Alþýðublaðið - 08.11.1995, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 08.11.1995, Qupperneq 8
Miðvikudagur 8. nóvember 1995 170. tölubiað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsfc k Andrés: Ég hélt að menn hefðu fyr- ir löngu lært þá iexíu að þeir eiga ekki að kveikja í bókum, plötum eða öðrum verkum. ■ Andrés Magnússon um geisladiskabrennu í Vestmannaeyjum Guð hefur hingað til ekki þurft á umboðs- mönnum að halda Eins og kom fram í Alþýðublaðinu í gær brenndu ungir meðlimir Betel- safnaðarins í Vestmannaeyjum geisla- diska með hljómsveitinni Kiss ásamt öðru efhi sem þeir töldu ekki samrým- ast kristilegu lífemi og flokkuðu sem siðspillandi. Sérstaklega mun Bete- lingum vera uppsigað við þungarokk, og mun það hafa verið borið á bál í stórum stfl. Andrés Magnússon veit- ingamaður, sem mikið hefur unnið að því að kynna íslendingum þungarokk, hafði ýmislegt við brennuna að at- huga. ,JÉg skil ekki af hveiju þeir vom að brenna þessa diska. fannst þeim tónlistin svona léleg? Af hverju eru þeir þá ekki fyrir löngu búnir að kveikja í öllum plötum Gylfa Ægis- sonar?“ sagði Andrés. „Mér hefur alltaf fundist mjög einkennilegt þegar menn fara út í svona ráðstafanir því um leið em þeir að taka sér vald sem fólk ætti ekki að taka sér. Ef á að taka mark á ritningunni þá hefur Guð sjálf- ur verið óhræddur að láta í sér heyra þegar hann hefur haft skoðanir og hingað til ekki þurft á umboðsmönn- um að halda. Eg vitna í orð Gamalíels í Postulasögunni: „Látið þessa menn eiga sig og sleppið þeim. Sé þetta ráð eða verk frá mönnum verður það að engu, en sé það frá Guði, þá megnið þér ekki að yfirbuga þá. Eigi má það verða, að þér berjist við sjálfan Guð.“ Niðurstaðan er sú að það hljóti að vera Guðs að dæma en ekki manna. Ég hélt að menn hefðu fyrir löngu lært þá lex- íu að þeir eiga ekki að kveikja í bók- um, plötum eða öðmm verkum. Menn eiga bara að lifa við það að ef þeim líkar ekki varningurinn þá geta þeir látið vera að kaupa hann. Fyrir utan það er ekki svo undarlegt að trúarhóp- ar telji að plötumar með Kiss falli illa að kristilegum hugsunarhætti því meðlimir Kiss em allir Gyðingar. Ég hef hitt meðlimi Kiss. Þeir em reyndar óvenju lítið vitlausir miðað við það að þeir em rokkarar." ■ Rekstur sveitarfélaga á síðasta ári Sjö milljarða halli Halli á rekstri sveitarfélaga landsins nam nær sjö milljörðum króna í fyrra eða um 20% af tekjum. Sambærilegur halli ríkissjóðs komst hæst í 12,5% af tekjum árið 1991. Hreinar skuldir sveitarfélaga hafa vaxið hratt eða úr 2,5% af landsframleiðslu árið 1992 í rúm 5% í árslok 1994. Þessar upplýsingar má lesa úr greinargerð Seðlabankans um þróun og horfur í peningamálum. Þar kemur fram að athugun á reikningum 11 af stærstu sveitarfélögunum fyrir árið 1994 og fjárhagsáætlunum fýrir 1995 leiði í ljós áform um að draga stórlega úr hallarekstri. Þessi áform em raunar svo stórtæk að þau miða að því að snúa samanlögðum halla þessara sveitarfélaga, 5,8 milljörðum, í örlít- inn afgang, fyrst og fremst með sam- drætti útgjalda. Seðlabankinn telur að það hljóti að vera erfitt að ná slíkum markmiðum. Hins vegar megi sjá ým- is merki um aðhadd í rekstri sveitarfé- laganna varðandi framkvæmdir og á lánamarkaði. Erfitt sé að segja til um horfur í fjármálum sveitarfélaga á næsta ári. Framkvæmdir hafi verið miklar á árunum 1988-94. Skulda- byrðin sem hlaðist hafi upp á síðustu árum geri enn mikilvægara en ella að veija þá áfanga sem