Alþýðublaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐID 7 e k t ■ í síðustu viku sendi Sigurður Tómas Björgvinsson bréf til flokks- stjórnarmanna í Alþýðuflokknum. Bréfið var komið í fjölmiðla áður en það barst flokksstjórnarmönnum. Hrafn Jökulsson fór yfir efni bréfsins og rakti aðdraganda þess Trúnaðarbréf til þjóðarinnar f síðustu viku barst hátt í tvöhundruð flokksstjórnarmönnum í Alþýðu- flokknum sex síðna bréf frá Sigurði Tómasi Björgvinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins. Bréfið íjallar um starfslok hans hjá Al- þýðuflokknum, auk þess sem Sigurður Tómas reynir sitt ítrasta til að gera fjár- mál flokksins tortryggileg - einkum í því skyni að koma höggi á Guðmund Oddsson formann ffamkvæmdastjómar og Sigurð E. Arnórsson gjaldkera flokksins. Bæði í upphafi bréfsins og niðurlagsorðum brýnir Sigurður Tómas lesendur þess til að fara með „þessar upplýsingar sem algert trúnaðarmál því öll neikvæð umræða um flokkinn okk- ar getur skaðað hann mjög.“ í ljósi þessara orða er harla athyglisvert að ijölmiðlar vom byrjaðir að vitna orðrétt í bréf Sigurðar Tómasar áður en það barst flokksstjómarmönnum. Mótsagnakenndar yfirlýsingar Bréfið sem Sigurður Tómas Björg- vinsson sendir til flokksstjómarmanna er efnislega í algerri andstöðu við bréf sem hann stflaði á Jón Baldvin Hanni- balsson, formann Alþýðuflokksins, 20. ágúst síðastliðinn. Þar vísar Sigurður Tómas í samtöl við Jón Baldvin, þar- sem hann kveðst hafa sagt að hann hafi ekki ætlað sér að vera í starfi á flokks- skrifstpfunni um aldur og ævi. Þá segir Sigurður Tómas orðrétt: „Það er ekki óeðlilegt að eftir ftögurra ára staif, og að afloknum kosningum, komi nýjar áherslur í flokksstarfið. Þess vegna óska ég eftir því að fá að láta af störf- um fyrir Alþýðuflokkinn fljótlega ef þú og framkvœmdastjóm flokksins getið sœtt ykkur við það.“ í bréfinu til flokksstjórnarmanna, sem dagsett er 1. október - sex vikum eftir að Sigurður Tómas bað um að vera leystur frá störfum - segir hann hinsvegar fullum fetum: ,,Það var ekki ég sem óskaði eftir að láta af störfum í vor, heldur var ég neyddur til þess í haust.“ Um samskiptamálin Nokkur aðdragandi var að því að Sigurður Tómas Björgvinsson léti af störfum fyrir Alþýðuflokkinn. Það hef- ur lengi verið á margra vitorði innan flokksins að áhrifamiklir forystumenn hafa verið óánægðir með störf hans. Ekki var laust við að þeim sem til þekktu þætti nokkuð kátlegt að lesa eft- irfarandi í bréfi Sigurður Tómasar til flokksstjómarinnar: „...einsog flokks- mönnum er kunnugt hef ég átt mjög gott samstarf við Jón Baldvin Hanni- balsson, þingmenn flokksins og flokks- fólk almennt." Jón Baldvin Hannibalsson hefur ver- ið í útlöndum að undanfömu, og því var ekki unnt að bera undir hann stað- Anm'W STJÓftWAH OC rRAMKVÆMDAJtSTJÓRA Undirritaðir reikningar. Hér má sjá áritun stjórnar og framkvæmda- stjóra Alþýðuflokksins á ársreikn- ingi fyrir tímabiiið 1. september 1992 til 31. ágúst 1994. Sigurður Tómas Björgvinsson skrifaði undir ársreikninginn án fyrirvara - þvert á fullyrðingar í bréfinu til flokks- stjórnarmanna. hæfingu Sigurðar Tómasar um að þeir hefðu átt mjög gott samstarf. Öllurn sem til þekkja ber hinsvegar saman um að samstarf þeirra hafi nánast frá upp- hafi verið takmarkað, og að formaður- inn varð æ óánægðari með störf