Alþýðublaðið - 01.11.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐK)
n
7
m e n n
51
■ í bráðskemmtilgri grein rifjar Jónas Sen upp írafárið í kringum launamál Krist-
jáns Jóhannssonar söngvara í fyrra og segir frá ýmsum óvæntum uppákomum í
tónlistarheiminum, óvæntum, sorglegum og fyndnum
Hneyksli í
óperuheiminum
Nú er um það bil ár síðan
óperan „Vald örlaganna" eftir
Verdi var sýnd á fjölum Þjóð-
leikhússins. Enn er mönnum í
fersku minni hvflíkt írafár var
í kringum sýninguna, sem or-
sakaðist af launamálum Krist-
jáns Jóhannssonar. Ef höfund
þessarar greinar misminnir
ekki fékk Kristján tæpa millj-
ón í hvert skipti sem hann
kom fram. Mörgum öðrum
aðstandendum uppfærslunnar,
aðallega hljóðfæraleikurum,
þótti sér skiljanlega misboðið
og heimtuðu launahækkun.
Svo virtist um tíma að ekkert
yrði úr sýningunni, og greip
þá ntikil örvænting um sig. A
endanum mun einhver karl-
fauskur úr menntamálaráðu-
neytinu hafa spurt Þorstein
Gauta Sigurðsson píanóleik-
ara hvort hann væri ekki til í
að koma einn í stað hljóm-
sveitarinnar og spila undir
með söngvumnum. Þorsteinn
Gauti hélt í fyrstu að þetta
væri grín en svo var ekki.
Sumir í ráðuneytinu hafa bara
ekki vit á menningarmálum
en þetta.
En Kristján Jóhannsson er
ekki fyrsti íslenski söngvarinn
sem um er rifist. Einn umtal-
aðasti stórsöngvari hér á landi
hét Eggert Stefánsson og var
'tann uppi fyrr á öldinni.
Hann var eitt sinn á tónleika-
ferð um landið, og var Akur-
Hann var svokallaður
hjónadjöfull, því kona
hans, Elvira, var upphaf-
lega gift öðmm. Hún hélt
fram hjá manni sínum með
Puccini, og á endanum
stakk hún af með honum.
En hún var Ijarskalega af-
brýðisöm og sá ástkonur
tónskáldsins í hverju
homi.
Að kom að upp úr sauð.
Þá áttu sér stað atburðir
sem minntu um margt á
söguþráðinn í Madame
Butterfly. Ari fyrir fmm-
sýninguna var nefnilega
ung og saklaus þjónustu-
stúlka, Doria Manfredi,
ráðin á heimili Puccini-
hjónanna. Að venju fékk
Elvira strax þá flugu í höf-
uðið að Doria væri hugs-
anlega ástkona manns
síns, en sagði fátt í fyrstu.
Afbrýðisemin nagaði hana
þó stöðugt og magnaðist
eftir því sem árin liðu.
Hún tók að ásaka mann
sinn um framhjáhald með
Doriu, en Puccini neitaði
ávallt öllum sakargiftum.
Elvira varð samt að lokum
sannfærð um að hún hefði
rétt fyrir sér og gekk þá
gjörsamlega af göflunum.
Hún henti aumingja þjón-
ustustúlkunni út úr húsinu
og öskraði á eftir henni að
hún skyldi koma henni
eyri síðasti viðkomustaður
hans. Eftir tónleikana birtist
gagnrýni í öðm hvoru blaði
bæjarins, Degi eða íslendingi.
Greinin var full af blótsyrðum
og fann höfundur hennar
söngvaranum allt til foráttu.
Þá kom önnur grein í hinu blaðinu, en
þar var Eggert hafinn upp til skýjanna.
Hófst nú mikil ritdeila sem stóð í hálf-
an mánuð, og tóku óbreyttir Akureyr-
ingar þátt í umræðunni. Eggert hafði
ætlað sér að slaka á í bænum en fannst
hinir innfæddu lítt skemmtilegir í
þessunt ham. Hann gat því ekki notið
dvalarinnar, og á endanum ofbauð
honum svo æsingurinn að hann ákvað
að grípa til sinna ráða.
Sérstakir kveðjutónleikar vom aug-
lýstir sem skera ættu úr um ágæti
söngvarans í eitt skipti fyrir öll. Hús-
fyllir varð á tónleikunum og síðast á
efnisskránni var þekkt dægurlag sem
heitir „Goodbye“. Eggert söng
„Goodbye" með miklum leikrænum
tilburðum, geiflaði sig í framan og
fetti sig og bretti. Þegar kom að síð-
asta erindinu byrjaði hann að ganga
niður af sviðinu í átt til áheyrenda.
