Alþýðublaðið - 15.11.1995, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 15.11.1995, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Dsamn MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 ■ Kolbrún Bergþórsdóttirvanr\ í þrjú ár sem sérkennari og fræddist þá sitthvað um misþroska og ofvirkni. Þegar hún, fyrir skömmu, gluggaði aftur í íslendingasögur rakst hún á hetjur sem hún var ekki í vandræðum með að greina sem misþroska og ofvirkar. Egill Skaljagrímsson og Grettir Ásmundarson - misþroska og ofvirkir Ekki ætti að fara framhjá lesendum Egils sögu Skallagrímssonar og Grettis sögu að hegðun hinna tveggja aðalpersóna er stórlega ábótavant strax í bamæsku. Óhætt er að segja að þar sé ekki við að eiga venjulega óþekkt tápmikilla drengja, því báðir guttar hafa óvenju mikla skapgerðar- bresti. Félagsþroska þeirra er einnig stórlega áfátt og þeir bregðast við minnsta áreiti af fullri hörku. Eðlileg mannleg samskipti eru þeim einfald- lega um megn og þeir kunna ekki einföldustu leikreglur sem þar gilda. Hegðunarvandamál þeirra eru svo geigvænleg að hetjusamfélagið forna stendur ráðalaust frammi fyrir miður þekkilegum gjörðum smápolla sem engu tiltali taka. Fullyrða má að sérfræðingasamfélag nútímans hefði brugð- ist skjótt við, eða um leið og Egill Skallagrímsson og Grettir Asmundar- son hefðu náð leikskólaaldri. Þá hefðu verið kallaðir til sálfræðingar og fé- lagsráðgjafar sem samstundis hefðu greint drengina sem misþroska með stórfelld ofvirkniseinkenni. Egill, þriggja ára alkohólisti, hefði umsvifalaust verið tekinn frá foreldrum sínum og sendur á upptökuheimili þar sem hann væri gerður upp - og síðan seldur í hendur skólayfirvalda. Grettis biðu svip- uð örlög. Undir nafni mannúðarstefnu í sálfræði og nýjustu kenninga í kennslufræðum hefði þeim félögum verið potað inn í skólastofu og settir í hendur sérkennara. Á örfáum árum hefði skólayfirvöldum, í samráði við hóp sálfræðinga og félagsfræðinga, tekist að ræna drengina öllu hugmynda- flugi og frumkvæði og gera þá að hversdagslegum durgum sem féllu inn í hóphugsun skólakerfisins. Þjóðin ætti ekki Sonatorrek, þvf sá sem elst upp undir skjóli sálfræðinga fær ekki fundið hinn skáldlega farveg - það næsta sem hann kemst því er að skrifa opinskáa lífsjátningarbók - og þær eru eng- ar Eglur. Grettir sterki hefði sömuleiðis litla útrás fengið í þjóðfélagi þar sem hvergi er pláss fyrir lfkamlega hrausta atgervismenn - nema þá helst í plebbalegum heilstræktarmiðstöðvum. Ungir jafnaðarmenn Framkvæmdastjórnarfundur verður haldinn miðviku- daginn 15. nóvember klukkan 15. nóvember klukkan 18. Fundarstaður er Alþýðuhúsið, Hverfisgötu 8-10. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar. 2. Frágangur ályktunar frá síðasta sambandsstjórnar- fundi. 3. Útgáfumál (kálfur, símaskrá). 4. Fundartími framkvæmdastjórnar. 5. Önnur mál. Mikilvægt er að þeir framkvæmdastjórnarmenn sem ekki sjá sér fært að mæta tilkynni forfoll á skrifstofu sambandsins. Þar sem á dagskrá fundarins er frágangur á ályktun síð- asta sambandsstjórnarfundar er þessi framkvæmda- stjórnarfundur opinn öllum meðlimum sambandsstjórn- ar. Framkvæmdastjórn SUJ Aðalfundur Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi verður haldinn föstudaginn 24. nóvember 1995, að Hamraborg 14a, klukkan 19. Dagskrá auglýst síðar. Formaður. Egill Lesandi Egils sögu kynnist hetjunni þegar hún er þriggja ára. Lýsingin á Agli litla hljóðar svo: ,,En þá er hann var þrevetur, þá var hann mikill og sterkur svo sem þeir sveinar aðrir, er voru sex vetra eða sjö. Hann var brátt málugur og orðvís. Heldur var hann illur viðureignar er hann var í leik- um með öðrum ungmennum." Lýsingar sérfræðinga á einkennum misþroska bams á aldrinum þriggja til fimm ára er á þessa leið: „Óvenju at- hafnasamt. Ratar burt, stingur af. Eirð- arlaust. Knýr á um að sér sé sinnt strax. Hengir sig í smáatriði. Gefur ekki eftir. Skemmir eigin leiki og annarra barna.