Alþýðublaðið - 21.11.1995, Side 5

Alþýðublaðið - 21.11.1995, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 aldur & fvrri störf sem var einskonar stríðssöngur Kró- ata. Það var einsog neisti hefði kvikn- að í augum unga fólksins í Zagreb: vonin um sigur og frið var næstum áþreifanleg, beiskjan og vonleysið höfðu gufað upp eftir að umheimurinn hafði loksins rekið af sér slyðruorðið. Þau dönsuðu í höf- uðborg ríkis sem æ fleiri lönd viður- kenndu. Og jafnvel þótt fréttir bærust af því að Serbar ósk- uðu Króötum gleði- legra jóla með yfir- gengilegu sprengju- regni á öllum víg- stöðvum dugði það ekki til að drepa bjartsýnina sem geislaði af unga fólkinu. Eftirmáli Skömmu uppúr áramótum 1992 kom erlent friðargæslulið til Króatfu. Serbar héldu enn herteknu svæðunum - næsturn þriðjungi landsins - en bar- dagar féllu að langmestu leyti niður. Þangað tíl í sumar að Króatar létu til skarar skríða og byrjuðu að endur- heimta þau lönd sem tapast höfðu í upphafi. Vukovar er hinsvegar ennþá í höndurn Serba. Enginn veit með vissu hversu marg- ir féllu í stríðinu í Króatíu. Tíu til tutt- ugu þúsund að minnsta kosti. Eyði- leggingin var ægileg. A síðari ferðum mínum til þessa litla lands hef ég líka fundið hvemig bjartsýnin sem eitt sinn ríkti hefur þokað fyrir nöprum stað- reyndum. Atvinnuleysi, léleg lífskjör og verðbólga hafa orðið til þess að ný og frjáls Króatía er ekki það gósen- land sem unga fólkið gerði sér vonir um. En allt þokast löturhægt í rétta átt. Þegar ég var í Króatíu í stríðsbyijun voru fáir að hugsa um Bosníu-Herzeg- óvinu. Bosnía var bara eitt af þessum lýðveldum sem enn tilheyrðu Júgó- slavfu. Erlendu stjömufréttamennimir vissu varla að Bosnía væri til. Stund- um heyrði ég fólk í Króatíu tala um hvað biði Bosníu. En mér fannst þær spár of fjárstæðukenndar til þess að ég legði eyrun við. Eg heyrði sagt: „Ef stríð hefst í Bosníu, þá verður það sem gerðist í Króatíu einsog bamaleikur í samanburði." Ég tníði því ekki. Ég trúði því ekki að skelfingin, manndrápin og eyði- leggingin í Króatíu gæti nokkm sinni orðið einsog bamaleikur. Meðal ann- ars af því ég hafði talað við erlenda fréttamenn sem höfðu fylgst með mörgum stríðum. Einn er mér sérstaklega minnis- stæður. Hann hafði verið í Víetnam, Mið- Ameríku, Líbanon, ír- ak - var einskonar far- andstríðsfréttaritari. Þessi maður sagði við mig: Ég hef séð margt, en stríðið í Króatíu er það villimannlegasta sem ég hef nokkru sinni orðið vitni að. í apríl 1992 hófst helför Bosníu. Fljótlega varð stríðið í Króatíu einsog bamaleikur í samanburði. í Bosníu bjuggu þrjár þjóðir, hver innan um aðra, í sátt og samlyndi í nærfellt hálfa öld. Með viðurstyggi- legum áróðri tókst stríðsæsingamönn- um að telja fólki trú um að nágranni þess, fjölskyldumeðlimur eða vinur væri hættulegur - af þvf hann tilheyrði annarri þjóð. Stríðið í Bosníu er mesti harmleikur Evrópu á öldinni. Það er ekki hægt að bera stríðið þar saman við skelfíngar seinni heimsstyrjaldarinnar, vegna þess að allt frá upphafi stríðsins í Bosníu gátu leiðtogar heims tekið í taumana. Þeir gátu bundið enda á stríðið. Það gerðu þeir ekki. Þess- vegna er nú talið að 250 þúsund manns liggi í valnum. Það er ægilegur blóðtollur í landi þar sem aðeins bjuggu fjórar og hálf milljón. Flótta- menn eru á þriðju rnilljón. Kerfis- bundið hefur verið unnið að því að uppræta menningu Bosníumanna. Ég ferðaðist um Bosníu-Herzeg- óvinu fyrir stríðið þar og einnig eftir að það hófst. Stríðið í Króatíu var ein- sog bamaleikur í samanburði. Hvað getum við lært? Þó ekki væri nema eitt: Að þeir menn em hættuleg- ir sem ala á tortryggni í garð fólks á þeirn forsendum að það sé „öðmvísi“ en við. ■ Vukovar... Þangað