Alþýðublaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Þeir 8081 sem sögðu já - plús 2 Bæði eru ung, falleg og fræg, á leið til útlanda að verða enn frægari. Þetta er æskublómi ís- lands í sumarskapi í haustviðtali. Og þegar þau opinbera fordóma sína er eins og það gerist al- deilis óvart. Það er kannski það hættulega. Einn af nýrri þáttum Stöðvar 2 nefnist Almannarómur. Þar fá ein- staklingar, sem fylgja ólíkum sjónar- miðum í helstu deilu- og hitamálum landans, tækifæri til að breiða úr sér og málefnum sínum í beinni útsend- ingu. Þama gægjast öðru hvoru fram í dagsljósið afdankaðar skoðanir sem sæmilegasta fólk hefur í barnslegri einfeldni ekki látið flökra að sér að nytu verulegrar hylli. Það er reyndar hið besta mál að slíkar skoðanir séu dregnar fram í dagsljósið því meðan þær grassera í leyni er illt um vik að berja á þeim jafn rösklega og þarft er. Það á að svæla talsmenn fordóma, haturs og afturhalds úr grenum sfnum. Með orðum sínum opinbera þeir sig og standa berstrípaðir frammi fyrir al- þjóð. Gallinn er hins vegar sá að stór hluti þjóðarinnar virðist of oft kjósa að hátta sig með þeim. Þá eru for- dómamir orðnir að almannadómi óg þjóðin hefur um leið berrassað sam- visku sína. í síðustu viku snerist umræða Al- mannaróms um það hvort takmarka ætti fjölda útlendinga á Islandi og í framhaldi var beint til áhorfenda, bæði í sal og heima í stofu, spuming- arinnar: „Er rétt að takmarka frekar en nú er fjölda útlendinga á fslandi?" Röggsamur umsjónarmaður þáttarins tók skýrt fram að þeir sem svömðu spumingunni játandi væru þar með að lýsa því yfir að nægilega mikið væri af útlendingum hér á landi eða að þeim bæri að fækka. Þeir sem svör- uðu nei væru hins vegar að'segja að þeir væm sáttir við að fleiri útlending- ar fengju að setjast hér að. Sjaldnast hafa menn sóst eftir því að fá að opin- bera fordóma sína í beinni útsendingu og af fimmtíu áhorfendum í sal sögðu fjörtíu og fimm já, en fimm nei. Af áhorfendum heirna í stofu sögðu 5946 nei, en 8081 íslendingar ruku í sí- mann til að gerast talsmenn þjóð- rembu og útlendingaandúðar. í október hafði „nýjasta parið í bænum" þegar svarað þessari spum- ingu opinberlega og var þar á sama máli og átta þúsundin. f októberhefti Mannlífs undir fyrir- sögninni Ást í sviðsljósinu unnast Kjartan Ólafsson og Guðrún Ósvíf- ursdóttir nútímans: íþróttakappinn hrausti Arnar Gunnlaugsson, sem unnið hefur glæsta sigra erlendis, og fallegasta kona á íslandi Hrafnhildur Hafsteinsdóttir. Bæði em ung, falleg og fræg, á leið til útlanda að verða enn frægari. Þetta er æskublómi ís- lands í sumarskapi í haustviðtali. Og þegar þau opinbera fordóma sína er eins og það gerist aldeilis óvart. Það er kannski það hættulega. Þau virðast nefnilega svo saklaus, einlæg og vel meinandi. Allt þar til umræðan snýr að komu útlendinga til landsins, því þá telja þau bæði að „varasamt sé að hleypa útlendingum inn í landið meira en orðið er“. Amar segir: „Maður sér þessi vandamál í Hollandi og Þýska- landi“, og bætir við: „Mér finnst allt í lagi að fólk komi hingað ef það getur aðlagast menningu okkar og siðurn." Vandamálin sem Amar segist hafa skapast við búsetu