Alþýðublaðið - 31.10.1995, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐHD
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995
s k o ð a n i r
UimiLHD
21010. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Byggðá
snj óflóðasv æðum
Hinar ægilegu náttúruhamfarir á Súðavík og Flateyri hafa orðið
til þess að vekja mikla umræðu um framtíð byggðar á hættu-
svæðum. Ekki tjóar að afgreiða málið einsog stöku valdamaður
hefur gert, og segja að alstaðar sé einhver hætta á ferðum - þann-
ig hafi það einfaldlega alltaf verið á íslandi. Menn hljóta að
skipuleggja byggð á íslandi með það í huga að sumir staðir em
hættulegri en aðrir. Ef niðurstaðan er sú að heilu þorpin séu á
svæði þarsem hætta er á snjóflóðum er í reynd ekki um annað að
ræða en flytja byggðina. Snjóflóðavamir dugðu ekki gegn þeim
ógnaröflum sem leystust úr læðingi á Vestfjörðum.
Hér er ekki verið að leggja til að þorp eða byggðarlög verði
lögð niður, og vonandi mun enginn gerast talsmaður þess. Vald-
boð geta ekki slitið þær rætur sem tengja fólk við heimabyggð
sína. En þegar staðan er sú, einsog á Súðavík, að nánast öll hús í
bænum em á hættusvæði kemur ekki annað til greina en að flytja
byggðina. Andvaraleysið hefur þegar reynst okkur of dýrkeypt.
Þá er og morgunljóst að þær forsendur sem hingað til hafa verið
lagðar til gmndvallar hættumati á snjóflóðum em brostnar. Þar
þarf að byrja uppá nýtt. Vísindalegir útreikningar hafa dugað
skammt. Svo virðist sem við útreikning á hættumati hafi vísinda-
menn ekki tekið nógsamlegt tillit til sögunnar. Þannig em frá-
sagnir til af því að snjóflóð hafí fallið í Önundarfírði, meðal ann-
ars á þau svæði sem „áttu ekki“ að vera í hættu.
Jafnframt þarf að fara í saumana á framtíðarskipulagi þeirra
byggðarlaga sem em á hættusvæðum. Þar virðast sveitastjómir í
sumum tilvikum ekki hafa tekið snjóflóðahættu með í reikning-
inn. Annarsstaðar hafa menn treyst á snjóflóðavamir, sem enginn
veit hvort duga þegar á reynir, eða hættumat sem ekki stenst.
Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins á Vest-
fjörðum, lýsir aðkomunni á Flateyri svo í fréttaviðtali við Al-
þýðublaðið í dag: „Þetta var skelfileg aðkoma. Bæði kom það á
óvart hvað flóðið hafði fallið langt niður eftir og hvað vamarvirk-
in fyrir ofan byggðina hafa dugað lítið. Húsin em mjög illa brotin
og líklegt er talið að loftbylgjan á undan flóðinu hafí splundrað
húsunum og flóðið síðan fært þau í kaf. Þetta var einsog spreng-
ing.“
Mannlegur máttur má sín lítils gegn slíkum öflum. Því er enn
mikilvægara en ella að skipuleggja byggð aðeins og einvörðungu
á svæðum sem hrammur tortímingarinnar nær ekki til.
800 50 50
Nú stendur yfír viðamikil landssöfnun vegna náttúruhamfar-
anna á Flateyri, undir yfírskriftinni Samhugur í verki. Að söfnun-
inni standa allir ijölmiðlar landsins, Póstur og sími, Hjálparstofn-
un kirkjunnar og Rauði kross íslands. Síðdegis í gær höfðu safn-
ast um 120 núlljónir en söfnuninni lýkur í dag. Viðbrögð þjóðar-
innar við harmleiknum á Flateyri em staðfesting á því, að á ögur-
stundu standa Jslendingar saman.
Fómarlömb snjóflóðsins á Súðavík hafa lýst því hvemig það
skipti sköpum að fmna hvarvetna óskiptan stuðning og samhug.
Alþýðublaðið hvemr lesendur sína til þess að taka þátt í lands-
söfnuninni nú, sýna með því samhug í verki og leggja sín lóð á
vogarskálamar í þágu Flateyringa. ■
Bidstofublekkingin
I umræðum um aðild íslands að
Evrópusambandinu vill oft gleymast
að ESB er pólitískt bandalag sem er í
stöðugri þróun. Á hvaða tímapunkti
sem er síðustu tuttugu árin hefðu
menn getað notað rök Sjálfstæðis-
flokksins fyrir því að ræða ekki Evr-
ópusambandið; nauðsynlegt væri að
bíða og sjá hver þróunin yrði, hver
niðurstaðan af hinum eða þessum
fundinum eða ráðstefnunni yrði. Nú er
það ríkjaráðstefnan, næst verður það
væntanlega endurskoðun á sjávarút-
vegsstefnu sambandsins. Áfstaða
Sjálfstæðisflokksins er auðvitað ekki
boðleg og býður ekki upp á vitlega
umræðu. Evrópusambandið verður
auðvitað að ræða eins og það er nú og
síðan hvernig það getur hugsanlega
orðið á morgun. Örugg vissa í þessum
efnum er ekki til og hefur aldrei verið
til; hugmyndin um endanlegt ífamtíð-
arskipulag Evrópusambandsins er
blekking. Það er ekki eftir neinu að
bíða.
