Alþýðublaðið - 21.11.1995, Síða 3

Alþýðublaðið - 21.11.1995, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Sameining jafnaðarmanna Skyldi ekki vera öðruvísi umhorfs hér ef jafn- aðarmenn af hinum ýmsu litbrigðum hefðu unnið í sameiningu að því að móta samfélag okkar að hætti jafnaðarmanna? Það gerðu þeir því miður ekki, heldur eyddu þeir drjúgu hugviti og orku í að berja hver á öðrum hve- nær sem færi gafst. Þeir sem nota orðin sameining jafn- aðarmanna í ræðu eða riti, án gæsa- lappa, eru - ef til vill óafvitandi - búnir að gera sér grein fyrir aðalatriði málsins. Nefnilega því að jafnaðar- menn á íslandi eru sundraðir á marga flokka. Mesta samþjöppun þeirra er í A-flokkunum, en þá er einnig að frnna meðal stuðningsmanna og kjósenda allra hinna flokkanna, í mismiklum mæli. Pallborðið | Finnur Birgisson skrifar Þessu er öðruvísi háttað meðal nán- 'ast allra nágrannaþjóðanna. Þar eru jafnaðarmannaflokkar allstaðar sam- einaðir, stórir og áhrifamiklir, og hafa jafnvel ráðið ríkjum áratugum saman. Svo vill til að einmitt í þessum lönd- um er að finna mestu auðsældina og velmegunina og aðrar þjóðir líta til þeirra sem fyrirmyndarsamfélaga. Undanfama mánuði hefur landflótti firá Islandi ágerst. Fólk flýr lág laun og skuldabasl, rangláta skatta og kerfis- byggingu, sem er harðneskjuleg og meingölluð, sér í lagi sú hliðin sem snýr að ungum ijölskyldum. Við höf- um lengi látið nægja að afgreiða sam- anburð við önnur lönd með meðaltöl- um og þjóðhagsstærðum í bland við slagorð. En skilaboðin, sem berast frá löndum okkar, sem nú eru teknir til við að byggja sér betri framtíð í öðr- um löndum, ásamt öðru upplýsinga- flæði af því tilefni, hafa nú leitt okkur skýrt fyrir sjónir að lífskjör og aðbún- aður hér þola engan samanburð við það sem bræðraþjóðir okkar búa við. Þar skilur hyldjúp gjá á milli. Skyldi ekki vera öðruvísi umhorfs hér ef jafnaðarmenn af hinum ýmsu litbrigðum hefðu unnið í sameiningu að því að móta samfélag okkar að hætti jafnaðarmanna? Það gerðu þeir því miður ekki, heldur eyddu þeir drjúgu hugviti og orku í að berja hver á öðrum hvenær sem færi gafst. I því stríði unnust engir sigrar, en líkur eru á því að sjálf samfélagsbyggingin líði nú fyrir afleiðingar hemaðarins. Það er áberandi að ákveðnustu raddirnar um nauðsyn á sameiningu jafnaðarmanna heyrast nú frá ungu fólki innan A- flokkanna. Þetta unga fólk hefur lítinn áhuga á gömlum vær- ingum af tilefnum, sem tilheyra nú fortíðinni og sögunni. Það hefur hins- vegar áhyggjur af ótryggri framtíð og vill taka höndum saman við hvern þann sem það skynjar samstöðu með í nútíðinni. Efasemdar- og úrtöluraddirnar koma hinsvegar aðallega frá þeim, sem tóku út pólitískan þroska sinn á tímum illvígrar baráttu og tóku sjálfir þátt í henni. Einstakar orustur eru þeim í fersku minni og sum sáranna, sem þeir hlutu, hafa gróið illa. Þeir em þó margir í fullu fjöri ennþá, og jafn- vel á hátindi ferils síns og áhrifa. Sameining jafnaðarmanna er vissu- lega ekki áhlaupaverk, það sanna margar mislukkaðar tilraunir liðinna ára. Ýmislegt bendir þó til að tími hennar sé að nálgast, ekki síst skýrar raddir unga fólksins, sem hinir eldri mega ekki loka eyrunum fyrir. Þeir ættu að taka höndum saman við unga fólkið og nýta reynslu sfna og þekk- ingu til að láta á það reyna hvort sam- eining eigi ekki betri möguleika nú en áður, en láta sagnfræðingunum eftir það sem að ósekju má heyra sögunni til. ■ Höfundur er formaöur Jafnaðar- mannafélags Eyjafjarðar. Greinin birtist sem leiðari í Alþýðumanninum á Akureyri 17. nóvember h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Tilhugalíf á vinstri væng stjórnmálanna blómstrar um þessar mundir. Alþýðubandalags- félag Reykjavíkur heldur fund mánudaginn 4. des- ember jiæstkomandi þar- sem ýmsar kanónur munu tjá sig um málið, þeirra á meðal Margrét Frí- mannsdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ög- mundur Jónasson og Benedikt Davíðsson. Þá eru stjórnarandstöðuflokk- arnir fjórir nú að undirbúa sameiginlegan þingflokks- fund þarsem einkum á ræða um fjárlögin. Ýmsir áhrifamenn í öllum flokk- um eru áhugasamir um að reglulega verði efnt til funda af þessu, en um það eru