Alþýðublaðið - 09.11.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
MMMBIMD
21016. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
■ Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Kærkomin
vítamínsprauta
Stækkun álversins í Straumsvík er sannarlega kærkomin vítam-
ínsprauta fyrir íslenskt efnahagslíf. Hagvöxtur mun aukast meira
á næsta ári en áætlað var, 1700 ársverk verða til vegna fram-
kvæmdanna og Landsvirkjun mun ráðast í umfangsmikla upp-
byggingu. Margra ára kyrrstaða er rofin í stóriðjumálum, auk
þess sem um er að ræða fyrstu verulegu erlendu fjárfestinguna á
Islandi í mörg herrans ár.
Það var Sighvatur Björgvinsson, þáverandi iðnaðarráðherra,
sem í febrúar tók ákvörðun um að íslendingar tækju frumkvæði í
viðræðum um stækkun álversins. Sighvatur sagði í viðtali við Al-
þýðublaðið í gær: „Ég fagna þessari niðurstöðu um stækkún ál-
versins. Þetta sýnir að það var kórrétt séu ákvörðun sem við tók-
um í febrúar að íslendingar hefðu frumkvæðið að því að reyna að
knýja þessa lausn fram. Þá tók ég þá ákvörðun líka að láta þá
menn vinna að þessu sem hafa mesta reynslu í þessum samning-
um og eru vel þekktir meðal álmanna, einkum og sér í lagi þeir
Jóhannes Nordal og Geir Gunnlaugsson. Núverandi ráðherra hef-
ur haldið eftir sömu línum og það hefur borið árangur. Ég er
mjög ánægður með það.“
Stækkun álversins felur vonandi ekki í sér að Islendingar þurfi
að bíða í áratugi eftir næstu skrefum í uppbyggingu stóriðju á Is-
landi. Það er ánægjulegt að heyra ráðherra Framsóknarflokksins
lýsa yftr því, að þeir vilji auka erlendar íjárfestingar á íslandi: til
skamms tíma máttu þeir herramenn varla heyra á slíkt minnst. Ef
íslendingar ætla landi sínu annan hlut á nýrri öld en véra verstöð í
Norðurhöfum hljóta menn að vinna markvisst að uppbyggingu í
öðrum atvinnugreinum en sjávarútvegi.
Sígaunastúlka
kemur til Islands
Nú er ljóst að rúmenska stúlkan Angelica Olteanu fær landvist
á íslandi. Þetta eru ánægjuleg tíðindi en málareksturinn vegna
hennar vekur ýmsar spumingar um þær reglur sem Utlendinga-
eftirlitinu er gert að fara eftir. Stúlkunni hefði verið vísað þegj-
andi og hljóðalaust úr landi ef hún hefði ekki í örvæntingu gripið
til sinna ráða.
Angelica er sígauni en þeir eru minnihlutahópur í Rúmeníu
sem lengi hefur átt undir högg að sækja. Skálkurinn Ceausescu
stóð fyrir ofsóknum á hendur þeim og markvisst var unnið að því
að uppræta menningu þeirra. í Morgunblaðinu í gær var haft eftir
Angelicu að ástandið hefði skánað, en sígaunar væru undir þrýst-
ingi í Rúmeníu og væru ekki velkomnir. Þó hefði sitthvað þokast
í frjálsræðisátt, og nú væri til dæmis hægt að ferðast frá Rúmeníu
- en þá em komnir upp tálmar á Vesturlöndum.
Mikil umræða varð í sumar og haust um hraksmánarlega
frammistöðu íslendinga í málefnum flóttamanna. Síðan hefur
verið lögð fram stefna í þessum málum, og innan tíðar munum
við væntanlega taka við 25 flóttamönnum frá Balkanskaga. Það
er hinsvegar því miður svo, að fordómar í garð útlendinga virðast
rótgrónir hjá allstórum hluta íslendinga. Gegn þeim þarf að vinna
markvisst, og í því skyni á að beita skólakerfmu óspart.
En fordómamir eru ekki alveg landlægir: Hólmfríður Gísladótt-
ir hjá Rauða krossinum sagði að margir hefðu brugðist við þegar
fréttist af raunum sígaunastúlkunnar ffá Rúmeníu og viljað greiða
götur hennar. Einn ungur maður hefði meira að segja sent henni
bónorð í fullri alvöru, til að tryggja landvist hennar. Það var
vissulega karlmannlega gert. En betur má ef duga skal. ■
Drepi maður mann er það menning og merking einungis að maður hef-
ur látist af manna völdum en ekki af völdum ómennskra afla. Kýli ég á
netta nös og skoli niður með vænum slurk af 95% vodka; slæmi mér
svo undir sveifina og krumpi bikið svo ég keyri mig og aðra í klessu er
það menning eins og hvað annað.
