Alþýðublaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995
m
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
n
7
i n n i
Minningarorð forseta Al-
þingis, Ólafs G. Einarsson-
ar, um Braga Sigurjónsson,
á þingfundi 31. október
1995
t
Minning
Bragi Sigurjónsson
9. nóvember 1910 - 29. október 1995
og vildi aðstoða aðra við
að valda honum.
Um Braga Siguijónsson
á það við, sem Hóras, höf-
uðskáld Rómverja, segir
svo í upphafi kvæðis síns
Minnisvarði, og Helgi
Hálfdanarson hefur þýtt
svo:
„Háan varða ég hlóð
haldbetri en mynd úr leir.“
Gylfi Þ. Gíslason.
Bragi Sigurjónsson
Krukkspá hin nýja
Hví duna vötn svo dimmt?
Hví deyja raddir út?
Hví hrímar gras á grund?
Hví gnúpir fugl í tré?
Hví reynist trú svo tæp?
Hví tapar hjartað söng?
Hví gerist von svo veik?
Hví varð svo óvænt kalt?
Vötnin skynja vá.
Varúð þaggar rödd.
Geigur ísar grös.
Grunsemd þrúgar fugl.
Efi tærir trú.
Tregi hjartað sker.
Veður bregða von.
Vargöld yfir fer.
Leynd lánskjaravísitala
Þitt líf á jörð er lánssamningi keypt,
með letri skýru-venjukjörin greypt,
þú játast undir gjöld í góðri trú
að greiða þau að fullu megnir þú.
í fyrstu greiðslum af þú ekkert veist
- ungum sjaldnast vandinn mikill leist -
en þegar fjölgar árum þannig fer,
að þyngrí sífellt afborgun er hver.
Með hverri greiðslu grunur vex þér sá,
að gjöldum lokið aldrei munir fá,
því lánveitandinn hafi í samning sinn
sett - með smáu - vísitölu inn.
Ljóðin eru úr bók Braga heitins, Misvæg orö, sem út kom fyrir fáeinum dögum. Sam-
hliða kom út bókin Af erlendum tungum II sem hefur að geyma þýðingar Braga á ensk-
um, norskum, sænskum og dönskum Ijóðum. Þar er að finna Ijóð eftir mörg höfuðskáld,
meðal annarra John Milton, Sir Walter Scott, Rolf Jacobsen, Ivar Orgland, Tove Ditlev-
sen og Bo Carpelan.
Bragi Sigurjónsson, fyrr-
verandi bankaútibússtjóri,
alþingismaður og ráðherra,
andaðist í fyrradag, 29.
október, á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. Hann
skorti nokkra daga í hálfn-
írætt.
Bragi Sigurjóhsson var
fæddur 9. nóvember 1910 á
Einarsstöðum í Reykjadal í
Suður-Þingeyjarsýslu. For-
eldrar hans voru hjónin Sig-
urjón Friðjónsson, bóndi,
skáld og alþingismaður, og
Kristín Jónsdóttir húsmóðir.
Hann stundaði nám í Hér-
aðsskólanum á Laugum
1927-1929, lauk kennara-
prófi í Kennaraskóla Islands
1931 og gagnfræðaprófi
utanskóla í Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri 1932.
Stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri lauk
hann 1935 og stundaði síðan
nám í íslenskum fræðum við Há-
skóla Islands veturinn 1935-1936.
Hann var kennari í Reykdælaskóla-
héraði í Suður-Þingeyjarsýslu 1936-
1938, kennari við Gagnfræðaskólann
og Iðnskólann á Akureyri 1938-1946
og stundakennari við Gagnfræða-
skólann 1953- 1954. Á sumrurn
1938-1944 var hann bókari hjá
Kaupfélagi verkamanna á Akureyri.
Árið 1946 varð hann fulltrúi hjá bæj-
arfógetanum á Akureyri og sýslu-
manninum í Eyjafjarðarsýslu, starf-
aði þar við almannatrygginar. Því
starfi gegndi hann til 1964. Utibús-
stjóri Utvegsbanka Islands á Akur-
eyri varhann 1964-1978.
