Alþýðublaðið - 08.11.1995, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
gismann
engur
il?
„Aftur og aftur
kemur það fram
að Jón Baldvin
virðist hafa
haft fest trú á
þetta kerfi, sov-
étkerfið á ung-
um aldri. Það
eru athyglis-
verðar upplýs-
ingar," segir
Svavar Gests-
son í öðrum
hluta greinar
sinnar.
Hvor er betri/verri, Marx
eða Crosland?
Hann segir að háskólaár hans hafi
farið mestan part í að aflæra hindur-
vitnin sem menningarvitar íslenskra
sósíalista höfðu innrætt ungum fslend-
ingum í nafni háleitra hugsjóna og rót-
tækni. Aumingja kallinn! Hann segir
að hann hafi bjargast í land af því að
hann las bók eftir C.A.R. Crosland um
framtíð jafnaðarstefnunnar. Eftir því
sem Jón lýsir bókinni þá dreg ég það
mjög í efa að hann hafi nokkun tíma
lesið hana. Ég
lagði það hins
vegar á mig að
lesa hana. Jón
Baldvin er
skemmtilegri rit-
höfundur en
Crosland.
Gallinn við
bók Croslands er
meðal annars sá
að hann taldi að
þjóðfélag hins
blandaða hag-
kerfis væri end-
anlega fullkomið
þjóðfélag með
velferðarkerfi
sem myndi stöð-
ugt fara vaxandi
á næstu árum og
áratugum með
stórvaxandi tekj-
um og að aðal-
vandi þessa þjóð-
félags yrði ekki
atvinnuleysi
heldur stórvax-
andi verðbólga.
Svona sá
Crosland fram-
tíðina: „Full at-
vinna hefur kom-
ið í stað atvinnu-
leysis. óstöðugleiki er minni, hagvöxt-
ur er meiri... Og það er mín skoðun
að vöxturinn muni halda áfram og að
framtíðin muni fremur einkennast af
verðbólgu en af atvinnuleysi." Cros-
land telur kenningar Marx úr sér
gengnar þá strax fyrir fjörutíu árum;
einkum kenningar hans um hmn kap-
ítalismans. Sú kenning byggðist, eins
og kunnugt er, á því að með þróun
hins kapítalíska þjóðfélags yrði fjöld-
inn stöðugt fátækari og fátækari uns
aðstaða hans yrði óþolandi og hann
væri neyddur til þess að grípa til þess
að gera byltingu, beita valdi fremur en
að bíða eftir þeim úrræðum sem unnt
væri að knýja fram með kosningum.
Það hefur komið í ljós að kenninga-
smiður Jóns Baldvins hefur semsé að
flestu leyti haft rangt iyrir sér. I fyrsta
lagi viðurkenna allir í dag að vöxtur-
inn getur ekki haldið áfram óhindrað-
ur, eins og Crosland spáði. Afram-
haldandi hagvöxtur í heiminum eins
og sá hagvöxtur sem verið hefur síð-
ustu áratugi mun kaffæra heims-
byggðina í mengun og umhverfis-
vanda. I öðru lagi liggur fyrir að at-
vinnuleysið hefur farið vaxandi en
verðbólgan minnkandi og að atvinnu-
leysið hefur ekki minnkað þó að hag-
vöxturinn hafi aukist. Kapítalisminn
hefur að vísu ekki hrunið eins og
Marx spáði, en hann hefur molnað
niður hægt og bítandi. I dag er kapítal-
isminn hvergi í framkvæmd hreinn og
ómengaður. Alls staðar hafa mennimir
gripið inn í og lagað umhverfið með
félagslegum aðgerðum af einhverju
tagi. Það viðurkenna allir að hreinn
kapítalisminn er ekki framkvæman-
legur.
Það er jafnframt ljóst að haldi at-
vinnuleysið áfram að vaxa er hætta á
því að samfélag okkar farist sem slfkt
hvaða merkmiða sem það hefur á sér
- kapítalisma eða eitthvað annað. Sú
þjóðfélagsgerð sem byggist á því að
helmingur þjóðar lifi í vellystingum
en hinn helmingurinn sé á hungurstig-
inu - sú þjóðfélagsgerð hlýtur að
hrynja. Þetta við-
urkenna allir.
Þess vegna er
næsta víst að
þjóðir Vestur-
landa verða fyrr
en seinna að
grípa til sértækra
aðgerða sem
trufla framrás
markaðarins til
þess að halda
uppi atvinnu.
Einn aðalvandi
Alþýðuflokksins
á seinni árum er
að mínu mati
einmitt sá að
hann hefur gert
of lítið til þess að
halda niðri at-
vinnuleysinu.
