Alþýðublaðið - 15.11.1995, Side 5

Alþýðublaðið - 15.11.1995, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 áleitnar spurningar Grettir Ásmundarson er kallaður til sögu sinnar með þessum ummælum: „Annan son áttu þau, er Grettir var kallaður; hann var mjög ódæll í upp- vexti sínum, fátalaður og óþýður, bell- inn bæði í orðum og tiltektum." Nú ætti lesendum að vera ljóst hvert stefnir. Nútímaleg sálgreinandi hugs- un skynjar samstundis misþroska og ofvirkni drengsins. Og ekki er um- mæli sem koma stuttu síðar til að draga kraft úr greiningunni: „ekki bráðger, meðan hann var á bams- aldri.“ Tíu ára ofbeldismaður Tíu ára er Grettir mætmr til leiks í fullum skrúða. Hér eru einkenni tfu ára misþroska bams samkvæmt mati sérfræðinga: „Óróleiki. Eirðarlaust. Óþolinmótt. Fer illa eftir settum regl- um. Þolir illa umvöndun. Skortir sjálfsgagnrýni. Leggur aðra í einelti og verður íýrir einelti.“ Grettir hefur öll þessi einkennni en fer um leið langt fram úr þessum lýs- ingum, enda em ofvirkniseinkennin mögnuð. Hann vængbrýtur gæsir og drepur kjúklinga í stómm stfl, einfald- lega vegna þess að gæsalegt og kjúk- lingslegt atferh er honum ekki að skapi. Þetta athæfi hans hefði eitt sér nægt til að kalla félagsráðgjafa nú- tímasamfélags á alvömþmnginn fund. Faðir hans lætur sér hins vegar nægja að fá syninum það verk að strjúka bak sitt, treystir honum þó varlega til verksins, kallar hann mannskræfu og segir að aldrei sé dugur í honum. Hinn ofvirki sonur bregst við samkvæmt eðli sín og sýnir dug sinn með því að berja á föðumum. Þá er drengurinn látinn gæta hrossa, en þar tekst líkt til og áður; hann misþyrmir hrossi svo illa að lóga þarf því. Grettir virðist fá útrás fyrir innri vanlíðan í ofbeldisverkum. Hann hef- ur ævinlega verið tal- inn ómögulegur og skammir og aðfinnslur frá föðumum og öðr- um hafa verið hans daglega brauð. Böm með sterk misþroska- og ofvirkniseinkenni herðast einungis í óæskilegu atferli sé dembt yfir þau óbóta- skömmum. Þeim finnst um leið að heimurinn sé á móti þeim, þau fyllast þver- móðsku og nýta óæskilegar aðferðir til að ná sér niðri á þeim sem þau telja sig eiga sökótt við. Fólk gefst upp á samskiptum við þessi böm, þau ein- ahgrast og verða ein- mana. Eins er með Gretti. Hann á engan að nema mömmu sína sem elskar hann heitt, og þó mömmumar hafi löngum dugað litlum óþekktaröngum vel þá nægir einfaldlegá ekki velvild þeirra einna til að koma þeim í félags- skap þar sem þeir njóta velvildar. Á æsku-og ung- lingsárum Grettis rek- ur hvert miður æski- legt atvikið annað. Þegar hann er fjórtán ára tekur hann slysa- legu atviki í leik sem beinni persónulegri • árás. Saklaus leikur leysist upp í áflog. Grettir sýnir í þeim leik dæmigerð ofvirkn- isviðbrögð, en vinum tekst að lokum að róa hann. Skömmu síðar vegur hann mann í ómerkilegri deilu um týndan mal og er dæmdur til að vera ut- an þijá vetur. Eftir að hann heíúr kvatt fjöl- skyldu og heimamenn segir í sögunni: „Margir báðu hann vel fara, en fáir aftur korna,,. Segir það flest er segja þarf um viðhorf manna til þessa erfiða andfélagslega sinnaða einstaklings. Egill og Grettir fullorðnir og enn misþroska Misþroski og ofvirkni minnka