Hversdagsrómans
á Kjarvalsstöðum
Eins konar hversdagsrómantík er
yfirskrift samsýningar á Kjarvalsstöð-
um, sem Auður Olafsdóttir listfræð-
ingur hefur haft veg og vanda af. Hún
hefur fengið til liðs við sig sextán hsta-
menn af yngri kynslóðinni til að
bregða ljósi á viðfangsefni líðandi
stundar. Auður einskorðar valið við
fólk sem ekki hefur enn haslað sér völl
svo heitið geti þótt flest hafi það tekið
þátt í listalífinu með sýningahaldi af
einhveijum toga.
Myndlist |
Halldór Björn
Runólfsson
listfræðingur
skrifar
Að vera ungur listamaður á Islandi
er eflaust undarleg reynsla. Enda þótt
íslensk menning sé staðreynd er ís-
lenskt menningarlíf alltaf í molum.
Hver baslar í sínu homi í þessu einka-
vædda samfélagi eins og náunginn
væri ekki til. Þegar postular nýfijáls-
hyggjunnar fóru að láta að sér kveða
undir slagorðum víðtækrar samkeppni
tók hinn venjulegi Islendingur kallinu
með sama hætti og samvinnukallinu
forðum daga. Hann hellti sér út í taum-
lausa sérkeppni.
Sagt er að pólitískar áherslur breyti
litlu um þjóðarsálina. Hið sama gildir
um menningarmál. Reyndar er ís-
lenska orðið menning fyrir kúltúr full-
komið stofnanaskiímsli því að menn-
ing merkir ekki neitt umfram mannleg-
ar athafnir. Latneska heitið kúltúr
merkir ræktun. Það felur í sér þróun og
breytingu. Orðið menning lýtur engum
slíkum lögmálum. Drepi maður mann
er það menning og merking einungis
að maður hefur látist af manna völdum
en ekki af völdum ómennskra afla.
Kýli ég á netta nös og skoli niður með
vænum slurk af 95% vodka; slæmi
mér svo undir sveifina og krumpi bikið
svo ég keyri mig og aðra í klessu er
það menning eins og hvað annað.
Þannig heyri ég bestu menn fletja út
hugtakið menning svo það endar eins
og innantómt hundsskinn spýtt út í af-
stæða og altæka endaleysu. Sama máli
gildir um myndlist, en hún hefur það
umfram aðrar listir og vera svo fijáls
að tálgi maður spýtu eða baki köku
þykir hann jafngóður listamaður og
hver annar. „Þú mátt túlka þetta eins
og þú vilt,“ er viðkvæði margs meist-
arans þegar forvimir eru annars vegar.
Það má að vísu segja að Auður hafi
valið sýnendur úr rólegri kantinum.
Yfirbragðið er vissulega hversdagslegt
og rómantískt eins og dagdraumamir
við eldhúsvaskinn. En það væri rangt
að segja að hvergi örli á snerpu. Lilja
Björk Egilsdóttir sprengir til dæmis
málverkið úr rammanum og setur með
því punktinn við nýja málverkið. Há-
vaðinn er að vísu liðinn hjá en tætlum-
ar em eftir til marks um vel heppnað
skot.
Andstætt slíku gosi veltir Þorri
Hringsson sér upp úr gamalli og góðri
kokkabók eins og snyrtilegasti matar-
gerðarmaður. Kyrralífsmyndir hans
em fullar af yndislegri nostalgíu eins
og reyndar heimilisleg verk Steinunnar
Helgu Sigurðardóttur. Valgerður Guð-
laugsdóttir er einnig kaldhæðin á sinn
þjóðlega og lúmska hátt. Fjallasería
hennar á sér ágæta samsvömn í eld-
fjallasyrpu Þorbjargar Þorvaldsdóttur.