nást á þessu ári. ■ Kvikmyndaklúbbur Hvíta tjaldsins og Regnbogans Kvikmyndahátíð í Regnboganum í þessum mánuði verður haldin kvikmvndahátíð í Regnboganum. í til- efni af 100 ára afmæli kvikmyndarinnar verður sérstaklega vandað til há- tíðarinnar og verður hún einnig lengri að þessu sinni en venja hefur verið. Sýndar verða nýjar og nýlegar myndir sem vakið hafa mikla athygli, ásamt sígildum perlum. Kappkostað er að bjóða myndir sem samcina vönduð og athyglisverð vinnubrögð, skemmtun og afþreyingu og áleitin viðfangsefni og efnistök. Helstiunyndir á hátíðinni eru: Un Cæur en Hiver Ástarþríhyrningur og forboðnir ávextir. Myndin vakti mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1994 og hefur hlotið góða aðsókn víðs- vegar í Evrópu. Aðalhlutverk: Em- manuelle Béart og Daniel Auteu- il. Leikstjóri: Claude Sautet. Kids Umtalaðasta og umdeildasta kvik- mynd Bandaríkjanna í seinni tíð. Óhuggulega raunveruleg samtíma- lýsing. Leikstjóri: Larry Clark. Rickshaw Boy Glóðvolgur sigurvegari kvik- myndahátíðarinnar í Feneyjum í haust. Segir af ungum munaðarlaus- um leigukerrustjóra í Saigon. Mu- núðarfullur og óhefðbundin spennu- þryllir. Picture Bride Ung japönsk stúlka giftist vinnu- manni á Hawai en lífið á sælueyj- unni reynist erfiðara en draumar stúlkunnar hugðu. Um síðir rennur það upp fyrir henni að ástin er það eina sem máli skiptir. Clerks Margverðlaunuð frumraun leik- stjórans Kevin Smith. Leikstjórinn byggir myndina á eigin reynslu af af- greiðslustörfum og segir sérstaka og gamansama sögu. Mrs. Parker & the Vicious Circle Á þriðja áratugnum vakti athygli litríkur og uppivöðslusamur hópur ungra rithöfunda og blaðamanna í New York en síðar náðu sumir með- limir hópsins umtalsverðum frama á ritvellinum. Ókrýnd drottning þessa hóps var Ijóðskáldið og smásagna- höfundurinn orðheppni Dorothy Parker. Jennifer Jason Leigh sýn- ir stórkostlegan leik í hlutverki henn- ar. Leikstjóri: Alan Rudolph. Younger and Younger Afar sérstök og athyglisverð mynd full af skrýtnum persónum og hlægi- legum uppákomum með fjölda stór- leikara í aðalhlutverkum: Donald Sutherland, Lolita Davidovich, Julie Delpy og Sally Kellerman. Leikstjóri: Perci Adlon. And The Band Played On Þessi stjörnum prýdda og áhrifa- ríka kvikmynd er í raun leikin heim- ildamynd um alnæmi. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Phil Collins, Alan Alda, Richard Gere, Steve Martin, lan McKellan, Anjelica Houston. Leikstjóri: Roger Spott- iswoode. Yvonne's Perfume Hér er á ferðinni rómantísk, kómísk og dulúðug mynd sem gerist á 7. áratugnum. Myndin er gerð eftir bókinni Villa Triste eftir Patrick Hjartaknúsari nútímans Hugh Grant, en ný mynd hans An Aw- fully Big Adventure verður sýnd á kvikmyndhátíð í Regnboganum. Modiano. Aðalhlutverk: Jean- Pi- erre Marielle, Híppolyte Girardot. Leikstjóri: Patrice Leconte. The Escort ítölsk spennumynd eins og þær gerast bestar. Leikstjórinn Ricky Tognazzi lýsir hér sögunni af fjór- um ólíkum lífvörðum sem fá það erf- iða hlutverk að gæta hæstaréttar- dómara í landi mafíunnar. An Awfully Big Adventure Ný kvikmynd frá tvíeykinu á bak við velgengni gamanmyndarinnar Fjögur brúdkaup og jarðarför. Leik- stjórinn Mike Newell stýrir hjarta- knúsaranum Hugh Grant sem leik- ur taugaveiklaðan leikstjóra í litlu leikhúsi í Liverpool um miðja öldina. Frábær leikur, ensk kímni og indæl umgjörð. Un Deux Trois Soleil Þessi mynd leikstjórans Bertrand Blier, sem hlotið hefur