Alþýðublaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 8
* *£> 'mtVFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 5. október 1995 151. tölublað - 76. árgangur 'm&FILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabflar 5 88 55 22 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Fjárlagafrumvarpið Á skjön við staðreyndir - segir Kristín Halldórsdóttir þingkona. „Við mjög fljótlegan yfirlestur er margt við forsendur frumvarpsins sem ég set spumingarmerki við. Menn em að gefa sér ýmislegt sem ekki er stutt sterkum rökum,“ sagði Kristín Hall- dórsdóttir þingkona Kvennalistans. „Ég bendi sérstaklega á þennan bjartsýnistón sem er nokkuð á skjön við staðreyndir um stórauknar skuldir heimilanna og landflóttann. Mér finnst vanta rökstuðning fyrir þeirri staðhæfingu að atvinnulífið muni taka þann kipp að það bæti upp samdrátt- inn sem verður hjá ríkinu, meðal ann- ars í fjárfestingum. Það mun að sjálf- sögðu hafa í för með sér fækkun starfa. Þetta er alveg óskýrt í frum- varpinu. Ég hef heldur ekki fundið neitt í fjárlagafrumvarpinu sem hleyp- ir krafti í atvinnumálin," sagði Kristín. „Það á að lækka útgjöld til vega- framkvæmda um fimm hundruð millj- ónir og út af fyrir sig hef ég ekkert við það að athuga því einhvers staðar þarf að draga saman. Hins vegar kæmi mér ekki á óvart þótt þessar milljónir birt- ust aftur, til dæmis í vor í sambandi við eitthvert átak vegna krafha ffá að- ilum vinnumarkaðarins. Það læðist því að mér sá grunur að öðrum þræði vilji menn eiga þama skiptimynt uppi í erminni. Með frumvarpinu er verið að sauma að ýrnsum velferðarmálum sem skipta konur mjög miklu máli og því ekki ólíklegt að það verði nokkur átök um áherslur. Því miður sér mað- ur afskaplega lítil merki þess í frum- varpinu að eitthvað eigi að aðhafast sem geti rétt hlut kvenna. Þar vil ég nefha ýmsar tilfærslur sem eru áform- aðar í almannatryggingakerfinu og skattkerfmu. Það er nokkuð flókið að átta sig á því hvað ýmsar tilfærslur þýða. En það á að fella niður mæðra- og feðralaun og ekkjubætur og maður spyr hvemig þetta komi út fýrir ein- stæðar mæður. Skattffelsi á lífeyrisið- gjöld launafólks eru í raun tekið til baka og það er ekki í fyrsta sinn sem ávinningur á einu sviði er tekinn til baka á öðm sviði,“ sagði Kristín Hall- dórsdóttir. ■ Nýr bæklingur Kynferðis- leg áreitni í unairbúningi er umfangsmikil könnun á kynferðislegri áreitni, umfangi hennar og eðli. Til að opna umræðu um þetta mál og koma til móts við þörfina á fræðsluefni á þessum vettvangi hefur Skrifstofa jafnréttismála gefið út bækling um kynferðislega áreitni á vinnustað. í bækiingi þessum eru stuttar skiigreiningar á kynferðislegri áreitni og leiðbeiningar fyrir þol- endur og vinnuveitendur um hvem- ig bregðast skuli við. Að gerð bæk- lingsins komu einnig fulltrúar ASÍ, BSRBogVSÍ. ■ Fjárlagafrumvarpið Engar kerfis- breytingar -segirÁgúst Einarsson alþingismaður. „í þessu Ijárlagafrumvarpi er ekki um að ræða neinar kerfisbreytingar. Þetta er gamaldags ffumvarp en það er hins vegar ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og af því mátti búast af þessari ríkisstjórn," sagði Agúst Einarsson þingmaður Þjóðvaka um fjárlagaffumvarpið. „Bætur til ellilífeyrisþega eru skertar og það er fhugunarefni að það gerist á sama tíma og allar greiðslur eru verðtryggðar í nýgerðum búvöru- samningi. Þetta sýnir forgangsröðun- ina hjá þessari ríkisstjórn. I