Alþýðublaðið - 10.10.1995, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 10.10.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1995 s k o ð a n i r nmmiDiB 20998. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Simi 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmidjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Lokað, því miður í frétt Alþýðublaðsins á forsíðu er skýrt ffá þeirri kaldranalegu stað- reynd að á alþjóðadegi geðheilbrigðis er skrifstofa Geðhjálpar lokuð vegna fjárskorts, rétt einsog alla daga í heilt ár. Vel mætti það verða þeim ráðamönnum umhugsunarefni sem nú halda tyllidagaræður. í viðtali við blaðið segir Magnús Þorgrímsson formaður Geðhjálpar, að margt gott sé gert fyrir geðfatlaða og alltaf sé verið að stíga skref í rétta átt. En Magnús segir ennfremur: ,J>að vantar samt mikið uppá ýmsa þætti. Þeir sem em mest fatlaðir þurfa meiri þjónustu en veitt er í dag. Það er ekki nóg gert til að hlusta á þá sem standa þeim næst sem leggjast inná geðdeildir. Fólk er útskrifað alltof fljótt af deildunum og lokunin sem var í sumar olli mörg- um mildum erfiðleikum.“ Hin síðari ár hefur orðið aukin umræða um geðheilbrigði og geðsjúk- dóma. Þannig hefúr tekist að uppræta ýmsa fordóma sem einkum stafa af vanþekkingu. Staðreyndin er sú, að ótrúlega margir lenda í geðrænum erfiðleikum einhvemtíma á ævinni og þurfa að leita sér hjálpar. Mikil .ippbygging hefúr oröið í þjónustu á þessu sviði á allra síðustu áratugum, þótt enn sé langt í land einsog Magnús Þorgrímsson bendir á. Handahófs- kenndur niðurskurður og lokanir deilda bitna harkalega á þeim sem síst skyldi. Sú var því miður raunin í sumar þegar deildum var lokað, meðal annars með þeim afleiðingum að öll önnur starfsemi raskaðist og ekki var nægt að veita nauðsynlega þjónustu. Nýtt fjárlagafrumvarp ber þess held- ur ekki mörg merki, að núverandi valdhafar hafi mikinn eða djúpan skiln- ing á aðstæðum þeirra sem minna mega sín. Ennþá er það hinsvegar svo, að það em mannréttindi að fá að aðhlynningu við meinum sínum, hvort sem þau em andleg eða líkamleg. Skósveinar og glæpamenn Nú em að hefjast réttarhöld sem gætu ýtt lítillega við hinni sofandi samvisku Evrópu: Til stendur að draga fyrir alþjóðlegan dómstól þá sem gerst hafa sekir um stríðsglæpi á Balkanskaga. Að vísu er lítil von til þess að nema hluti hinna seku fái makleg málagjöld, meðal annars vegna þess að stjómvöld á þessum slóðum halda hlífiskildi yfir glæpamönnunum. Það er mjög að vonum: Helstu leiðtogar Serba em þannig sjálfir eftirlýstir fyrir voðaverk. Forsprakkar Bosmu-Serba, Radovan Karadzic og Ratko Mladic, og Slobodan Milosevic forseti Serbíu em meðal þeirra sem form- lega hafa verið sakaðir um stríðsglæpi. Ekkert bendir til að þeir verði nokkm sinni látnir svara til saka. í kjölfar síðari heimsstyrjaldar efndu Bandamenn til réttarhalda í Númberg yfir leiðtogum nasista. Ekki nema nokkrir „útvaldir“ vom látnir svara fyrir glæpi Þjóðveija á þessum vettvangi. Nú, réttri hálfri öld síðar, er hinsvegar allt útlit fyrir að einungis skósveinar og smáfiskar verði dæmdir vegna mestu stríðsglæpa sem framdir hafa verið í Evrópu eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Leiðtogar heimsins munu hinsvegar halda áfram að ræða við og funda með hinum raunvemlegu stríðsglæpamönn- um. ✓ Islensk brjóst og útlensk Getur verið að íslensk bijóst séu dónalegri en útlensk bijóst? Er hroða- legra að sjá einn íslenskan leikara falla í valinn en þúsund ameríska? Fjal- ar Sigurðsson varpaði ffam þessum spumingum þegar hann kynnti nýj- ustu íslensku kvikmyndina, Nei er ekkert svar, á fimmtudagskvöldið. Til- efni þessara spuminga Fjalars var vitanlega sú fúrðulega ákvörðun Kvik- myndaeftirlitsins að banna myndina fólki yngra en 16 ára. Meðlimir Kvikmyndaeftirlitsins hafa átt í