Alþýðublaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.11.1995, Blaðsíða 8
Föstudagur 10. nóvember 1995 172. tölubiað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Kai®8 ■ Fréttabréf SARK birtir skoðanakönnun Gallup Forsætisráðherrar funda Forsætis- ráðherra Eistlands, Tiit Váhi, er staddur hér á landi í opinberri heimsókn ásamt eiginkonu sinni og fylgdarliði. Heimsókninni lýkur á morgun. Myndin er tekin á fundi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra meö Tiit Váhi forsætisráðherra Eistlands í gær. A-mynd: E.ÓI. ■ Nýlistasafnið Guðný og Thomas sýna Á morgun verður opnuð í Nýlista- safninu sýning á verkum Guðnýjar Richards og Thomas Ruppels. Þau eru bæði búsett í Þýskalandi og sýna málverk og grafikverk í safninu. Guðný lauk námi frá Akademíunni í Stuttgart á síðasta ári og hefur tekið þátt í samsýningum í Þýskalandi og hér heima. Thomas lauk námi frá graf- íkdeild Akademíunnar í Stuttgart 1990 og hann hefur haldið einkasýningar í Þýskalandi og Ameríku og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum í Þýska- landi. Gestur Nýlistasafnsins í Setustofu er þýski listamaðurinn Martin Leien- setter frá Ludwigsburg og sýnir hann málverk. Sýningamar standa yfir til 26. nóvember. ■ Frumvarp á Alþingi 18 ára fái að kaupa áfengi í gær lögðu fjórir þingmenn fram á Alþingi frumvarp um að réttur fólks til að kaupa áfengi verði lækkaður úr 20 árum í 18. Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka er fyrsti flutningsmað- ur, en auk hennar standa að til- lögunni þau Lúðvík Bergvinsson Alþýðuflokki, Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki og Geir H. Ha- arde formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. „Auðvitað er það ekkert annað en dæmi- gerð tímaskekkja að ganga til móts við 21. öldina með ríkisrekna kirkju, á sama tíma og margvísleg félagsleg réttarstaða okkar er í virkri endurskoðun með tilheyrandi endur- hæfingu ýmissa laga- ákvæða," segir Gunn- ar Ingi Gunnarsson læknir meðal annars í nýútkomnu fréttabréfi SARK, Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju. í blaðinu kemur fram að nær 62% landsmanna eru hlynntir aðskilnaði. I fréttabréfinu eru 30 einstaklingar spurðir hvers vegna þeir styðji aðskilnað ríkis og kirkju og er Gunnar Ingi f þeim hópi. Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir meðal annars að í svari sínu að ríkið eigi ekki að skipta sér af trúmál- um. „Menn eiga að gjalda keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er.“ Mörður Árnason seg- ir í sínu svari: „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að skilja að ríki og kirkju. Ástæðan er einföld; 60° 50% 40% 30% 20% 10% Vaxnndi stuðningur við nðskilnnð ríkis og kirkju □ Árið 1993 Arið 1994 48% 39% 32° 16% 13 /< Hlynnt Hvorki né Andvig trúfrelsi er meðal sjálfsagðra mann- réttindaákvæða í stjómarskrá okkar, og sú skipan að ein kirkjudeild hafi þá sérstöðu að vera þjóðkirkja stangast á við anda þessara ákvæða. Skiptir þá ekki máli í sjálfu sér hversu íjölmenn NYR 2000 KRONA PENINGASEÐILL OG 100 KRÓNA MYNT í umferð 9. nóvember Heimild: Fréttabréf SARK. hún er eða hveija kenningu hún boð- ar.“ Það kemur fram í fréttabréfinu að Gallup hefur í tvígang spurt fólk hvort það væri hlynnt eða andvígt aðskiln- aði ríkis og kirkju. I maí 1993 vildu rösklega 48% skilja að ríki og kirkju en á síðasta ári voru tæplega 52% hlynnt því. Árið 1993 voru tæplega 39% andvíg aðskilnaði en tæplega 32% á síðasta ári. Þegar aðeins er litið á þá sem tóku afstöðu kom í ljós að tæplega 62% eru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en rúmlega 38% and- víg. í blaðinu kemur fram að allar þjóðir Evrópu hafi fijálsar kirkjur og óháðar ríkisvaldinu nema Norðurlönd og Bretland sem enn eru með ríkis- reknar þjóðkirkjur. Af 745 milljónum íbúa Evrópu em aðeins 85 milljónir, eða 11,4%, sem búa við ríkisvemduð trúarbrögð. Svíar hafa ákveðið að- skilnað árið 2000 og sterk hreyfing er fyrir aðskilnaði í Finnlandi og víðar á Norðurlöndum. Heimild: Fréttabréf SARK. Kynningarörk liggur frammi í bönkum og sparisjóðum MPMBLMÐ Góöur pappír til endurvinnslu 62% landsmanna hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.