frum- varpinu er ekki gert ráð fyrir neinum tekjum af fjármagnstekjuskatti og það má benda á að eignaskattur er ekki nema þrjú prósent af tekjum fjárlaga. ísland er eina landið í Evr- ópu þar sem ekki er skattur á fjár- magnstekjur og enn dregur ríkis- stjómin lappimar í því máli. Það em ekki neinar hugmyndir um lækkun á jaðarsköttum nema fögur orð um að gera eitthvað í framtíðinni. Fjárfest- ingar dragast verulega saman sem hefur bein áhrif á atvinnu," sagði Ag- úst. „Fjárlagafrumvarpið mótast af þeim forsendum sem em gefnar og homsteinninn hlýtur að vera kjara- samningar. Ríkisstjómin er sjálf búin að stefna þeim málum í stórhættu og því ekki gott að segja hvort þarna stendur steinn yfir steini þegar árið er liðið. Við bendum á að halli á núver- andi fjárlögum er níu milljarðar og gert er ráð fyrir fjögurra milljarða halla á næsta ári. Það er ómögulegt að sjá hvort það stenst með tilliti til þeirrar óvissu sem ríkir í launamál- um. Þá er ekki tekið á okkar stærsta vanda sem er lítil framleiðni í fyrir- tækjum sem skilar sér líka í litlum tekjum til ríkisins. Umfang hins op- inbera er miklu minna hér á landi en annars staðar sem segir okkur það að til velferðarþjónustu og menntamála er varið miklu minna fé en á Norður- löndunum. Niðurskurður í heilbrigð- ismálum er mjög erfiður og sér illa. En sex milljarðar renna til styrkja í landbúnaði sem er jafn mikið og fer til allra grunnskóla í landinu. Það örl- ar ekki á efndum á loforðum fram- sóknarmanna um 12 þúsund ný störf og annað er eftir því. Þetta er að mörgu leyti vont frumvarp," sagði Agúst Einarsson. Gott kvöld Það verður áreiðanlega stútfullt útúr dyrum á Kaffi List í kvöld þegar skáld og tónlistarmenn efna til samkomu. Þar verður mikið einvalalið: skáldin Haraldur Jónsson, Ólafur Stefánsson, Didda, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Magnúx Gestzzon, Mikki Pollock, Ingunn Kristjana Vilhjálmsdóttir Snædal, Bragi Óiafsson og Sigfús Bjartmarsson. Þá mun laga- og textasmiður Gímaldin troða upp, sömuleiðis Arnar Gunnar tenórsöngvari. Sem fyrr sagði: í kvöld. Klukkan 20.30 til 23. Og það sem meira er: Ókeypis aðgangur. Eitt að lokum: Á myndinni má sjá þá skáldbræður Braga Ólafsson og Harald Jónsson. A-mynd: e.ói. Neytendasamtök Skrifstofa á ísafirði Neytendafélag Vestfjarða og Neyt- endasamtökin hafa opnað neytenda- skrifstofu á ísafirði. Þetta er mögulegt með stuðningi þriggja sveitarfélaga, ísafjarðar, Tálknafjarðar og Árnes- hrepps og verkalýðsfélaga á Vest- tjörðum. Hlutverk skrifstofunnar er að starfa í þágu neytenda á öllum Vest- fjörðum. Meðal annars verður kvört- unar- og upplýsingaþjónusta opin og starfsmaður skrifstofunnar mun gera markaðs- og verðkannanir hjá seljend- um vöru og þjónustu um alla Vest- firði. Starfsmaður skrifstofunnar verð- ur Aðalheiður Steinsdóttir, formaður Heildarskuldir Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar nema nú á fimmta milljarð króna. Rekstrarhalli Flug- stöðvarinnar er áætlaður 144 millj- ónir á næsta ári að meðtöldum 130 milljón króna afskriftum og hækk- ar um rúmar 20 milljónir frá áætl- un fyrir þetta ár. Þetta kemur fram í athugasemdum með fjárlagafrum- Neytendafélags Vestfjarða. Skrifstof- an er í húsakynnum verkalýðsfélag- anna að Pólgötu 2 og er opin virka dagaklukkan 13-16. Ráðgjöf um krabbamein Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu sína við almenning með þvx að taka upp grænt símanúmer, 800 