mesta basli með að rökstyðja afhveiju stór hluti bíógesta er útilokaður með þessum hætti. Vissulega em mergjaðri ofbeldissenur í Nei er ekkert svar en flestum íslenskum kvikmyndum, en það þarf reyndar ekki mikið til. Hinsvegar em mýmörg dæmi um erlendar kvikmyndir þarsem ofbeldið er aðalhlut- verki án þess að Kvikmyndaeftirlitið hafi beitt þyngstu viðurlögum. Því er óhjákvæmilegt annað en að komast að þeirri niðurstöðu, að sérstakar regl- ur gildi um íslenskar kvikmyndir: það er vitanlega blóðugt fyrir kvik- myndagerðarmenn sem hafa lagt mikið undir. Kvikmyndaeftirlit ríkisins hefur einatt verið mönnum ráðgáta enda lítið samræmi í ákvörðunum þess; en það er fullkomlega óviðunandi að það setji beinlínis íslenskum kvikmyndagerðarmönnum stólinn fyrir dymar með þessum hætti. Alltjent þurfa hinir virðulegu meðlimir eftirlitsins að útskýra hvað það er, sem gerir íslensk bijóst dónalegri en útlensk. ■ |„í þessari sýningu virdist mér kristallast allt þad sem verst er um starf leik- hússins undanfarin ár. í fyrsta lagi er verkið engan veginn sýningarhæft." Vegvilltar sæöisfrumur Verkefni: Tvískinnungsóperan Höfundur leikrits, söngva og söngtexta: Agúst Guðmundsson Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson Meðleikstjóri: Arni Pétur Guðjónsson Utsetning tónlistar og hljómsveitarstjóni: Rfltharður Öm Pálsson Söngstjóm og þjálfún: Óskar Einarsson Leikmynd: Stígur Steinþórsson Búningar: Þórunn Eh'sabet Sveinsdóttir Dansar og hreyfmgar: Helena Jónsdóttir Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson Leikhús Stundum, hvort sem mönnum er ljúft eða leitt, verður að segja hlutina eins og þeir em. Það er eitthvað mikið að í Borgarleikhúsinu. Auðvitað vant- ar þá peninga, en það skýrir þó engan veginn þá listrænu flatneskju sem þar ríður nú húsum. Aftur og aftur er boð- ið upp á sýningar sem standast ekki lágmarkskröfur sem gera verður til at- vinnuleikhúss nú á ofanverðri tuttug- ustu öldinni. Skiptir þar engu máli hvort litið er til verkefnavals, leik- stjórnar, vinnu leikara, leikmynda- gerðar eða hverra þeirra tæknilegu þátta sem nauðsynlegir eru til að skapa eitt stykki leiksýningu. Þetta ástand hefur verið að skapast undan- farin ár og er nú svo komið að það er raunar ekki hægt að leggja sama mælikvarða á sýningar í Borgarleik- húsinu og Þjóðleikhúsinu. Annars vegar fer mikill og vaxandi metnaður, leikhópur sem eflist og þroskast ár frá ári, samfara frjórri og skapandi list- rænni stjórnun. Hins vegar virðist meðalmennska og andleg deyfð ráða ferðinni, reyndar er svo langt gengið að maður hefur á tilfinninguiini að einstakir listamenn leikhússins séu ekki aðeins staðnaðir í þroska, heldur í hreinni og beinni afturför. Um þetta er hvíslað í skúmaskotum leikhúsheims- ins en tímabært verður að teljast að þeir sem ntálið er skylt setjist niður og leiti lausna á vandanum. Þær em ekki fólgnar í því að draga örfáa einstak- linga til ábyrgðar og hengja. Það væri bara að endurtaka söguna um bakar- ann og smiðinn einu sinni enn. Heldur verður að spyrja grundvallarspuminga eins og hvort verjandi sé að fela fá- mennum hópi, eins og Leikfélag Reykjavíkur er í raun, ráðstöfunarvald yfir fjármagni skattborgaranna eins og nú er? Eða hvort líta eigi til Þjóðleik- hússins um stjómunarform? Eða eitt- hvað allt annað? Eitt er víst að marg- yfirlýstur vilji Leikfélagsmanna til að flytja andann úr Iðnó með sér í Borg- arleikhúsið hefur ekki tekist. I það minnsta virðist honum líða þar eins og húsviltum draug. Því verður hins veg- ar ekki lengur unað að starfsemi Borg- arleikhússins líkist helst drögum að leikhússtarfi. Kveikja þessara hugleiðinga er frumsýning Borgarleikhússins á Tví- skinnungsóperunni eftir Ágúst Guð- mundsson. I þessari sýningu virðist mér kristallast allt það sem verst er um starf leikhússins