Hann labbaði meðfram þeim að úti-
dyrunum og hélt áfram að syngja
„goodbye, goodbye ...“ Að lokum
æpti hann „GÚDDBÆ!" gekk úí og
Eggert Stefánsson labbaði meðfram áheyrendum að útidyrunum og hélt
áfram að syngja „goodbye, goodbye..." Að lokum æpti hann „GÚDDBÆ!"
gekk út og skellti hurðinni á eftir sér. En vesalings undirleikarinn varð einn
eftir á sviðinu og lék eftirspilið. Enginn klappaði fyrir þessari uppákomu og
Eggert kom aldrei til Akureyrar framar.
skellti hurðinni á eftir sér. En vesal-
ings undirleikarinn varð einn eftir á
sviðinu og lék eftirspilið. Enginn
klappaði fyrir þessari uppákomu og
Eggert kom aldrei til Akureyrar fram-
ar.
Það er ekki algengt að söngvari gefi
áheyrendum langt nef eins og Eggert
gerði fyrir norðan. Hitt á sér stað mun
oftar að áheyrendur púi á söngvara.
Nærtækt dæmi um það er þegar Ma-
dame Butterfly eftir Puccini (1858-
1924) var sýnd í fyrsta sinn. Hér á
landi verður hún frumsýnd 10. nóv-
ember, og hlakka eflaust margir til. En
heimsfrumsýningin átti sér stað árið
1904, og lá við öngþveiti í salnum því
áheyrendur tóku óperunni svo illa.
Fljótlega eftir að sýningin hófst var til
dæmis öskrað: „Þetta er gamalt drasl;
við viljum heyra eitthvað nýtt!“ Gerð
voru einnig hróp að sjálfri prímadonn-
unni, en það var Rosina Storchio sem
var ein ífemsta söngkona síns tíma. Á
sýningunni var hún í víðum kjól og þá
æptu áheyrendur: „Hún er ólétt, hún er
ólétt, ligga ligga lá!“ Og svo þegar
hún birtist með bam í fanginu nokkru
síðar var gargað: „Ulla bjakk, þetta er
hóruungi sem hún heldur á. Oj bar-
asta!!“ Rosina söng illa það sem eftir
var sýningarinnar, enda var hún með
grátstafma í kverkunum. Puccini var
líka niðurbrotinn en hann gaf þó ekki
árar í bát. Eftir að hann hafði jafnað
sig nokkru síðar hófst hann handa við
að endurbæta óperuna, og skipti þá
engum togum að hún hlaut frábærar
viðtökur og hefur verið vinsæl allar
götur síðan.
I stuttu máli fjallar Madame Butt-
erfly um saklausa, japanska stúlku
sem er táldregin af roggnum, amerísk-
um sjóliðsforingja. Hann leikur sér að
tilfinningum hennar, og á endanum
styttir hún sér aldur. Operan er því
hinn mesti harmleikur og fella margir
tár sem á hana hlýða. Hún er líka sér-
lega vel heppnuð tónsmíð, dramatísk
og ein áheyrilegasta sinnar tegundar.
Líkt og ameríski sjóliðsforinginn
var Puccini mikill kvennamaður.
fyrir kattarnef. Nágrann-
arnir urðu vitni að öllu
saman, og hófst nú mikill
kjaftagangur. Að lokum
þoldi örvingluð þjónustu-
stúlkan ekki illgimi þorps-
búa, og líkt og í Madame
Butterfly stytti hún sér aldur. Harmi
slegin fjölskylda hennar lét þá kryfja
líkið og í ljós kom að hún var hrein
mey. I beinu framhaldi var Elvira
kærð; hún tapaði málaferlunum og var
fundin sek um meiðyrði og fyrir að
hafa hótað stúlkunni lífláti. Hún var
dæmd til fangelsisvistar en þurfti samt
ekki að afplána hana því sættir tókust í
málinu. Puccini borgaði nefnilega
fjölskyldu þjónustustúlkunnar offjár,
og var málið látið niður falla.
Puccini var glæsimenni og þótti
hrokafullur. Hann hafði líka efni á því
enda virtur og dáður sem tónskáld. Er
hann var í Berlín, eins og stundum
kom fyrir, sat hann gjaman á kaffihús-
inu „undir linditrénu". Þar sá ungur ís-
lenskur námsmaður hann oft, en það
var Árni Kristjánsson píanóleikari.
Lýsir hann honum svo að hann hafi
verið mikill herramaður, ávallt snyrti-
lega klæddur, fínn með sig og með
rándýran hatt á höfðinu. Enda eltu
konumar hann á röndum. ■
Gríðarleg að-
sókn að Þjóð-
leikhúsinu
Þessa dagana er mikið álag á
miðasölu Þjóðleikhússins því segja
má að slegist sé um rniða á leikrit
Ólafs Hauks Símonarsonar Þrek
og tár og barna- og fjölskylduleik-
ritið Kardemommubœirm. Uppselt
er á næstu tíu sýningar á Kardem-
ommubænunt og sömu sögu er að
segja um leikrit Ólafs Hauks, þar er
svo til uppselt á næstu tíu sýningar,
út allan nóvember, nema örfá sæti á
síðustu sýningarnar í mánuðinum.
Fólki er þó bent á að stundum er
hægt að fá ósóttar pantanir þegar
nær dregur sýningum.
