Alþýðublaðið - 19.10.1995, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
■ Norræna húsið
Gullsmiðir
sýna
Á morgun, föstudag, verður opnuð
sýning í anddyri Norræna hússins á
verkum eftir sex gullsmiði írá Gauta-
borg. Hópurinn á það sammerkt að
hafa stundað nám í listiðnaði við list-
iðnaðarskóla í Gautaborg með gull- og
málmsmíði sem sérgrein.
Gullsmiðimir sex heita Cecilia Jo-
hansson, Margareta Selander,
Charlotte Skaiegard, Tore Svens-
son, Mona Wallström og Lars As-
ling. Á sýningunni eru skartgripir úr
ýmsum málmum og segja má að gull-
smiðir fari ekki troðnar slóðir í list-
sköpun sinni og er margt nýstárlegt að
sjá. Sýningin stendur til 5. nóvember
og er aðgangur ókeypis.
■ Verðlaunaafhending
Gegn kyn-
þáttafor-
dómum
Á morgun verða afhent verðlaun í
ritgerðarsamkeppni ungs fólks sem
efnt var til í tilefni af átaki Evrópu-
ráðsins, Norrænu ráðherranefndarinn-
ar og menntamálaráðuneytisins gegn
kynþáttafordómum og útlendingaótta.
Samkeppnin er liður í samnorrænu
verkefni og er hún haldin samtímis á
öllum Norðurlöndum. Landsnefnd fs-
lands sem stendur að verkefninu fyrir
hönd ráðuneytisins og Æskulýðssam-
band íslands sem hefur annast þetta
tiltekna verkefni standa fyrir verð-
iaunaafhendingunni sem fram fer í
Norræna húsinu klukkan 16. Formað-
ur dómnefndar, Einar Már Guð-
mundsson rithöfundur mun gera
grein fyrir starfi nefndarinnar. Björn
Bjarnason menntamálaráðherra af-
hendir verðlaunin, en veitt verða sjö
verðlaun.
■ íþrótta- og
tómstundaráð
Fatlaðir á
hestbak
íþrótta- og tómstundaráð Reykja-
víkur býður fólki sem þarf á sérstakri
aðstoð að halda að stunda hesta-
mennsku í Reiðhöllinni í Víðidal í vet-
ur.
Hestamennska og reiðþjálfun hefur
margvíslegt gildi fyrir fatlað fólk og
má þar nefna jafnvægi, viðbrögð,
samhæfingu og styrk vöðva. Gert er
ráð fyrir að hver þátttakandi komi í
einn eða fleiri tíma í viku til áramóta.
Kennslufyrirkomulag verður miðað
við getu þátttakenda. Kennsla fer aðal-
lega fram í Reiðhöllinni en þó er
möguleiki á reiðtúrum úti þegar veður
leyfir. Nánari upplýsingar veitir Anna
Sigurveig Magnúsdóttir umsjónar-
maður námskeiðanna í síma 551 3117.
■ Hörpuútgáfan
Draumarn-
ir þínir
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent
frá sér nýja draumaráðningabók sem
ber heitið Draumamir þínir. Það var
Þóra Elfa Björnsson sem tók saman
efni bókarinnar. Þar er að finna svör
við spumingum um merkingu drauma
svo sem ást og hamingju, gleði og
sorg, liti, tákn og mannanöfn.
I formála segir höfundur meðal
annars. „Draumar geta verið heillandi
og gefið sterka þæginda- og öryggis-
tilfinningu. En draumar geta líka verið
ógnvekjandi"
Bókin er 176 blaðsíður. Bjarni
Jónsson listmálari teiknaði kápu og
titilsíðu. Oddi annaðist prentvinnslu.
Bókin kostar 1.990 krónur.
■ Alþjóðaþingmanna-
sambandið
Geir vara-
forseti
Á þingi Alþjóðaþingmannasam-
bandsins 12. október í Búkarest
var Geir H. Haarde, formaður fs-
landsdeildar sambandsins, kjörinn
v'araforseti. í september var Geir
kjörinn í 13 manna framkvæmda-
stjórn sambandsins til fjögurra ára
og er fyrsti íslendingurinn til að
taka þar sæti. Framkvæmdastjórnin
velur varaforseta úr sínum röðum
til eins árs í senn. Tillaga um Geir
var flutt af fulltrúum Ungverja-
lands og Túnis og var hún sam-
þykkt einróma. Varaforseti sam-
bandsins er aðeins einn og mun
■ Ásgeir
Guðmundsson
Endurkjör-
inn forseti
ICEM
Á aðalfundi ICEM, International
Council for Educational Media,
var Ásgeir Guðmundsson for-
stjóri Námsgagnastofnunar endur-
kjörinn forseti samtakanna til
tveggja ára. Hann hefur gengt því
embætti frá árinu 1993.