fram- kvæmdastjórans - eða öllu heldur skort á störfum hans. Sömu sögu er að segja af fleiri forystumönnum flokksins. Reyndar var það svo, að Jón Baldvin hélt framan af hlífiskildi yfir Sigurði Tómasi þegar ákveðnir forystumenn yildu að honum yrði sagt upp störfum vegna óánægju með frammistöðu hans. „Furðuleg stefna" í bréfi sínu til flokksstjómarmanna minnist Sigurður Tómas ekki á áður- nefnt bréf sitt til Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Hann lætur að því liggja að hann hafi verið flæmdur úr starfi og skellir allri skuld á tvo menn: Guð- mund Oddsson og Sigurð Amórsson. Hann segir líka að hinn 12. ágúst hafi hann verið kallaður á fund Amórs Be- nónýssonar og Sigurðar Amórssonar, þarsem „þeir hótuðu mér að ef ég féll- ist ekki á að gera við þá starfsloka- samning yrði framkvæmdastjóm köll- uð saman næstkomandi mánudag og mér sagt upp störfum.“ Sigurður Tóm- as fullyrðir að hann viti ekki enn í hvers umboði þeir „höfðu uppi þetta gerræði, því er enn ósvarað." Því er hinsvegar fljótsvarað og ekk- ert bendir til annars en Sigurður Tómas Björgvinsson viti svarið: Amór og Sig- urður Amórsson áttu fundinn með Sig- urði Tómasi samkvæmt beiðni for- manns Alþýðuflokksins í því skyni að komast að samkomulagi um starfslok hans hjá flokknum. í beinu framhaldi af þessu segir Sig- urður Tómas að málið hafi tekið „enn furðulegri stefnu“ þegar „fréttir tóku að berast í fjölmiðlum þess efnis að Sig- urður Amórsson hefði brotið gegn bók- un ffamkvæmdastjómar og gert starfs- lokasamning um þriggja rnánaða biðla- un við sjálfan sig eða Guðmund Odds- son.“ Það má með sanni segja að þetta hafi verið fúrðulegar fréttir - enda var það staðfest að enginn starfslokasamning- ur hafði verið gerður við Sigurð Arnórsson. Hér var um hreinan tilbún- ing að ræða. „Fréttir" um hinn ímynd- aða starfslokasamning birtust einkum í Helgarpóstinum. Sá sem þetta skrifar hefur fengið staðfestingu á því að heimildamenn „fféttarinnar" um starfs- lokasamninginn vom - Sigurður Tóm- as Björgvinsson og félagar. Reikningar þegar birtir opinberlega f bréfinu til flokksstjómarmanna ver Sigurður Tómas löngu máli í að reyna að gera fjármál Alþýðuflokksins tor- tryggileg. Staðreyndin er hinsvegar sú, að fjármál flokksins hafa Ifldega aldrei verið í betra horfi og Alþýðuflokkurinn hefur, fyrstur stjórnmálaflokka, birt reikninga sína opinberlega. Sigurður Tómas segir að í lok nóv- ember 1994 hafi gjaldkeri og endur- skoðandi flokksins beðið sig um að undirrita reikninga flokksins fyrir tíma- bilið september 1992 til ágúst 1994. Það hafi hann gert, en sagt að það væri „með þeim fyrirvara að ég fengi að skoða alla færslulista og fylgiskjöl sem tilheyrðu tékkareikningi sem Sigurður Amórsson hefði einn haft aðgang að.“ Þetta er rangt. Endurskoðandi Al- þýðuflokksins, Friðþjófur Eyjólfsson, segir að engin slík beiðni eða skilyrði hafi komið ffam. Reyndar hafi Sigurð- ur Tómas Björgvinsson framkvæmda- stjóri flokksins aðeins tvisvar sinnum haft samband við sig þau fjögur ár sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri flokksins - í bæði skiptin vegna alls óskyldra mála. Tilbúningur um leynireikninga Sigurður Tómas lætur að því liggja að Sigurður Arnórsson hafi nánast skammtað sér peninga að vild útaf reikningum sem Sigurður Tómas hafi ekki haft vitneskju um né fengið