Alþýðublaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 ■ Núverandi flokkakerfi á rætur allt afturtil ársins 1916, og á næsta ári fagna tveir af „fjórflokkunum" svo- nefndu áttræðisafmæli. Mörgum finnst að flokkakerfið sé komið að fótum fram og það sé í reynd löngu úrelt — en það hefur staðist allar atlögur. Kolbrún Bergþórsdóttir, sem er óþreytandi áhugamaður um pól- itík, leitaði til níu einstaklinga úr öllum áttum og lagði fyrir þá tvær spurningar. Annarsvegar: Er flokka- kerfið úrelt? Hinsvegar: Hvernig flokkakerfi vilt þú sjá á næstu öld? Er kominn tími til að kveðja f lokka- kerfi Hriflu-Jónasar? Hrafnkell A. Jónsson for- maður Árvakurs á Eskifirði Held að til verði stærri krataflokkur Að því leyti er það úrelt að það er í meginatriðutn byggt á greiningu sem varð fyrir 1920. Við búum nú í allt öðm þjóðfélagi. Hitt er svo er annað mál, að við getum horft í kringum okk- ur, farið allt vestur til Bandaríkjanna og horft á flokkakerfið þar og þá er flokkakerfi okkar nútímalegt miðað við flokkakerfi þeirra. Þar er það meira að segja þannig að flokkamir reka ólíka stefnu eftir því hvaða fylki um er að ræða. Ég er ekkert frá því að það eigi við einhver rök að styðjast að flokkakerfið sé úrelt, en ég get ekki sagt þér hvemig flokkakerfi ég vil sjá hér á næstu öld ffekar en ég hef hugmynd um hvemig þjóðfélag verður á næstu öld. Ég ætla ekki að segja að ég vilji sjá uppstokk- un. Ég held hins vegar að það verði uppstokkun. Mér finnst líklegt að þessi öfl, sem skilgreind em sem vinstri öfl, muni fyrr en seinna komast í það far að ná saman stærri fylkingu. Ég held sem sagt að það verði til stærri krataflokkur en við eigum í dag. Síðan fer það eftir kjördæmaskipan og kosningafyrir- komulagi hvemig kosningabandalög myndast. En þessari seinni spumingu er ekki hægt að svara af nokkm viti. Sigríður Stefánsdóttir bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins á Akureyri Ástæða og full þörfá uppstokkun Ég held að miðað við þær aðstæður sem ríktu þegar flokkakerfið komst fyrst á, þá hafi orðið miklar breytingar og þess vegna ástæða og full þörf á einhverri uppstokkun. Aftur á móti finnst mér ekki einfalt að sjá hvað Sigríður Stefánsdóttir: „Fólk má aldrei binda sig um of í kerfi." kæmi út úr þeirri uppstokkun. Það hef- ur verið reynt að stofna nýja flokka sem hafa átt að bjarga einhveiju, en þær tilraunir hafa mistekist. Þetta er því líka spuming um aðlögun núverandi flokka að nýjum aðstæðum. Mér finnst ekki vera til einfalt já eða nei svar við spumingunni. Ég vildi gjaman sjá flokkakerfi þar sem væm tveh til þrír nokkuð öflugir flokkar. Þannig að línumar væm skýr- ari. Við megum hins vegar aldrei búast við því að finna eitthvert endanlegt svar. Fólk má ekki binda sig um of í kerfi og þó tilraunh til að hrista upp í kerfinu hafi mistekist þá vona ég að þjóðfélagið verði þannig að fólk reyni áfram að koma með nýjar hugmyndh. Það sem ég vildi gjaman sjá á næstu öld er að vinsha fólk og félagshyggju- fólk yrðu sterkari afl í þjóðfélaginu en núer. Haraldur Ólafsson dósent Flokkarnir eins og deildir í ein- um flokki Ég held að flokkakerfið þjóni ekki þeim tilgangi sem það þjónaði fyrir þremur til fjómm áratugum. Að því leyti er það úrelt. Munur milli