oft með árunum, geta jafhvel að horfið að mestu. Þessi em einkenni fullorðins manns sem ekki hefur losnað við mis- þroska sinn eða ofvirkni: „Eirðarlaus. Hefur sveiflukennda skapgerð. Af- kastamikill við vinnu. Vinnur oft við störf sem bjóða upp á mikla hreyf- ingu. Skiptir títt um vinnu." Það má máta kempumar tvær, á fullorðinsaldri, við þessa uppskrift. Enginn getur neitað því að þær feng- ust við störf sem buðu upp á mikla hreyfmgu og voru afkastamiklir við þau störf, hvort sem verið var að berja á draugum eða mönnum. Eirðarleysi virðist vissulega hafa háð þeim, sömu- leiðis sveiflukennd skapgerð. Hvorug- ur virðist því hafa losnað við einkenn- in að fullu, þótt árin hafi líklega frem- ur dregið úr þeim en magnað. ■ frumkvæði jákvæða svömn, sem virk- ar svo örvandi á Egil að hann kveður hina frægu vísu: Það mælti mín móð- ir. Þrettán ára utanfari Næst fréttist af Agli tólf ára en þá drepur hann einn manna föður síns eftir dráp föðurins á fóstm hans og besta vini. Þrettán ára vill hann fara utan með bróður sínum, en er neitað um það, eða eins og bróðir hans segir: „Þvf að þér mun það ekki hlýða að hafa þar slíkt skaplyndi sem hér.“ Viðbrögð Egils em í fullu samræmi við skapferli hans. Hann heggur á skipfestar þannig að skipið rekur út á fjörðin. Athæfið kallar á fordæmingu þeirra sem af því frétta. Egill svarar því til að hann „- skyldi skammt til láta að gera Þórólfi meiri skaða og spellvirki ef hann vildi eigi flytja hann í brott.“ Hann svarar aðfinnslum með hótunum, enda þolir hann ekki ávítur. Hann hefur að lok- um sitt fram og fær að fara til útlanda. Þar athafnar hann sig að vild, vegur mann og annan milli þess sem hann kveður torskilda vísnabálka. Er hann úr sögunni um stund meðan athyglin beinist að annarri lítilli andhetju sem einnig var misþroska og ofvirk. ■ Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins Spurt er 1 Þekkirdu manninn? Alþýðublaðið heldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur em. Spurt er um menn úr öllum áttum, íslendinga jafht sem útlendinga, lífs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís- bendingar með hverri spumingu. Sá sem svarar rétt eftir fyrstu vísbendingu fær þijú stig, tvö stig fást fyrir rétt svar eftir aðra vísbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend- anna Illuga Jökulssonar og Kristjáns Kristjánssonar, hér að neðan. FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIÐJA VÍSBENDING 1 Hann orti: Hlóð eg lofköst, þann er lengi stendr óbrotgjarn í bragar túni. Hann barðist einn við átta og við ellefu tvisvar. Hann þótti óheflaður, jafrivel á mælikvarða tíðar sinnar. Einu sinni krækti hann fingri í auga gestgjafa síns svo úti lá á kinninni. 2 Hann varð alþingismaður 1926,34 ára að aldri; gegndi embætti dómsmálaráðherra 1932. Hann varð forsætis- ráðherra 1942. Enginn hefur oftar orðið for- sætisráðherra Islands: Hann myndaði fimm ríkisstjórnir. 