Bragi Sigurjónsson starfaði mikið
og lengi í Alþýðuflokknum. Hann
var formaður Alþýðuflokksfélags
Akureyrar 1944-1948 og 1951-1956.
í stjórn Alþýðuflokksins var hann
1950-1979. Hann var bæjarfulltrúi á
Akureyri 1950-1954 og 1958-1970,
var forseti bæjarstjómar 1966-1970.
í raforkuráði, síðar orkuráði, var
hann 1962-1975, fulltrúi á ráðgjafar-
þingi Evrópuráðs 1967-1973 og for-
maður tryggingaráðs 1979. Á Al-
þingi kom hann fyrsta sinn vorið
1957, tók þá sæti varaþingmanns,
hafði verið í kjöri í Austur-Húna-
vatnssýslu. Hann var landskjörinn
alþingismaður 1967-1971 og þing-
maður Norðurlandskjördæmis eystra
1978-1979. Á tímabilinu 1971-1978
var hann varaþingmaður og tók þá
sæti tímabundið á sjö þingurn. Átti
hann því sæti á 14 þingum alls, auk
fyrri hluta þings 1979-1980, en þá
var hann ráðherra utanþings og sat á
þingi. Hann var forseti efri deildar
1978. Landbúnaðar- og iðnaðarráð-
herra var hann frá 15. október 1979
til 8. febrúar 1980.
Bragi Sigurjónsson var af skálda-
ætt. Margir nánir ættingjar hans
fengust við ritstörf, ortu ljóð, sömdu
sögur og skráðu ýmsan fróðleik.
Sjálfur var hann afkastamikið ljóð-
skáld, sendi frá sér margar ljóðabæk-
ur, samdi smásögur og fékkst við
þýðingar í bundnu og lausu máli.
Auk þess skrifaði hann fjölda greina
í blöð og tímarit, var ritstjóri tíma-
ritsins Stíganda 1943-1949 og viku-
blaðsins Alþýðumannsins 1947-
1964.
Bragi Sigurjónsson var jafnaðar-
maður. Hugsjónir jafnaðarstefnunnar
voru honum inngrónar. Hann var um
áratugi traustur málsvari hennar í
ræðu og riti. Hann var mörgum sinn-
um í framboði við alþingiskosningar
fyrir Alþýðuflokkinn, fyrst í Suður-
Þingeyjarsýslu 1949, en oftast í
Norðurlandskjördæmi eystra, síðast
1978. Hann var stefnufastur og harð-
skeyttur baráttumaður, fylginn sér og
trúr stefnumálum sínum. Hann afsal-
aði sér forsetastarfi í efri deild 1978
vegna ágreinings um stefnumál
stjórnarflokka. Eftir langa og iðju-
sama starfsævi fékkst hann við rit-
störf, aðallega ljóðagerð. Eftir hann
liggur fjöldi ágætra ljóða.
Ólafur G. Einarsson.
Vinátta okkar Braga Sigurjónsson-
ar stóð á gömlum grunni. Feður okk-
ar voru góðir vinir. Sigurjón Frið-
jónsson, bóndi og skáld, heimsótti
aldrei Reykjavík svo, að hann kæmi
ekki á heimili foreldra minna. Mér er
í bamsminni, að ég hændist að þess-
unt ljúfa og hlýja manni, sem ávallt
gaf sér tíma til þess að klappa á koll-
inn á litlum dreng og segja við hann
eitthvað, sem hann tók eftir og fannst
fallegt. Guðmundur bróðir hans Frið-
jónsson var einnig tíður gestur á
heintilinu. Þegar ég fullorðnaðist,
varð mér ljóst, að hann var eitt af
helztu skáldum þjóðarinnar. En í
augum barnsins stafaði meiri ljómi
af Sigurjóni Friðjónssyni.
