Alþýðublaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 áleitnar spurningar ■ Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins Spurt er 1 Þekkirdu manninn? Alþýðublaðið heldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur em. Spurt er um menn úr öllum áttum, Islendinga jafht sem útlendinga, lífs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís- bendingar með hverri spumingu. Sá sem svarar rétt eftir fyrstu vísbendingu fær þtjú stig, tvö stig fást fyrir rétt svar eftir aðra vfsbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend- anna Uluga Jökulssonar og Egils Helgasonar, hér að neðan. FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIÐJA VÍSBENDING 1 Húnerfædd 1938 hefur verið flugfreyja, stærð- fræðikennari, tækniteiknari, leikari og leikstjóri. Eiginmaður hennar og sonur þeirra eru góð- kunnir leikarar. Hún hefur ákveðið að kæra ráðningu leikhússtjóra Borgarleikhússins til Jafnréttisráðs. 2 Um hann var sagt: Hann er höfundur nokkurra skáldsagna sem ævinlega hafa dáið gamlar eftir stutta ævi. Hann sagði einu sinni: Níunda giftingin kom einsog innblástur. Hann bjó í nokkur ár í Noregi og skrifaði þá á norsku. Seinna setti hann sig niður um hríð í Hveragerði. Alla tíð var hann umdeildur höfundur, og lífsstíll hans umtalaður. 3 Hann hvolfdi eitt sinn dúkuðu borði á veitingahúsi yflr Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hann hefur geflð út Ijóðabókina Grafarinn með fœðingartangimar. Hann var einn af þremur umsjónarmönnum Útvarps Matthildar en er annars kunn- astur fyrir kvikmyndagerð. 4 Einar H. Kvaran sagði um hann: „Um nokkur ár var hann einn þeirra manna, sem allra mest var talað um á þessu landi. Og í sinni grein var hann vafalaust einn af merkilegustu mönnum heimsins.“ Betri borgarar í Reykjavík stofnuðu félag í upphafi aldarinnar til að rann- saka hæfíleika hans. Seinna skrifaði Þórbergur Þórðarson bók um miðilshæfí- ieika hans. 5 Hann hefur verið rann- sóknarlögreglumaður og fréttamaður hjá RUV en er nú í þjónustu kirkjunnar. Hann var prestur á Akureyri 1982-89. Nú er hann sterklega orðaður við forsetaframboð á næsta ári. CD * y Hún fæddist 18. febrúar 1949 á Hvolsvelli. Hún lét mikið til sín taka í bæjarpólitík á Akranesi áðuren hún haslaði sér völl í landsmátum. Hún hefur setið á þingi síðan 1991. Bróðir hennar er þing- maður fyrir sama flokk og hún. 1 Maður hennar var drepinn í sprengjutilræði árið 1567 og flestir trúðu því að hún bæri ábyrgðina. Hún var dóttir Jóhanns V Skotakonungs og varð drottning sjálf. Hún var tekin af lífi þegar hún var 45 ára. Hún er kennd við blóð. 00 Hún fæddist 23. desember 1795 á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal, og því eru bráðum 200 ár frá fæðingu hennar. Hún tengdist óbeint einu frægasta morðmáli 19. aldar. Hún var skáld og frægasta vísa hennar byrjar svona: „Þó að kali heitur hver.“ 9 Hann sagði einu sinni: Sem betur fer er konan mín hvorki Gyðingur né Serbi. Hann barðist með hersveitum Títós í seinni heimsstyrjöld, var einn yngsti hershöfðingi Júgóslavíu en var hnepptur í fangelsi uppúr 1970. Hann er forseti Króatíu. 10 Lokaorð hans voru: Lokaorð eru bara fyrir fifl sem þykjast ekki hafa þusað nóg. Hann dvaldi löngum á British Museum og lagði drög að nýju þjóðskipulagi. Hann er annar af höfundum Kommúnistaávarpsins. Illugi vann Egil lllugi Jökulsson rithöfundur og útvarpsmaour batt enda á margra vikna sigur- göngu Egils Helgasonar í vísbendingaleik Alþýðublaðsins. Illugi hlaut hvorki meira né minna en 26 stig, en það er næsthæsta skor sem sést hefur í þessum virðulega leik: 28 stiga met Egils Helgasonar stendur óhaggað. Að þessu sinni fékk hann hinsvegar „aðeins" 21 stig og er hérmeð þakkað fyrir sinn hlut. Spurning lllugi Samtals Egill Samtals 1 3 3 2 2 2 3 6 2 4 3 2 8 2 6 4 2 10 1 7 5 3 13 3 10 6 3 16 3 13 7 3 19 3 16 8 2 21 1 17 9 3 24 2 19 10 2 26 2 21 Egill: 21 stig og úr leik. Illugi: 26 stig af 30. xje[/\| pex 'ot ueujfpnx ofuejj ’6 esoy-epuasujeA '8 uenis e,uei/\| •/_ jjuopeLuied