Alþýðublaðið - 08.11.1995, Page 7

Alþýðublaðið - 08.11.1995, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Birgir Hermannsson: „Sem skipu- iagðar stofnanir eru flokkarnir óvenju lífseigar skepnur." uðu samstæða flokka og síðan væru (þess vegna margir) flokkar þar til hlið- ar. Þetta er þó fjarlægur möguleiki og alls ekki raunhæfur í bili. Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra Sameininga- barningurinn hefur gert hið mesta ógagn Svo lengi sem ég man hafa menn verið að velta þessu fyrir sér. Spum- ingin virðist sprottin af þeirri hugsun að íslenskt flokkakerfi sé til muna af- brigðilegt. Og oft er því haldið fram að íslenskir stjómmálaflokkar séu óeðli- lega margir. Hvort sú tilgáta sé rétt að íslenska flokkakerfið sé afbrigðilegt umfram önnur er mál út af fyrir sig. Hitt stenst ekki að stjómmálaflokkar séu „óeðlilega" margir á Islandi. Stjómmálaflokkar og framboðssamtök em síst færri í nágrannalöndum okkar og hefúr í engu skaðað stjómarfarið. í fjölhyggjuþjóðfélagi er ekkert óeðlilegt við það þótt flokkaflóran sé dáh'tið skrautleg. Hins vegar skiptir það máh að pólit- íska kerfið sem heild sé stöðugt, að það ríki jafhvægi í flokkakerfinu. Stjóm- málaflokkar jjurfa að þekkja takmörk sín og vera ábyrgir gerða sinna, hvort heldur er í stjóm eða stjómarandstöðu. Ef eitthvað er afbrigðilegt við ís- lenska flokkakerfið, þá er það þetta bemskuiega agaleysi sem oft grípur um sig í flokkum og hvimpnin sem heltekur fólk ef á það er andað í innan- flokkseijum og framapoti. Þannig get- ur maður sem þjáist af homrekukennd, orðið framboðshetja, jafnvel flokksfor- maður í 3-4 ár, fyrir það eitt að móður- sýki hljóp með hann í gönur! I foður- landi lýðræðisins, Bretlandi, þekkjast ekki svona fyrirbæri, raunar ekki á Norðurlöndum heldur svo að neinu nemi. íslenska flokkakerfið er í sjálfú sér ekki úrelt, hins vegar er það ótrúlega seinþroska eins og raunar flest al- manna- og hagsmunasamtök á íslandi. íslensku flokkamir eru ekki endilega of margir. Ég sé enga brýna þörf að sam- eina þá, hvað þá að reka sameiningar- pólitík með hávaða og fyrirgangi. Sam- einingarbamingurinn hefur gert ís- lenskri pólitík hið mesta ógagn um ára- tugaskeið. Ég vona að enginn misvirði það við mig þótt ég treysti mér ekki til að svara því hvemig ég sjái fyrir mér flokka- kerfið á komandi öld. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að umbylta ríkjandi flokkakerfi að svo komnu, er ég ekki þar fyrir viss um að núverandi þing- ræðisskipulag verði við lýði þegar kemur fram á næstu öld. Það er engan veginn gefið að komandi kynslóðir líti á flokkakerfið (í okkar skilningi) sem gmndvöll lýðræðis og þingræðis. Vafa- laust má hugsa sér eitthvert annað skipulag til að velja þjóðinni löggjafa og stjómendur ríkisins. Það er reyndar ekki óhugsandi að Evrópukapítalism- inn (sem stefnt er að því að verði alls- ráðandi í okkar heimshluta á komandi öld) fái því áorkað að samfélagsrekstr- inum verði breytt í almemúngshlutafé- lag (kosningaréttur færi þá eftir hluta- bréfaeign), ellegar að öll sú starfsemi sem nú er á vegum íikis og sveitarfé- ó r n m á I Ingvar Gíslason: „Þannig getur maður sem þjáist af hornreku- kennd orðið framboðshetja, jafnvel flokksformaður í 3- 4 ár, fyrir það eitt að móðursýki hljóp með hann í gönur." laga verði boðin út á verktakamarkaði. Nú er ég ekki að segja að þetta verði svona, að minnsta kosti ekki í bráð. Hins vegar hallast ég að því að framtíð núverandi lýðræðisskipulags sé óvissu háð, ef horft er langt fram eftir næstu öld. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur Stefnan keimlfk moðsuða Meginveikleiki núverandi flokka- kerfis er sá, að stefnumótun flokkanna er veik - stefna þeirra er of oft mpð- suða margra sjónarmiða, af því að ágreiningur um mörg meginviðfangs- efni samtfmans er innan flokkanna en ekki á milli þeirra og skammtímasjón- armið em of algeng. Stundum virðist ágreiningur í þinginu ekki vera aðal- lega á milli þingflokkanna sex, heldur tveggja óformlegra flokka: lands- byggðarflokksins og suðvesturhoms- flokksins. I báðum þessum flokkum em þingmenn úr öllum þingflokkum, en landsbyggðarflokkurinn er betur settur vegna þess að íslenska kjör- dæmaskipanin mismunar kjósendum kerfisbundið eftir búsetu í meira mæli Ólafur Þ. Harðarson: „Það skiptir ekki mestu máli hvernig flokkakerf- ið lítur út heldur að flokkarnir bjóði upp á raunverulegt val um mál- efni." en í nokkm öðm þingræðislandi sem ég hef skoðað: 32 landsbyggðarþing- menn hafa 35% kjósenda að baki sér, en 65% kjósenda velja einungis 31 þingmann. Sá tæpi helmingur kjósenda Framsóknarflokksins sem býr á suð- vesturhominu kaus 4 þingmenn í vor, en hirrn helmingur kjósenda Framsókn- ar fékk 11 þingmenn. Ef stefna allra flokka er keimlík moðsuða eiga kjósendur ekkert val um málefni í kosningum. Þess vegna er lýðræðislegt lykilatriði að flokkamir bjóði upp á skýrar málefnalínur og að því megi treysta að stefhan breytist ekki stórlega frá mánuði til mánuðar. Meginveikleiki Sjálfstæðisflokksins frá þessu sjónarhomi er sá, að innan þingflokksins rúmast allar skoðanir - og það á líka við um aðra þingflokka í misríkum mæli. Nú vilja sumir sam- eina flesta eða alla aðra núverandi flokka, burtséð frá málefnaágreiningi innan og milli flokka. Slíkur sameinað- ur vinstri flokkur yrði spegilmynd af Sjálfstæðisflokki: stór, breiður flokkur allra skoðana. Báðir flokkamir myndu rúma allt pólitíska litrófið - en hvert yrði val kjósendanna um málefhi? Yrði helsta ágreiningsmál flokkanna kannski Rás 2? Annar meginveikleiki flokkanna í dag er pólitísk fyrirgreiðsla og hreppa- pólihk, sem er miklu meira áberandi á Islandi en í flestum nágrannalöndum, þó úr henni hafi dregið hér. En þetta er arfúr gamals tíma, sem ekki á heima í upplýstu nútímasamfélagi, þar sem stjómmál eiga að snúast um málefnan- legan ágreining, til dæmis um beitingu markaðslausna, skattheimtu, hlutverk ríkisvaldsins og stöðu Islands í samfé- lagi þjóðanna. Það skiptir ekki mestu máli hvemig flokkakerfið lítur út, heldur að flokk- amir bjóði upp á raunverulegt val um málefni. Langmikilvægast er að breyta kosningakerfinu og jafha vægi at- kvæða. En það væri líka til mikilla bóta að afnema að minnsta kosti opin próf- kjör (sem hvergi tíðkast í þingræðis- ííkjum nema hér). Þau leiða að vísu til meira valfrelsis kjósenda um menn - en þau veikja flokkana og stuðla senni- lega að minna valfrelsi kjósenda um málefni. Þessar breytingar myndu bæta ijór- flokkinn, þótt fleira þyrfti að koma til. En mín vegna mættu flokkamir vera þrír: fijálslyndur hægriflokkur, ftjáls- lyndur jaíhaðarmannaflokkur og loks þjóðlegur fhaldsflokkur þar sem stærst- ur hluti núverandi þingmanna ætti heima. Þjóðlegir íhaldsmemi myndu að vísu rífast innbyrðis um afstöðuna til Stalíns, en fátt annað ætti að verða þeim til sundurþykkju. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur Konur munu knýja fram uppstokkun Það er margt sem bendir tii þess að þetta kerfi sé að ganga sér til húðar. Hér ber auðvitað hæst óánægju margra með núverandi kerfi, einkum á vinstri og miðjuvæng stjómmálanna, og með- al yngri kjósenda. Mjög margir fóm á kjörstað í vor og kusu sinn gamla flokk eða einhvem flokk með hangandi hendi. I Reykjavík átti sér stað allsherj- amppstokkun fyrir síðustu sveitar- stjómarkosningar og þar varð til nýtt Auður Styrkársdóttir: „Það er margt sem bendir til þess að þetta kerfi sé að ganga sér til húðar." kerfi, tveggja flokka kerfi, með nokkuð skýmm meiningarmun. Mörgum finnst eitthvað þessu líkt vera það sem koma þarf í landsmálunum, og ég heid reynd- ar að sú þróun sé hafin. Það er raunhæft að ætla að á næstu öld verði konur mjög sýnilegar og áberandi í íslenskum stjómmálum. Þró- unin stefhir öll í þá átt og fátt ef nokk- uð getur stöðvað hana. Það eitt er auð- vitað gjörbylting á flokkakerfinu. Ég tel líka nokkuð raunhæft að ætla að konur muni bæði knýja ffarn og leiða þá uppstokkun á flokkunum sem í aug- sýn er, einfaldlega vegna þess að þær em óánægðari en karlmenn í heildina séð með sinn hlut í þessu kerfi og for- gangsröðun innan þess. Allir flokkar eiga stóran og ónýttan sjóð afbragðs stjómmálafólks þar sem konur em, og þær em óþreyttar. Innan Kvemialistans hafa rnargar konur fengið að læra á stjómmál í friði fyrir ffekum karlmönn- um og það er ómetanlegur lærdómur. Saman geta þessar konur bylt því sem þær viija. Þetta er bæði það sem ég vil sjá á næstu öld og það sem ég tel raun- hæft að segja fyrir um. ■ Opinn fundur Fyrirlestur um áhættuhegðun Opinber fyrirlestur urn áhættu- hegðun og hvemig megi meta hana verður fluttur í stofu 101 í Odda klukkan 17 í dag, miðvikudag. Fyrir- lesari er Gerald S. Wilde, PhD - Pró- fessor í sálffæði við Queen’s háskól- ann í Kanada. Fyrirlesturinn nefnist „Are you taking too much risk or too little, and how can you tell?“. Doktor Wilde mun kynna fjölmargar aðferðir við að meta áhættuhegðun. Wilde er mjög þekktur fræðimaður og hefur birt um 100 greinar, bókarkafla og bækur auk þess sem hann hefur haldið fyrirlestra í fjölmörgum löndum. Ný Ijóðabók Vandræður Komin er í verslanir ný ljóðabók eftir Hallberg Hallmundsson og nefnist hún Vandrœður. Bókin hefur inni að halda 50 stutt ljóð, sem flest fjalla um mismunandi merkingu orða. Þetta er sjöunda frumsamda ljóðabók höfundar, en auk þess hefur hann gefið út tvær bækur þýddra ljóða. I kynningu segir að Hallberg kalli Vandræður „vísur handa stálpuðum krökkum tíu til hundrað ára.