Pallborðið |
Birgir
Hermannsson
skrifar
Eins og áður segir er Evrópusambandið pólit-
ískt bandalag. Oft er sagt að stjórnmál séu list
hins mögulega og vissulega mun þá reyna á
þá list innan Evrópusambandsins á næstu ár-
um. Um stjórnmál má einnig segja að þau séu
list þess að gera hið nauðsynlega mögulegt.
Fyrsta skrefið er að stjómvöld taki
málið alvarlega og standi fyrir úttekt á
kostum og göllum aðildar og beiti sér
fyrir upplýstri umræðu um málið. Al-
menning þarf að fræða ítarlega um
Evrópusambandið hvort sem við
göngum í það eður ei. Evrópska efna-
hagssvæðið er staðreynd og því eru
tengsl okkar við Evrópusambandið
náin. fslenska lagasafnið er nú þegar
uppfullt af tilskipunum ESB, auk
margvíslegra annarra samskiptá. Ein-
hverntíma tekur biðin líka vonandi
enda - þó eflaust sé endalaust hægt að
finna sér ástæður til að biða lengur -
og þá er eins gott að vera búinn að
vinna heimavinnuna sína.
Beðið eftir, beðið eftir
Ríkjaráðstefnunni, sem hefst á
næsta ári, er ætlað það hlutverk að
endurskoða stjómkerfi sambandsins
og búa þannig í haginn íyrir stækkun
þess við inngöngu ríkja Austur Evr-
ópu, en þau hafa flest þegar sótt um
aðild eða lýst því yfir að þau hyggist
gera það (engin bið þar!). Ljóst þykir
að breyta þarf um stjómunarhætti til
að auðvelda ákvarðanatöku og gera
stjónlkerfi Evrópusambandsins opnara
og lýðræðislegra.
Kohl kanslari Þýskalands lýsti því
yfir á ferð um Pólland nýlega að Pól-
land yrði komið inn í Evrópusam-
bandið fyrir árið 2000. Þessi yfirlýsing
er skilin sem svo að hún ætti ekld við
um Pólland heldur Austur Evrópu al-
mennt. Hinn pólitíski vilji til stækkun-
ar er því fyrir hendi.
En ekki er sopið kálið þó í ausuna
sé komið. Embættismenn Evrópusam-
bandsins hafa nú reiknað út kostnað-
inn sem fylgir því að ríki Austur-Evr-
ópu gerist aðilar að ESB. Niðurstaðan
er skýr: það myndi kafsigla fjárhag
sambandsins ef þessi ríki gerðust aðil-
ar að því að óbreyttum landbúnaðar-
og þróunarstyrkjum. Evrópusamband-
ið þarf því að breyta vemlega innvið-
um sínum áður en ríki Austur-Evrópu
geta gengið í klúbbinn; seinka þarf
inngöngu þeirra og veita þeim lengri
aðlögunartíma en áður var búist við.
Vandamálin við stækkun Evrópusam-
bandsins til austurs em því gríðarleg
og munu reyna á þolrif þess.
Biðstofuliðið íslenska gemr sannar-
lega glaðst yfir þessum fréttum því hér
er komin enn ein ástæðan fyrir því að
bíða og fresta umræðum þangað til
„endanleg“ niðurstaða um framtíð
Evrópusambandsins liggur fyrir. Því
er ekki hægt að ræða um inngöngu í
samband sem við vitum ekki hvemig
lítur út í framtíðinni - eða hvað?
Hið nauðsynlega
er mögulegt
Eins og áður segir er Evrópusam-
bandið pólitískt bandalag. Oft er sagt
að stjómmál séu hst hins mögulega og
vissulega mun þá reyna á þá list innan
Evrópusambandsins á næstu árum.
