Alþýðublaðið - 09.11.1995, Side 7

Alþýðublaðið - 09.11.1995, Side 7
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Sýning í Ráðhúsinu íslenskt handverk f dag, fimmtudag, verður opnuð sýning á íslensku handverki og listiðn- aði í Ráðhúsinu í Reykjavík. Á sýn- ingunni eru sýnishom af framleiðslu 66 aðila af öllu landinu. Það er Handverk - reynsluverkefni sem hefur skipulagt þessa sýningu. Allir hlutir á sýningunni em til sölu í verslunum, galleríum, handverkshús- um eða beint frá framleiðenda. Sýn- ingarskrá með upplýsingum um þessa sölustaði mun liggja frammi. Mark- miðið með sýningunni er að aðstoða handverks- og hstiðnaðarfólk að koma framleiðslu sinni á framfæri og að benda neytendum á nýjan valkost í gjafainnkaupum. Sýningarnefnd er skipuð Ástþóri Ragnarssyni iðnhönnuði, Elísabetu Haraldsdóttur leirlistarkonu og Helgu Melsted prjónrjíennara. Nefndin valdi hluti á sýninguna og þetta er í raun fyrsta handverkssýning- in þar sem ákveðið gæðamat er hluti af þátttökuskilyrðum. Sýningin verður opnuð af forsætis- ráðherra klukkan 17 í dag. Réttvísin gegn Láru miðli framhald af bls. 5. ... Kristjáns sem hjálparkokks Lám var á senn á enda, og inná sviðið steig þriðji maðurinn sem síðar var dæmdur með henni fyrir svik. Þriðji maðurinn Óskar Þórir Guðmundsson fæddist 1920 og var því 21 ári yngri en Lára miðill. Árið 1938-þegarhann var 18 ára en hún 39 - tók hann að sækja fundi að staðaldri og grunaði ekki að nein brögð væm í tafli. „Hann tók svo að venja komur sínar til ákærðu og eiga vingott við hana,“ segir í dómsskjölum, „og í októrber 1938 fluttist hann á heim- ili hennar og bjó með henni þar til í september 1940, að hann fór frá henni og trúlofaðist annarri stúlku. Meðan hann bjó með ákærðu, hafði hann sjálfur engar tekjur, heldur lifði hann á fé ákærðu, er hún aflaði með þvf að selja aðgang að miðilsfundum sínum. Er meðal annars upplýst, að ákærða lagði honum til fé til allmikilla fatakaupa, meðan þau bjuggu sarnan." Vitnisburðum Lám og Óskars um hlutdeild hans í svikastarfseminni bar ekki saman. Hún sagði að hann hefði beinlínis aðstoðað sig við svikin og „- hvatt sig mjög til fundahalda og verið mjög frekur til tekna af fundunum en ekkert viljað vinna sjálfur fyrir sér.“ Óskar neitaði þessu, kvaðst hafa tekið við aðgangseyri á fundum, en eftir að honum urðu svikin ljós hafi hann dregið vemlega úr fundasókn. Svikamyllan afhjúpuð Sem fyrr sagðiyfirgaf Óskar Lám í september 1940.1 október dundu hins- vegar ósköpin yfir: svik Lám miðils vom afhjúpuð. Það segir sína sögu um hversu Lára miðill var umtöluð og kunn, að fféttin af afhjúpuninni mddi tíðindum af seinni heimsstyijöldinni af forsíðum blaðanna. Alþýðublaðið lagði næstum alla forsíð- una undir málið og birti auk þess stóra mynd af Lám, sem tekin var á miðils- fundi árið 1934. Við hlið Lám er meint- ur „líkamningur“ en iíkist reyndar frem- ur illa gerðri brúðu, einsog sagt er í myndatexta. Alþýðublaðið skýrir svo frá tildrög- um þess að svik Lám komust upp: „Það var Sigurður Magnússon, kenn- ari og lögreglumaður, sem raunvemlega afhjúpaði svik frúarinnar. Hann fór stöð- ugt að sækja fundi til frúarinnar vegna þess að hún sendi honum skilaboð um að látin kona Sigurðar, Anna