Alþýðublaðið - 15.11.1995, Síða 6

Alþýðublaðið - 15.11.1995, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði verður haldinn föstudaginn 24. nóvember klukkan 20.30. Dagskrá verður auglýst síðar. Formaður FUJ í Hafnarfirði. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 Innlausnardagur 15. nóvember 1995. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 896.628 kr. 89.663 kr. 8.966 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 791.613 kr. 79.161 kr. 7.916 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.572.802 kr. 157.280 kr. 15.728 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.461.957 kr. 146.196 kr. 14.620 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.451.648 kr. 1.290.330 kr. 129.033 kr. 12.903 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.952.105 kr. 1.190.421 kr. 119.042 kr. 11.904 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.530.214 kr. 1.106.043 kr. 110.604 kr. 11.060 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.429.117 kr. 1.085.823 kr. 108.582 kr. 10.858 kr. Innlausnarstaður: Veðdéild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. C^G HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I 1 HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Hvorki beinn né breiður vegur -3. hiuti Eftir Svavar Gestsson alþingismann Að treysta ekki bara sjálf um sér Víða reynir Jón í greinum sínum að gera okkur upp skoðanir krefst þess jafnffamt að við núna, 1995, gefum þá yfirlýsingu að allt hafi verið vitlaust sem stjómmálahreyfmg íslenskra sósí- alista gerði á ámnum ífam til dagsins í dag, síðustu sextíu sjötíu ár eða svo. Jafnvel þó að við féllumst á þessi sjón- armið Jóns Baldvins þá sjá allir hvað það væri fráleitt. Sú stjómmálahreyf- ing sem Jón Baldvin vill núna jarða og strika út úr sögunni hafði 20-30% hér um áratuga skeið. Á sama tíma hírðist Alþýðuflokkurinn oft undir 10% og var áhrifalítill eða áhrifalaus í verka- lýðshreyfingumii og þáði völd sín fyrir náð og miskunn undir handarkrika Framsóknarflokksins fyrst og seinna Sjálfstæðisflokksins. Mér sýnist því að einn vandi vinstri hreyfingarinnar sé sá að Jón Baldvin geri sér og sínum grein fyrir því af hveiju Alþýðuflokkurinn var jafnaumur og raun ber vitni um. Hann verður að taka að sér sjálfsskoð- un sem hann treystir sér ekki til að gera. Jón Baldvin þarf vegna íslenskra kjósenda að láta fara fram uppgjör í Álþýðuflokknum - uppgjör við fortíð- ina. Þar með er ég ekki að fara fram á að hann geri upp fyrir þennan tíma og biðji einhvem um syndaaflausn. Það er tilgangslaust og út í hött. Hins vegar þarf hann að gera grein fyrir því að hve miklu leyti saga Alþýðuflokksins er skýringin á vanda hans í dag. Það er augljóst að fortíðin er vandi Alþýðu- flokksins í núinu. Fæðingarvottorð Alþýðubandalagsins Eini hluti greinaflokks Jóns Bald- vins sem mér finnst leiðinlegur er sá hluti þegar hann skrifar eins og hann væri Bjöm Bjamason þar sem hann reynir að gera mig tortryggilegan - jafnvel sérstaklega sem einstakling. Hann spyr aftur og aftur hvers vegna við höfum ekki í heyranda hljóði skýrt frá því hvernig Austur-Þýskaland var og hvernig Austur-Evrópa var. Það gerðum við. Það gerði ég til dæmis sumarið 1968. Hver skrifaði leiðara Þjóðviljans í kringum innrásina í Tékkóslóvakíu þar sem því þjóðfélags- kerfi var hafnað sem að þá átti að ryðja sér til rúms á ný undan sámnum sem skriðdrekamir skildu eftir sig í götum Prag? Þessu þjóðfélagskerfi lýstum við undanbragðalaust og höfnuðum gjör- samlega. Þannig er það annað hvort sogufölsun eða ósannindi þegar Jón Baldvin ætlar að slá striki yfir það mikilvæga uppgjör sem átti sér stað í Alþýðubandalaginu 1968. Það uppgjör varð fæðingarvottorð Alþýðubanda- lagsins sem breytti því í öflugan stjóm- málaflokk þar sem hafnað var öllu þjóðfélagskerfi Austur-Evrópu eins og það lagði sig á þeim tíma. Jón Baldvin segir: „Ef þeir skildu það að sósíalismi án lýðræðis og frelsis hlyti að snúast upp í andhverfu sína var þeim það ekki Ijóst þá þegar að aðferðafræði lýðræð- isjafnaðarmanna í pólitík var rétt, hvers vegna sögðu þeir það ekki full- um fetum?