Alþýðublaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.10.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 áleitnar spurningar ■ Leikhúsmenntun grunnskólabarna Heimsókn í Borgarleikhúsið Hjá Leikfélagi Reykjavíkur er nú farið af stað verkefni sem nefnt er Heimsókn í leikhúsið. Verkefnið mið- ar að því að fræða börn um leiklist, sögu hennar, Borgarleikhúsið sjáift og vinnu í leikhúsi. Nú í vetur bjóðum við öllum nemendum í 9 ára bekk í Grunnskólum Reykjavíkur í Borgar- leikhúsið til að eiga með okkur sam- verustund í skapandi leik og starfi. Það hefur verið skoðun leikhúsfólks um árabil að skort hafi á að börn kæmust i snertingu við leikhúsið. Segja má að leiklist hafi verið hálfgert olnbogabarn í íslensku menntakerfi. Annarri menningu hafa verið gerð ágæt skil með sérstökum tímum í myndlist, tónlist og bókmenntum en skort hefur á að leikhúsmenntum hafi verið sinnt. Ráðgert er að í framtíðinni verði öllum bömum í Grunnskólum Reykja- víkur boðið að koma og verja einum degi með leikurum hússins, fyrst í nfu ára bekk og svo aftur í tíu ára bekk. Nú í október var verkefninu Heim- sókn í leikhúsið hleypt af stokkunum. Þemað sem varð fyrir valinu fyrir heimsókn bamanna er „ytri og innri veruleiki". Bömin fara í leiðangur sem kannar ytri veruleika sem og þann innri. Með því að einbeita okkur að þessu þema í upplifun og leik er von- ast til að bömin kynnist hinu flókna samspili sem leiklistin er. Bömunum er sýnt Borgarleikhúsið, en það er leikhúsrottan sem fylgir þeim um húsið og færir þau í allan sannleikann um starfsemina og öll leyndarmálin - því leikhúsrottan fylg- ist með öllu í leikhúsinu! Leikhúsrott- an bjó áður í Iðnó og hefur því fylgt Leikfélagi Reykjavíkur lengi. Bömin fá að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast því sem almennir leikhúsgest- ir sjá aldrei. Bömunum verða sýndar myndir, líkön og búningar í eigu LR. Því næst fara þau í leiksmiðju með leikurum hússins. Þar er hópnum skipt í tvennt. í öðrum hópnum er unnið með grímur en í hinum farið í hugs- anaferðalag og unnið með spuna. Lögð er áhersla á að kynna þeim starf- ið í leikhúsinu frá öðm sjónarhomi en þau em vön, það er að segja sem þátt- takendur í sköpunarferli sem á sér stað áður en leiksýning kemst á svið. Þrír leikarar, þau Guðrún Ás- mundsdóttir, Ásta Arnardóttir og Sigurþór Albert Heimisson, munu taka á móti börnunum í leikhúsinu. Öll hafa þau mikla reynslu í að vinna með bömum í leikrænni tjáningu. Leikfélag Reykjavíkur hefur lagt áherslu á samstarf við kennara og tengsl dagsins í leikhúsinu við annað námsefni bamanna. Bekkjarkennumm níu ára bama var boðið í heimsókn í Borgarleikhúsið þar sem kynntar vom hugmyndir um hvemig hægt væri að vinna úr upplifuninni í leikhúsinu. Einnig er fyrirhugað námskeið fyrir myndmenntakennara. Þar verður veitt tilsögn í grímugerð og hvernig þær em notaðar á fijóan hátt í leikhúsi sem og hvernig hægt sé að nýta þær í skólastarfi. Heimsókn í leikhúsið er ein fjölda nýjunga í starfsemi Leikfélags Reykjavíkur í vetur. Undirbúningur hefur staðið yfir frá upphafi sumars og tjöldi fagfólks hefur komið að skipu- lagningu heimsóknarinnar. Náin sam- vinna hefur verið á milli leikhússins og fræðsluyfirvalda. Umsjón með verkefninu hefur Magnús Geir Þórð- arson í náinni samvinnu við leikhóp- inn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með gjöfum, símtölum, skeytum og nærveru sinni á 85 ára afmæli mínu. Sér- stakar þakkir og kveðjur til alþýðuflokkskvenna. Guð og gæfan fylgi ykkur. Guðný Þóra Árnadóttir Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins Spurt er "^Þekkirðu manninn ? Alþýðublaðið heldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur em. Spurt er um menn úr öllum áttum, Islendinga jafnt sem útlendinga, lífs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís- bendingar með hveni spumingu. Sá sem svarar rétt eftir fyrstu vísbendingu fær þijú stig, tvö stig fást fyrir rétt svar eftir aðra vísbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend- anna Kristínar Ólafsdóttur og Egils Helgasonar, hér að neðan. FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIDJA VÍSBENDING 1 Hann orti Göngu-Hrólfs rímur. Hann orti: Aumt er að sjá í einni lest áhaldsgögnin slitin flest, dapra konu og drukkin prest, drembinn þrœl og meiddan hest. Hann var uppi á síðustu öld, bláfátækur, í nöp við presta. 