Guð- mundsdóttir hjúkmnarkona, vildi tala við hann, en þau Sigurður og kona hans höfðu oft, meðan hún lifði, rætt um þessi mál, og taldi hún Lám vera svika- miðil. Sigurður hefur sótt marga fundi til frú Lám undanfarið á Hverfisgötu 83 íslenskir ostar Fengu verðlaun í Danmörku Islensku mjólkursamlögin tóku þátt í viðamikilli mjólkurvömsýningu sem fram fór í Heming í Danmörku í byrj- un mánaðarins. Samfara vömsýning- unni fór fram gæðamat og þóttu ís- lensku mjólkurvörurnar standa sig með miklum sóma. Á sýningunni voru 1.100 tegundir af osti, smjöri og ferskvömm. Islend- ingar sýndu 72 gerðir osta frá átta mjólkursamlögum og 44 afbrigði af ferskvöm, jógúrt, skyri og þess háttar, (Bjamaborg), og bar upp á hana svikin, því að hann taldi hana svikamiðil. Rannsakaði hann lengi allar aðstæður og var loks talinn vera orðinn svo „góð- ur fundarmaður“, að hann fékk að sitja í stól nr. 1, það er næst stól frúarinnar, þegar á fundi stóð. Síðastliðið föstudagskvöld var hald- inn fundur. Kom Sigurður á fundarstað, laust áður en fundur hófst, frúin sat í stofu og rabbaði við kunningjakonu sína, en Sigurður gekk í fundarherbergið og rannsakaði það hátt og lágt, að sjálf- sögðu án vitundar frúarinnar. f fyrstu fann hann ekkert athugavert. Hann skoðaði stól frúarinnar og inn í skáp, sem var rétt hjá stólnum og fann ekkert. En undir þessum skáp fann hann bögg- ul. í bögghnum var gardínuefni yst en innan í geysistór gasslæða. Nokkrir gestir vom komnir í herbergið, þar á meðal Ásmundur Gestsson gjaldkeri og Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kona hans og önnur kona til. Sýndi Sig- urður þeirn pakkann og bað þau að leggja sér vel í minni, hvemig um hann væri búið. Lét hann pakkann síðan með sömu ummerkjum undir skápinn, en þó þannig að rétt sá á hann. Fundurinn hófst síðan. Hinir venju- legu kunningjar komu þama fram en fundurinn þótti þó ekki merkilegur, enda sögðu andamir að ftúin væri kvef- uð og illa fyrir kölluð. Lauk svo fundin- um og ljósið var kveikt. Gestimir fóm að tínast út, en Sigurður bað þá sem séð höfðu pakkann áður en fundur hófst að doka við og sömuleiðis frú Lám. Er allir vom famir, nema þeir, hann og Lára ætlaði hann að taka pakkarm þar sem hann hafði látið hann, en pakkinn var þá ekki á sínum stað heldur kominn alveg upp að þih innst inn undir skáp. Sigurð- ur benti vitnum sínum á þetta, tók síðan pakkann, sýndi vimunum og var þá allt öðm vísi um hann búið en áður, gard- fnuefnið var nú innst en gasslæðan vafin utan urn það. Lára neitaði því er Sigurð- ur spurði hana, að vita nokkúð um þenn- an pakka. Það skal tekið fram að á rneðan á fundi stendur er miðillinn í algeru myrkri, en svolítil draugaleg ljósglæta skín á gesúna, svo að óglöggt má greina andlit og hendur.