4040, fyrir þá sem vilja fá upplýsingar eða ráðgjöf um krabbamein. Áðeins er greitt fyrir innanbæjarsímtöl hvaðan sem hringt er af landinu. Hjúkrunar- fræðingamir Bryndís Konráðsdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir svara í sí- mann klukkan 9-11 virka daga en utan þess tíma er símsvari. Símaþjónusta af þessu tagi hefur gefist vel erlendis og varpinu. Rekstrargjöld Flugstöðv- arinnar eru áætluð 572 milljónir króna á næsta ári og hækka um 12% frá fjárlögum 1995. Hækkunin liggur að hluta í hækkuðum laun- um vegna kjarasamninga svo og því að snjómokstur og snjóbræðsla á hlaði byggingarinnar, átta milljónir, reiknast nú til gjalda Flugstöðvar- verið mikið notuð. Hægt er að spyija um einkenni, meðferð, lyf, varnir, þjónustu og fleira. Hjá Krabbameins- felagi Akureyrar er Brynja Óskars- dóttir félagsráðgjafi með símatíma klukkan 13-15 virka daga í síma 461 1470. Norræna húsið Ofbeldi og karlmenn Á sunnudaginn klukkan 14 mun Ingólfur V. Gíslason flytja fyrirlestur í Norræna húsinu sem ber yfirskriftina Ofbeldið og karlmexmskan. f fyrirlestrinum verður vikið að þró- un ofbeldis hérlendis, hlutverkum kynjanna við beitingu ofbeldis og innar. Vaxtakostnaður hækkar um 9% og verður samtals 252 milljónir. Á næsta ári gjaldfalla lán í yenum, 14,5 milljónir og í ECU, 292 millj- ónir. Tekið verður 340 milljóna króna lán til að endar nái saman. Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða fjár- reiður Flugstöðvarinnar. hvort ástæða sé til að ætla að karlar séu á einhvem hátt ofbeldishneigðari en konur. Þá verður sagt frá hreyfing- um karla gegn ofbeldi í Kanada, Nor- egi, Svíþjóð og hér á landi og mögu- leikum á að „lækna“ ofbeldiskarla. Loks verður fjallað um orsakir ofbeld- is og þá sérstaklega vikið að því hvort skortur á körlum við uppeldi og um- önnun bama sé þáttur í vaxandi of- beldi og þá jafhframt hvað unnt sé að gera til að breyta því. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Eignarhaldsfélag Alþýðubankans Góður hagnaður Árshlutareikningur Eignarhaldsfé- lags Alþýðubankans hf. hefur verið birtur og sýnir hann 36 milljóna króna hagnað fyrstu átta mánuði ársins. Hagnaður á sama tíma í fyrra nam 80 milljónum. Eigið fé félagsins samkvæmt efna- hagsreikningi nemur 972 milljónum og hlutafé 706 milljónir. Innra virði félagsins hefur hækkað úr 1,2 í 1,38 á undangengnum 12 mánuðum og eig- infjárhlutfall úr 75% í 83%. Félagið greiddi út arð á árinu vegna ársins 1994 að upphæð 42 milljónir króna. „Hinn dyggð- um prýddi blaðamaður" Fimmtudagskvöldið 5. októ- ber heldur Siðfræðistofnun málþing undir yfirskriftinni Siðferði fjölmiðla. Frummæl- endur verða fjórir: Séra Hall- dór Reynisson aðstoðarprestur í Neskirkju flytur erindi sem hann nefnir Um siðferði í fjöl- miðlum; Páll Þórhallsson lög- fræðingur og fyrrverandi blaðamaður nefnir sinn fyrir- lestur Hinn dyggðum prýddi blaðamaður; séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur erindi sem hún nefnir „Milli skers og báru“ - að taka siðferðilega réttlætanlegar ákvarðanir við fréttaöflun og fréttabirtingu. Þá mun Sigurjón Baldur Haf- steinsson flytja fyrirlesturinn Vin í eyðimörk fátæktarinnar? Siðferði og kvikar myndir. Málþingið verður haldið í Odda, stofu 101, og hefst klukkan 20.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill með- an húsrúm lcyfir. ■ Leifsstöð Skuldar yfir 4 milljarða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.