“ Auðvitað kom það ffarn aftur og aft- ur að við höfnuðum þjóðfélagskerfi Austur Evrópu. Það þarf því ekki að fara fram nein niðurdýfingarskím til þess að við get- um kallað okkur jafiiaðarmenn. Orðið jafnaðarstefna er íslenskt og gott því það er gagnsætt. Það er í mínum huga sama orðið og útlenska orðið sósíal- ismi eins og það er notað til dæmis í Sósíalistaflokknum í Frakklandi. En við höfum alltaf verið á móti því að kenna okkur við það sérkennilega ís- lenska afbrigði af kratisma - ekki sósí- aldemókratisma - sem Alþýðuflokkur- inn hefur haldið gangandi. Þá er átt við þetta sérkennilega íslenska afbrigði af kratisma sem hafði þróast í tíð Stefáns Jóhanns og Emils Jónssonar eftir að Alþýðuflokkurinn var búinn að reka alla sæmilega jafnaðarmenn úr for- ystusveit sinni. Jón Baldvin spyr: „Ef þeim (það er að segja okkur sósíalist- um) var ljóst að sovéska nýlenduveld- ið var hervætt alræðisríki á útþenslu- skeiði var þeim þá ekki ljóst að lýð- ræðisríkin urðu meðal annars eftir reynsluna af nasismanum að koma sér upp sameiginlegu öryggiskerfi til „Jón Baldvin þarf vegna íslenskra kjósenda að láta fara fram uppgjör í Alþýðuflokknum - uppgjör við fortíöina." vemdar lýðræðinu?" Svarið er: Okkur var fullkomlega ljóst að sovéska nýlenduveldið var her- vætt alræðisríki en við sögðum líka: Vígbúnaðurinn í vestri er hættulegur, stórveldin eru hættuleg, stórveldahags- munimir em vandamál heimsins í dag. Vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna er það sem er hættulegt fyrir lífið í heim- inum. Það kerfi þarf að brjóta niður. Stórveldin þarf að brjóta niður. Þeim þarf að skipta í mörg smærri ríki, sögðum við aftur og aftur, til dæmis sumarið 1968 - ekki síst einmitt Magnús Kjartansson í sínum greinum. Þetta var okkar viðhorf og við teljum að sagan hafi reyndar sannað að við höfðum rétt fyrir okkur í þessu efni. Það er ekki orðið ffiðvænlegra í heim- inum fyrr en hemaðarbandalögin eins og þau vom hafa í raun og vem verið lögð niður; meira að segja NATO er að taka verulegum breytingum. Jón Baldvin ætlast hins vegar til þess að við höfnum núna, árið 1995, þeirri stefnu sem Hannibal og Sósíalista- flokkurinn höfðu gagnvart NATO, ár- ið 1949. Jón Baldvin Hannibalsson fær okkur aldrei til þess vegna þess að við teljum að okkar afstaða um fijálst og fullvalda ísland hafi meðal annars tryggt að íslenska þjóðin hefur haldið reisn sinni ekki aðeins í utanríkismál- um á mörgum öðrum sviðum heldur líka til dæmis í menningarmálum og í efnahagsmálum. Þann kafla vantar í stjómmálasögu Jóns Baldvins Hanni- balssonar að sjálfstæði Islands hefur verið efnahagsleg auðlind að ekki sé minnst á hina menningarlegu reisn. Þær blaðsíður íslensku sjálfstæðisbar- áttunnar virðast hafa farið algjörlega fram hjá formanni Alþýðuflokksins. @Meginmál = Eitt af því sem mér fellur ekki í skrifum Jóns Baldvins er þörf hans til þess að knýja viðræðuað- ilann til uppgjafar; til þess að iðrast og lýsa því yfir að allt sem gert hefur ver- ið í nafni sósíalismans á íslandi hafi verið rangt. Það kemur ekki til greina að undirritaður reyni að veita Jóni Baldvin Hannibalssyni slíka þjónustu enda væri slíkt í senn fáfengilegt og fráleitt. Til þess hefur enginn umboð

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.