Um stjómmál má einnig segja að þau
séu list þess að gera hið nauðsynlega
mögulegt. Á næstu ámm er fátt lík-
legra en að leiðtogar Evrópu verði að
spreyta sig í þessari list svo um mun-
ar. Innganga Austur-Evrópuríkja í
ESB er pólitísk nauðsyn, ekki síst
vegna vaxandi andstöðu við Rússa við
stækkun Nato til austurs. Óstöðugleiki
í Rússlandi í kjölfar þingkosninga nú í
desember og forsetakosninga á næsta
ári, gætu með litlum fyrirvara gert
stækkun Evrópusambandsins til aust-
urs að forgangsmáli í stjómmálum álf-
unnar.
Sem pólitískt bandalag er Evrópu-
sambandið auðvitað sveigjanlegt. Sé
það nauðsynlegt, munu Evrópuríki
fmna lausn á þeim vandamálum sem
fylgja aðild ríkja Austur-Evrópu að
samtökum sínum. Evrópusambandið
var stofnað til að tryggja frið, stöðug-
leika, efnahagslegar ffamfarir, lýðræði
og mannréttindi í Evrópu. Það er því
vonandi að Kohl kanslari, sem er öfl-
ugasti stjómmálaforingi álfunnar nú
um stundir og einlægur Evrópusinni,
hviki hvergi frá því markmiði sínu að
Pölland og önnur Austur-Evrópuríki
fái aðild að Evrópusambandinu sem
fyrst.
Biðsalurinn er blekking
íslenskir stjómmálamenn geta ekki
staðið eins og stjörf naut og beðið eftir
því að mál þróist í Evrópu. Það er
enginn endapunktur til þar sem hægt
er að vakna af dvalanum og segja: fé-
lagar, þróuninni er lokið, nú getum við
rætt af viti um málið. Biðsalur ríkis-
stjómarinnar er blekking. Vitleg um-
ræða um samskipti íslands við Evr-
ópusambandið verður að hefjast nú
þegar. Biðin mun engu bæta við þekk-
ingu okkar. ■
Atburðir dagsins
1517 Marteinn Lúther neglir
skjal með 95 ákæruatriðum á
hendur páfa á kirkjuhurðina í
Wittenberg. 1926 Töframaður-
inn Harry Houdini deyr, 52 ára.
1931 Strætisvagnar Reykjavík-
ur hófu akstur. 1936 Utgáfa
Þjóðviljans, málgagns Komm-
únistaflokksins, hófst. 1958
Rússneski Nóbelshöfundurinn
Boris Pastemak rekinn úr Rit-
höfundasambandi Sovétríkj-
anna. 1984 Indira Gandhi, for-
sætisráðherra Indlands, veginn
af tilræðismönnum.
Afmælisbörn dagsins
Jan Vermeer 1632, hollenskur
listmálari. John Keats 1795,
breskt stórskáld. Kinur Bene-
diktsson 1864, skáld. Guð-.
mundur Árni Stefánsson
1955, alþingismaður og vara-
formaður Alþýðuflokksins.
Annálsbrot dagsins
Um vetumætumar um haustið
strandaði fyrir austan danskt
stríðsskip, hvert um sumarið
hafði hingað til Islands kaup-
fömm fylgt. Á því var sagt ver-
ið hafi hálft annað hundrað
manns. Þetta danska stríðsfólk
var skipt á bæi í þremur sýslum
um veturinn.
Grímsstaöaannáll 1718.
Málsháttur dagsins
lllt er að rétta hendur í vargs-
kjaftinn.
Lokaorð dagsins
Það er búið.
Hinstu orö Einars Benediktssonar
skálds, sem fæddist þennan dag
fyrir 131 ári.
Karlremba dagsins
Að svo miklu leyti sem konur
eru ekki með hugann bundinn
við dagleg skyldustörf ættu þær
að einbeita sér að því að átta
sig á karlmönnum. Viðleitni
þeirra á að beinast að því að til-
einka sér þær kvenlegu dygðir
sem eru körlum mest að
skapi... Því ber ávallt að sníða
uppeldi kvenna að þörfum
karla.
Jean-Jacques Rousseau.
Orð dagsins
Það göfga og góða vinnur
sér gengi við lánsins spil,
því jörðin til liimins horfir
og himinninn jarðar til.
Einar Benediktsson afmælisbarn.
Skák dagsins
Tafllokum dagsins er ætlað að
leiðrétta þá sem halda að af-
leikir séu bundnir við þá kall-
aðir em flóðhestar á skákmáli.
Israelski stómieistarinn Green-
feld hafði svart og 2580 stig
þegar hann lék hroðalega af sér
gegn landa sínum og kollega,
Judnsin Greenfeld fleygir nú
drottningu sinni í opinn dauða.
Svartur leikur og tapar.
1. Dxc4 Greenfeld hótar
máti á g2 en það er skamm-
góður vermir. 2. Bh6+ Drottn-
ingin er fallin! Greenfeld gafst
upp.