flokka er svo smávægilegur að það er nokkuð skoplegt að þeir skuli vera skipth. Manni finnst þeir frekar vera eins og deildir á einum flokki. Það er hins veg- ar spuming hvað em flokkar og hvað á að vera af flokkum. Það hlýtur að vera fólkið sjálft sem ákveður það. En ég held að nú sé þannig komið að sumh flokkar haldist við frekar af gömlum vana, en að þeir gegni einhverju sér- stöku afmörkuðu hlutverki. Flokkar geta haft miklu hlutverki að gegna og eiga að hafa það, en það hlýtur að fara svo að flokkakerfið stokkist upp. Ég held að viðfangsefnin verði svo breytt á næstu öld að erfitt verði að byggja á núverandi flokkum. Ég held að þá verði kannski aðallega um að ræða flokkakerfi sem stuðli að ömgg- ara og skilvhkara lýðræði. Og í öðra lagi held ég að ýmis viðfangsefni sem þurfi að leysa verði þá fremur leyst á tæknilegum grundveUi en hugmynda- legum. Sverrir Hermannsson bankastjóri Framsóknar- flokkurinn þarf að fara í endur- hæfingu Ég skal segja þér að ég hef enga sannfæringu fýrir því að flokkakerfið sé úrelt. Það veldur hver á heldur. Það er meginmálið. Auðvitað hafa hugsjón- h brenglast. Hér vom menn bundnir við ismana, en em nú sem betur fer laush úr öllu slíku ofstæki. Ég hef ótt- ast að menn bíti sig í enn nýjan Chic- agoisma Friedmans og félaga, fijáls- Hrafnkell A. Jónsson: „Ég er ekkert frá því að það eigi við einhver rök að styðjast að flokkakerfið sé úr- elt." hyggjuismann, sem ég hef óbifur á. Þar hefur verið undhgangur í mínum gamla flokki, sem hefur verið kveðinn niður á milli, en þetta er eins og með selshausinn og Fróðá, hann vill ganga upp við högginn. En ég er að vona að menn læri betur, því heilbrigð skyn- semi verður að vera í fyrirrúmi, en ekki binding við kennisetningar. Ég held að þetta flokkakerfi geti átt erindi áfram ef menn rata ekki á vilUgötur. Ég er að þessu leyti ekki nýjunga- gjam og vil bara sjá tU hvort þetta flokkakerfi getur ekki enst okkur. En menn mega bæta sig og ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi nauðsyn- lega að fara í endurhæfingu. Svo ætla ég ekki að segja meira um það. Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks í Hafnarfirði Sundrungin á vinstri væng hefur háð þjóð- félaginu í sjálfu sér er það ekki úrelt. Flokka- kerfið á hverjum tíma endurspeglar að ákveðnu marki vUja almennings. Það hefúr oft verið talað um gamla fjór- flokkinn í niðrandi merkingu. Hann hefur hins vegar sýnt sig í því að standa af sér flest ný framboð. Ég held að það skipti ekki öllu hvort flokkur sé stofn- aður fyrr eða síðar, heldur hlýtur gengi hans að fara eftir því hvað hann stendur fyrir. Flokkar hafa náttúrlega gengið í endumýjun h'fdaga. Menn hafa breytt um.stefnur og áherslur. Sumir flokkar jafhvel afneitað fortíð sinni þar sem kennisetningar þeirra hafa ekki staðist tímans tönn. Aðrir flokkar hafa ekki þurft að breyta sínum hugmyndafræði- lega gmnni þrátt fyrir að breyttir tímar kaUi á breytt vinnubrögð og nýjar áherslur. Ef við snúum okkur að næstu öld þá tel ég það hafa háð íslensku þjóðfélagi hversu sundraður vinstri vængurinn hefur verið. Við höfum mátt horfast í augu við það að við erum á mörgum Haraldur Ólafsson: „Munur milli flokka er svo smávægilegur að það er nokkuð skoplegt að þeir