Alþýðublaðið - 08.11.1995, Qupperneq 1
■ Amnesty á Islandi minnist 12
ára baráttumanns sem var
myrtur í Pakistan
Akall gegn
barnaþrælkun
Félagar í fslandsdeild Amnesty Int-
emational, sem starfað hafa að máli Iq-
bal Masih um nokkurt skeið, hafa látið
prenta póstkort með mynd af honum
ásamt ákalli
til ríkisstjóm-
ar Pakistans.
Foreldrar
drengsins
seldu hann í
þrældóm árið
1986, en þá
var hann
fjögurra ára
gamall. Árið
1992 fræddist
Iqbal um rétt-
indi sín og í
framhaldi af
því neitaði
hann að snúa
aftur til „eig-
enda sinna“
og gerðist
baráttumaður
gegn þræla-
haidi barna.
Sunnudaginn 16. apríl var Iqbal skot-
inn til bana. Að mati Amnesty Intema-
tional ber morðið keim af samsæri
voldugra viðskiptafjölskyldna, stjóm-
málahópa og lögregluyfirvalda staðar-
ins, enda er að finna önnur fordæmi
um hótanir og morð frá þessum aðil-
um. Amnesty International skorar á
ríkisstjóm Pakistans að vinna að vemd-
un bama og allra þeirra sem berjast
gegn bamaþrælkun og draga þá sem
myrtu Iqbal Masih fyrir rétt svo og þá
sem skipulögðu morðið. Þeir sem vilja
leggja Amnesty International lið í
þessu máli em hvattir til að koma mót-
mælum sínum á framfæri við forsætis-
ráðherra Pakistans, Benazir Bhutto.
Kortin er hægt að nálgast á skrifstofu
íslandsdeildar Amnesty Intemational,
Hafnarstræti 15, Reykjavík. Einnig
liggja kortin frammi á ýmsum kaffi-
húsum borgarinnar.
■ Virkjanir vegna
stækkunar álversins
Iqbal litli var seldur í
þrældóm, fjögurra
ára gamall. Tíu ára
hóf hann baráttu
gegn barnaþrælkun
en var myrtur í vor.
Kosta 2,5
milljarða
Með ákvörðun Alusuisse-Lonza um
að ráðist verði í stækkun álversins í
Straumsvík er ljóst að öll umframorka í
kerfi Landsvirkjunar fullnýtist þegar
stækkunin verður gangsett. Landsvirkj-
un hefur því ákveðið að hefja virkjunar-
ffamkvæmdir sem kosta munu 2,5 millj-
arða króna og kalla á 440 ársverk til
aldamóta. Þar af eru 260 ársverk á
næstu tveimur ámm. Þær ífamkvæmdir
sem Landsvirkjun ræðst í vegna stækk-
unar ISAL em stækkun Blöndulóns, 5.
áfangi Kvíslaveitu og 35 MW aflaukn-
ing í núverandi Búrfellsstöð, auk þess
sem settir verða upp raðþéttar í há-
spennulínur. Orkuþörf hins nýja ker-
skála álversins verður um 947 GW
stundir á ári og aflþörfm um 110 MW.
Til samanburðar má geta þess að heild-
arraforkusala Landsvirkjunar í fyrra
nam um 4.250 GW stundum. Á fundi í
gær samþykkti stjóm Landsvirkjunar
þær breytingar á orkusölusamningi milli
Landsvirkjunar og ISAL sem gera á
vegna stækkunar álversins. Gert er ráð
fyrir að orkusala vegna stækkunarinnar
hefjist í árslok 1997 og að samningurinn
gildi til ársins 2014, en þá verði til stað-
ar gagnkvæm heimild til framlengingar
um 10 ár til viðbótar. Umsamið orku-
verð úl stækkunarinnar ræðst á hveijum
tíma af verði áls á alþjóðamarkaði. Gert
er ráð fyrir að það orkuverð gildi einnig
fyrir verksmiðjuna í heild ffá 1. október
árið 2004. Samkvæmt frétt frá Lands-
virkjun er samningurinn mjög hagstæð-
ur jafhvel þótt heimsmarkaðsverð á áli
verði mun lægra í framtíðinni en nýjustu
álverðsspár gera ráð fyrir.