að- gang að. Með öðmm orðum: Fyrrver- andi framkvæmdastjóri flokksins ýjar að því að um misferli sé að ræða og hefur í ffammi dylgjur til þess að laska æru Sigurðar Arnórssonar. Sigurður Tómas færir engin rök fyrir aðdróttun- um sínum, enda virðist hann einkum knúinn áfram af persónulegri heift og biturð. Fjármál flokksins fara í gegnum ■ Sigurður Tómas í bréfi til Jóns Baldvins fyrir sex vikum „Oska eftir að láta af störfum" Fyrir sex vikum skrifaði Sigurður Tómas Björgvinsson bréf til Jóns Baldvins Hannibalssonar þarsem hann kveðst vona að formaður og framkvæmdastjórn geti „sætt sig við“ að hann láti af störfum. Bréfið í heild fer hér á Reykjavík 20. ágúst 1995 Kæri félagi! Eins og stundum hefur komið í sam- tölum okkar á milli, þá hef ég ekki hugs- að mér að vera í staifi á flokksskrifstof- unni um aldur og ævi. Það er ekki óeðli- legt að eftir fjögurra ára starf, og að af- loknum kosningum, komi nýjar áherslur í flokksstarfið. Þess vegna óska ég eftir því að fá að láta af störfum fyrir Alþýðu- flokkinn fljótlega ef þú og ffamkvæmda- stjóm flokksins getið sætt ykkur við það. Miðað verði við að uppsögn mín taki gildi 1. nóvember 1995 og þá fari í hönd þriggja mánaða uppsagnarfrestur sem ljúki 1. febrúar 1996. Ég væri þakklátur ef við gætum heyrst fljótlega og rætt um starfslok mín. Ég vil taka það fram að þrátt fyrir að stundum hafi verið uppi átök og deilur í flokknum undanfarin ár, þá hafa þær ekki tengst minni persónu og því mun ég skilja fullkomlega sáttur við forystu og stofnanir flokksins. Á þessum fjórum ár- um, sem ég hef verið framkvæmdastjóri og ritstjóri, þá hef ég öðlast dýrmæta starfsreynslu og fengið tækifæri til þess að kynnast heimi stjómmálanna á þann hátt sem mjög fáum hlotnast. í starfi mínu hef ég kynnst mörgu góðu fólki í Alþýðuflokknum og ég á von á því að þau tengsl muni halda áfram þátt fyrir að ég muni hverfa af flokksskrifstofunni. Auðvitað hefðum við viljað vera laus- ir við þau átök sem einkennt haf'a flokk- inn undanfarin tvö ár og auðvitað hefð- um við viljað ná betri árangri í kosning- unum í vor. Ég er hins vegar viss um að andbyrinn hafi líka gert það að verkum að fólkið í fiokknum hafi snúið bökum saman og ég er viss um að okkar sam- starf hafi einnig eflst á þessu tímabili. Við höfum til dæmis oft rætt um það að kosningabaráttan í vor hafi í mörgum þáltum verið vel heppnuð og þarf verið brotið blað hvað varðar skipulag og að- ferðir. Þá megum við ekki gleyma því að á þessum fjórum árum hefur okkur tekist að efla starfssemi flokksskrifstof- unnar, blása lífi í flokksstarfið við erfið- ar aðstæður og gera Alþýðublaðið að verðugu málgagni jafnaðarmanna svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir að ég hyggist hætta sem starfsmaður flokks og blaðs á næstunni, þá má alls ekki skilja það sem svo að ég sé alfarinn frá flokknum. Þess vegna vil ég taka það fram að lokum að þú og aðr- ir flokksmenn geta leitað til mín hvenær sem er varðandi verkefni og störf sem þarf að inna af hendi fyrir flokkinn. Þar sem ég mun nú fara að huga að öðrum verkefnum og nýju starfi þá væri ég þakklátur ef þú gætir útbúið meðmæla- bréf sem kæmi mér vel á vinnumarkaðn- um. Vonandi heyri ég frá þér sem fyrst. Kærar kveðjur Sigurður Tómas Björgvinsson Upphafið. Myndin var tekin þegar Sigurður Tómas Björgvinsson var