útlendinga í Hol- landi og Þýskalandi stafa vegna þeirr- ar sömu skilyrða og mér sýnist hann setja fram; þeirrar ósanngjörnu, ómanneskjulegu og fordómafullu kröfu, að það megi ekki sjást á erlend- um mönnum að þeir séu af öðrum uppruna, haft aðra siði eða þekki aðra menningu en tíðkast hjá þeirn sem búa fyrir í landinu. Það segir sig sjálft að stór hluti þeirra fjölmörgu einstaklinga sem flytja frá ættjörðum sínum og setjast að í öðmm löndum geta ekki beygt sig undir þessa kröfu. Þeir em erlendir menn að fóta sig í nýju landi. Þeir em manneskjur eins og þegnamir sem þar búa fyrir, en upprani þeirra er annar. Hann er greinilegur - hann sést. Og það á að vera allt í lagi, en er það oft ekki, einmitt vegna þess að þeir sem setja fram kröfuna bregðast illa við þegar ekki veitist unnt að uppfylla hana. Útlendingar em litnir homauga, það er veist að þeim, æpt að þeim sví- virðingum, þeim er neitað uni vinnu. Þeir verða fómarlömbin. Ástandið er ekki þeirra sök. Hinir seku, þeir sent skapa vandamálin, em þeir sem setja skilyrði þess efnis að enginn megi búa í landi þeirra nema hann verði eins og þeir sem fyrir eru. Og við hvað ætla menn að miða? Hör- undslit? Trúarskoðanir? Erlendan hreim? Hvar eru rnörkin? Hvenær teljast menn ekki hafa aðlagast menn- ingu okkar og siðum? Og hver ætlar sér að dæma um það? Em það hinir 8081 plús 2? Eða einhverjir allt aðrir sem kunna að fylgja aumkunarverðu bráðabirgðafrjálslyndi, sem segir menn velkomna, en setur þeim síðan skilyrði sem brjóta á mannréttindum þeirra? ■ Listmálarinn Tolli hefur að undanförnu sýnt verk sín í Selfossbíó. Hann fór ekki troðnar slóðir við tilhögun og segja má að hann hafi lagt undir sig Suðurland með leiftursókn. Áðuren sýn- ingin hófst lagði hann undir sig tvær heilsíður í hinu ágæta Sunnlenska frétta- blaði þarsem hann auglýsti sýninguná. í nýju tölublaði Sunnlenska læturTolli sér hinsvegar nægja eina síðu til að auglýsa sýningarlok um helgina. Ekkert var til sparað við opnun sýningarinnar, fjölda fólks boðið ög Bubbi bróðir fenginn til að taka lag- ið. Fleiri listamenn og heilu hljómsveitirnar hafa síðan troðið upp í Selfossbíó hjá Tolla. Hér mun um að ræða einhverja viðamestu mál- verkasýningu á Suðurlandi sem haldin hefur verið. Og listunnendur hafa ekki látið sig vanta: fyrstu sýningar- helgina mættu tvö þúsund manns, takkfyrir... r Inýju tölublaði Viðskipta- blaðsins er fróðleg úttekt á umsvifum bandaríska hers- ins á íslandi, og þeicnjekjum sem herinn skilar í þjóðarbú- ið. Blaðið reiknar út að á tíu árum, 1985-1994, hafi íslend- ingar haft 92 milljarða ítekjur af varnarliðinu, en það sam- svarar 340 þúsund krónum á hvern íslending. Viðskipta- blaðið bendir á, að tekjur af hernum jafngilda heilu ál- veri... Talsverður kurr er nú með- al rithöfunda, ekki síst þeirra sem nú senda frá sér bækur, vegna bókmennta- gagnrýni Súsönnu Svav- arsdóttur í Dagsljósi. Sús- anna sendi nýverið frá sér umtalað smásagnasafn og er því í ríkisfjölmiðlinum að fjalla um verk keppinauta sinna. Ekki þætir úr skák að flestum finnst að Súsönnu hafi heldur daprast flugið um menningarumfjöllun síðan veldi hennar á Morgunblað- inu reis hæst. En