■ Landsfundur Kvennalistans um næstu helgi
Skiptar skoðanir
- segir Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður.
,,Ef það verður rifist um eitthvað á
landsfundinum þá verður það helst
um þessi framtíðarmál. Það eru ákaf-
lega skiptar skoðanir á því hvernig
beri að halda áfram. Hvort Kvenna-
listinn eigi að halda áfram með
óbreyttum hætti, taka upp samstarf
við aðra eða breyta um baráttuaðferð-
ir,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir al-
þingismaður í samtali við blaðið.
Landsfundur Kvennalistans verður
haldinn að Nesjavöllum um næstu
helgi undir yfirskriftinni: Kvennapól-
itík - hvað nú? Búist er við að hátt í
eitt hundrað konur sæki fundinn en
rétt til setu þar hafa allar konur sem
skráðar eru félagar í Kvennalistanum.
„Við munum meta stöðuna. Hvar
íslensk kvennabarátta er stödd, hvar
Kvennalistinn er staddur í þeirri bar-
áttu og hvemig eigi að halda áfram.
Ég á von á að það verði mikil og fijó
umræða um þetta allt saman. Þá er
ákveðinn hópur sem vill ræða út-
skiptaregluna því umræðum um hana
lauk ekki á síðasta kjörtímabili. En
ég lít nú svo á að það sé ekki 'mál
sem brennur á okkur. Það er miklu
um framtíðamnál
brýnna að ræða hvar við stöndum og
hvemig við viljum halda áfram. Þessi
samvinnu- og sameiningarmál verða
án efa upp á borðinu en hins vegar á
ég ekki von á að ákvarðanir teknar
um þau mál á landsfundinum. Ég
reikna með að við tökum okkur góð-
an tíma í að skoða þetta, enda höfum
við tíma fram að næstu sveitarstjóm-
arkosningum," sagði Kristín Ást-
geirsdóttir.
Kristín: Ræðum um hvar
við stöndum.
■ Norðmenn og Rússar herða kröfurnar í Smugudeilunni
■ Stækkun álversins í Straumsvík - Iðnaðarráðu-
neytið tók frumkvæði að viðræðum í febrúar
Ólöf Kolbrún Harðardóttir í hlutverki hinnar
ógæfusömu Madame Butterfly sem að lokum
kýs að deyja fremur en lifa án mannsins sem
hún elskar. íslenska óperan frumsýnir þessa há-
dramatísku óperu Puccinis á föstudagskvöld.
mynd E.ÓI.
- segir Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi iðnaðarráðherra.
„Ég fagna þessari niðurstöðu um
stækkun álversins. Þetta sýnir að það
var kórrétt sú ákvörðun sem við tók-
um í febrúar að íslendingar hefðu
frumkvæðið að því að reyna að knýja
þessa lausn fram, sagði Sighvatur
Björgvinsson fyrrverandi iðnaðarráð-
herra í samtali við blaðið um stækkun
álversins.
„Þá tók ég þá ákvörðun lfka að láta
þá menn vinna að þessu sem hafa
mesta reynslu í þessum samningum
og eru vel þekktir meðal álmanna,
einkum og sér í lagi þeir Jóhannes
Nordal og Geir Gunnlaugsson. Nú-
verandi ráðherra hefur haldið áfram
eftir sömu línum og það hefur borið
árangur. Ég er mjög ánægður með
það“, sagði Sighvatur.
Þegar Sighvatur ákvað í febrúar að
Islendingar tækju frumkvæðið í við-
ræðum um stækkun álversins var hann
mjög varkár í öllum yfirlýsingum um
hvort af stækkun yrði. En var hann þá
strax vongóður urn að málið gengi
upp?