ráð- inn framkvæmdastjóri. Með honum eru Jón Baldvin Hannibalsson og Guð- mundur Oddsson. framkvæmdastjóm og ekki eru til nein- ir „leynireikningar“. Sigurður Amórs- son vann að undirbúningi sveitastjóm- arkosninga í fyrra og alþingiskosning- anna í vor. Allar greiðslur hafa farið í gegnum formann framkvæmdastjómar og engar athugasemdir verið gerðar í framkvæmdastjóm. Reyndar þvert á móti: framkvæmdastjórn hefur lýst ánægju með störf Sigurðar Amórssonar og það horf sem íjármál Alþýðuflokks- ins em í eftir að hann tók við umsjón þeirra. Hér virðist því sáma uppi á teningn- um og þegar hinn ímyndaði starfsloka- samningur var annarsvegar. Það er að segja: Tilbúningur. Stormur í vatnsglasi? Þegar á allt er litið virðist um að ræða stórfelldan storm í vatnsglasi. Það athyglisverðasta í þessu máli er kannski tvískinnungur fyrrverandi framkvæmdastjóra: I bréfinu til Jóns Baldvins fyrir sex vikum bað hann um að fá að hætta, virtist sáttur við guð og menn, og lýsti yfir því að hann myndi áfram vinna í þágu flokksins þótt á öðr- um vettvangi væri. Þar vom engar at- hugasemdir gerðar við íjármál flokks- ins, starfsmannahald eða tiltekna ein- staklinga. I ffamhaldi af bréfi Sigurðar Tómas- ar Björgvinssonar til Jóns Baldvins var gerður starfslokasamningur þarsem gengið var að ítrustu kröfum fram- kvæmdastjórans. Samningurinn var undirritaður af Sigurði Tómasi, Guð- mundi Oddssyni og Guðmundi Áma Stefánssyni. Þess má geta, að Sigurður Tómas fór fram á að Sigurður Amórs- son ábyrgðist persónulega, í eigin nafni en ekki flokksins, allar greiðslur vegna starfslokasamningsins. Þannig virtist full sátt um starfslok Sigurðar Tómas- ar, þótt samningurinn væri Alþýðu- flokknum talsvert dýr. Menn hljóta því að spyrja hverra hagsmunum það þjónar að heija stór- fellda Ijölmiðlahríð, þarsem reynt er að grafa undan ákveðnum einstaklingum og gera fjármál Alþýðuflokksins tor- tryggileg. Og eins hefur þeirri spum- ingu verið varpað fram, í hvers þágu það sé að senda út „trúnaðarbréf‘ í næstum tvöhundmð eintökum, eftir að starfslokasamningur hafði verið undir- ritaður. Og menn gætu líka spurt um trúnaðinn sem að baki býr, þegar ijöl- miðlar em komnir með bréfið á undan hinum tilætluðu viðtakendum. ■ Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa á 18. þing Verkamannasam- bands íslands sem haldið verður á Hótel Loftleiðum dagana 24.-27. okt. 1995. Frestur til að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 13. okt. 1995. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli eitt hundrað full- gildra félagsmanna. Listunum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50a. Stjórnin |p Útboð F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í jarðvinnu við viðbyggingu Hamraskóla. Útboðið nærtil aðstöðusköpunar og jarðvinnu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 19. október 1995, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva hefur lokið úthlut- un styrkja eftir umsóknum sem bárust 1994 og 1995. Umsækjendur, sem ekki var úthlutað styrkjum, geta nálgast umsóknir sínar á skrifstofu Bjarna Þórs Óskars- sonar hdl. Laugavegi 97, Reykjavík, fyrir 20.10.1995. Þeir sem hyggjast sækja umsóknir sínar eru vinsamlega beðnir að tilkynna það með eins dags fyrirvara í síma 552-7166.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.