ærið skiptar skoðan- ir... Fátt er Morgunbladinu hugleiknara en sjávar- útvegsmálin, og ósjaldan er Þorsteinn Pálsson snoppungaður í forystu- greinum fyrir andstöðu við veiðileyfagjald. Á sunnudag var því sérstak- lega fagnað í forystugrein að þrír þingflokkar - Al- þýðuflokkur, Þjóðvaki og Kvennalisti - hafa lýst sig hlynnta veiðileyfagjaldi, auk þess sem Ólafur Ragnar Grímsson vill nú ekki útiloka neitt fyrir hönd Alþýðubandalagsins. I sama leiðara var sett of- an í við Þorstein fyrir um- mæli hans á Alþingi um Ágúst Einarsson þing- mann Þjóðvaka og stjórn- armann í Granda hf. Þá sagði Þorsteinn að Ágúst væri með baráttu sinni fyr- ir veiðileyfigjaldi að ganga erinda Granda og annarra og stórfyrirtækja. Ágúst brást að vonum hinn versti við og kallaði Þor- stein „ómerking". Fyrir vikið var Ágúst áminntur af Ólafi G. Einarssyni þingforseta, en Morgun- blaðið tók semsagt upp þykkjuna fyrir þingmann Þjóðvaka... Fátt vakti meiri athygli í síðustu viku en hin tæpitungulausa grein Guðrúnar Pétursdóttur vegna smásögu Hrafns Gunnlaugssonar sem hann flutti í útvarpinu. I smásögunni fjallaði Hrafn um hjónin á gljúfrasteini, Halldór og Auði Lax- ness, ekkju Picassos og Vigdísi Finnbogadóttur forseta auk þess sem leik- stjórinn kom sjálfur við söguna. Mörgum þykir að Hrafn Gunnlaugsson hafi farið rækilega út fyrir vel- sæmismörk í umfjöllun sinni um Nóbelsskáldið roskna og konu hans. Nú heyrum við að Guðrún Pétursdóttir láti ekki stað- ar numið: hún hefur hafið undirskriftasöfnun þarsem skorað er á séra Heimi Steinsson útvarpsstjóra að láta endurflytja sögu Hrafns. Þetta mun Guðrún gera með fullu samþykki frú Auðar... v—' ýövV yóii C roW in... not three, not tíw buf in k > one hr.nute i yes, X sa j om m.'nuig. w;fh fhe. Wonder f 33^ &&y; f '\XÍ'S 'fss+l Áv\d vf yoU OfJer núiM, 'r* ýTAheté'i u/Iwtelsp you'fl aet'—/r OI9M firWofto. to Hvenær hefst aðventan? i aðventu er 26. nóv. Kristín Gunnarsdóttir hús- móðir: Sunnudaginn 3. des- ember. Sigurlaug Jónasdóttir húsmóðir: Á sunnudaginn, 26. nóvember. Árni Gunnarsson nemi: Hún byijar 4. desember. Guðrún Lilja Garðarsdóttir sölumaður: Fyrstu helgina í desember. Hrafnhildur Björnsdóttir söngkona: Fjórum sunnu- dögum fyrir jól. v i t i m e n n Og af því ég er einsog ég er, finnst mér voðalega sætt ef það eru einhver kynörvandi og sæt nærföt sem engum öðrum er ætlað að sjá. Heiðar Jónsson í vikulegum pistli að segja lesendum Tímans hvernig og hvaða gjafir á að velja. Reynslan á eftir að leiða í ljós til hvers skattlagning fjár- magnstekna leiðir hér. Ekki er ólíklegt að hún valdi óánægju í fyrstu en smátt og smátt finnur fólk, að það er eðlilegt, að allar tekjur séu skattlagðar. Forystugrein Morgunblaðsins í gær. Það varð að ávana hjá mér að biðja þá að Ijúga nú ekki. Ef ég til dæmis spurði Tudjman (Króatíuforseta) hvort hann ætlaði að fyrirskipa árás svaraði hann „Nei“ en við vissum báðir að hann ætlaði samt að gera þetta svo spurningin var eiginlega út í hött. Owen lávarður að lýsa kynnum sínum af forystumönnum á Balkanskaga. íslendingar eru sóðar. Jónas Kristjánsson var á hefðbundnum nótum í forystugrein DV á laugardag. Franski háðfuglinn og boðflennan Claude Khazizian, eða Claude tíundi einsog hann er gjarnan kallaður, 61 árs gamall ellilífeyrisþegi, lét sig ckki vanta við brúðkaup Jóakims prins og Alöxöndru í Friðriksborg- arhöll á laugardag. DV skýrir frá nýjustu afrekum frægustu boðflennu heims. Fjölbrautarskóli Suðurlands með glervegg við sprungusvæðið. Frétt í DV af áhyggjum manna vegna Suðurlandsskjálfta. fréttaskot úr fortíð Lífshættavegna grjótkast I gærkvöld milli kl. 11 og 12, var kastað steini inn um glugga hjá Hall- bimi Halldórssyni prentara Berg- staðastræti 51. Steinninn lenti í rúmi Hallbjamar og konu hans þar sem sonur þeirra svaf, sem svaraði 30 sm frá höfði drengsins. Það mátti því heita sérstakt lán að steinninn skyldi ekki verða drengnum að bana, og eins það að þau hjónin skyldu ekki vera háttuð, því ekki hefðu bæði sloppið ómeidd ef þau hefðu verið í rúminu. Nánar um þetta síðar. Alþýðublaðið 23. september 1922. (Hallbjörn varð siðar ritstjóri Alþýðublaðsins.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.