Bjofqjbui '9 uosseique|/\| |UJ|ed ejps '9 HIQiui uoseQupui |Qupu| 'y uossBne|uun9 ujbjh '£ uosspunuiQnQ uuewtsux 'Z Jpiopspnpauas efuAjg 'L :joas uaa SHvorki beinn né breiður vegur- 1. grein Eftir Svavar Gestsson alþing Af hverju Alþýðuflc alltaf að r Svo bar við í september að boð kom frá Hrafni Jökuls- syni um að hann væri tilbúinn til að taka við skrifum eftir mig. Ég hafði þá um skeið haft í smíðum eins konar svar við ótrúlega löngum og að sama skapi skemmtilegum greinum Jóns Baldvins Hannibalssonar um undirrit- aðan. Akvað þá að leggja á hilluna skrifin um sinn uns landsfundur Alþýðubanda- lagsins væri genginn yfir með tilheyrandi formannskjöri. Þess vegna tókum við Hrafn tal saman á ný eftir lands- fundinn og fær hann nú í hendur langa grein Iíka sem verður að skipta í fleiri en eitt dagblað annars dygði greinin í eitt Alþýðublað. Það stóð aldrei til að leggja Alþýðu- blaðið undir sig. Þess vegna birtist greinin nú í hlutum, en áður en lesandinn leggur á djúpið skal hér borin fram þökk fyrir það pláss sem ég tek upp í Alþýðublaðinu. Það blað hefur sem kunnugt er yfirleitt verið á móti mér, ef frá er talin grein Stefáns Gunnlaugssonar sem birtist hér fyrir nokkrum dögum. Mér er sagt að það sé eitthvað það hallærislegasta sem til er að skrifa um ritdóma um sjálfan sig. Það ætla ég heldur ekki að gera. Þessi samtín- ingur sem hér fer á eftir er eins konar tilraun til að þakka fyrir sig. Margir skrifuðu um bók mína Sjónarrönd og ég er þeim þakklátur fyrir að hafa sýnt kveri þessu áhuga. Eg tel að all- ir hafi skrifað um ritið af velvilja nema ef vera kynni einn maður eða svo sem fékk geðvonskukast um há- sumarið í tilefni bókar minnar. Það þykir mér leitt; menn eiga að vera í góðu skapi á sumrin. En umfjöllunin að öðru leyti hefur sannfært mig um þrennt sem ég var í vafa urn áður: Það var rétt að skrifa bókina, það var rétt að gefa hana út og í þriðja lagi mun ég koma henni út aftur lítið eitt endurbættri eftir því sem aðstæður mínar leyfa. Loks hef ég ákveðið að tína saman fleiri texta sem koma út einhvern tímann þar sem ég glími við aðeins aðrar gátur en þær sem fylla Sjónarröndina; gátur sem eru líka mikilvægar. Tilgangur Sjónarr- andar var að sannfæra mig um að það væri unnt að lifa af í þessu landi Islandi og í heiminum. Og svo að vekja samtal. Þegar ég hafði lokið samantektinni var ég bjartsýnni en áður á hvort tveggja. Bæði Island og umheiminn. Og líka það að unnt yrði að vekja samtal. Sérstaklega tel ég ástæðu til þess að þakka Jóni Baldvin Hannibalssyni formanni Alþýðuflokksins fyrir myndarlega umfjöllun um þessa bók sem hann gerði í hvorki meira né minna en þremur heilsíðugreinum í Alþýðublaðinu. Þá er einnig ástæða til þess að þakka honum sérstaklega fyrir glæsilega þátttöku í líflegum fundi sem Alþýðubandalagið í Reykjavík efndi til á Kornhlöðuloft- inu 28. ágúst síðastliðinn þar sem ætlunin var að ræða efni bókarinnar og inntak en umræðan snerist tals- vert í aðrar áttir að ekki sé fastar að orði kveðið. Ég mun í þessari saman- tekt sýna Jóni Baldvini þann lág- marksvott þakklætis að fara hér að- eins yfir greinar hans. Það sem vefst enn fyrir Jóni Það er bersýnilegt að það vefst ennþá fyrir Jóni Baldvin Hannibals- syni af hverju Sósíalistaflokkurinn varð mikið sterkari flokkur en Al- þýðuflokkurinn bæði á Alþingi, í sveitarstjórnum og verkalýðshreyf- ingu, af hverju Alþýðubandalagið varð mikið stærri flokkur en Alþýðu- flokkurinn í verkalýðshreyfingunni og sveitarstjómum og yfirleitt á Al- þingi; mér finnst satt að segja að til- raunir hans til þess að skýra þennan veruleika séu ákaflega mikið út í loftið. Það er ótrúlegt að jafn skarpur maður og Jón Baldvin Hannibalsson, fluggreindur á flestum sviðunt, skuli ekki gera sér grein fyrir því að skýr- ingin á,þessum veruleika liggur aðal- lega í vinnubrögðum Alþýðuflokks- ins ekki síður en í efni og vinnu- að veitast að Halldóri Laxness," segir Svavar Gestsson meðal annars í grein sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.