Alþýðublaðið - 03.10.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1995
f
ó r n m á I
Sýndarmennsku-
gáfur
Sten Nadolny: Göngulag tímans
Arthúr Björgvin Bollason þýddi
Mál og menning 1995
Þegar þýski rithöfundurinn Sten
Nadolny fékk þá hugmynd að
setja lífshlaup enska 19. aldar sæ-
farans John Franklins í skáldsögu
hafði hann úr nógu að moða því
ævi Franklins var viðburðarík, í
fáu hversdagsleg og sjaldnast leið-
inleg. Svo einkennilega vill til að
Nadolny tekst að gera skáldsöguna
að öllu því sem lífshlaupið var
ekki. Sagan silast áfram í hæga-
gangi án verulegra tilþrifa. Dálítið
eins og söguhetjan sjálf, sem er
ekki einungis afar hæg í tali og
hugsunum, heldur einnig í við-
brögðum og gjörðum. Siðferðilegi
vinkillinn er reyndar hjá hinni
dauflegu og heldur leiðinlegu
söguhetju, sem stendur flest af sér,
meðan aðrar persónur ramba í
dauðann eða ógæfuna vegna þess
GÖNGUU
Bð&ku jt
Kolbrún
Bergþórsdóttir
skrifar um
bókmenntir
að þeim liggur alltaf svo mikið á
og gæta ekki að sér.
Söguhetjan er flestum stundum á
ferðalögum, fer um víðan völl og
heimsins höf og væri allt með
felldu hefði það gefið höfundi hið
besta tilefni til að skrá fjörlega og
blæbrigðaríka frásögn, en það ger-
ist aldrei. Fólk er sífellt að deyja
eða hverfa úr sögunni, en þar sem
höfundi er ekki sérlega lagið að
gæða þær persónur lífi áður en til
brotthvarfs þeirra kemur, er erfitt
að sakna þeirra. Það er einfaldlega
eins og ekkert hafi gerst. Á meðan
er söguhetjan sífellt á sveimi, virð-
ist ósköp góðhjörtuð en skelfing
óáhugaverð, og gildir þá einu
hvort hún myndast við að kanna
kalt heimskaut eða heit skaut
kvenna.
I stílinn skortir áberandi hraða,
fjör og blæbrigði og öll veruleg
listræn tilþrif. Það er engan veginn
hægt að halda því fram að textinn
sé meinlega vondur. Hann siglir
einfaldlega aldrei fram úr meðal-
mennskunni. Niðurstaðan er slétt,
fellt og einkar dauflegt verk.
Það er auðveldara fyrir rithöfund
að sýnast gáfaður en vera
skemmtilegur. Og algengara er að
verðlauna menn fyrir það fyrr-
nefnda fremur en hið síðastnefnda.
Freistandi er að ætla að svo hafi
einnig verið í þetta sinn, en bók
Nadolny hefur hlotið einhverjar
viðurkenningar, ásamt góðri sölu.
Ekki fer á milli mála að höfundur
ætlaði sér að skrifa spakvitra bók
um eðli tímans um leið og hann
amast við ofurvaldi hraðans. Nið-
urstaða mín er hins vegar sú að
þarna sé á ferð fremur grunn speki
sem haldið er á floti af sýndar-
mennskugáfum sem samanstanda
af sögulegri þekkingu og duldu
nöldri. En það er vitanlega blekkk-
ingarblanda sem margir taka góða
og gilda, þótt hér sé fremur mælt
með því að menn láti sér fátt um
finnast. Þessi bók er óravegu frá
því að vera jafn góð og hún þykist
Alþýðublaðið
-fyrir geníin
Vinningstölur
laugardaginn:
30. sept. 1995
VINNINGAR
FJÖLDI
VINNINGA
UPPHÆÐ
Á HVERN VINNING
Aöaltölur:
@@
@@@
BÓNUSTALA:
©
Heildarupphæð þessa viku:
[kr. 13.763.120 [
UPPLÝSINQAR, SlMSVARl 91-68 15 11
LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
stað
Jphönnu Sig
ístjómmálui
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan í lok nóvem-
ber í fyrra og sama má segja um fylgi Þjóðvaka. í skoðana-
syni, samkvæmt skoðanakönnun blaðsins. Á þe
reis stjama Þjóðvaka og Jóhönnu hæst. Þegar ta
könnun sem DV birti 28. nóvember var fylgi Þjóðvaka
23,4% og var samkvæmt því orðinn næst stærsti stjóm-
málaflokkur landsins með 15 þingmenn inni. Þá kom íram
í DV daginn eftir að Jóhanna Sigurðardóttir væri næst
vinsælasti stjómmálamaður landsins á eftir Davíð Odds-
úr kjörkössunum eftir þingkosningamar 8. aprfl
inn kom í ljós að Þjóðvaki hafði fengið 7,1%
kvæða og ijóra þingmenn kjöma. Aðeins Kv<
fékk minna fylgi af þeim framboðum sem náðu
Samkvæmt skoðanakönnunum sem síðan hafa v
Svanfríður
Jónasdóttir
Ahrifavaldur
í pólitík
, Jóhanna Sigurðardóttir verður áhrifa-
valdur í íslenskri pólitík hér eftir sem
hingað til. Staða hennar nákvæmlega
núna endurspeglast ef til vill best í
umfjöllun Alþýðublaðsins. Það er;
mikið er gert með viðhorf hennar
hvort sem er í ræðu eða riti og fyrir-
ferðin á síðum blaðsins í takti við það.