„Það gat maður aidrei vitað. Það
voru vangaveltur í gangi um hvort
þeir meintu þetta í alvöru eða hvort
þeir væru að hugsa um að varðveita
sína stöðu sem fyrstir í biðröðinni.
Þetta gat því brugðið til beggja vona
og gat það allan tímann. En það er
enginn vafi á að þessi kostur að
stækka ÍSAL er hagkvæmasti kostur
sem til er í heiminum núna um aukna
álífamleiðslu ef menn leggja út í það á
Sighvatur: Gat brugðið til beggja
vona.
annað borð. En ég þakka þessa lausn
ekki síst þeim embættismönnum sem
hafa verið í þessum samningum fyrir
iðnaðarráðuneytið bæði í minni tíð og
nú. Þeir hafa unnið mjög gott verk. Ég
taldi það rétt og tel það einnig rétt af
Finni Ingólfssyni, að ráðherrar væru
heldur til hlés meðan embættismenn
væru að vinna að málinu. Finnur var
mjög varkár í yfirlýsingum meðan
unnið var að málinu og ég tek ekki
undir gagnrýni á að hann opinberaði
þetta á ríkisstjórnarfundi fyrir
skömmu. Það er eðlilegt að ráðherra
geri ríkisstjórn grein fyrir því þegar
samningar eru að nást,“ sagði Sighvat-
ur Björgvinsson.
Þetta var
kórrétt
ákvörðun
Litlar líkur á samn
Svo virðist sem mikil tregða sé hjá
Rússum og Norðmönnum að veita Is-
lendingum veiðiheimildir svo nokkru
nemi í Smugunni. Samkvæmt heim-
ildum Alþýðublaðsins reyna fulltrúar
íslenskra stjórnvalda að toga veiði-
heimildir upp fyrir 10 þúsund tonn á
ári í samningaviðræðum embættis-
manna landanna, en árleg veiði ís-
lenskra togara f Smugunni hefur ver-
ið um 30 þúsund tonn á ári.
í fréttum Sjónvarpsins í fyrrakvöld
sagði að samkvæmt heimildum
fréttastofunnar vildu Rússar ekki
veita Islendingum nema átta þúsund
tonna kvóta í Smugunni auk viðbótar
að uppfylltum vissum skilyrðum. Þá
yrði íslenskum togurum bannað að
nota flottroll við veiðamar.
Þegar Alþýðublaðið bar þessa frétt
undir Kristján Ragnarsson formann
LÍÚ kvaðst hann ekkert hafa um mál-
ið að segja. Honum hefði verið skýrt
frá gangi samningaviðræðna í trún-
aði.
„Það er enginn samningur kominn
og þær tölur sem menn hafa verið að
þreifa fyrir sér með eru alls ekki end-
anlegar. Mér fannst þessi frétt Sjón-
varpsins skot út í loftið en menn hafa
verið að kasta milli sín tölum sem
engin sérstök innistæða hefur verið á
bak við. Um tíma voru menn með
tölur sem er ljóst að voru langt frá
því sem Norðmenn og Rússar geta
samþykkt," sagði Steingrímur J.
Sigfússon alþingismaður og fulltrúi í
sjávarútvegsnefnd Alþingis í samtali
við blaðið.
En þurfum við að semja við Rússa
og Norðmenn um þessar veiðar?
„Það er auðvitað spurningin. Menn
geta vissulega deilt um það. Alla
vega hljóta að vera einhver neðri
mörk í því sem borgar sig tyrir okkur
ingum
að fara frekar en að gera þá bara eng-
an samning og halda þessum veiðum
áfram. Hvert árið sem við eru að
veiða þarna fyrir marga milljarða
króna skiptir miklu máli. En menn
hafa kannski verið að velta fyrir sér
möguleikum að ná heildarsamkomu-
lagi um þessi deilumál,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon.
Samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins er talið ólíklegt að samning-
ar náist um Smuguveiðar fslendinga
eins og staðan í viðræðunum fulltrúa
íslendinga, Norðmanna og Rússa er
nú.