Alþýðublaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 25. október 1995 Stofnað 1919 162. töiublað - 76. árgangur ■ Opinn fundur um vinstra samstarf Ahugi innan verkalýðsfélaga - segir Benedikt Davíðsson forseti ASI. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort það er vaxandi vilji fyrir vinstra samstarfi. Hins veg- ar hef ég tekið eftir því að inni í verkalýðsfélögunum hefur lengi verið nokkur áhugi fyrir þessu,“ sagði Benedikt Davíðsson forseti ASÍ í samtali við blaðið. Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir til opins fundar um vinstra samstarf á fimmtudagskvöldið að Hótel Sögu og hefst fundurinn kiukkan 20.30. Umræðuefnið er: Vinstra samstarf - tii hvers - um hvað? Benedikt er meðal þátt- takenda í umræðum á fundinum. „Menn í verkalýðshreyfing- unni hafa litiö svo á að með meira vinstra samstarfi væri lík- legt að hægt væri að ná betra samstarfi við fulltrúa stjórn- málaflokka á vinstri vængnum. Ég hcf ekki heyrt um neina breytingu á þessari umræðu en veit ekki hvað nýir stjórnmála- foringjar ætla að leggja til í þeim efnum. Ég kem fyrst og fremst forvitinn að þessu máli og vissu- lega nokkuð áhugasamur ef þær hugmyndir sem menn eru með gætu hugsanlega nýst okkur bet- ur í verkalýðshreyfingunni held- ur en verið hefur í samskiptum við stjórnmálamenn að undan- förnu. Það er aðaltilgangur minn með því að taka þátt í einhverri umfjöliun um þetta,“ sagði Bene- dikt. Hann var spurður hvort áhrif verkalýðshreyfingarinnar hefðu ekki dvínað innan stjórn- málaflokkanna þegar litið væri til þess að áður hefðu foringjar hreyfingarinnar gjarnan setið á Alþingi. „Það má kannski segja það. En á hinn bóginn hefur verkalýðs- hreyfingin líka öðlast að ein- hverju leyti meira sjálfstæði gagnvart stjórnmálaflokkun- um,“ sagði Benedikt Davíðsson. Auk Benedikts taka þátt í pall- borðsumræðum á fundinum þau Margrét Frímannsdóttir, Jó- hanna Sigurðardóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Sighvatur Björg- vinsson og Ögmundur Jónasson. Þau munu ræða málin og svara fyrirspurnum Atla Rúnars Hali- dórssonar, sem stjórnar umræð- unum, og spurningum úr sal. Fundurinn er öllum opin og er haldinn í Átthagasal Sögu. Benedikt:„Veit ekki hvað nýir stjórnmálaforingjar ætla að leggja til í sameiningarmálum." ■ Steyptar götur í stað malbiks Ekkert við- hald í 35 ár Allt frá 1960 hafa götur á Akranesi verið steyptar en ekki malbikaðar. Engum fjármunum hefur verið varið til viðhalds steyptra gatna þar í þau 35 ár sem götumar hafa verið í notk- un. Tæknimenn bæjarins reikna með að steypt gata endist að minnsta kosti þrisvar sinnum lengur en malbikuð. Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi og Gísli S. Einarsson er fyrstu flutningsmaður að. I tillögunni segir að Alþingi álykti að fela samgönguráðherra að beita sér fyrir aukinni notkun stein- steypu til slitlagsgerðar þar sem álagsumferð er meiri en fimm þúsund bílar á dag. Einnig til brúargerðar og á vegi við þéttbýli þar sem umferð er fimm þúsund bílar á sólarhring og meira. Vegagerð ríkisins hafi að markmiði við nýlagningu og endur- nýjun slitlags að nota steinsteypu þar sem umferðarþungi og álag er mikið. í greinargerð með tillögunni eru meðal annars talin upp eftirfarandi atriði sem mæli sérstaklega með steinsteypu til gatna- og vegagerðar: Meiri ending og minna viðhald, ekki síst vegna notkunar nagladekkja. Minni erlendur kostnaður, en kostn- aður er óháður olíuverði sem á hinn bóginn er um það bil 11 % af stofn- kostnaði malbiks. Fleiri störf hér- lendis, við efnisvinnslu, í sements- verksmiðju og í steypustöðvum. Minni eldsneytisnotkun (10-20%) einkum vegna harðara yfirborðs steinsteypu og minna vatns í hjólför- um. Þá segir í greinargerðinni að á allt of mörgum sviðum hafi hagkvæmum og atvinnuskapandi möguleikum, þar sem um íslensk efni sé að ræða, verið hafnað. Erlend efni hafi verið tekin fram yfir vegna auglýsinga og áróð- urs í krafti fjármagns þeirra sem hlut eiga að máli. Oft séu ákvarðanir teknar með skammtímasjónarmið í huga og án þess að reikna hag- kvæmnina til enda. Þegar haft sé í huga að eingöngu opinberir aðilar standi að slitlagagerð gefi það vissu- lega tilefni til sérstakrar rannsóknar og úttektar. Stúdentar fá jafnréttisverðlaun Jafnréttisráð veitti í gær hina árlegu viðurkenningu sína fyrir framtak til jafnréttismála í fjórða sinn. Að þessu sinni varð Stúdentaráð Háskóla íslands fyrir valinu. í maí var í fyrsta skipti kosinn sérstakur kvennafulltrúi SHÍ sem fylgist með stöðu og framgangi jafnréttismála innan Stúdentaráðs og Háskólans. í kjölfarið hefur umræða um jafnréttismál aukist til muna; nýjasta dæmið eru hinir vel- heppnuðu „Kynlegu dagar" sem efnt var til. Á myndinni eru jafnréttisfröm- uðirnir Sigrún Erla Egilsdóttir og Guðmundur Steingrímsson. A-mynd: E.