Alþýðublaðið - 19.10.1995, Síða 6

Alþýðublaðið - 19.10.1995, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 ■ Bresk heimildamyndaröð um starfsemi Sameinuðu þjóðanna Sameinuðu þjóðirnar - Vonin sem brást ■ Þjóðleikhúsið Kardemommubærinn í 5. sinn Mánudaginn 23. október tekur Ríkissjónvarpið til sýningar breska heimildarmyndaröð um Sameinuðu þjóðirnar en hinn 24 október er liðin hálf öld frá stofnun þeirra. Þegar endi hafði verið bundinn á óhugnað seinni heimsstyrjaldar- innar komu fulltrúar 50 þjóða sam- an í San Fransisco í þeim tilgangi að koma á fót aiþjóðasamtökum sem hefðu það markmið að hlífa komandi kynslóðum við stríðs- hörmungum. Allt frá stofnun Sam- einuðu þjóðanna hamlaði kalda stríðið starfi þeirra, en um leið og starfsemi þeirra hlóð utan á sig og jókst að umfangi virtust forsvars- menn Sameinuðu þjóðanna og hinna ýmsu sérstofnana þeirra áhugasamari um að treysta sjálfa sig í sessi en að breyta heiminum. í myndunum er fjallað um brostnar vonir, gríðarlega spillingu sem reynt hefur verið að breiða yfir, og um yfirgengilega skriffinnsku sem virðist vera forsvarsmönnum Sam- einuðu þjóðanna kærara hugðar- efni en hjálparstarf og umbætur. Litið er gagnrýnum augum á starf- semi og stofnanir Sameinuðu þjóð- anna og raktar ástæðurnar fyrir því að vonirnar sem bundnar voru við samtökin eru að litlu orðnar vegna margsannaðs getuieysis þeirra. Dæmin úr samtímanum eru mý- mörg. Hraksmánarlegir tilburðir friðargæslusveita í Sómalíu, blóð- baðið í Rúanda meðan forsvars- menn Sameinuðu þjóðanna tvístigu og hummuðu fram af sér hvort þangað bæri að senda friðargæslu- lið, og síðast en ekki síst hið full- komna ráðleysi frammi fyrir stríðsglæpunum í Bosníu. ■ Gallerí Greip Mann- Ia u sa r my n d i r Á laugardaginn verður opnuð sýning á verkum Birgis Snæ- bjarnar Birgissonar í Gallerí Greip við Hverfisgötu. Birgir hef- ur í nokkur ár máiað frásagnar- kenndar mundir af börnum og unglingum, en segist í þessum verkum nálgast upphaf eða núll- punkt frásagnar. Þar er ýmist eitthvað í vændum eða hefur þeg- ar gerst, en frásögn af því er ekki hafín. Myndimar, sem em mann- lausar, em allar unnar með olíu á striga á þessu ári. Birgir hefur stundað nám hérlendis og erlendis og á að baki fjölda einkasýninga og samsýninga hér heima og er- lendis. Þjóðleikhúsið frumsýnir hið sívin- sæla bamaleikrit Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner á laugardag- inn. Þetta er í fimmta sinn sem verkið er sýnt í Þjóðleikhúsinu og eru fyrri sýningar orðnar 233 talsins og tæplega 130 þúsund gestir hafa séð leikritið. Leikendur í Kardemommubænum eru Róbert Amfinnsson, Öm Árna- son, Pálmi Gestsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Árni Tryggvason, Anna Kristín Arngrímsdóttiiy Magnús Ragnarsson, Hinrik Ólafsson, Kristján Franklín Magnús, Bene- dikt Erlingsson, Sveinn Þ. Geirsson, Bergur Þór Ingólfsson, Agnes Krist- jónsdóttir, Guðbjörg Helga Jó- hannsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jónas Óskar Magnús- son, Þorgeir Arason og fleiri. Leikritið þýddi Hulda Valtýsdóttir og söngtextar eru eftir Kristján frá Djúpalæk. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir og Klemens Jónsson er listrænn ráðgjafi. Samtök sveifarffélaga á höffuðborgarsvæðinu Dagskrá samgönguráöstefnu SSH 1 995 í Félagsheimili Kópavogs föstudaginn 20. október 1995 I Setning 10.00 Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri SSH. Ávarp: Sigur^ur Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. II Framkvæmdir/uppbygging 10.15 Umferð á höfuðborgarsvæðinu: Baldvin E. Baldvinsson, Reykjavik. 