rithöfund- arnir sem eiga bækur í jóla- flóðinu verða bara að bíða og sjá, hvernig útreið þeirfá hjá Súsönnu. Löglegt en sið- laust, sagði eitt úfið skáld við okkur um þessa tilhögun... Ekki er enn búið að skipa dómnefnd vegna íslensku bókmenntaverðlaunanna, en menn eru eigi að síður byrj- aðir að bollaleggja um hvaða rithöfundar verða tilnefndir. Ljóðskáldin voru algerlega sniðgengin í fyrra þegar fimm skáldsögur voru til- nefndar, en nú ætti Ijóðið að geta náð sér á strik. Þor- steinn frá Hamri, Sigurður Pálsson, Hannes Sigfús- son og Bragi Ólafsson eru einkum nefndir í þessu sam- bandi. Til þessa hefur verið gengið framhjá Sigurði Páls- syni, og finnst þeim sem til þekkja að það sé afar ómak- legt. Dómnefndin ætti að geta rekið þetta gamla slyðruorð af verðlaununum enda þykir bók Sigurðar í ár, Ljóð línu skip, með betri Ijóðabókum sem sést hafa lengi... Segir þú kjaftasögur? Guðmundur Björnsson nemi: Nei, ég er ekki sú manngerð. Vinur minn hérna getur vitnað urn það. Þórey Þórarinsdóttir nemi: Eg reyni að gera það ekki. Þóra Hrönn Njálsdóttir húsmóðir: Ég reyni að kom- ast hjá því. hinumegin "FarSide" eftir Gary Larson * my 4?gs were loofh deep-fr,M, , T eaf flies all ^ay^ndwhen gont ■fhey'H sT.ck in 'fbmaidehyde... oU ;£ gof the ^reíeeeeens, X oo greens real ^ojactod ífarW^s*lrtt/D«rbyUrtv«tsaH 11llll % * fiiÍÍÍí Sandra Guðmundsdóttir verslunarmaður: Það kemur öragglega fyrir. Ragnheiður Ólafsdóttir nemi: Já, en ekki slæmar samt. Það er frekar í gamni en alvöra. 0 2 8 v i t i m e n n Stöðug þróunarvinna lykill að ævintýralegum uppgangi Össurar. Fyrirsögn í Viðskiptablaðinu. Hér mun vera átt við fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð hjálpartækja. Ég sé ekki eftir neinu. María Guðmundsdóttir fyrirsæta og bókarefni. HP í gær. Við skulum loka augunum og sjá hvað gerist. Fleyg orð knattspyrnukappans Jimmy Greaves. íþróttablaöið og HP. Þessi maður reyndi að kæra mig fyrir kynferðislega áreitni en ekki var stoð í því og þessvegna breyttist kæran í þetta brot sem yfirleitt er litið á sem eitthvað álíka og að keyra of hratt, ekki alvarlegt brot Heiðar Jónsson snyrtir. Tíminn í gær. Alþýðuflokkurinn trúði á EES-samninginn og GATT- sam- komulagið. Hann átti þess kost að hrinda þeim fyrri fram þjóðinni til heilla en því miður var fram- kvæmd þess síðari afskræmd og er nú engum til gagns. Rannveig Guðmundsdóttir. DV í gær. Þegar líða tók á árið 1994 var ástandið í bænum orðið þannig að verulegur fjöldi kvenna átti það samciginlegt að einhver hafði stolið frá þeim nærfötum. Frétt DV í gær af manni sem safnar nærfötum kvenna. Þegar lögreglan gerði húsleit heima hjá manninum var hann með svo mikið af nærfaravarningi að menn höfðu á orði að verslun teldist fullsæmd af slíku úrvali. Sama frétt. fréttaskot úr fortíð Fatastíll forsætisráðherra Jón Magnússon forsæt- isráðherra sagði í gær í þinginu í meðmælaræðu fyrir viðskiftahöftum, að menn ættu ekki að kaupa útlent fataefni, heldur klæðast inn- lendu. Vel mælt. - En hvemig stendur á því, að hann á sjálfur ekki eina ein- ustu ílík úr innlendu efni? Alþýðublaðið, 22. mars 1921.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.