undanfarin ár. I fyrsta lagi er verkið engan veginn sýn- ingarhæft. Hugmyndin að karl og kona hafi sáluskipti er ekki einu sinni nýstárleg, en efalaust mætti vinna úr henni áhugavert verk. En svo er ekki hér. Eftir að sálnaskiptin hafa átt sér stað upphefst gegndarlaus neðanþind- arhúmor kryddaður með illa sömdum og andlausum söngvum og hvorki höfundur né leikstjóri virðast vita hvert stefna skuli. Örlítið dæmi: Því A vill B, sem bara þráir C, sem er ólmur, í engan nema D. Tónlistin gerir hér enga bragarbót. Moðsuðuleg og tilfinningalaus líður hún hjá og minnir helst á kaffihúsa- músík sem hefur það helst érinda að tmfla ekki samræður gestanna. Stígur Steinþórsson hefur gert margar góðar leikmyndir en hér dreg- ur hann dám af umhverfinu. Leik- mynd sem skapa á hávísindalegt um- hverfi virkar amatörleg og í stíl við annað í sýningunni em vegviltar sæð- isfmmur mest áberandi í myndskreyt- ingum. Eg trúi ekki að hin margróm- aða tækni stóra sviðsins bjóði ekki upp á snjallari lausnir en hér em sýnd- ar. Búningar Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur em svosem glanslegir en ekki verður séð að við gerð þeirra hafi ráðið neinn einn ákveðinn stíll. Og er varla von. Helena Jónsdóttir hefur verið kölluð til að hafa umsjón með dansi og hreyf- ingum verksins. Ekki er mér ljóst hvað ræður því vali en eitt er víst að í dans og hópatriðum sýningarinnar rís þjáning áhorfandans hæst. Leikarahópur sýningarinnar er sam- ansettur af átta atvinnuleikurum og sex gestum þar sem dægurlagasöngv- aramir Daníel Ágúst Haraldsson og Guðrún Gunnarsdóttir fara fremst í flokki. Ekki veit ég hvað hefpr ráðið þessum samsetningi en sé þetta gert í spamaðarskyni væri betur heima setið en af stað farið. Af atvinnuleikara- hópnum er það að segja að þar leika allir undir getu nema þau sem mest mæðir á, Felix Bergsson og Margrét Vilhjálmsdóttir. Einkum á Margrét góða spretti og sýnir enn einu sinni að þar fer leikkona sem verðskuldar gjö- fulli jarðveg að þroskast og dafna í. Niðurstaða: Vond leiksýning sem á ekki fremur erindi við leiklistargyðj- una en Pamela Anderson og Strand- verðimir. ■ o k t ó b e r Atburðir dagsins 1970 Auður Auðuns tók við ráðherraembætti, fyrst kvenna á íslandi. 1972 Helgi Hóseason slettir skyri á þingmenn. 1973 Spiro Agnew, varaforseti Ri- chards Nixons, segir af sér vegna ákæru um skattsvik. 1975 Elísabet Taylor og Ri- chard Burton ganga í hjóna- band f annað sinn. 1985 Leik- stjórinn og leikarinn Orson Welles deyr. 1985 Bandaríski leikarinn og töffarinn Yul Brynner deyr. Afmæiisbörn dagsins Antoine Watteau 1684. franskur listmálari. Guiseppe Verdi 1813, ítalskur tónsmið- ur, kunnastur fyrir óperur. Thelonius Monk 1920, banda- Annálsbrot dagsins Þá byrjaðist það sárablóðuga svenska stríð og stóð yfir til þess 27. Maii Anno 1660, hvar í íslenzkir sýndu og mannskap góðan, sem utanlands voru studiosi. Grímsstaöaannáll 1658. Líf dagsins Það eru ekki mennirnir í lífi mínu sem skipta máli heldur lífið í mönnunum mínum. Mae West kynbomba og karlaflagari. Málsháttur dagsins Ekki komast allir upp á kram- búðarloftið. Gangur dagsins Eg geng hægt - en ég geng aldrei aftur á bak. Orð dagsins Oft mig dreymir ást og vor einskis þá ég sakna, en mig skortir einatt þor aftur til að vakna. Hulda. Skák dagsins Tafllok dagsins ættu ekki að vefjast fyrir neinum. Hollend- ingurinn Kuijf hefur hvítt og á leik gegn Frakkanum Andruet ■í þessari tfu ára gömlu skák. Svörtu mennirnir eru aðeins áhorfcndur að endalokunum, enda geta þeir ekki komið kónginum til bjargar, svo ræki- lega cru þeir fastir bakvið eigin peðamúr. rískur jazz- píanóleikari. Abraham Lincoln. Hvítur leikur og vinnur. 1. Hh7+! Andruet gafst upp. 1. ... Kxh7 2. Dh2+ Kg7 3. Dh7+ Kg8 4. Hhl og mát á næsta leiti.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.