Alþýðublaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.10.1995, Blaðsíða 1
■ Dagsbrún greiðir í dag atkvæði um uppsögn kjarasamninga Misréttið hrópar í himininn - segir Guðmundur J. Guðmundsson sem man ekki eftir öðru eins ástandi síðan 1978. „Ef félögin eru nógu samhent og einbeitt þá breyta engar lögbækur þvf. Þetta misrétti hrópar í himininn og særir réttlætiskennd fólks. Eg á ekki von á að fundurinn í dag standi lengi yfir. Menn eru fullir af reiði og sár- indum,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar í samtali við Alþýðublaðið. Dagsbrún heldur félagsfund í Bíó- borginni við Snorrabraut klukkan 13.15 í dag. Fundarefnið er aðeins eitt; uppsögn kjarasamninga. Það er ekki annað á Guðmundi að heyra en uppsögnin verði samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu og hún muni koma til framkvæmda, hvað sem líður ■ Vestmannaeyjar Ný sjón- varpsstöð með 32 rásum Sjónvarpsstöðin Fjölsýn í Vest- mannaeyjum verður formlega tekin í notkun á laugardaginn klukkan 17. Tilraunaútsendingar hafa staðið yfir síðan um miðjan júlí og gengið vel. Afruglarabún- aður stöðvarinnar getur afruglað 32 stöðvar í einu og er sá fyrsti sinnar gerðar sem settur er upp í Evrópu. Þetta þýðir að hægt er að horfa á 32 sjónvörp á sitthverri rásinni en ekki eina í eina eins og Islend- ingar þekkja best. Fjölsýn endur- varpar sjónvarpsefni fimm er- lendra sjónvarpsstöðva. Sjötta rásin hefur fram að þessu verið notuð undir ýmsar stöðvar en fyr- irhugað er að senda út á henni kvikmyndir með íslenskum texta, ýmislegt efni úr Eyjum og skjá- auglýsingar. Fyrsta eigið efnið sem stöðin sendir út verður bein útsending frá opnuninni á laugar- dag. Útsendingarsvæði sjónvarps- stöðvarinnar er Heimaey og næstu mið. Möguleiki er á að út- víkka það frekar. Sent er út á ör- bylgju en til að ná sjónvarps- merkinu sem best þarf helst að vera sjónlína frá sendi að mót- töku. Fjölsýn selur áskrift að stöðinni og er afnotagjaldið 1.790 krónur á mánuði. ákvæðum kjarasamninga. „Það er ekki gott að prédika þenn- an stöðugleika yfir mönnum sem eru á mjög lágum launum meðan þeir sjá að flestir þeir sem eru á mun hærri launum hafa stórhækkað. Stöðugleik- inn virðist vera fólginn í því í reynd að lágu launin séu áfram lág. Svo er það kjaradómur sem sprengir allt saman með því að úrskurða um stór- hækkanir til manna. Það er hins vegar villa að beita þessu eingöngu gegn þingmönnum. Þetta á að vera dómur sem byggir á einhvetjum forsendum. En hvað á fólk að segja þegar það sér að einhver embættismaður fær kanski fimmtíu þúsund króna hækkun á mánuði ffá þessum dómi? Það er komin svo mikil gremja í fólk að ég man ekki eftir öðru eins ástandi síðan 1978. Það endaði með skelfingu þá og nú er allra veðra von. Eg held að menn ættu frekar að sjá hvað þeir geta gert til úrbóta heldur en að lesa lögbækur," sagði Guð- mundur. Formaður Dagsbrúnar sagði mik- inn fjölda fólks eiga við mikinn fjár- hagsvanda að etja. Menn gætu ekki lengur eignast fbúðarhúsnæði með mikilli yfirvinnu eins og á árum áður. Það væri vonlaus hlutur. „Það er komið svo að í þessu fé- lagslega íbúðarkerfi, sem hét einu sinni verkamannabústaðir, er búið að hækka vexti og fólk hefur ekki einu sinni efni á að standa í skilum þar. Hér í Reykjavík er fjöldi fólks í þessu kerfi sem samkvæmt stífum reglum ætti að vera búið að bera út þar sem það hefur ekki getað staðið við sínar skuldbindingar. Það hefur hins vegar verið hikað við útburð. En staðreynd- in er bara sú að fólk ræður ekki leng- ur við þetta. Kaupmáttur er orðinn svo lítill, vinna hefur dregist saman og menn jafnvel án vinnu mánuðum saman. Síðan kemur þessi skerðing á lífeyri öryrkja og gamals fólks. Það er ráðist á fólk úr öllum áttum,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Guðmundur: Ráðist á fólk úr öllum áttum. ■ Málþing á Borginni Framtíð miðborg- arinnar Reykjavíkurborg efnir til mál- þings um miðborg Reykjavíkur- framtíðarsýn á Hótel Borg á laug- ardaginn klukkan 10 til 15. Tilgangurinn með málþinginu er að skapa umræðu um framtíð- armöguleika í þróun miðborgar- innar og um hlutverk hennar sem menningar- og þjónustumiðstöðv- ar landsins. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setur málþingið og síð- an verða fram að hádegi flutt stutt erindi um einstaka þætti miðbæj- armála, svo sem húsvernd, þróun- armöguleika, atvinnulífið, mannlíf og menningu. Eftir hádegi verða kynntar í máli og myndum svip- myndir frá miðborgum í Bret- landi, það er frá kynnisferð skipu- lagsnefndar Reykjavíkur til Bret- lands í september. Aðal erindið á málþinginu flyt- ur hinn þekkti danski arkitekt Jan Gehl og mun hann fjalla um hvernig hægt er að skapa lifandi miðbæ. Þátttökugjald á málþing- inu er 1.500 krónur fyrir hádegis- verð og kaffi. Tilkynna þarf þátt- töku til veitingadeildar Hótel Borgar ekki síðar en í dag, fimmtudag. Vakin er athygli á því að fundarsalurinn tekur aðeins 120 manns í sæti þannig að þeir sem fyrstir skrá sig tryggja sér rétt til þátttöku á málþinginu. Afmælisbarn dagsins er Benjamín H.J. Eiríksson hagfræðingur, sem er áttatíu og fimm ára í dag. í tilefni þess birtir Alþýðublaðið viðtal við Benjamín og formaður Alþýöuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, heiðrar hann með afmælisgrein. a -mynd: EVÓI. Miðstöð fólks í atvinnuleit í gang á ný Opnar Smiðju í Hafnarhúsinu Á morgun mun Miðstöð fólks í at- vinnuleit verða opnuð að nýju í Reykjavík eftir nokkurt hlé. Miðstöð- in verður til húsa í Hinu húsinu að Aðalstræti 2. Jafnframt verður opnuð Smiðja fyrir atvinnulausa í Hafnar- húsinu sem er handverks- og tóm- stundaaðstaða. Smiðjan verður opin alla virka daga frá klukkan átta á morgnana. Markmið Miðstöðvar fólks í at- vinnuleit er að koma til móts við margvíslegar þarfir fólks sem er án atvinnu með því meðal annars að veita fólki upplýsingar, bjóða upp á námskeið og útvega viðtöl við sér- fræðinga. Húsnæði Smiðjunnar í Hafnarhús- inu er rúmgott og býður upp á marga möguleika, svo sem til að smíða, sauma, gera upp gömul húsgögn, vinna að skartgripagerð, leirmuna- gerð og margt fleira. Einnig stendur til að halda ýmis styttri námskeið í Smiðjunni sem verða þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan efnis- kostnað. Starfsemin kemur til með að mótast af óskum og þörfum notenda. í Smiðjunni liggja frammi ýmsar upplýsingar fyrir atvinnuleitendur og þar er jafnframt hægt að fá sér kaffi- sopa. Búið er að koma upp barna- homi sem er búið ýmsum leikföng- um. Miðstöð fólks í atvinnuleit er rekin af Þjóðkirkjunni, Reykjavíkurborg, Dagsbrún, Félagi bókagerðarmanna, Sókn, SFR, SÍB, Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og VR. Auk þess em ASÍ og VSÍ aðilar að Miðstöð- inni. Framkvæmdastjóri er Sigrún Harðardóttir. AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AE< _ L LVEG INSTÖK ÆDI HAUSTTILBOÐ Þegar gamla ryksugan sýgur sitt síðasta, þá er kominn tími til að endurnýja. Er þá ekki tilvalið að skoða AEG möguleikana. AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG AEG i ng r » ■■■ | mmm-o ............. Sui < |o ■ Ui Kt« . o I Ryksuga Vampyr 7200 1300 w. Stillanlegur sogkraftur. Fjórföld míkrósía. PokastærS 4 L. Inndraganleg snúra, lengjanlegt rör. Haust tilboftsverð kr. 14.632,- eða 13.900,- stgr. Lágmúla 8, Sími 553 8820 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.