“ I þeim leiki hann sér að íslensku máli og orðurn þess á léttan og spaugilegan hátt, sem hentað geti greindum böm- um en eigi þó ekki síður erindi til hinna eldri. Bókin er til sölu í helstu bókabúðum og kostar 1.090 krónur. Kynning í Árnagarði Helgisögur í handritum Stofnun Árna Magnússonar efnir til handritakynningar í Ámagarði á laugardaginn. Milli klukkan 14 og 18 verður opin sýning á handritum frá fyrri öldum í sýningarsal stofnunar- innar, einkum þeim sem tengjast kirkju og kristnidómi. Meðal handrita á sýningunni verð- ur Skarðsbók postulasagna, vandað handrit og myndskreytt frá þriðja fjórðungi 14. aldar, sem frá upphafi átti heima á Skarði á Skarðsströnd en lenti snemma á síðustu öid í einka- eign á Bretlandi. Árið 1965 keyptu íslensku bankamir handritið á upp- boði í Lundúnum, létu gera við það og binda og gáfu íslensku þjóðinni. Klukkan 16 á laugardaginn verða fluttir tveir stuttir kynningarfyrirlestr- ar í stofu 201 í Ámagarði. Þar mun doktor Ólafur Halldórsson tala um Skarðsbók postulasagna og doktor Sverrir Tómasson um íslenskar postulasögur og aðrar kirkjulegar miðaldabókmenntir. Þá gefst gestum kostur á að skoða útgáfubækur stofn- unarinnar og festa kaup á þeim með 25% afslætti. Aðgangur að sýning- unni og fyrirlestrunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Námsgagnastofnun Handbók um málfræði Ut er komin hjá Námsgagnastofn- un Handbók um málfrœði eftir Hösk- uld Þráinsson, prófessor við Háskóla Islands. Bókin er hugsuð sem hjálp- arrit bæði fyrir nemendur og kennara á gmnn- og framhaldsskólastigi. Lýðveldissjóður styrkti útgáfu bókarinnar mjög myndarlega. Hefur verið ákveðið að láta nemendur og skóla njóta þess í verðlagningu bók- arinnar og jafnframt með því að gefa bókina öllum nemendum sem nú eru í 8. bekk. I þessu skyni hafa á fimmta þúsund eintök fengið sérstaka gjafa- áritun. Handbók um málfræði er afar hentugt uppflettirit fyrir almenning enda hefur áhersla verið lögð á hvort tveggja í senn, nákvæmni í skilgrein- ingum og einfalda framsetningu, þannig að bókin komi sem allra flest- um að gagni. Opinber heim- sókn Forsætisráðherra Eistlands, Tiit Vahi og frú Raine-Lea Vahi koma til landsins í opinbera heimsókn í dag og mun heimsóknin standa fram á laugardag. I för með þeim eru ráð- herra efnahagsmála Eistlands, sendi- herra Eistlands og embættismenn. Meðal dagskrárliða heimsóknar- innar eru viðræður við forsætisráð- herra og utanríkisráðherra, fundur á vegum Útflutningsráðs með fulltrú- um íslensks atvinnulífs, skoðunarferð um Suðurland og frumsýning í ís- lensku óperunni. Ungir jafnaðarmenn Sambandstjórnarfundur verður haldinn sunnudaginn 12. nóv. kl. 13.00 á efri hæð Sólon íslandus. Dagskrá: 1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar 2. Kosningar í lausar stöður innan sambandsins 3. Fréttirfrá aðildarfélögum og málstofum 4. Ályktanir um umhverfismál 5. Ályktanir um menntamál 6. Önnur mál Mikilvægt er að þeir sambandstjórnarmenn sem ekki sjá sér fært að mæta tilkynni forföll á skrifstofu sambands- ins. Framkvæmdastjórn SUJ Ungir jafnaðarmenn Skrifstofa sambandsins verður opin fram til áramóta sem hér segir: Mánudaga 9.00 til 13.00 Þriðjudaga 9.00 til 13.00 . Miðvikudaga 12.00 til 16.00 Fimmtudaga 14.00 til 18.00 Framkvæmdastjórn SUJ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.