ÓI. ■ Þing VMSI Uppsögn samninga ákveðin Þing Verkamannasambands ís- lands hófst í gær og eiga 155 fulltrúar 52 verkalýðsfélaga rétt á þingsetu. Ljóst er að sú ólga sem aðgerðir kjaradóms hafa valdið munu móta mjög umræður þingsins og það mun taka afstöðu til uppsagnar samninga. Björn Grétar Sveinsson formaður VMSI sagði fyrir nokkru í viðtali í Alþýðublaðinu að hann teldi einsýnt að uppsögn yrði sam- þykkt á þinginu. Auk kjara- og atvinnumála mun þingið fjalla um lífeyris- og tryggingamál, samanburð launa á Islandi og í Danmörku, skatta- mál, húsnæðismál og starfs- menntamál. Þingfundir og nefndastörf standa fram á föstu- dag er þinginu lýkur með stjórn- arkjöri. ■ Vinnumálasambandið vill nýja stefnumótun í kjaramálum Ekkert gagn að uppsögn samninga - segir Ámi Benediktsson stjórnarformaður VMS. ■ Félag íslenskra fræða Áhrif Biblíunnar á íslenskt mál Félag íslenskra fræða boðar til fundar með Jóni G. Friðjónssyni í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld klukk- an 20.30. Á fundinum fjallar Jón um orðatil- tæki og föst orðasambönd sem eiga rætur sína að rekja til Biblíunnar. Bor- in verða saman dæmi úr Stjórn og Guðbrandsbiblíu en einnig tilgreind nokkur dæmi úr fombókmenntum þar sem ætla má að áhrifa Biblíunnar gæti. Jón G. Friðjónsson er prófessor í málfræði við Háskóla íslands og höf- undur ýmissa fræðirita um sérsvið sitt. Eftir framsögu hans verða léttar veit- ingar og almennar umræður. Fundur- inn er öllum opinn. „Ég sé ekki að það geri neitt gagn að fara að segja upp kjara- Samningum og semja upp á nýtt. Ef Verkamannasambandið færi að semja fyrst af öllum kæmu bara aðrir með hærra á eftir. Það þarf að finna leið til að bæta stöðu þessa hóps sem alltaf liggur eftir í kjara- samningum," sagði Árni Bene- diktsson stjórnarformaður Vinnu- málasambandsins í samtali við blaðið. Vinnumálasambandið vinnur nú að nýrri stefnumótun í kjarasamn- ingum og hefur þegar kynnt það verkefni fyrir formanni og varafor- manni Verkamannasambandsins. Árni sagði að þessari stefnumótun væri ekki lokið, en ætlunin væri að kynna þetta fyrir ASÍ, VSÍ og BSRB. Vinnumálasambandið telur æskilegt að ljúka vinnu við hina nýju stefnumótun áður en kjara- samningar falla úr gildi um áramót- in 1996/1997. Árni telur til lítils að segja upp kjarasamningum núna. „Það þarf að bæta kjör hinna lægst launuðu með einhverjum nýj- um aðferðum. í hverjum kjara- samningum er byrjað á því að það þurfi að gera eitthvað sérstakt fyrir þá lægst launuðu en niðurstaðan alltaf orðið önnur. Það verður að nálgast þetta eftir öðrum leiðum. Það er líka orðið tímabært að skoða vinnubrögðin í kjarasamningum því við erum komnir inn í allt annað þjóðfélag en það sem þessir kjara- samningar eiga við. Það sem heitir dagvinna frá átta að morgni til fimm síðdegis er úr sögunni. Við erum að verða æ meira þjónustu- þjóðfélag og þjónustan færist meira yfir á kvöldin og er þá greidd með allt öðru kaupi," sagði Árni Bene- diktsson. „Þessar hugmyndir hafa ekki verið kynntar fyrir okkur. Mér sýn- ist hins vegar sem þarna sé um að ræða gamalkunnar hugmyndir frá atvinnurekendum, meðal annars að þeir geti sjálfir ráðið því hvenær sólarhringsins fólk vinnur án þess að það breyti kostnaði fyrir þá,“ sagði Benedikt Davíðsson forseti ASÍ. Hann sagði tillögur VMS ekki nýjar af nálinni og sagðist hafa heyrt þessar hugmyndir í mörgum undangengnum samningaviðræð- um. Leidarinn Halldór B. Runólfsson um vaxtaflónið og álklúðrið um listamenn án tengsla við almenning Hrönn Hrafnsdóttir um konur og kvóta Arnór Benónýsson um parið á barnum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.