“ I frétt Alþýðublaðsins er sagt að þús- undir manna hafi sótt miðilsfundi frú Lám og fjöldi fólks trúað statt og stöð- ugt að hún hefði milligöngu um sam- band við aðra heima, en aðrir talið hana svikamiðil eftir að hafa sótt hjá henni fá- eina fundi. Fullyrt er að hún hafi haft miklar tekjur af fundahöldunum, enda vom á stundum nokkrir fundir í viku og þurftu menn ævinlega að greiða að- gangseyri. Alþýðublaðið telur upp hvað menn fengu fyrir peningana sína: „Lík- amningafyrirbrigði, afholdgunarfyrir- brigði, skyggnilýsingar, útfiymi, samtöl, bréfaskriftir og fleira, allt „yfimáttúm- legt“ með frú Lám sem miðil og ýmsa stjómendur. Aðalstjómandinn var „syst- ir Clementia", en auk hennar ýmsir aðr- ir, meðal annars smáböm. Fuglar flugu jafnvei um fundarherbergið, tístu og sungu og Abessimumenn gengu þar um Frá vinstri: Oddur Sigur- jónsson osta- meistari KEA, Þórarinn E. Sveinsson mjólkursam- lagsstjóri KEA og Henn- ing Clausen formaður sýningar- nefndar. frá sjö samlögum. Allar tegundimar tóku þátt f gæðakeppni við dönsku vömmar og vom dómarar 85 talsins, allt fagmenn úr mjólkuriðnaðinum. íslensku ostamir vöktu nú meiri at- hygli en nokkm sinni fyrr og kepptu í fyrsta sinn til heiðursverðlauna. Tvær íslenskar vörutegundir hrepptu slík verðlaun: Sex koma þykkmjólk með ferskjum frá KB hlaut heiðursverð- laun, einkunn 14,6 af 15 mögulegum, í flokki ferskvara og rjómamysostur frá KEA, einkunn 12,8 af 15, hlaut heiðursverðlaun í flokki osta. Alls unnu íslensku vörumar til 44 verðlauna í keppninni. Einn íslenskur ostur hlaut silfuryerðlaun á erlendri grandu áður en hann hlýtur nafn á Is- landi, en samkeppni um nafn á þennan nýja ost lýkur ekki fyrr en 10. nóvem- ber næstkomandi. eins og heima hjá sér.“ „Landhreinsun" Lögreglan í Reykjavík hafði snör handtök eftir að Sigurður hafði sýnt fram á svikin. Lára var sett í gæsluvarð- hald, sem og Þorbergur Gunnarsson og Kristján Ingvi Kristjánsson. Óskar Þórir var yfirheyrður: öll fjögur vom ákærð. Lára var vistuð á Kleppi frá 31. októ- ber til 22. desember 1940, þarsem Helgi Tómasson gerði áðumefrida geðrann- sókn á henni. Niðurstöður hans vom meðal annars þessar: „Hún er hvorki fá- viti né haldin ákveðnum geðsjúkdóm. f...] Það er um að ræða lítt menntaða, félagslega lágt setta konu, siðferðislega ágallaða, sem lifir við sult og seyru, oft- ast á sveitarinnar kosmað að einhveiju leyti, við híbýlaþrengsli, í óhamingju- sömu hjónabandi og öldugangsástah'fi." Einsog áður kom fram, taldi Helgi Tómasson einsýnt að „miðilsásUind" Lám væri ekki annað en einkenni á flogaveiki hennar. I undirrétti var Lára núðill dæmd í árs fangelsi fyrir íjársvik og Þorbergur til hálfs árs fangelsisvistar. Kristján Ingvar og Óskar Þórir vom dæmdir skilorðs- bundið til fjögurra mánaða fangelsis- vistar hvor. Hæstiréttur mildaða dóma yfir öllum sakbomingunum: Lám var nú gert að sæta sex inánaða fangelsi, en Óskar Þórir og Kristján Ingvi hlutu tvo mánuði hvor, og vom allir dómamir skilorðsbundnir. Þorbergi var hinsvegar gert að sæta Ijögurra rnánaða fangelsi, enda hafði hann áður komist í kast við lögin. Lára miðill þurfti því ekki að fara í tugthúsið. En térli hennar í Reykjavík var lokið. Ýmsir urðu til að taka undir með Alþýðublaðinu eftir að svik Lám urðu uppvís: ,Má telja landhreinsun að því að þessi svik hafa nú loksins verið afhjúpuð.” Sögulok Lára fluttist nokkm síðar til Akureyr- ar þarsem hún gekk í hjónaband á nýjan leik og þar lést hún. Áðumefnd bók séra Sveins Víkings kom út árið 1962. Sveinn Víkingur var mikill áhugamaður um sálarrannsóknir og hann var sann- færður um hæfileika Lám sem miðils. í bókinni er ekki farið ofan í saumana á málaferlunum