Við Bragi Sigurjónsson kynntumst
ekki að ráði fyrr en hann tók að
sækja flokksþing Alþýðuflokksins,
eftir að ég var kominn í miðstjórn
hans. Gömul fjölskyldutengsl ollu þá
því, að hann gisti oft hjá okkur hjón-
um. Þegar ég síðar átti oft erindi til
Akureyrar til fundahalda, gisti ég oft
hjá Helgu og Braga. Á þeim kvöld-
stundum, sem gefast við slíkár að-
stæður, kynntist ég Braga Sigurjóns-
syni náið. Við ræddum ekki fyrst og
fremst um stjórnmál. Um þau vorum
við svo sammála, að þar var ekki
ástæða til þess að skiptast á skoðun-
um. En við ræddum um mannlífið,
skáldskap, listir, hvað væri eftirsókn-
arvert og hvað bæri að forðast. Sú
skoðun var ríkjandi á Braga Sigur-
jónssyni, að hann væri skapmikill,
viljafastur og fylginn sér, enda allt
þetta einkenni stórrar og merkrar
ættar hans. Og vissulega var hann
tnaður, sem ávallt kvað að, þar sem
hann kom að málum. En ég þóttist
komast að raun um, að bak við styrk-
inn, sem sumurn gat virzt stífni, bjó
milt hjarta viðkvæms manns, skálds,
sem skildi þau gildi góðs mannlífs,
sem eru æðri öllu veraldarvafstri. Eg
held, að hann hafi heillast enn meir
af fegurð en réttlæti.
Bragi Sigurjónsson varð fyrst
þjóðkunnur af stjórnmálaafskiptum
sínum. Á því sviði skildi hann eftir
sig merk spor. En hann var jafnframt
fræðimaður, þótt ekki væri hann há-
skólagenginn. Mikið ritsafn hans um
Göngur og réttir ber vitni vönduðum
vinnubrögðum. En í mínum augum
var hann fyrst og fremst skáld. f
ljóðum hans birtist sá Bragi Sigur-
jónsson, sem ég kynntist bezt á
hljóðum kvöldstundum, ljúfmenni,
sem skildi vanda þess að vera rnaður
Bragi Sigurjónsson,
skáld og stjórnmálamaður,
er látinn á 85ta aldursári.
Með honum er fallinn í
valinn einn helsti forystu-
maður okkar jafnaðar-
manna á Norðurlandi um
fjögurra áratuga skeið.
Fyrir hönd okkar íslenskra
jafnaðarmanna vil ég á
þessari kveðjustund bera
fram einlægar þakkir okk-
ar fyrir mikið og óeigin-
gjarnt starf Braga í þágu
Alþýðuflokksins og jafn-
aðarstefnunnar í hartnær
hálfa öld.
Braga Sigurjónssyni
kippti mjög í kyn þeirra föðurfrænda
hans, sem kenndir hafa verið við
Sand í Aðaldal, og gert hafa garð
þingeyskrar skáld- og bókmennta-
erfðar frægan. Faðir hans, Sigurjón
og föðurbróðir, Guðmundur Frið-
jónssynir frá Sandi voru báðir þjóð-
kunnir menn á sinni tíð fyrir skáld-
skap og málafylgju. Það hefur verið
ættarfylgja þeirra frænda mann fram
af manni, þótt leiðir hafi á stundum
skilið ntilli þeirra um pólitíska sann-
færingu og málflutning.
Ég átti ekki því láni að fagna að
kynnast Braga persónulega neitt að
ráði. Hann hafði að mestu dregið sig
í hlé frá pólitísku amstri um það leyti
sem ég fór að láta til mín taka innan
Alþýðuflokksins. Hins vegar fylgdist
ég snemma með honum úr fjarlægð
því að Hannibal föður mínum og
Braga var vel til vina, þótt starfsvett-
vangur þeirra væri lengst af sinn á
hvoru landshominu.