komst enginn og þaðait komst enginn. Þúsundir íbúa höfðust við í kjöllurum hálfhruninna húsa, án vatns og rafmagns. Eng- inn vissi á hverju fólkið lifði. Enginn hernaðar- sérfrœðingur skildi af- hverju borgin var ekki löngu fallin. Myndin af Maríu Og hver er þessi goðsögn? Sennilega er goð- sögnin sú að María hljóti að hafa lifað Ijúfu og áhyggjulausu lífi. Baðað sig í Ijóma fegurðar, frægðar og frama og ekki þurft að hafa áhyggj- ur af morgundeginum. Ingólfur Margeirsson: María - konan bak við goðsögnina Vaka-Helgafell 1995 - Nafn Maríu Guðmundsdóttur þekkja allir landsmenn og andlit henn- ar sömuleiðis. Alla vega þeir sem komnir ém yfir þrítugt. I gegnum árin hefur henni stundum bmgðið fyrir á götu í Reykjavík; hávaxin og tíguleg, nafn hennar sveipað ævintýraljóma. Gestur í sínu föðurlandi með heims- frægðina í farteskinu. Fyrrverandi feg- urðardrottning og ljósmyndafyrirsæta. Við þekkjum hana í sjón en vitum lít- ið annað en að hún var lengi ein eftir- sóttasta ljósmyndafyrirsæta heims. María hefur setið fyrir mörgum myndasmiðum og nú hefur hún sest fyrir framan Ingólf Margeirsson sem tekur myndir af þeirri hlið fyrirsæt- unnar sem aldrei hefur birst og skráir á bók. Bækur Sæmundur Guðvinsson skrifar María - konan bak við goðsögnina. Og hver er þessi goðsögn? Sennilega er goðsögnin sú að María hljóti að hafa lifað ljúfu og áhyggjulausu lffi. Baðað sig í ljóma fegurðar, frægðar og frama og ekki þurft að hafa áhyggjur af morgundeginum. Er ekki allt í lukkunnar velstandi hjá þeim sem hafa góð fjáiráð, fá að starfa við það sem þeir vilja helst og geta ferðast um heiminn? Hlýtur ekki líf þessa fólks að vera dans á rósum? Vissulega hefur líf Maríu oft verið fullt af hamingju og gleði en engin er rós án þyma og það er langt í frá að María hafi alltaf átt sjö dagana sæla. Þær myndir sem birtast okkur í bók- inni eru sumar dökkar, fullar af sárs- auka og angist. Fyrsta áfallið kom snemma á ævinni þegar María komst að því að hún var kjörbam. Hún held- ur ung út í heim ljósmyndafyrirsæt- unnar og á þar mikilli velgengni að fagna. Þetta er mikil og ströng vinna og margs konar freistingar bíða á næsta homi. María leggur upp í þessa ferð með gott veganesti úr heimahús- um og kjörforeldrar hennar styðja hajia með ráðum og dáðum meðan þeirra nýtur við. María kynnist fræga fólkinu úr heimspressunni en sumt af því vekur lítinn áhuga lesenda. Hún á í ástarsamböndum en er einfari sem fórðast ábyrgð hjónabandsins þegar á reynir. Það skiptast á skin og skúrir í lífi Maríu. Hún fær margt það sem flesta dreymir um en fáir verða aðnjót- andi en verður einnig að þola þyngri þrautir en margir aðrir. En þótt á stundum bresti kjark og þor um stund rís María alltaf upp og tekst á við lífið með gleði þess og sorgum. Ingólfur Margeirsson hefur einstakt lag á að magna áhrif frásagnar Maríu hvenær sem færi gefst. Litla þorpið Deauville við Signuflóa var athvarf Maríu frá brjálæði tískuheimsins í París. Þangað fór hún „til að finna sterkan storminn í fangið á auðri ströndinni, horfa á dökk skýin æða um trylltan himininn og villtar öldurnar hamrandi ströndina meðan máninn slokknaði og kviknaði á víxl.“ (Blað- síða 263). Þetta er eins og að horfa á atriði í kvikmynd þar sem tónlist er notuð til auka .