fjölda viður- kenninga, fjallar um unga móður sem berst fyrir lífi sínu í hörðum heimi þar sem myndbandstæki eru varin með afsöguðum haglabyssum og mæður slegnar af til að einfalda hlutina. Le Fils Du Requin Umtöluð mynd um útigangsbörn í smábæ í Frakklandi. Hrollvekjandi og áleitin saga um harðsoðna, rugl- ingslega og þversagnakennda ver- öld. Leikstjóri: Agnes Merlet. Delicatessen Veröldin er að líða undir lok en undarlegu leigjendurnir yfir kjötbúð- inni vita að þeir munu ekki líða skort. Svo er smekk húseigandans fyrir mannakjöti að þakka. Ein umtalað- asta kvikmynd síðustu ára. Sannar- lega engri lík. Henry Einhver umtalaðasta „undergro- und" mynd sem komið hefur frá Bandaríkjunum og lýsir á ágengan og opinskáan hátt blóðugri slóð ein- hvers ruddafengnasta fjöldamorð- ingja sögunnar. Leikstjóri: John McNaughton. Aðalhlutverk: Mi- chael Rooker Les Patriotes Spennumynd sem vakti mikla at- hygli á Cannes hátíðinni 1994. Myndin fjallar öðrum þræði um vinnuaðferðir Mossad, leyniþjón- ustu Ísraelsríkis, þar sem tilgangur- inn helgar meðalið. Somebody to Love Rosie Perez leikur sýningarstúlku á næturklúbbi sem rétt hefur í sig og á. En hún á leyndan aðdáanda sem einn góðan veðurdag breytir lífi hennar. I öðrum aðalhlutverkum eru Harvey Keitel og Anthony Quinn. Leikstjóri: Alexandre Rockwell. Leikhústónlist eftir Þorkel Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 21.00 verða fyrstu tónleikar í tónleika- röð Kaffileikhússins sem helguð er ís- lenskri leikhústónlist. Þá mun Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld kynna leik- hústónlist sína og félagar úr Caput- hópnum flytja úrval hennar. Flutt verða lög úr Atómstöðinni eftir Hall- dór Laxness, Kaj Munk eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttur, Jóni Arasyni eftir Matthías Jochumsson og Ljóni í síðbuxum eftir Björn Th. Björnsson. Þorkell mun kynna tónlistina og segja frá tilurð hennar. Flytjendur úr Caput eru þeir Daníel Þorsteinsson, píanó, Eggert Pálsson, slagverk og söngur, Guðni Fransson, klarinett og söngur, Kolbeinn Bjarnason, flauta, Sigurð- ur Halldórsson, selló og söngur og Sverrir Guðjónsson, söngur. Framhjáhald og þjóðtrú Félag íslenskra fræða boðar til fundar með Gísla Sigurðssyni í Skólabæ við Suðurgötu miðviku- dagskvöldið 8. nóvember, kl. 20.30. Gísli Sigurðsson er sérfræð- ingur á Árnastofnun. Hann mun tala um Kötludraum, eitt vinsæl- asta sagnakvæði síðari alda. I kvæðinu segir af Kötlu sem er ófrísk þegar Már eiginmaður henn- ar kemur heim af Alþingi. Hún gefur þá skýringu að hún hafi ver- ið leidd fyrir huldumann í draumi. Gísli mun velta fyrir sér ástæðum þess að kvæðið var svo vinsælt þegar það kemur fyrst fram í hand- ritum, tengja það við raunverulega trú fólks á huldufólk og skoða það í tengslum við helstu ógn þessa tíma. Stóradóm sem vofði yfir þjóðinni frá 1564 og bauð dauða- refsingu fyrir „glæp“ Kötlu. Fund- urinn er öllum opinn. Hönnun á Vesturlöndum Tinna Gunnarsdóttir listhönnuð- ur flytur opinn fyrirlestur á vegum Myndlista- og handíðaskólans mið- vikudaginn 8. nóvember kl. 16.30- 17.30 í Barmahlíð, Skipholti 1. Fyr- irlesturinn nefnist Hvað er hönnun? Þar mun Tinna fjalla um hönnun á Vesturlöndum tuttugustu aldar og skoða þjóðareinkenni og forsendur hönnunar. Tinna er menntuð í Bret- landi sem þrívíddarhönnuður með áherslu á málm. Hún rekur nú Gall- erí Greip og starfar auk þess að hönnun.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.