árangur hafi
orðið af þvi til markaðsleitar er-
lendis,“ sagði Sighvatur Björg-
vinsson alþingismaður í samtali
við blaðið um nýjan búvöru-
samning.
Fulltrúar ríkisins og bænda
skrifuðu undir nýjan búvöru-
samning á lokuðum fundi í land-
búnaðarráðuneytinu á sunnu-
dagskvöld. Fjölmiðlum var bann-
að að festa þennan atburð á filmu
og aðilar málsins neituðu að tjá
sig um samninginn að undirritun
lokinni. Samningurinn gildir til
aldamóta og kostar ríkissjóð um
12 milljarða króna, en gert er ráð
fyrir að framleiðsluheimildir
dragist saman á tímabilinu. Gert
er ráð fyrir aj) selja eitt þúsund
tonn af núverandi dilkakjöts-
birgðum til útlanda og að um 150
milljónir fari úr ríkiskassanum til
að greiða þann útflutning niður.
Þingflokkarnir fengu samninginn
til skoðunar í gærdag.
„Sú ríkisstjórn sem hefur efni
á að gera svona samning er ekki í
vandræðum með ríkisfjármál.
Hún á hins vegar erfitt með að
rökstyðja frekari niðurskurð í
heilbrigðismálum og öðrum við-
kvæmum málaflokkum þegar
hún er að bæta hag sauðkindar-
innar með þessum hætti,“ sagði
Sighvatur Björgvinsson.
■ ASS um íslenskan her
Fáheyrð
hugdetta
Á 13. þingi Alþýðusambands
Suðurlands var samþykkt ályktun
þar sem segir að þingið fordæmi
„þá fáheyrðu hugdettu Björns
Bjarnasonar, að stofna beri 500 -
1000 manna herlið í landinu.“