örlagaríku eða aðdrag- anda þeirra, og ýmislegt er í mótsögn við það sem fram kemur í dómsskjöl- um. í réttarsal hafði verið sannað, meðal annars með játningum Lám sjálfrar, að stórfelldum svikum hafði verið beitt og fjöldi fólks blekktur. Allt og sumt sern Lára hefur að segja, tutmgu ámm síðar, er þetta: „Sjálf veit ég í raun og vem ekki hvað gerðist eða ekki gerðist. í miðilssvefni gefur maður sig algerlega á vald öflum, sem maður ekki þekkir og veit ekki sjálfur hvað gerist. Sjálf er ég þá viljalaust tæki, sem auðvelt er að misnota, ef óvandaðir eiga í hlut. Hafi ég játað, eins og sagt er, að ég hafi gjört, þá hefur það verið í örvilnan og upp- gjöf, þar sem ég var svo að segja viti mínu fjær.“ ■ Gallerí Greip Sýning Tinnu Á laugardaginn verður opnuð í Gallerí Greip sýning á verkum Tinnu Gunnarsdóttur. Á sýningunni eru sófar, borð og hillur. Tinna útskrifaðist úr listhönnunar- deild West Surrey College of Art & Design í Bretlandi 1992. Hún hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og í Bretlandi, en þetta er þriðja einka- sýning hennar. Sýningin stendur til 26. nóvember. Inflúensubólusetning á vegum heilsugæslu- stöðvanna í ReyOOkjavík, Heilsugæslustöðvar Seltjarnarness og sjálfstætt starfandi heimilislækna Um þessar mundir er að hefjast bólusetning gegn inflú- ensu á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi og sjálfstætt starfandi heimilislækna. Smakvæmt upplýsingum land- læknis er öldruðum, hjarta- og lungnasjúklingum og fólki með skert ónæmiskerfi sérstaklega ráðiagt að láta bólusetja sig gegn inflúensu. Bóiusetningar eru framkvæmdar á heilsugæslustöðvun- um í Reykjavík og Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Stöðvarnar eru: Heilsugæslustöð Árbæjar, Hraunbæ 102, sími 567-1500. Heilsugæslustöð Grafarvogs, Hverafold 1-3, sími 587- 1060. Heilsugæslustöð Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6, sími 567- 0200. Heilsugæslustöð í Mjódd, Þönglabakka 6, sími 567-0440. Heilsugæslustöð í Fossvogi, Borgarspítala, sími 569- 6780. Heilsugæslustöð Lágmúla 4, sími 568-8550. Heilsugæslustöð Hlíðarsvæðis, Drápuhlíð 14, sími 562- 2320. Heilsugæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7, sími 562- 5070. Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi, Suðurströnd, sími 56- 2070. Ennfremur annast sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykjavík þessar bólusetningar. 19. október 1995. Heilsugæslan í Reykjavík, Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi. Ungir jafnaðarmenn Sambandsstjórnarfundur verður haldinn sunnudaginn 12. nóvember klukkan 13 á efri hæð Sólon íslandus. Dagskrá: 1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar. 2. Kosningar í lausar stöður innan sambandsins. 3. Fréttirfrá aðildarfélögum og málstofum. 4. Ályktanir um umhverfismál. 5. Ályktanir um menntamál. 6. Önnur mál. Mikilvægt er að þeir sambandsstjórnarmenn sem ekki sjá sér fært að mæta tilkynni forföll á skrifstofu sam- bandsins. Framkvæmdastjórn SUJ Ungir jafnaðarmenn Skrifstofa sambandsins verður opin til áramóta sem hér segir: Mánudaga og þriðjudaga: 9-13 Miðvikudaga: 12-16 Fimmtudaga: 14-18 Framkvæmdastjórn SUJ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.