Alþýðublaðið - 19.10.1995, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1995, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ mmsEmmm FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 tlÞBVBUDIB 21004. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Alþýðubandalagið og samfylking j afnaðarmanna Vandi fylgir vegsemd hverri. Þetta gamla spakmæli hlýtur nú að vera nýkjömum formanni Alþýðubandalagsins efst í huga. í samanburði við það að leiða Alþýðubandalagið á næstu árum, var það létt verk og löðurmannlegt að leggja Steingrím J. Sigfús- son að velli í formannskjöri. Margrét mun eflaust fá nokkuð fýlgi vegna óánægju með ríkisstjómina, eða út á sína persónu. Hvom tveggja mun reynast henni auðvelt í samanburði við það að skapa Alþýðubandalaginu stefnu sem tekst á raunhæfan hátt við vanda- mál íslensk samfélags. í kveðjuræðu sinni sem formaður Alþýðu- bandalagsins varð Olafi Ragnari Grímssyni tíðrætt um þá um- brotatíma sem Alþýðubandalagið hefði gengið í gegn um á síð- ustu ámm. Stefna Alþýðubandalagsins hafði auðvitað dagað uppi eins og nátttröll og hlutverk Ólafs Ragnars var að halda flokkn- um á floti og endumýja stefnu hans. Utflutningsleiðin var tilraun í þessa átt, en skorti trúverðugleika vegna þess að heiðarleg um- ræða - og ágreiningur - um sögu flokksins og stefnu var ekki til staðar. Erindi Alþýðubandalagsins í íslenskum stjómmálum er því enn nokkuð á huldu. Flokkurinn vill skilgreina sig lengst til vinstri í íslenskum stjómmálum. Alþýðuflokkurinn er gjarnan sagður fijálshyggjuflokkur og Alþýðubandalagið hinir sönnu jafnaðar- menn! Ekki þaif þó að lesa lengi í útflutningsleiðinni til að sann- færast um hversu íjarstæðukennd þessi kenning er. Svavar Gests- son gaf út bók í sumar þar sem hamrmeð naumindum kom sér að því að viðurkenna gildi markaðarins í efnahagsmálum. Svo mjög hefur Alþýðubandalagið breyst að Svavar tók það fram að fyrir 10 til 15 ámm hefðu skoðanir af þessu táginu leitt til uppnáms í flokknum. Ólafur Ragnar Grímsson hefur því á síðustu ámm verið að draga flokkinn nauðugan viljugan í áttina til sjónarmiða sem Al- þýðuflokkurinn tók upp fyrir mörgum ámm. Kjör Margrétar Frí- mannsdóttur sem formanns er staðfesting á þeim breytingum sem átt hafa sér stað. Ætli Margrét sér stóran hlut í xslenskum stjóm- málum á næstu ámm verður hún að halda þessu starfi áfram og vera óhrædd að ræða ágreiningsmál í flokknum og marka flokkn- um stefnu þótt umdeild sé hjá sjálfskipuðum handhöfum hinnar sögulegu axfleiðar flokksins. Margrét verður að sýna málefnalega dirfsku og saima hinum flokkunum það að hún sé ekki í málefna- legri herkví Svavars Gestssonar og Hjörleifs Guttormssonar. Þeir em fulltrúar fortíðarinnar í íslenskum stjómmálum. Margrét verð- ur að sýna þjóðinni fram á að hún sé fulltrúi nútímalegra við- horfa. í Tímanum í gær segir Margrét að henni finnist stundum að Jón Baldvin Hannibalsson sé til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Held- ^ur var þetta nú gamaldags fullyrðing og álíka merkingarlaus og að Jón Baldvin sé fyrir norðan Sjálfstæðisflokkinn í skoðunum. Margréti væri hollt að kynna sér viðhorf fólks á borð við Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, og Monu Shalin, sem þrátt fyrir síðustu atburði er enn líklegasti eftirmaður Ingvars Carlsonar sem næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. Þegar íslensk stjómmálaumræða er skoðuð í ljósi alþjóðlegrar umræðu verður hún á stundum