Bragi ritstýrði Alþýðumanninum,
málgagni norðlenskra jafnaðar-
manna, í 17 ár og af miklum mynd-
arskap. Það blað kom að sjálfsögðu á
heimili ritstjóra Skutuls. Mér varð
því snemma ljóst að Bragi var ein-
beittur og rökfastur málafylgjumað-
ur. Hann var kjarnyrtur og skrifaði
knappan stíl og vafningalausan.
Þegar maður hugleiðir ævistarf
Braga Sigurjónssonar getur maður
ekki annað en undrast, hversu rniklu
hann afkastaði og hversu áhugamálin
voru fjölbreytt. Fyrir utan dagleg
störf sem kennari, tryggingafulltrúi
við sýslumannsembættið og síðar
bankastjóri Útvegsbankans á Akur-
eyri, sat hann í bæjarstjóm Akureyr-
ar í 16 ár og óteljandi opinberum
nefndum. Eins og þetta væri ekki
nóg nýtti hann kvöldin og helgamar
til að ritstýra tímariti um þjóðlegan
fróðleik (Stíganda) f 6 ár og ritstýrði
Alþýðumanninum í 17 ár.
Hvaða maður sem er hefði mátt
þykja fullsæmdur af þessu dagsverki,
þótt ekki hefði annað bæst við. En
það var aðalsmerki Braga að hann lét
þetta annríki við skyldustörf og
áhugamál aldrei aftra sér frá því að
rækta skáldeðli sitt og ástríðu til
fræðistarfa. Um það bera vitni þær
fjölmörgu bækur sem komið hafa út
frá hans hendi - ljóðabækur, frum-
samdar og þýddar, smásögur, rit um
þjóðlegan fróðleik, þýðingar og
fleira.
Öllu þessu kom hann í verk ásamt
því að vera málsvari og frambjóð-
andi Alþýðuflokksins í fjölmörgum
kosningum til Alþingis og að sitja á
þingi, ýmist sem aðal- eða varamað-
ur í um það bil 12 ár.
Bragi lauk þingferli sínum sem
forseti Efri deildar Alþingis árið
1978 og sent iðnaðar- og landbúnað-
arráðherra í ríkisstjórn Benedikts
Gröndals 1979-80. Það er miður að
þingflokkur Alþýðuflokksins naut
ekki starfskrafta Braga lengur en
raun varð á. Það er til dæmis full
ástæða til að ætla að reynt hefði ver-
ið af fullri alvöru að leiða íslenska
bændur út úr ógöngum þess ríkisfor-
sjárkerfis, sem fyrir löngu hefur lok-
að þá af I blindgötu, ef Braga hefði
notið lengur við í húsbóndasætinu í
landbúnaðarráðuneytinu. Það hefði
áreiðanlega verið hinum þingeyska
bóndasyni melnaðarmál auk þess
sem hann befði haft til þess alla
burði og góðra manna ráð.
Það lýsir vel andlegu þreki Braga
og elju allt til hinstu stundar að á af-
mælisdegi hans, 9. nóvember, þegar
hann hefði orðið 85 ára, koma út eft-
ir hann tvær ljóðabækur: Önnur
frumsamin ljóð „Misvæg orð“ og hin
ljóðaþýðingar „Af erlendum tungum
II“. Það er ekki mörgum gefið að
vinna þvflíkt þrekvirki, hátt á níræð-
isaldri. En þannig var Bragi Sigur-
jónsson: Hann fékk I vöggugjöf góð-
ar gáfur og sterka ættarfylgju; og
hann nýtti gáfurnar til góðra verka
og ávaxtaði því vel sitt pund, sam-
kvæmt lögmáli guðs og manna.
Fyrir hönd Alþýðuflokksins og
okkar íslenskra jafnaðarmanna vil ég
að leiðarlokum þakka Braga Sigur-
jónssyni störf hans í þágu góðs mál-
staðar um leið og ég flyt eftirlifandi
konu hans, Helgu Jónsdóttur, börn-
urn þeirra og afkomendum öllum,
vinum og vandamönnum, samúðar-
kveðjur.
Jón Baldvin Hannibalsson.