Hann var of
kærulaus gagn-
vart atvinnuleys-
inu og atvinnu-
leitendum. Hann
fæst ekki til að
viðurkenna þá
staðreynd að at-
vinnuleysið er
glæpur sem við
berum öll saman
ábyrgð á en ekki
bara hinn atvinnulausi.
f kverinu bendi ég á þennan veru-
leika og á ýmsar leiðir til þess að
draga úr atvinnuleysi. Ég segi ekki að
það sé auðvelt að afnema atvinnu-
leysi. Atvinnuleysi er að einhverju
leyti óhjákvæmilegur fylgifiskur
markaðshagkerfisins. Sem andsvar við
því em tvær leiðir færar; önnur er virk
atvinnustefna stjórnvalda og hin er
gott þjónustukerfi við atvinnulaust
fólk sem gerir því kleift að standa
upprétt á hverjum tíma. Hvorugu
sinnti Alþýðuflokkurinn í síðustu rík-
isstjóm.
Og að lokum til skemmtunar um
Crosland sem segir ennfremur í bók
sinn, bls. 7: „í dag hefur kapítalíska
viðskiptastéttin tapað stjórnunarað-
stöðu sinni.“ Hvílfk blinda: Aldrei
hefur kapítalíska viðskiptastéttin haft
önnur eins völd og um þessar rnundir
því að hið almenna kapítalíska samfé-
lag árið 1995 er borið uppi af við-
skiptastéttinni. Er vandséð hvor er
fjær raunveruleikanum í dag Karl
Marx eða Anthony Crosland; nema
Marx sé frekar vorkunn af því að hann
var uppi á síðustu öld, en Crosland er
lærifaðir Jóns Baldvms Hannibalsson-
ar að hans eigin sögn seint á tuttug-
ustu öldinni. Mér sýnist þetta allt sýna
að Jón Baldvin hafi á ungum aldri fest
trúnað á kenningar sem voru að
minnsta kosti jafnvitlausar og þær sem
hann þykist hafa yfirgefið.
Bók Croslands er ágæt greining á
þjóðfélagi og þjóðfélagsviðhorfum
breskra sósíalista og margt í þeirri bók
er þannig að ég er sammála því en ég
dreg hins vegar í efa, eins og áður seg-
ir, að Jón Baldvin Hannibalsson hafi
nokkurn tíma lesið þessa bók. Auk
þess em sumar kenningar bókarinnar
arfavitlausar eins og sýnt hefúr verið
fram á. Það skiptir hins vegar ekki
máli. Núna er Jón Baldvin þeirrar
skoðunar að þessi bók, sem hann las
kannski aldrei eða að minnnsta kosti
illa, hafi bjargað honum úr andlegum
hafvillum. Ég, segir hann, var komm-
únisti; ég var félagi í Alþýðubandalag-
inu. En ég skipti um skoðun. Og hann
talar eins og nýfrelsaður heilagsanda-
hoppari: „Það er deginum ljósara að
lífsskoðun og sannfæring íslenskra
kommúnista og jafnaðarmanna voru
eins og dagur og nótt. Merkingarlaust
hugtakamoð eins og „sameining
vinstrimanna" og „félagshyggjuafla"
gat ekki breitt yfir það. Jón Baldvin
átti ekkert erindi í flokkinn með
Magnúsi Kjartanssyni, né með Svav-
ari Gestssyni ritstjómarfulltrúa hans.“
Ó, hallelúja.
Þökk sé Kjartani Ólafssyni
Hérna er óhjákvæmilegt að gera
nokkrar sögulegar athugasemdir. Jón
Baldvin Hannibalsson sótti það af
mikilli hörku að verða þingmaður
þessa vonda Alþýðubandalags 1967;
eftir að sinnaskiptin höfðu átt sér stað
að hans sögn í dag. Ég tel því að
greinar Jóns upplýsi ekki aðeins að
hann hafi lesið Anthony Crosland illa
heldur hafi hann kosið að gleyma
sinni eigin sögu því hann og félagar
hans sóttu það mjög fast að Jón Bald-
vin yrði meðþingmaður hins vonda
Magnúsar Kjartanssonar á Alþingi
1967. Um það varð mikill ágreiningur
í Alþýðubandalaginu í Reykjavík á
þeim tíma. Andstæðingar Jóns Bald-
vins Hannibalssonar í þeim átökum
vom ekki Magnús Kjartansson, Guð-
mundur Hjartarson né Lúðvfk Jóseps-
son. Þeir vom allir hlynntir því að Jón
Baldvin yrði í öðm sæti framboðslist-
ans. Að ekki sé minnst á Guðrúnu
Helgadóttur sem henti frá sér flokks-
skírteininu þegar hún sá hvað verða
vildi á Tónabíósfundinum fræga. Nei,
staðreyndin er sú að þeir Jón Baldvin
og félagar sóttu það af miklum ákafa
að hann yrði einmitt þingmaður þeirr-
ar hreyfingar sem hann segist núna
hafa verið orðinn á móti á þeim tíma.
