Alþýðublaðið - 19.10.1995, Page 3

Alþýðublaðið - 19.10.1995, Page 3
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Arnað heilla Benjamín Eiríksson 85 ára Hann ólst upp við kröpp kjör á fá- tæku alþýðuheimili í upphafi aldarinn- ar. Ungur fór hann að vinna sér og fjölskyldu sinni hörðum höndum. Hann varð þvf snemma að beygja sig undir þann harða aga, sem lítil efni kenna atgervisfólki. Hann braust til mennta í krafti gamla og nýja heims- ins: I Berh'n, Stokkhólmi og Moskvu á fjórða áratugnum og við Harvard og víðar í Bandaríkjunum á fimmta ára- tugnum. Hann var hneigður til stærðfræði og vísindastarfa, en heimskreppan beindi honum að hagfræðinni. Það besta sem hann hefur skrifað um hagfræði og efnahagsmál er jafnframt það besta sem skrifað hefur verið um þau efni á íslensku. Okkur aðdáendum hans fer fjölgandi, einnig meðal yngri kynslóð- arinnar, því að við lesum megindrætti aldarfarsins af æviferli hans og verk- um. Þess vegna samfögnum við hon- um í dag, hálfníræðum og færum heillaóskir honum og íjölskyldu hans Þessi maður, sem svo er lýst, er Dr. Benjamín Eiríksson, hagfræðingur. Hann varð ungur kommúnisti, í miðri heimskreppunni og hélt til Moskvu í leit að lausn á lífsháska öreiganna. Samtímamenn hans flestir hverjir, meðal íslenskra menntamanna, létu ýmist blekkjast af Sovéttrúboðinu eða þorðu ekki af hræðslugæðum að bera sannleikanum vitni. Benjamín var ekki þeirrar gerðar. Hann skildi snemma hvert stefndi og þorði að skýra frá því einarðlega og undan- bragðalaust, þótt það kostaði bannfær- ingu fyrir félaga. Hann gekk í gegnum hreinsunareld langt á undan sinni sam- tíð. Orð hans, í tíma töluð, reyndust áhrínsorð. Fáir hafa greint banamein kommúnismans sem pólitískra trúar- bragða af meiri skarpskyggni en Benj- amín. Það geta þeir sannfærst um, sem lesa greinasöfn hans, ÉG ER og HÉR OG NÚ. Þegar leiðtogar lýðveldisins höfðu sólundað stríðsgróðanum og komið málum þjóðarinnar í óefni, leituðu þeir til Benjamíns um að vísa veginn út úr ógöngunum. Álitsgerð hans um endurreisn efnahagslífsins er grund- vallarrit í íslenskri hagfræði. Því mið- ur höfðu stjórnmálaforingjar þeirrar tíðar hvorki vit né þrek til að hlíta þeirri leiðsögn. Enn var Benjamín of langt á undan sinni samtíð. Endurreisn efnahagslífsins á Islandi dróst því um heilan áratug. Um það má segja að með skáldinu frá Fagraskógi, að fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Tuttugasta öldin, sem brátt er öll, er öld stórfenglegra andlegra afreka, sem lengi munu auðga líf komandi kyn- slóða. En hún er líka öld ægilegra mannlegra mistaka, sem eiga rætur að rekja til heimsku og óheiðarleika þeirra, sem buðust til að vísa veginn. Viti firrtar öfgar hinna fláráðu hafa kostað mannkynið líf og hamingju hundruða milljóna mennskra fómar- lamba. Benjamín Eiríksson hefur kennt meira til í stormum sinna tíða en flest- ir samtímamenn hans, íslenskir. En hann hefur staðið af sér manndráps- bylji og aldrei látið blekkjast af fagur- gala falsspámanmna. Benjamín var nokkuð hniginn á effi ár, þegar kynni okkar tókust. Samt finn ég ekki á honum nein ellimörk. Það er sama hvort þú átt við hann orðastað eða lest texta hans - áhrifin eru þau sömu. Greining hans á mála- vöxtum er skýr af því að málið hefur verið þaulhugsað. Hugsun hans er hnitmiðuð, af því að á bak við býr yfirburðarþekking. Röksemdafærslan er sannfærandi, af því að hún er knúin fram af ástríðufullri sannleiksleit. Þess vegna er efagjörnum uppörvun að hitta hann að máli. Megi dæmi öld- ungsins verða hvaming til dáða þeim sem senn leggja upp, ungir og óþreytt- ir, í örlagaleiðangur á vit nýrrar aldar. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Stjómmálamenn telja sig raunar eina hafa orðið blóraböggulfyrir tekjubrask, sem embaettismenn hafi ekki síður stundað. Þeir hafa því rekið á eftir því, að listinn frægi yrði birtur. Þess vegna er að bresta þagnarmúrinn um leynilega fengn- ar tekjur embættismanna ríkisins. Þegar hagsmunir stjórnm’lamanna og embættismanna hafa þannig skilizt sundur, er hugsanlegt, að leynimakkið verði að víkja fyrir almannahagsmunum. Jónas Kristjánsson í leiðara DV Ég er mjög sár yflr þessu því ég var orðinn mikill KR- ingur og hafði hugsað mér að ljúka ferli mínum hjá félaginu. Svo kemur í ljós að samningurinn er ekki meira virði en klósettpappír. Ég er miður mín og ætla að leita réttar míns í þessu máli. Salih Heimir Porca kveður KR- inga. DV Gleymum því heldur ekki að þótt oft sé rifist um pólitíska yfirstjórn Ríkisútvarpsins þá er hún samt samfelld lýðræðishátíð í samanburði við það lokaða fá- mennisvald sem verður til í fjö- miðlasamsteypum þeim sem breiða nú úr sér bæði í einstökum löndum og á alþjóðlegum vettvangi. Árni Bergmann rithöfundur íDV. Ólöglegt að hygla konum. Ekkert má nú. Fyrirsögn úr Morgunblaðinu. fréttaskot úr fortfð Vefaraverkfall í Frakklandi Lille 6. janúar. Þúsund vefarar í Ar- mentíeres og þar í grennd hafa gert verkfall í mótmælaskyni gegn þeirri ákvörðun verksmiðjueigenda, að hver vefari hafi framvegis átta vefstóla í sinni umsjá. Talið er hætt við, að verkfall verði gert f fleiri verksmiðj- um en verkfall er þegar hafið í. Lög- regluvörður hefur verið settur í og við 30 verksmiðjur. Alþýöublaöið 7. janúar 1933. Til hamingju með daginn Jón Baldvin Hannibalsson hinumegin "ForSide" eftir Gary Larson Leikritið Himnaríki eftir Árna Ibsen hefur vakið stormandi lukku í upp- færslu Hilmars Jónsson- ar það er Hafnarfjarðaleik- húsið Hermóður og Háð- vör sem stendur fyrir sýn- ingum þess í húsi Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar fyrrverandi. Nú heyrum við að það séu ekki aðeins Hafnfirðingar sem fíla þetta verk heldur séu nú þegar tilbúnar þýðingar verksins á tveimur norður- landatungumálum og enska þýðingin sé í burð- arliðnum. Sannarlega glæsileg útkoma hjá Árna og vert að óska honum til hamingju... Margir hafa velt fyrir sér pólitískri framtíð Ólafs Ragnars Gríms- sonar, nú þegar hann hef- ur látið af formennsku í Al- þýðubandalaginu. Reynd- ar má segja að Ólafur Ragnar hafi verið bundinn í báða skó sem formaður enda mátti hann alla sína formannstíð kljást við öfl- uga andstæðinga í flokkn- um. Það er því til þess tek- ið á Alþingi þessa daga hve Ólafur Ragnar er glað- ur og reifur, líkt og hafi hann losnað úr prísund en ekki séð á bak eftirsóttum valdastóli... Vaskur oddviti Kvenna- listans, Kristín Ást- geirsdóttir, þykir einn allra starfsamasti þing- maður sem sögur fara af. Hún lætur fá tækifæri framhjá sér fara til að viðra skoðanir sínar í ræðupúlti, og er jafnvel á góðri leið með að slá Steingrím J. Sigfússon út i þeim efnum. Iðjusemi Kristínar kom glöggt í Ijós í fyrirspurnatíma þingsins, en þá þurfti Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra að svara fimm fyrirspurn- um frá Kristínu um allt milli himins og jarðar: samningsstjórnun, jafn- réttisáform, stimpilgjöld, sölu ríkiseigna og kaup ríkiseigna. Björn Bjarna- son menntamálaráðherra slapp ekki alveg heldur, því hann þurfti að svara aðkallandi fyrirspurn Krist- ínar um málefni Mennta- skólans í Reykjavík. Kristín átti þannig sex af þeim níu fyrirspurnum sem bornar voru fram í gær - og var reyndar lengstaf einsömul í þingsal ásamt Friðrik Sophussyni og Ólafi G. Einarssyni forseta. Áfram Kristín... f i m m förnum veg Á að segja upp kjarasamningum? Heiðrún Heiðarsdóttir nemi: Já, það er sko engin spuming. Stefán Asgrímsson blaða- maður: Já, vegna þess að Al- þingi og æðstu embættismenn þjóðarinnar hafa lagt sig fram um að eyðileggja þann jöfnuð sem náðist í þjóðarsáttinni. Nikulás Blin nemi: Já tví- mælalaust, og þótt fyrr hefði verið. Annie Steingrímsdóttir bankamaður: Já vegna þess að við emm með svo lág laun. Jón Gunnar Gylfason mál- ari: Hvaða kjarasamningum?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.