2 Poppari sem árið 1976 rakaði af sér allt hárið, augnabrúnirnar líka. Hann hefur reynt fyrir sér í kvik- myndum með litlum árangri, sól- óferill hans í tónlLst er að mestu misheppnaður, en getgátur eru nú uppi um að gamia hljómsveit- in hans komi aftur saman. Hann var einu sinni gestur í Atlavík en hátindi náði hann samt sem trommu- leikari Bítlanna. 3 Hann var uppi á fyrstu öld eftir Krist. Fáir listamenn fengu jafnmarga áhorfendur á sýningar og hann. Áhorfendunum leiddist hins- vegar yfirleitt en urðu að sitja grafkyrrir þarscm hann var keisari Rómarvcldis. Hann var - líklega ranglega - sakaður um að hafa kveikt í Róm. Lokaorð hans voru: Mikinn listamann missir heimurínn í mér! 4 Hann var valinn í heimsliðið í handknattleik sem lék í Portúgal 1989. Hann þótti öflugur á línunni, er viðskiptafræðingur að mennt og á bróður á þingi. Sjálfur er hann varabæjarfull- trúi í Hafnarfirði, enda lék hann lengstaf með FH. 5 Nú er spurt um Rússa sem sagði: Menn slíta sér út í sauð- heimskri baráttu fyrir efnisleg- um verðmaetum og deyja án þess að gera sér nokkra grein fyrir sínum andlegu auðæfum. Hann átti nýlega í útistöðum við rússneska sjónvarpið. Hann hefur fengið Nóbelsverð- laun fyrír bókmenntir, var pól- itískur fangi í gúlaginu en síðan lengi í útlegð í Bandarikjunum áðurcn hann sneri heim. 6 Verkalýðsleiðtogi, fæddur 29. október 1933. Hún var um skeið varaforseti ASI og hefur starfað mikið inn- an Alþýðuflokksins. Hún er formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar. 7 Leikari sem skrifað hefur nokk- ur leikrit, rneðal annars Me'r er alveg sama þó einhver sé að hlœja að mér og Pipar og salt. Hún átti 40 ára lcikafmæli á dögunum. Hún gaf út endurminningar sínar, Eg og lífið; leikur nú eitt af aðalhlutverkunum í Hvað dreymi þig, Valentína? í Borgarleikhúsinu. 00 Hann lauk lagaprófi eftir árs nám utanskóla. Hann gegndi meðal annars embættum bankastjóra og há- skólarektors, frægur fyrir margra vikna drykkjutúra en annars mikill verkmaður. Hann skrifaði ævisögu Jóns forseta í sex bindum. 9 Hún fæddist 1927 og var kjörin á þing árið 1979. Þingferli hennar lauk snögglega þegar hún lenti í neðsta sæti í prófkjöri. Hún var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi, forseti Alþingis um skeið. 10 Hann mælti: „Fleira veit sá er fleira reynir“ og „Satt er það sem mælt er að engi maður skapar sig sjálfur.“ Við hann var sagt: „Slyngt yrði þér um margt frændi ef eigi fylgdu slysin með.“ Fnginn hefur, að sögn, lifað lengur af í útlegð á íslandi. Hann var að lokum drepinn í Drangey ásamt Illuga bróður sínum. Egill marði Kristínu Egill Helgason lenti í kröppum sjó í spurningaleik Alþýðublaðsins að þessu sinni. í síðustu viku setti hann glæsilegt stigamet, hlaut 28 stig af 30, en nú varð hann að gera sér 18 stig að góðu. Þarmeð hafði hann nauman sigur gegn Kristínu Ólafsdóttur útvarpsmanni. Hún fókk 15 stig og féll úr leik með sæmd. Þá sætir það tíðindum að Egill gataði algerlega á tveimur spurning- um og svaraði „aöeins" tveimur eftir fyrstu vísbendingu. Spurning Egill Samtals Kristín Samtals 1 2 2 1 1 2 2 4 2 3 3 3 7 2 5 4 3 10 2 7 5 2 12 2 9 6 0 12 1 10 7 0 12 2 12 8 2 14 0 12 9 2 16 2 14 10 2 18 1 15 Egill: 18 stig. Kristín: 15 stig. uosjepuniusy jihsjo ot J!Hops|a>|JOci aujoies '6 uoseip Jje66g ||Bd g Jiftopspunujsv unjQng ■/_ uueiu6jag eu6ey •9 uÁsjjuaqzios jepuexaiv 'S uese^jeiAi jbjjq s|iBjocJ 'y ójbn g jjbjs o6uia z n|og j úossuop jeuj|e[n ■ t :joas jjay

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.