10.30 Skipulag, uppbygging stofnbrautakerfis á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrennis: Þórarinn Hjaltason, Kópavogi og Guðmundur Arason, Vegagerðin. 10.45 Kröfur til stofnbrauta: Rögnvaldur Jónsson, Vegagerðín. 11.00 Framkvæmdaáætlun fyrir þjóðvegi á höfuðborgarsvæðinu: Sbefán Hermannsson, borgarverkfræðingur. 11.15 Fyrirspurnir og umræður. 11.45 Hádegisverður. III Þáttur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu 13.00 Pétur Fenger, framkvæmdastjóri AV. 13.15 Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR. 13.30 Fyrirspurnir og umræður. IV Umhverfismál og frágangur 13.45 Nýjar aðferðir í samgöngumálum: „Car free Cities", tilraunir m. breytt fyrirkomulag/nýjan hugsunarhátt: Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Borgarskipulagi Reykjavíkur. 14.00 Leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum umferðar: Gunnar Ingi Ragnarsson og Reynir Vilhjálmsson, arkitekt. 14.15 Fyrirspurnir og umræður. 14.30 Kaffihlé. V Sjónarmið 14.45 Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavikur. Gunnar Ingi Birgisson, formaður bæjarráðs KópaVogs. VI Pallborðsumræður 15.15 Þátttakendur: Halldór Blöndal, samgönguráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri í Reykjavík, Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri, Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. 16.15 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri. Ráðstefnugjald kr. 4.000. (matur, kaffi og gögn innifalin). Þátttökutilkynningar berist til skrífstofu SSH fyrir kl. 15.00 fimmtudaginn 19. óktóber. Sími 564 1788, fax 564 2988, E mail: jonase-ssh@ismennt.is ■ Kjarvalsstaðir Hversdagsrómantík Á laugardaginn klukkan 16 verður formlega opnuð í Vestursal Kjarvals- staða sýning á íslenskri samtímalist sem ber yfirskriftina Eins konar hversdagsrómantík. Á síðast liðnum árum hefur verið lögð áhersla á að veita samtímalist inn í sýningarsali Kjarvalsstaða. Nú er efnt til umfangsmikillar myndlistar- sýningar þar sem sýnd eru verk eftir þá listamenn sem teljast til yngstu kynslóðar íslenskra myndlistarmanna. Hér em á ferðinni 16 ungir listamenn sem eru í þann mund að skapa sér rými í íslensku listalífi og margir þeirra eiga eflaust eftir að marka djúp spor í íslenska listasögu þegar fram í sækir, segir í frétt ffá Kjarvalsstöðum. Þeir listamenn sem eiga verk á sýn- ingunni em: Birgir Snæbjörn Birgjs- son, Eygló Harðardóttir, Finnur Arnar Arnarsson, Guðbjörg Hjart- ardóttir Leaman, Gústaf Bollason, Hlynur Helgason, Hulda Hrönn Ág- ústsdóttir, Lilja Egilsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Ragna Sigurðar- dóttir, Sigtryggur Bjami Baldvins- son, Steinunn Helga Sigurðardóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir, Victor Guðmundur Cilia, Þorbjörg Þor- valdsdóttir, Þorri Hringsson. Sýn- ingarstjóri er Auður Olafsdóttir listfræðingur. Sýningin verður opin daglega frá 21. október til 6. desember frá klukk- an 10 tíl 18. Kaffistofan og safnversl- un er opin á sama tíma. §Aðalfundur FUJ í Reykjavík verður haldinn 31. október næst komandi klukkan 20. Fundarstaður: Ingólfskaffi. Dagskrá: 1. Hefðbundin aðalfundarstörf 2. Kosning stjórnar 3. Önnur mál Nánar auglýst síðar. Stjórnin Ungir jafnaðar- menn athugið! Fundur í umhverfisnefnd SUJ í kvöld kl. 20.30. Fundarefni: Farið yfir niðurstöðu málefnaþinga. Fundarstaður: Alþýðuhúsið, Hverfisgötu 8-10. Fjölmennum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.