svolítið hjákátleg. Evrópskir kratar em auðvitað fyrirmyndin að öllum hugmynd- um um samfylkingu vinstri manna hér á landi. Telji Alþýðu- bandalagið þessar fyrirmyndir ónothæfar, er rétt að það komi fram strax. Vilji Alþýðubandalagið skilgreina sig vinstramegin við krataflokkinn (hvað sem það nú þýðir), en slíkir flokkar em til á Norðurlöndunum, mun það fyrr eða síðar leiða til klofnings Alþýðubandalagsins. Það mun einnig leiða til þess að aðrir stjómarandstöðuflokkar munu hugsa sér til hreyfings í þá átt að mynda raunhæfan valkost við íhaldsstjóm framsóknaraflanna í landinu. Hugmyndir um nána samvinnu og jafnvel sameiningu jafnaðar- manna velta því ekki síst á því að Alþýðubandalagið geri það upp við sig hvers konar flokkur hann vill vera í framtíðinni. ■ Heilbrigði í stað sjúkdóma eftir Árna Gunnarsson forstjóra Heilsustofnunarinnar í Hveragerði Einn helsti forystumaður náttúru- lækningahreyfingarinnar á fslandi, Jónas Kristjánsson læknir, lauk mörg- um blaða- og tímaritagreinum með eftirfarandi setningu: „Heilsuvemd er betri en nokkur lækning." Enginn get- ur andmælt þessari staðhæfingu né neitað þeim gömlu sannindum að betra sé heilt en vel gróið. Og er ekki mikill sannleikur fólginn í því að stór hluti mannkyns eigi ekki í höggi við sjúkdóma heldur rangar lífsvenjur, hvort sem þær má rekja til örbirgðar eða ofgnóttar? Talið er að hinn þekkti gríski læknir Hippókrates, sem fæddist árið 460 fyrir Krist, hafi orðið 109 ára gamall, væntanlega vegna hollra lífsvenja. Hann lagði áherslu á að sérhver læknir lærði sem mest af náttúmnni og leitað- ist við að komast að því hvaða sam- band væri á milli fæðu mannsins og heilbrigði hans. Hippókrates vildi að hver maður ræktaði sína eigin heil- brigði. Enginn vafi leikur á því að hver ein- staklingur getur ráðið talsverðu og jafhvel miklu um líkamlegt og andlegt ástand sitt. Ekki þarf að leiða rök að því. En alltof fáir eru sinnar gæfu smiðir á þessu sviði. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að hugsun og um- ræða um sjúkdóma yfirgnæfir alla umfjöllun um stöðu og þróun heil- brigðismála. Gagnrýnin umræða um skynsamlega þróun lækninga, forvam- ir, fræðslustarf og eiginlega ræktun heilbrigði kemst ekki að. Margir setja samasemmerki á milli heilbrigðismála og sjúkdóma. Og alltof margir lifa og hrærast í sjúkdómum; horfa ekki út íyrir þröngt lækningasviðið. Það er orðið mjög tímabært að end- urskoða meðferð ijármuna sem fara til heilbrigðismála. Ábyrgðina á heilsu almennings verður að færa yfir til ein- staklinganna og gera þá sjálfa meðvit- aða um „gæðastuðla" heilbrigðs lífs. Hinar neikvæðu hliðar velferðarkerfis- ins hafa orðið þess valdandi, að ábyrgðinni hefur verið varpað á lítt skilgreindan heilbrigðisgeira og starfs- menn innan hans. Krafan um lækn- ingu og bata beinist í eina átt. Allir telja sig eiga inni hjá samfélaginu, hvort sem þeir hafa ræktað með sér sjúkdómana eða ekki. Hér þarf að móta nýja stefnu, allt ffá því að skiln- ingur bams vaknar; rækta trú á heil- brigði. Læknar og aðrar heilbrigðis- stéttir verða að hafa forgöngu um breyttar áherslur. Vilmundur Jónsson landlæknir þótti stundum harður í hom að taka þegar honum mislíkaði. Oft hlaut hann ákúr- ur íyrir hjá starfsbræðmm og fleirum. Eg vitna ósjaldan í grein sem Vil- mundur skrifaði árið 1933. Þar mótar hann og skilgreinir hugsun í fáum og meitluðum setningum, hugsun sem þyrfti að verða almennara umræðuefni og umhugsunarefni en