skuli vera skiptir." sviðum langt á eftir nágrannaþjóðum okkar, þar sem stórir jalhaðarmanna- flokkar hafa haft afgerandi áhrif á mót- un samfélagsins. Hér á landi hafa Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur haff meiri áhrif en ella, beinlínis vegna klofnings í röðum vinstri manna. Af þessu höfum við verið að súpa seyðið og virðist allt benda til að svo muni verða allt ffarn á næstu öld. Birgir Hermannsson stjómnnálafræðingur Kjördæmakerfið brenglar stjórn- málastarfið Já og nei. Vandamálið er fyrst og fremst vanhæfhi flokkanna til þess að sinna því hlutverki sínu að móta sæmi- lega heildstæða stefnu í samræmi við þau vandamál sem við er að glíma og óskir og vilja kjósenda. Af þessu leiðir að hinar eðíiiegu lýðræðislegu boðleið- ir milli kjósenda og ríkisvalds em hálf stíflaðar. Hinar félagslegu forsendur sem upp- haflega lágu flokkakerfinu til grund- vallar em horfnar, en sem skipulagðar stofhanir em flokkamir óvenju lífseigar skepnur sem lifa sínu eigin lífi. Eins og allar stofnanir af þessu toga nærast flokkamir á ákveðinni söguskoðun um mikilvægi sitt, baráttumál og glæsta sigra. Þessi söguskoðun þjónar ekki síst kröfum samtímans hveiju sinni og er skrifuð út ffá þörfum hans; flokkam- ir þurfa réttlætingu fyir tilvist sinni og mikilvægi um alla ftamtíð. Þeim sem efast um þetta er bent á greinaflokk Svavars Gestssonar sem birtist í Al- þýðublaðinu þessa dagana. Til að mynda heldur Svavar því blákalt fram að Alþýðubandalagið hafi eitt og sér með aðstoð verkalýðshreyfingarinnar (hins faglega arms baráttunnar) byggt upp velferðarkerfið hér á landi, Al- þýðuflokkurinn hafi þar hvergi komið nærri, nema kannski í eitt skipti og þá með dyggri aðstoð Alþýðubandalags- ins. Þetta em auðvitað söguleg rök fyrir tilvist Alþýðubandalagsins; sannleiks- gildi þessarar fullyrðingar skiptir ekki máli meðan menn trúa henni. Það sem menn almennt finna flokka- kerfinu til foráttu er klofningur vinstri manna. Þessi klofhingur á sér sína sögu sem hefur alla tíð skipt máli. Ef sagan mótar sjálfsmynd flokkanna og er rétt- læting á tilvist þeirra, skiptir sögulegur ágreiningur flokkanna miklu máli. Þessi saga er ekki bara í fortíðinni, heldur hfandi veruleiki í samtímanum. Þetta vill off gleymast í umræðu um klofning og hugsanlegt samstarf vinstri manna. Annars er hættan sú að beija of mik- ið á flokkunum þegar leikreglumar sem þeir starfa eftir em jafti vitlausar og raun ber vitni. Þetta á sérstaklega við um kjördæmakerfið sem brenglar allt stjómmálastarf hér á landi. Hvemig flokkakerfi vil ég sjá? Þetta er hættuleg spuming. Aðstæður em ekki þannig að við getum byijað með hreint borð og skipulegt nýja flokka ffá byijun. Fyrsta skrefið að breyttum flokkum - og hugsanlega breyttu flokkakerfi - er breytt kjördæmakerfi og jafh kosningaréttur landsmanna. Meginandstæður í íslenskum stjóm- málum em þjóðlegir íhaldsmenn og ffjálslyndir jafnaðarmenn (báðirhópar lifa góðu lffi í Alþýðubandalaginu). Það væri æskilegt að þessi öfl mynd- Sverrir Hermannsson: „Vil bara sjá Tryggvi Harðarson: „Flokkakerfið á til hvort þetta flokkakerfi getur hverjum tíma endurspeglar að ekki enst okkur." ákveðnu marki vilja almennings."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.