En á sama tíma er keppst við að telja
landsmönnum trú um að hún hafi eng-
in áhrif,“ sagði Svanfríður Jónas-
dóttir alþingismaður.
„Staða Jóhönnu í pólitík og samhljóm-
ur með þjóðinni annars vegar og gengi
Þjóðvaka í skoðanakönnunum hins
vegar þarf ekki að ríma saman. Það
sér maður vel nú þegar Jóhanna talar
tæpitungulaust máli fólksins í umræð-
unni um kjör alþingismanna og æðstu
embættismanna, en Þjóðvaki nýtur á
sama tíma takmarkaðs fylgis í skoð-
anakönnunum," sagði Svanfríður
Jónasdóttir.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Jóhanna gerði
mikil mistök
,,Ég held að staða Jóhanna Sigurðar-
dóttur sé mjög veik og Þjóðvaki skipti
engu máli fremur en önnur ff amboð
sem komið hafa fram síðustu áratugi á
vinstri vængnum og telja það sigur-
stranglegast að stofna enn einn vinstri
flokk. Eg hef aldrei skilið þá logik,“
sagði Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son dósent
, Jóhanna gerði mikil mistök með þvr
að kljúfa Alþýðuflokkinn og stofha
eigin flokk. Hún hefur ekki fram að
færa neina sjálfstæða stjómmálastefhu
sem fólk fylkir sér um til lengdar. Jó-
hanna hefur ekki sama póhtíska að-
dráttaraflið og Hannibal Valdimars-
son og Vilmundur Gylfason höfðu
þrátt fyrir að þeir væru líka ekki mjög
stefhufastir. Hver er jafnaðarstefna Jó-
hönnu Sigurðardóttur? Jafnaðarmenn
um allan heim eru að leitast við að
sætta markaðskerfrð og það sem þeir
kalla félagslegt réttlæti en hún glímir
ekkert við það. Hún gerir út á óánægj-
una. En það er stundarfyrirbrigði og
það getur enginn flokkur verið lengi
byggður á óánægju. Þá hverfur flokk-
ur um leið og tdefni óánægjunnar
hverfur. Það er ekki til neitt sem er al-
menn og varanleg óánægja. Það er
alltaf óánægja með eitthvað og þegar
þetta eitthvað verður fyrirferðarminna
þá bresta forsendur fyrir óánægju-
flokk,“ sagði Hannes Hólmsteinn
Gissurarson.
Pólitískt myndaalbúm
Á þing 1978 Jóhanna var einn af 14 þingmönnum sem Alþýðuflokkur-
inn fékk kjörna í stórsigrinum 1978. Auk hennar eru aðeins tveir aðrir
þingmenn úr þeim hópi enn á Alþingi: Sighvatur Björgvinsson og Ágúst
Einarsson, sem nú er samflokksmaður hennar í Þjóðvaka.
Ráðherra í sjö ár Jóhanna Sigurðardóttir varð félagsmálaráðherra
1987 og gegndi embættinu samfleytt í sjö ár, til 1994. Hér er Jóhanna
ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni og Jóni Sigurðssyni. Þau voru ráðherr-
ar flokksins 1987-91.
Óskoraður stuðningur Jóhanna var fyr
konan sem kjörin var á þing fyrir Alþýðuflo
inn og sú fyrsta sem valin var til setu í ríl
stjórn. Hún naut alla tíð óskoraðs stuðnir
kvenna í Alþýðuflokknum. Hér kemur Jóhar
á fund ásamt Rannveigu Guðmundsdóttur.