verið hefur. Vilmundur segir m.a.: „Læknar nú- tíðarinnar standa undir merki sjúk- dómanna og helga sig þeim. Við lær- um nær eingöngu um sjúkdóma, og að því leyti, sem við ífæðum almenning, fræðum við hann nær eingöngu um sjúkdóma, sem er von, því að heil- brigði þekkjum við varla nema að nafninu til. Sjúkdómamir eru viður- kenndir, sjálfsagðir, læknir á aðeins að vera við höndina til að lækna þá svo vel sem það gengur ... Að slepptum öllum syndum þjóðfélagsins gegn al- mennri heilbrigði, sem það gleymir af umhyggju sinni fyrir öllum sjúkdóm- um, er íjölda margt fólk veikt, af því að það vill vera veikt.“ Vilmundur fjallar síðan um lækna og sjúkdóma og segir: „Læknar framtíðarinnar munu aftur á móti skipa sér undir merki heilbrigðinnar. Þá verður heil- brigðin talin jafnsjálfsögð og sjúk- dómamir nú og læknamir verða fyrst og fremst verðir heilbrigðinnar. Önnur störf þeirra verða aukastörf. Þá læra læknarnir fyrst og fremst um heil- brigði, kenna um heilbrigði, rækta heilbrigði, trúa á heilbrigði og lifa á heilbrigði." Ekki tel ég að Vilmundur hafi með þessum skrifum ætlað sér að gera lítið úr störfum lækna heldur að hvetja þá til breyttra starfshátta og að fá nýjar áherslur í störf þeirra. Þessi herhvöt Vilmundar er í fullu gildi enn þann dag í dag. Hún beinist að öllu starfs- fólki heilbrigðiskerfisins. Núverandi kerfi er löngu gjaldþrota og mun kom- ast í ennþá meiri ógöngur ef trúin á heilbrigði fær ekki meiri hljómgmnn en nú er. Grein þessi birtist í nýjasta tölublaði tímaritsins Heilbrigðismál. Atburðir dagsins 1812 Her Napóleons Frakka- keisara hörfar frá Moskvu eftir 12 vikna herför í Rússlandi. 1918 Spænska veikin barst til fslands með tveimur skipum. Á næstu mánuðum dóu á fimmta hundrað manns úr þessari skæðu inflúensu. 1919 Smá- saga efúr 17 ára gamlan Hall- dór Guðjónsson frá Laxnesi birtist í danska blaðinu Sön- dags BT. 1969 Stytta af Ólafi Thors afhjúpuð framan við Ráðherrabústaðinn. 1987 Einn besti og frægasti sellóleikari heims, Jacqueline du Pré deyr, aðeins 42 ára gömul. Afmælisbörn dagsins Aifred Dreyfus 1859, ffanskur herforingi, ranglega dæmdur fyrir landráð. John Le Carré 1931, breskur rithöfundur. Pet- er Tosh 1944, tónlislarmaður ffá Jamæka. Annálsbrot dagsins Þá var gott haust, en vætusamt. Árferðið víðast bærilegt, nema í þremur sveitum fyrir vestan vom stórharðindi, svo að sumt fólk gekk frá húsum, nefnilega í Trékyllisvík, Aðalvík og Grunnavík. Grfmsstaðaannáll 1707. Málsháttur dagsins Sá er hvefsinn í dag sem hanga á á morgun. Klám dagsins Loksins, óprenthæf bók sem er læsileg. Ezra Pound um Tropic of Cancereftir Henry Miller. Gjöf dagsins Með dauðann í brjóstinu sat hann endalaust við að fága og fága það, sem hann ætlaði að bjóða íslenskri þjóð, því að aldrei var það nógu gott handa henni. Einar H. Kvaran um Þorstein Erlingsson skáld. Orð dagsins Klíf í brattann! Beil í vindinn, brotin þrœð og hika ei! Hik er aðal erfðasyndin. Ut í stríðið, sveinn og mey! Hannes Hafstein. Skák dagsins Svarti kóngurinn á ekki sjö dagana sæla: Hvít drottning hefur brotist inní vígi kóngsa, og er albúin að binda endi á þjáningar hans. Damaso hefur hvítt og á leik gegn Lima. Hvernig gerir Damaso útum skákina? Hvítur leikur og vinnur. 1. Rg6+! Ke8 og Lima gafst upp um leið enda mát á næsta leiti. Aðrar leiðir dugðu líka skammt: 1. ... fxg6 2. Bxf6 Rxc2 3. Dh8+ Kf7 4. Dxg7+ Ke8 5. Dg8+ Kd7 6. Df7 mát.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.