Alþýðublaðið - 19.10.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 19.10.1995, Side 8
Fimmtudagur 19. október 1995 159. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ írsk menningarhátíð á Akureyri í október Norðurtil Dyflinar Arnór Benónýsson ræðir við Harald Inga Haraldsson forstöðumann Listasafns Akureyrar. Síðastliðinn föstudag hófst á Akur- eyri írsk menningarhátíð með opnun málverkasýningar þriggja myndlistar- manna: Jacqueline Stanley’s, Guggi’s og James Hanley’s. Einnig sýnir The Curfew Press afurð sína The Bible of Dreams.- Þessi sýning er staðsett í Listasafni AJcureyrar og verður opin út mánuðin. Síðar þetta sama föstudags- kvöld frumsýndi I-eikfélag Akureyrar Drakúla nýja leikgerð trans Michael Schott á skáldsögu landa síns Bram Stoker. Helgin komandi er svo helguð írskum bókmenntum þegar þeir Sig- urður A. Magnússon og Karl Guð- mundsson mæta og lesa úr þýðingum sínum á skáldunum James Joyce og nýbökuðum Nóbelsverðlaunahafa Se- amus Heaney. Á meðan þessi veisla andans stendur yfir leggja akureyrskir veitingamenn sig í líma við að skapa írska stemmingu til holdlegrar gleði fyrir bæjarbúa og gesti. Matseðlar þeirra skarta nöfnum eins og: blóðug Drakúla steik, Iris Stew og Dublinar- flóa rækjur og meðan gestir neyta matar síns spilar og syngur írskur trúbador „typíska” Dublinar puba- söngva. Miðbærinn og Listagilið ólgaði því af írsk- íslenskri sköpunargleði þegar við litum þar við á föstudaginn var og fórum að grennslast fyrir um hvemig stæði á þessari írsku innrás á þennan stað á þessum tfma, hver væri eigin- lega ábyrgur? Svarið var ávalt hið sama; hér væri engin eiginleg yfir- stjóm heldur væri þetta nokkurs konar samskotaparty, hver og einn legði sitt • til veislunar. En væmm við hins vegar að leita að þeim sem átt hefði hug- myndina og bæri mesta ábyrgð á framkvæmd hennar, þá skyldum við tala við Harald Inga Haraldsson for- stöðumann Listasafnsins. Á laugardagsmorguninn komum við okkur svo fyrir í glerskála Baut- ans, Listagilið blasti við út um glugg- ann og Haraldur snarast inn úr hríð- inni, með glampa fmmheijans í aug- Haraldur Ingi: Allir eru verulega ánægðir með þessa framkvæmd. unum. Það liggur beinast við að spyrja hann hvar gmnnurinn að þessari hug- mynd liggi? „Grunnhugmyndin er kannski sú, að við em að byggja upp nýtt Lista- safn á Akureyri af miklum metnaði. Og til þess að svona safn geti gegnt því hlutverki sem ég tel að það eigi að gera, forystuhlutverki í myndlist utan höfuðborgarsvæðisins, þá þurfum við að byggja upp erlend samskipti á okk- ar eigin forsendum. Og ekki nóg með það, heldur þurfum við að gegna þeirri skyldu okkar að byggja þau samskipti upp á þann hátt að við séum að leggja eitthvað nýtt til íslensks listalífs. Að við séum ekki að fara troðnar slóðir heldur ryðjum nýjar brautir. Og við höfum þessa sérstöku sögulegu teng- ingu hér á Akureyri við Irland, að Helgi magri kom frá Dublin til að nema hér land. Þessi litla sögulega staðreynd gefur okkur grunn til að byggja á og ég held að það sé mjög erfitt að finna annað eins samband milli tveggja borga.