Það vom hins vegar minni spámenn
eins og til dæmis ég sem vom andvíg-
ir því að Jón Baldvin yrði þingmaður
okkar. I þeim hópi var einnig maður
eins og Guðmundur J. Guðmundsson,
maður eins og Jón Snorri Þorleifsson
og í þeim hópi var þó fremstur meðal
jafningja Kjartan Ólafsson. Ráð hans
og þrautseigja, skipulagshæfni og pól-
itískt innsæi réðu úrslitum um það að
þessum hugmyndum um Jón Baldvin
sem þingmann Alþýðubandalagsins
var hafnað. Jón Baldvin var ekki boð-
inn fram í það skiptið. Til að hefna sín
stofnaði Jón Félag Alþýðubandalags-
manna í Reykjavík og nágrenni. Hann
varð sjálfur formaður þess. Hann er
sennilega formaður þess ennþá.
Mikið má Jón Baldvin vera þakklát-
ur Kjartani Ólafssyni.
Fornaldarfnykur
í greinum Jóns Baldvins kemur
fram ótrúlegt magn af snjöllum stór-
yrðum sem ástæða er að halda til
haga. Hins vegar er kannski líka
ástæða til að spyrja sig að því hvort
slíkur stóryrða/fúkyrðaflaumur geti
kallast gott sameiningartilboð jafnað-
armanna og/eða vinstrimanna á ofan-
verðri tuttugustu öld? Það eru bara
tuttugu ár í þá nýju öld sem kemur
þegar hundrað ár em liðin ffá því að
Jónas frá Hriflu lagði gmnninn að því,
sem hann síðar kallaði í grein árið
1919, nýjan landsmálagmndvöll. Þann
nýja landsmálagmndvöll þurfum við
Jón Baldvin að finna helst báðir sam-
an, áður en við verðum hættir í pólitík
eða dauðir nema hvort tveggja sé.
Stóryrðin í greinum Jóns Baldvins
Hannibalssonar em með ólíkindum og
það er vert að halda þeim til haga þó
að það sé ekki nema af málsögulegum
ástæðum. Hann talar um þá hreyfingu
sem hann vill hafa samstarf við núna,
þannig að hreyfingin hafi verið „úrelt
hugmyndagóss nítjándu aldar marx-
isma“, hann segir að af þessari hreyf-
ingu hafi lagt „nálykt“, hún hafi
„stundað hjáfrœði“, hafi verið „les-
blind á samtiðina". Hún var í þokka-
bót „sovéttrúboð“ og lagði sér til
munns „hugmyndafræðilega nagla-
súpu“ og af henni var „fortíðarfnyk-
ur“, enda stefnan byggð á „óheiðar-
leika og fáfræði“, félagarnir voru
„ uppfullir af kiljönskum sjálfsbirg-
ingi“, „ólu á tortryggni t garð vest-
rænna ríkja“ og „voru einskonar end-
urómur rómantískrar þjóðemishyggju
sem samanstóð af Danahatri og þjóð-
rembu“ enda lifðu þeir „við andlegan
skrínukost við að viðhalda sjálfslyg-
inni.“
Ef það er fortíðarfnykur af ein-
hverju, þá er það af svona málflutn-
ingi, minni kæri Jón.
Evrópskur, klassískur
eða raunverulegur?
Þetta stóryrðagóss nítjándu aldar-
innar sem Jón Baldvin Hannibalsson
skreytir greinar sínar með, segir
kannski allt sem segja þarf um líðan
hans. Jón Baldvin gefur sér það svo til
hægðarauka að sá sem hér heldur á
penna hafi haft allt aðrar skoðanir en
hann hefur nokkurn tíma haft. Jón
Baldvin hann segir til dæmis: „Hvers
vegna er jafnaðarstefnan svona mikil-
væg fyrir tuttugustu og fyrstu öldina
fyrst Svavar sjálfur, samstarfsmenn
hans og forverar hafa verið við fátt
jafnuppteknir á tuttugustu öldinni og
að vara við og berjast gegn jafnaðar-
stefnunni sem svikum og undanbrögð-
um frá hugsjón sósíalismans?" Þessi
spurning Jóns Baldvins er byggð á
grundvallarmisskilningi.