ICEM eru alþjóðleg samtök sem
vinna að því að efla kennslutækni í
skólum og eiga um 30 þjóðir aðild
að samtökunum. Þátttaka Náms-
gagnastofnunar í samtökunum hef-
Ásgeir Guðmundsson
ur gert stofnuninni kleift að eiga
viðskipti við helstu framleiðendur
og dreifiaðila á fræðslumyndaefni
á mjög hagkvæmum kjörum.
Gleymum ekki geðsjúkum
Kiwanismenn selja lykil til styrktar
geðsjúkum um allt land 19. til 21.
október. Þeir safna að þessu sinni pen-
ingum til að kaupa íbúð nálægt Barna-
og unglingageðdeild Landspítalans við
Dalbraut fyrir foreldra af landsbyggð-
inni sem fylgja og taka þátt í meðferð
barna sinna.
íbúðin verður afhent Geðverndarfé-
lagi íslands til eignar og rekin í sam-
ráði við geðdeild Landspítalans. Hún
kostar um 10 milljónir króna. Það sem
kann að safnast umfram það verður
notað til að styrkja tvo verndaða
vinnustaði á landsbyggðinni. Þar er um
að ræða nýja vinnustofu réttargeð-
deildarinnar að Sogni og Plastiðjuna
Bjarg á Akureyri til að kaupa ný
steypumót fyrir fjármerki úr plasti og
tölvugrafvél.
Kiwanishreyfingin selur nú K-lykil-
inn í áttunda sinn. Fé sem safnast hefur
fyrri K-daga hefur meðal annars verið
notað til að kaupa sambýli fyrir ein-
staklinga sem dvalið hafa á geðdeild-
um, til uppbyggingar unglingageð-
deildar og til Bergiðjunnar.
Geir H. Haarde
Geir H. Haarde því gegna störfum
forseta þegar nauðsyn krefur.
Alþjóðaþingmannasambandið
hefur starfað frá 1889 og eiga 135
þjóðþing aðild að sambandinu. Al-
þingi hefur tekið þátt í starfi þess
um áratuga skeið.
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands keypti fyrsta K- lykilinn til styrktar geðsjúkum. Með henni eru á myndinni Kiwanisfélagarnir Guðmundur Péturs-
son, Grétar Magnússon og Sverrir Kristjánsson.
■ K-lykill Kiwanis
■ Sýning á Kjarvalsstöðum
Einar Sveinsson arkitekt
E
Á laugardaginn verður opnuð í
miðrými og forsölum Kjarvals-
staða yfirlitssýning á verkum Ein-
ars Sveinssonar arkitekts (1906-
1973). Sýningin er samvinnuverk-
efni byggingardeildar borgarverk-
fræðings og byggingarlistardeildar
Listasafns Reykjavíkur.
Fáir einstaklingar hafa með
verkum sínum og hugmyndum^átt
jafn mikinn þátt í mótun Reykja-
vfkur á þessari öld sem arkitektinn
Einar Sveinsson. Sérstæð höfund-
areinkenni bygginga hans eru í
huga margra orðin samgróin hluti
af ásýnd höfuðborgarinnar. Hann
sótti menntun sína til Þýskalands
og árið 1934 var hann ráðinn húsa-
meistari Reykjavíkur og gegndi
því starfi til æviloka. Auk þess að
gera uppdrætti af byggingum hafði
Einar yfirumsjón með skipulags-
málum Reykjavíkur á árunum
1934 til 1949 og skipulagði ásamt
samstarfsmönnum sínum flest bæj-
arhverfi sem byggðust upp á þeim
tíma.
Fyrsta byggingin sem Einar
teiknaði á vegum bæjarins var
Laugarnesskólinn sem var tekinn í
notkun fyrir 60 árum. Af öðrum
opinberum verkum má nefna
Melaskóla, Langholtsskóla,
Heilsuverndarstöðina, Borgarspít-
alann, Vogaskóla og Sundlaugarn-
ar í Laugardal. Auk þess að teikna
opinberar byggingar var Einar
Sveinsson merkur brautryðjandi í
hönnun íbúðarhúsa. Hann teiknaði
fyrstu fjölbýlishúsin með nútíma-
sniði við Hringbraut árið 1942 og
rúmum áratug síðar hannaði hann
fyrsta íbúðarháhýsið í Reykjavík á
vegum Byggingarsamvinnufélags
prentara.
Einar Sveinsson naut alla tíð
virðingar fyrir fagmennsku og
tæknilega þekkingu en var um-
deildur sem listamaður og mátti oft
sæta harðri gagnrýni fyrir verk sín.
Á sýningunni að Kjarvalsstöðum
er leitast við að gefa sem gleggsta
heildarmynd af starfi Einars. Sýn-
ingarstjóri er Pétur H. Ármannsson
arkitekt.