“ Getum við eitthvað lært af hum á listasviðinu? „Ég sé það svo berlega að íramir em okkur langtum fremri að nota sinn menningararf í sínu samfélagi og sínu atvinnulífí og það má eimitt segja að stofnun Listasafns á Akureyri sé eins- konar tilraun til að nota ðkkar menn- ingararf í lista lífinu og í okkar at- vinnulífi. Því að mín skoðun er sú að við getum hér eins og svo margar aðr- ar þjóðir byggt upp listir sem stór at- vinnuveg.Við getum tekið Frakka sem dæmi, það em til kannanir sem sýna það að ferðamannastraumur til Parísar byggist að lang mestu leiti á fornu menningarsögulegu hlutverki borgar- innar. Nú segja margir: það er ekki hægt að bera þetta saman, þeir hafi mörg hundmð ára gamla sögu. En við áttum okkur ekki á því að við eigum líka langa sögu. Við eigum menning- arlega sögu okkar bókmennta, okkar gömlu sögu um tengslin við umheim- inn, og síðan hina gífurlegu orku sem við höfum beitt menningarlega við það að byggja upp okkar nútímalega samfélag á örskömmum tíma og þama er ég sannfærður um að við sitjum á vannýttri auðlind." Þú ert sumsé að segja að þið ætlið að gera Akureyri að París norðursins? „Þetta hefur nú verið notað í spaugi, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Eg er sannfærður um það að Akureyri gemr haft mjög afgerandi hlutverki að gegna á íslandi framtíðarinnar. Hér höfum við háskóla, sinfónfuhljóm- sveit, leikhús og listasafn, við getum orðið þetta jákvæða mótvægi við Reykjavík sem ísland þarfnast svo sárlega." Hemig gekk að sannfæra atvinnu- rekendur á Akureyri um að það væri hagkvæmt að halda þessa hátíð, því þangað hefúr þú leitað eftir stuðningi ekki satt? „Þetta er nú dálítið snúið. Þú hefur ekkert áþreifanlegt dæmi heldur verð- urðu að fá þann sem þú talar við til að sjá fýrir sér hugmynd, sem ekki hefur James Hanley: „New Man" 1995 verið framkvæmd. Það er erfitt. Þó fékk ég snemma tvo lykilaðla í lið með mér, það voru menntamálaráðu- neytið og Samvinnuferðir. Og eftir því sem nær dró léttist sífellt undir fæti og á endananum slógust fjölmargir í hóp- inn, svo segja má að allt hafi þetta fengið farsælan endi og allir eru vem- lega ánægðir með þessa framkvæmd," sagði Haraldur Ingi að lokum. Aðalfundur Evrópusamtakanna: Reynsla Svía og sýn af ESB-aðild til ársins Fyrsti aðalfundur Evrópusamtakanna verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu kl. 13.30 laugardaginn 21. október. Á dagskrá fundarins verður kjör stjómar og fulltrúaráðs, auk venjulegra aðalfundarstarfa. Undirbúningsvinna sú, sem fyrsta stjóm samtakanna hefur unnið að undanfama mánuði og starfið framundan verða kynnt. Gestur fundarins verður dr. Carl B. Hamilton hagfræðingur og einn helsti forystumaður stuðningsmanna aðildar Svíþjóðar að Evrópusam- bandinu. Hann mun flytja fyrirlestur á ensku, sem hann kallar, „Reynsla Svíþjóðar af ESB-aðild og sýn til ársins 2000“ Dr. Hamilton mun í erindi sínu fjalla um reynslu Svía af ESB- aðild og hlutverk Svíþjóðar á vettvangi Evrópusambandsins. Þá mun hann ræða um stöðu Austur-Evrópuríkjanna og möguleika þeirra á ESB-aðild. Loks mun Hamilton víkja að stöðu íslands í evrópsku samstarfi. Hamilton er doktor í hagfræði frá London School of Economics og hefur um árabil verið einn virtasti hagfræðingur Svíþjóðar. Hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á samrunaþróuninni í Evrópu, hinum vaxandi hagkerfum Austur-Asíu og efnahagslegri endurreisn Austur- og Mið-Evrópu. Hann sat á þingi fyrir Þjóðarflokkinn 1991-1993. Árið 1992-1993 var hann pólitískur ráðgjafi Anna Wibble fjármálaráð- herra og aðstoðarfjármálaráðherra 1993-1994. Hann var varaformaður „Ja till Europa“ 1990-1995. Dr. Hamilton er nú prófessor við Stokk- hólmsháskóla og forstjóri Östekonomiska Institutet. Hann er ráðgjafi ýmissa alþjóðastofnana, þar á meðal Asíska þróunarbankans, OECD, GATT, EFTA og Alþjóðabankans. Aðalfundurinn er öllum opinn. Félagar í Evrópusamtökunum eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundinn og taka með sér gesti. Þá skal minnt á að hægt verður að ganga í samtökin á fundinum og eru nýir félagar velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.