Hlynur Helgason, Pétur Öm Frið-
riksson og Finnur Amarson fást allir
við enn nærtækari raunvemleik borg-
arlífsins. Tilraunir þeirra em þó helsti
loðnar og hlédrægar líkt og þeir eigi
erfitt með að finna tilfmningalegan flöt
á því sem þeir vildu sagt hafa. Eygló
Harðardóttir og Hulda Hrönn Ágústs-
dóttir ná ef til vill lengra en strákamir
með mun einfaldari frásagnarmáta.
Hulda Hrönn hefði þó gjarnan mátt
leiða lifandi auga úr myndsegulband-
inu út fyrir Kjarvalsstaði í staðinn fyrir
að gera sér myndbandsspólu að góðu.
Eins konar hversdagsrómantík
hlýtur að vekja upp ýmsar spumingar
svo sem þær: Hvers vegna ekki er gert
meira af því að kynna ungu kynslóðina
og hvers vegna era slíkar kynningar
ekki miklu tíðari? Hvers vegna eru
ekki fleiri sýningastjórar fengnir til að
stjóma samsýningum? Menningar- og
listalíf í eins miklum molum og hið ís-
lenska þarf miklu markvissari fram-
setningu en nú tíðkast. Sérkeppnin
og afstæðishyggjan eru á góðri leið
með að gera okkur aftur að afskekktu
og inngrónu útskeri. Ef Auður Ólafs-
dóttir héldi ekki eins vel utan um sýn-
ingardæmið í vestursal Kjarvalsstaða
og raun ber vitni væri svona samsýn-
ing eins og brotakennd og geimsteina-
regn. ■
dagatal 9. nóvember
Atburðir dagsins
1148 Ari fróði Þorgilsson
sagnaritari lést, um 81 árs.
1794 Skúli Magnússon fógeti
lést í Viðey. 1799 Napóleon
verður ræðismaður Frakklands
og þarmeð hæslráðandi ríkis-
ins. 1932 Gúttóslagurinn: hörð
átök í Reykjavík þegar bæjar-
sljóm fjallaði um lækkun launa
í bæjarvinnu. 1938 Kristals-
nóttin í Þýskalandi: Fjöldi
Gyðinga drepinn, sjöþúsund
búðir rændar og 267 bænahús
Gyðinga brennd. 1953 Skáldið
Dylan Thomas deyr á Chelsea
Hotel í New York. 1986
Tveimur hvalbátum sökkl í
Reykjavíkurhöfn.
Afmælisbörn dagsins
Ivan Turgencv 1818, rúss-
neskur rilhöfundur. Katherine
Hepburn 1909, bandarísk leik-
kona, fjórfaldur Óskarsverð-
launahafi. Hedy Lamarr
1913, leikkona og þokkagyðja:
á sínum tíma álitin fegursta
kona heims.
Annálsbrot dagsins
Fimm bæir austur í Flóa höfðu
laskazt í jarðskjálfta. þó ei fólk
skaða/.t. Ei heft eg ritað séð um
Hekluljalls eldspýting, umbrot,
skaða og skennndir á löndum
þar í grennd, en mcst skal það
hafa skeð þann 10. Sept. sama
árs. Fáir bæir skemmzt.
Höskuldsstaöaannáll 1766.
Orð dagsins
Stoðar litt að slœra sig
styttast heimsins náðir,
maðkur etur mig og þig
mold erum við báðir.
Páll Vídalín.
Málsháttur dagsins
Margtöluðum erminnis vant.
Eftirmynd dagsins
Víst er um það, að þessi saga er
greinileg eftirmynd Sturlu [i
Vogum eftir Guðmund Haga-
lín], hér um bil eins löng, ná-
kvæmlega eins villaus og enn-
þá verr sögð.
Ritdómur Gunnars Benediktsson-
ar um skáldsögu Guömundar
Daníelssonar, Á bökkum Bola-
fljóts, TMM1940.
Skák dagsins
Pólski meistarinn Rúbenstcin
var einn mestur skáksnillingur
aldarinnar en ævi hans var um
margt harmsaga. Hann hafði
fíngerðan stíl og tefldi iðulega
líktog væri hann að yrkja ljóð.
Sjáum laglega gildru sem hann
leggur fyrir Spielman, annan
kunnan kappa frá fyrri hluta
aldarinnar. Rubenstein hefur
hvítt og á leik.
Hvítur leikur og vinnur.
1. Ik'5! Hdl+ Anar í gin ljóns-
ins. 2. Kh2 Hxcl 3. Bf8! Spi-
elman gafst upp: mát er allt í
einu óumflýjanlegt.