3 Hann sagði árið 1970: íslamskt stjómarfar er því stjóm eftir guðlegum lögum. Munurinn á íslömsku stjómarfari og venjulegri stjómar- skrá - hvort heldur hún felur í sér konung- dæmi eða lýðveldi - er sá, að í hinu síðar- nefnda dæmi em það umboðsmenn eða full- trúar fólksins sem setja lögin. En hinn eini, sanni rétthafi löggjafar er Allah. Hann var lengi í útlegð frá heimalandi sínu en sneri aftur árið 1979. Hann varð erkiklerkur í íran. Rithöfundurinn Salman Rusdie hefur farið huldu höfði síðustu ár vegna tilskipunar hans. 4 Hann var skoskrar ættar; lækn- ir, trúboði og landkönnuður. Hann hóf könnunarferðir um Mið-Afríku 1849, meðai annars til að berjast gegn þrælaverslun. Landkönnuðurinn Stanley fann hann við Tanganyikavatn árið 1871 og lét þá falla fleyg orð. 5 Talið er að rekja megi lækn- ingaaðferðir hans til Salern- óskólans á Italíu. Ilann fæddisl líklega árið 1166 og var drepinn 1213 af Þorvaldi Snorrasyni Vatnsfirðingi. Hann var goðorðsniaður, ferðaðist víða um Evrópu og var annálaðasti læknir íslendinga á þjóðveldisöld. Grindvíkingar hafa löngum skýrt skip sín eftir honum. co Eitt mesta fjaðrafok ársins 1949 varð þegar þessi leikkona yfir- gaf eiginmann og dóttur til að taka saman við ítalskan elsk- huga sinn. Hún hlaut Oskarsverðlaun þrisvar, meðal annars fyrir leik sinn í Gaslight. Hún skapaði sér ódauðlega frægð fyrir leik sinn í Casablanca. 7 Hún skrifaði meðal annars bækurnar Jón biskup Vídalín og Jón biskup Arason. Hún sagði: Ég er sú fyrsta, sem náttúran dæmdi til þess að upp- skera hina beisku ávexti gam- alla, rótgróinna hleypidóma gegn litterærum dömum. Hún fæddist 1845, dó 1918. Hún varð fyrst til að rita sögulegar skáldsögur á íslandi og jafn- framt fyrsta íslenska konan scm hafði ritstörf að atvinnu. 00 Árið 1991 skrifaði hún bókina Þegar sálin fer á kreik, minning- ar Sigurveigar Guðmundsdótt- ur kennara í Ilafnarfirði. Hún var formaður Stúdenta- ráðs 1977-78, borgarfulltrúi 1982- 86. Hún lét af þingmennsku til að taka við einu veigamesta emb- ætti landsins. CD Hann var tónskáld, fæddur 1797.16 ára samdi hann fyrstu sinfóníu sína og fyrstu óperuna árið eftir. Hann var mikill aðdáandi Beet- hovens, og gamli meistarinn hjálpaði honum á ýmsa lund. Hann varð aðeins 31 árs, dó 1828. Á dögunum gaf Mál og menning út geisladisk þarsem Kristinn Sigmundsson flytur söngvaflokkinn Svanasöng eftir hann. 10 Hann er fæddur 19. júní 1953, vann til verðlauna í Mennta- skólanum í Reykjavík fyrir smásagnagerð en hélt ekki áfram á þeirri braut heldur haslaði sér völl í pólitík. Hann var ritstjóri Þjóðviljans 1984-87. Hann var umhverfisráðherra síðustu ríkisstjórnar. Illugi enn á sigurbraut lllugi Jökulsson virðist með öllu óviðráðanlegur í spurningaleik Alþýðublaðs- ins: Að þessu sinni hlaut hann hvorki meira né minna en 27 stig. Keppinaut- ur hans, Kristján Kristjánsson á Viðskiptablaðinu, stóð sig afar vel og fékk 21 stig en sú vasklega framganga dugði skammt, og er honum þökkuð þátttak- an. Spurninq lllugi Samtals Kristján Samtals 1 2 2 3 3 2 3 5 2 5 3 3 8 3 8 4 3 11 1 9 5 2 13 0 9 6 3 16 3 12 7 3 19 1 13 8 3 22 3 16 9 2 25 2 18 10 3 27 3 21 Kristján: 21 stig og úr leik. Illugi: 27 stig af 30. uossu!Q8i|dje>|S Jnssg '0L JJaqnnos zubjj '6 Jiuppeisjs unj|ps BjofqjBui g uj|ph Jnpnqpoi L ueuiBjas pu6u| -g uosjeujefqujaAs ujbjh 'g auots6u|An -y iu|aujoq>| ■£ sjoqi Jnjeio 'Z uossujjjr)-e||e>|s 11163 't :joas uey

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.