þau hughrif sem verið er að lýsa. Þessi einkenni Ingólfs sem ævisagnahöfundar komu fyrst fram í bók hans um Guðmundu Élíasdóttur, Lífsjátningu. Það er einhver besta ævi- saga sem ég hef lesið um dagana. Þar kom Ingólfur sér upp ákveðinni form- úlu sem hann hefur fylgt í öðrum ævi- sögum sínum. Sú formúla hefur hins vegai' ekki alltaf gengið upp, einfald- lega vegna þess að viðfangsefnin hafa 'ekki staðið undir þeirri dramatík sem höfundurinn leggur svo rnikla áherslu á í frásögninni. Það fer hins vegar ekki milii mála að bókin um Maríu kemst næst því að ná þeim tökurn á lesendanum sem Lífsjátning gerði. Þai' kemur til hisp- urslaus og einlæg frásögn Maríu sem Ingólfur færir í letur af mikilli leikni og næmum skilningi. María hlífir sér hvergi og Ingólfur hlífir henni ekki heldur. Það er farið ofan í kviku sálar- innar á bak við glansmyndina sem við áttum af Maríu. í bókarlok hefur les- andinn lifað súrt og sætt með Maríu og það er ekki hægt annað en að dást að þessari konu. Hins vegar er það óneitanlega nokkur galli að sá ramrni sem Ingólfur markar sögunni af Maríu hefur lítið rúm fyrir hvunndagslíf hennar sem gæti fyllt betur út í myndina. Hefur þessi víðförla kona aldrei brugðið sér í leikhús eða skoðað málverk heims- frægra listamanna? Lítur hún í bók undir svefninn eða situr hún fyrir framan sjónvarpið og færir lagbók? Hvað gerir María í tómstundum? Hef- ur öll umræðan um stöðu kvenna ekki náð eyrum Maríu Guðmundsdóttur? Kemur ekkert af þessu frarn í þeim aragrúa heimilda sem lágu fyrir við gerð bókarinnar eða í viðtölum höf- undar við Maríu? Margar ljósmyndir prýða bókina um Maríu og þær falla mjög vel að efninu. Allur frágangur við útlit og prentvinnslu er góður. ■ Bindindisdagurinn Allir verði allsgáðir Bindindisdagurinn 1995 verður haldinn á laugardaginn. Skorað er á landsmenn að sleppa allri áfengis- neyslu þann dag og leggja með því áherslu á heilbrigða og gæfuríka lífs- hætti. Bindindisdagurinn minnir á nauðsyn þess að draga úr almennri áfengisneyslu og koma í veg fyrir drykkju bama og unglinga. Hann heit- ir á foreldra að vera góð fyrirmynd bama sinna. Fjölskylduhátíð fer fram á laugardaginn í Vinabæ þar sem holl- ir lífshættir, gleði og gaman ræður ríkjum. Þar koma til dæmis Lína lang- sokkur og ræningjarnir úr Kardim- ommubænum. Barnakór úr Hvera- gerði kemur í heimsókn og syngur nokkur lög. Lögreglukórinn tekur lag- ið og Furðuleikhúsið birtist á sviðinu. Skenuntunin í Vinabæ hefst klukkan 15.30 og lýkur um klukkan 17.30. Að- gangur er ókeypis. Norræna húsið Chopin og Bartók Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu á miðvikudaginn flytur Miklós Dalmay píanóleikari verk eftir Chop- in og Bartók. Hann leikur Ballödu í f- moll eftir Chopin og tvö verk eftir Bela Bartók, Svím op. 14 og Allegro barbaro. Tónleikamir taka um hálfa klukkustund og hefjast klukkan 12.30. Miklós Dalmay hefur hlotið mörg verðlaun fyrir píanóleik sinn á al- þjóðavettvangi. Árið 1993 var gefinn út geisladiskur þar sem hann leikur pí- anóverk eftir Beethoven. MH Sverrir rektor Menntamálaráðherra hefur sett Sverri Einarsson rektor við Mennta- skólann vlð Hamrahlíð um eins árs skeið frá 1. janúar næst komandi. Sverrir hefur verið kennari við MH síðan 1979 og konrektor frá 1988. Bakarameistarar Andað á vínar- brauð Bakarameistarafélag fslands hefur sent heilbrigðisráðherra bréf þar sem bent er á að heilbrigðiseftirllt Reykja- víkur hafi brotið lög með því að leyfa stórmörkuðum að selja brauðvöru í sjálfsafgreiðslu. Undanfarna áratugi hafi reglur um hreinlæti á ópökkuðum brauðvömm verið hertar í verslunum bakarameistara og þess krafist að þær séu varðar fyrir snertingu og andar- drætti viðskiptavina. f bréfinu segir að nú hafi sú breyt- ing eða slys orðið, að nokkrir stór- markaðir séu famir að selja alls konar smábrauð, rúnstykki, vínarbrauð og snúða, í sjálfsafgreiðslu, þar sem var- an sé óvarin fyrir snertingu viðskipta- vina. Þetta segja bakarameistarar vera mikla afturför frá öllum meginreglum sem Hollustuvemd ríkisins boði fyrir öll matvælafyrirtæki.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.