I lyrsta lagi er það þannig að bæði
ég og samstafsmenn mínir hafa á und-
anfömum árum og áratugum verið að
beijast fyrir framkvæmd og hugsjón-
um jafnaðarstefnu meðan Alþýðu-
flokkurinn hefur gengið á svig við þær
- svo pent sé til orða tekið - á stórum
tímabilum ævi sinnar. I því sambandi
bendi ég á viðreisnarárin sem enduðu
með landflótta og atvinnuleysi. Og
það sem nærtækara er: Ég bendi á síð-
asta kjörtímabil þegar Alþýðuflokkur-
inn hafði hlaupið frá vinstri stjóm sem
hafði meirihluta 1991 og kaus að
vinna með Sjálfstæðisflokknum, með-
al annars við að spilla verulega ís-
lenska velferðarkerfinu. Þá kom það í
okkar hlut að safna liði til stuðnings
velferðarkerfinu og hugsjónum jafn-
aðarstefnunnar í raun. Það varð líka
hlutverk okkar þrátt fyrir andstöðu
mjög margra að reyna að halda uppi
og koma á nútúna velferðarkerfi á Is-
landi á ámnum eftir 1980 og á áranum
1971-74 oft í fullri andstöðu við Al-
þýðuflokkinn. Staðreyndin er sú að
Alþýðuflokkurinn á svo að segja ekk-
ert í velferðarkerfinu á íslandi ffá síð-
ustu áratugum ef frá eru skilin þau
mál sem Magnús H. Magnússon beitti
sér fyrir meðan að hann var félags-
málaráðherra.
Jón Baldvin spyr í grein sinni hvort
hægt sé að taka svona menn trúanlega
eins og Svavar Gestsson sem að segist
vera allt í einu orðnir jafnaðarmenn.
Staðreyndin er auðvitað sú að þessi
spuming Jóns er byggð á þeim grand-
vallarmisskilningi sem svarað var hér
áðan, en þessar spumingar hans era
endurteknar aftur og aftur í greinum
hans og þessi spuming er á einum stað
orðuð svona: „Hvers vegna skilur
hann það allt í einu núna að jafnaðar-
stefnan sé skásta „vegahandbókin"?
Era sinnaskiptin trúverðug?"
Hér er bersýnilega ekki einasta um
að ræða grundvallarmisskilning af
hálfu Jóns Baldvins. Hann skilur ekki
að við höfum haldið uppi merki jaíh-
aðarstefnunnar en ekki hann sem ráð-
herra í átta ár. Það þurfti einlægt að
fljúgast á við hann um félagsleg mál-
efni þegar við vorum saman í annars
skemmtilegri ríkistjóm landsins. Sér-
staklega var honum uppsigað við
framlög til menntamála. Og er honum
kannski sérstaklega illa við að sá armi
Svavar Gestsson skuli hafa skrifað
greinar um jafnaðarstefnuna? Heldur
hann að Alþýðuflokkurinn hafi öðlast
einkarétt á orðinu jafnaðarstefha \ egar
hann lét breyta nafni Alþýðuflokks-
ins? Ég er satt best að segja obbolítið
montinn af því að hafa tekið örlítinn
þátt í því að spilla þessum einkarétti
Alþýðuflokksins til orðsins jafnaðar-
stefna.
Það er reyndar næstum að
segja hlægilegt þegar sumir Alþýðu-
flokksmenn reyna að gera jafnaðar-
stefnu Sjónararandar tortryggilega.
Ein aðferðin er sú að halda því
fram að ég sé ekki „raunveralegur"
jafnaðarmaður. Önnur er sú að halda
því fram að ég sé ekki „evrópskur“
jafnaðrmaður. Og enn önnur aðferðin
er sú að halda því fram að ég sé ekki
„klassískur" jafnaðarmaður. Og hvað
með það? Mín vegna má það vera
svo að ég sé hvorki evrópskur jafnað-
armaður né klassískur jafhaðarmaður.
Ég efast reyndar um að Jón Baldvin
geti skreytt sig með hinu síðamefnda.
En það er ekki aðalatriðið. Aðal-
atriðið er það að í Sjónarröndinni er
sett fram tillaga um leið jafnaðar-
stefnu út úr ógöngum og vanda ís-
lenska þjóðfélags. Spurningin er:
Hvaða tillögu hafa aðrir sett fram í
þessum efnum?
Og að lokum þessa greinarhluta er
spumingin : Hvað gengur Jóni til? Af
hverju þessi fúkyrðaflaumur? Af
hverju að reyna að bera fyrir sig bæk-
ur til að sanna að hann hafi aflært
hindurvitnin? Af hveiju að sveija allt
af sér? Af hverju að þykjast ekki
muna Tónabíósfundinn? Af hveiju viil
hann ekki ræða þá jafnaðarstefnu sem
ég reyni að gera grein fyrir í bók
minni? Vill hann enn ráða dagskránni
sjálfur? Þeinar spumingar spurði ég í
1. hlutanum og spyr nú enn. ■
Það eru bara tuttugu ár í
þá nýju öld sem kemur
þegar hundrað ár eru
liðin frá því að Jónas frá
Hriflu lagði grunninn að
því, sem hann síðar
kallaði í grein árið
1919, nýjan lands-
málagrundvöll.