Þá er einnig mikil aðsókn að
leikriti Jim Cartwrights Taktu lag-
ið Lóa! á Smíðaverkstæðinu en
sýningar nálgast nú þrjátíu og fer
þeim senn að fækka þar eð rýma
verður fyrir næsta verkefni, sem er
breska leikritið Leigjanditm eftir
Simon Burke.
Leikrit Guðmundar Steinssonar
Stakkaskipti verður sýnt á Stóra
sviðinu fram í iniðjan næsta mánuð
en verður þá ab víkja fyrir næstu
frumsýningu, sem er nýjasta leikrit
Arthurs Miller Glerbrot. Leik-
stjóri í Glerbrotum er Þórhildur
Þorleifsdóttir en með stærstu hlut-
verk fara Guðrún S. Gísladóttir,
Sigurður Sigurjónsson og Arnar
Jónsson.
Á Litla sviðinu standa yfir sýn-
ingar á þýska leikritinu Söimum
karlmaimi eftir Tankred Dorst og
verður það sýnt allan nóvember-
mánuð en æfingar eru hafnar á
næsta verkefni, sem er bandaríski
gamanleikurinn Kirkjugarðsklúbb-
uritm eftir Ivan Mancheli. Verður
það leikrit frumsýnt um áramót.
Þá er barnaleikritið Lofthrœddi
örninn hann Örvar sýnt um þessar
mundir á barnaheimilum og í
grunnskólum en unnt er að panta þá
sýningu á skrifstofu Þjóðleikhúss-
ins. Hefur hún notið mikilla vin-
sælda hjá yngstu áhorfendunum.
Ib Lanzky-Otto er einleikari á Sin-
fóníutónleikum á fimmtudags-
kvöld.
■ Sinfóníutónleikar
annað kvöld
Mozart,
Þorkell,
Haydn og
Bartok
Fimmtudagskvöldið 2. nóvember
verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar
Islands í Háskólabíói og hefjast þeir
klukkan 20.00. Hljómsveitarstjóri
verður Gunnsteinn Olafsson.
Fyrsta verk sem flutt verður á tón-
leikunum er sinfónía nr. 103 eftir
Haydn. Þetta er næstsíðasta sinfónía
Haydns og þegar hún var frumflutt ár-
ið 1795 var henni svo vel tekið að
endurtaka þurfti andante kaflann.
Á efnisskrá er einnig Homkonsert
nr. 2 eftir Wolfgang Amadeus Moz-
art. Konsertinn, ásamt þremur öðrum
hornkonsertum, var saminn fyrir
Ignaz Leitgelb, sem hafði verið hom-
leikari í Salzburghljómsveitinni en var
nú orðinn ostakaupmaður í Vínarborg.
Margt bendir til þess að Mozart hafi
ekki haft mikið álit á honum sem tón-
listannanni þótt gott hafi verið að leita
til hans þegar fjárhagsörðugleikar
steðjuðu að. Á titilblað verksins skrif-
aði Mozart að hann hefði séð aumur á
Leitgelb, asnanum, uxanum og fíflinu
að tama.
Eitt íslenskt verk er á tónleikunum.
Er það Rúnir, konsert fyrir horn og
hljómsveit eftir Þorkel Sigurbjörns-
son. Þorkell er eitt þekktasta og af-
kastamesta tónskáld Islendinga. Hann
samdi Rúnir að beiðni Ib Lanzky-
Otto og Fílharmóníunnar í Stokk-
hólmi og var konsertinn frumfluttur
þar í nóvember síðastliðnum.
Tónleikum Sinfóníunnar lýkur með
Danssvítu eftir Bela Bartok, en hún
var samin árið 1923 í tilefni þess að
fimmtiu ár vom liðin frá sameiningu
borgarhlutanna Buda, Pest og Obuda í
höfuðborg landsins.
Einleikari á tónleikunum er Ib
Lanzky-Otto. Hann fæddist í Dan-
mörku en dvaldi hér á landi fram til
unglingsára. Ib brautskráðist frá Tón-
listarháskóla Stokkhólms 1962. Hann
hefur verið fyrsti hornleikari Stokk-
hólms Fflharmóníunnar frá 1967. Ib
hefur komið fram sem einleikari með
hljómsveitum í Evrópu, Bandaríkjun-
um og Kanada, einnig hefur hann tek-
ið virkan þátt í flutningi kammertón-
listar. Hann hefur hljóðritað fyrir út-
gáfufyrirtækin BIS, Caprice og Unic-
om.
Ný bók^eftir
Jonas Arnason
Út er komin hjá Hörpuútgáfunni á
Akranesi ný bók eftir Jónas Árna-
son rithöfund, sem hann nefnir
Furður ogfeluleikir. Á síðasta ári
kom út eftir Jónas bókin Jónasar-
limrur og hlaut frábærar viðtökur.
Allir landsmenn þekkja leikrit og
söngva Jónasar sem hafa svo sann-
arlega snortið þjóðarsálina. Bókin er
barmafull af skopi, en alltaf er samt
stutt í alvöruna hjá höfundinum, eins
og í öðmrn verkum hans.