“ í fyrstu lýsingu sögunnar á hegðun Egils kemur greinilega fram að hann er ófær um að leika sér við önnur böm átakalaust. Þetta er eitt megineinkenni flestra misþroska bama með alvarleg ofvirkniseinkenni. Þau geta ekki farið eftir einföldustu reglum. Þau em háð löngunum sínum og hafa enga stjóm á þeim. Það sem þau ætla sér skal ganga fram. Af þessum sökum verða þau yfirleitt snemma óvinsæl og félags- lega einangmð. Víkjum að öðmm atriðum í lýsing- um sérfræðinga á atferli misþroska þriggja ára bams og mátum við Egil: „Óvenju athafnasamt.Eirðarlaust". Ekki leikur nokkur vafi á því að þess- ar lýsingar gefa hárrétta mynd af Agli Skallagrímssyni þriggja ára. Hann hefur nær ömgglega gert þá skýlausu kröfu að sér væri sinnt - og það sam- stundis. Ekki væri heldur ólíkt honum að hengja sig í smáatriði og gera þau að aðalatriðum. Hin litla persónulýsing sem vísað var til í Eglu nægir reyndar ekki ein sér til að færa sönnur á að Egill hafi búið yfir öllum áðumefndum eigin- leikum, en í framhaldi sögunnar koma þeir hins vegar skýrt í ljós. Þriggja ára alkohólisti Þriggja ára vill Egill fara til veislu ásamt fjölskyldu sinni: „Egill ræddi um við föður sinn að hann vildi fara. ,Á eg þar slíkt kynni sem Þórólfur,“ segir hann. „Ekki skaltu fara,“ segir Skallagrímur, „því að þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjölmenni, þar er drykkjur em miklar, er þú þykir ekki góður viðskiptis að þú sért ódmkk- inn.“ Þama er upplýst að þriggja ára drengur sé vondur með víni. Nú er misþroska bömum með sterk ofvirkn- iseinkenni hættara en öðmm bömum til að lenda á glapstigu. Þau seilast til þess sem þeim er ekki ætlað og kunna sér ekki hóf. Þegar haft er í huga að Egill er þriggja ára orðinn drykkju- maður af þeirri sort sem eftir er tekið, þá verður ekki annað séð en sú stað- reynd styrki þau rök að hann hafi haft sterkustu einkenni misþroska og of- virkni. Agli er bannað að halda til veislu, en hann ætlar sér þangað. „Gefur hvergi eftir.Ratar burt.Stingur af.“ Það er einmitt það sem Egill gerir. Litli ofvirki pjakkurinn sest upp á hest og heldur að heiman. Hann þekkir ekki leiðina og veit ekki hvert hann er að fara, en sér heimamenn á undan sér og eltir þá. Þessari kotrosknu boð- flennu er vel tekið og kveður vísur milli þess sem hann sýpur á öli. Sjö ára morðingi Hetjan okkar er orðin sjö ára. Les- andinn fær stutta lýsingu af henni á þeim aldrei og hún bendir til að h'tt hafi dregið úr misþroska- og oívirkni: .Egill var mjög að glímum; var hann kappsamur mjög og reiðinn, en allir kunnu það að kenna sonum sínum að þeir vægðu fyrir Agli.“ Böm með sterk misþroska- og of- virkniseinkenni eiga erfitt með að taka tapi, fremur en öðm mótlæti, og bregðast iðulega mjög ofsafengið við. Sérfræðingar skilgreina misþroska bams á aldrinum sex til átta ára á þessa leið: „Óvenju athafnasamt. Óþolinmótt. Lendir auðveldlega í árekstrum. Virðist ekki átta sig á af- leiðingum eigin gjörða. Fer ekki eftir fyrirmælum." Lesendum skal bent á að þegar bullandi ofvirkni bætist við misþroska þá em einkennin sem lýst er mun sterkari en áðumefnd skil- greining gefur til kynna. Enginn ætti að draga athafnasemi Egils í efa. Hann fór ekki eftir fyrir- mælum þriggja ára gamall og ekkert bendir til að hann hafi lært þá list sjö ára. Hann hefur enga stjóm á skapi sínu og gefur sér ekki tíma til að hugsa um afleiðingar gjörða sinnai Egluhöfundur segir að Egill taki tapi illa og það sannast rækilega stuttu síð- ar í sögunni, þegar Egill glímir við dreng sem er nokkmm ámm eldri en hann sjálfur. Sá nennir ekki að fara að tilmælum foreldra sinna um að sýna ekki styrk sinn þegar hann keppir við Egil: „En er þeir lékust við, þá var Eg- ill ósterkari. Grímur gerði og þann mun allan er hann mátti. Þá reiddist Egill og hóf upp knatttréið og laust Grím, en Grímur ók hann höndum og keyrði hann niður fall mikið... Enn er Egill komst á fætur þá gekk hann úr leiknum, en sveinamir æptu að hon- um.“ Þessi ffásögn lýsir ekki einungis ofsafengnu skapi Egils heldur einnig því hversu óvinsæll hann er meðal annarra drengja sem sýna eineltistil- burði þegar þeir gera hróp að honum. Hinn óvenju athafnasami Egill snýr frá en kemur aftur ásamt vini sínum, sem er nokkm eldri en hann. Síðan hleypur Egill að Grími og rekur exi í höftið honum. Svo notast sé við sér- fræðingamál sýnir móðir Egils þessu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.