Alþýðublaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 1995
I e i k h ú s
Félagsmálaráðuneytið
Starfsmenntasjóður
Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með opinn fund starfsmennta-
ráðs sem haldinn verður miðvikudaginn 22. nóvember nk., kl.
16.00, í Borgartúni 6.
Á fundinum verður fjallað um úthlutun styrkja úr starfsmennta-
sjóði vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu skv. lögum nr.
19/1992.
Félagsmálaráðuneytið, 17. nóvember 1994.
Styrkir til háskólanáms í Danmörku,
Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.
Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð bjóða fram
eftirtalda styrki handa íslendingum til háskólanáms í þessum
löndum námsárið 1996-97. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir
eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 8-9 mánaða
námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir.
Til náms í Danmörku eru boðnir fram fjórir styrkir. Styrkfjárhæðin
er 4.260,- d.kr. á mánuði.
Til náms í Finnlandi er boðinn fram einn styrkur til háskólanáms
eða rannsóknarstarfa.
Styrkfjárhæð 4.000.- finnsk mörk á mánuði.
Til náms í Noregi er einnig boðinn fram einn styrkur. Styrkfjárhæð
er 5.700,- n.kr. á mánuði og skulu umsækjendur að öðru jöfnu
vera yngri en 35 ára.
Til náms í Svíþjóð er boðinn fram einn styrkur til háskólanáms og
tveir til vísindalegs sérnáms. Styrkfjárhæðin er 7.000.- s.kr. á mán-
uði.
Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina
og meðmælum, skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 29. desember n.k.
Sérstök eyðublöð og nánari upplýsingarfást í afgreiðslu ráðuneyt-
isins á 1. hæð að Sölvhólsgötu 4.
Menntamálaráðuneytið
16. nóvember 1995.
Aðalfundur
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi
verður haldinn föstudaginn 24. nóvember 1995, að
Hamraborg 14a, klukkan 19.
Dagskrá auglýst síðar.
Formaður.Leigjendasamtökin
Ungir jafnaðarmenn
Skrifstofa sambandsins verður opin til áramóta sem hér
segir:
Mánudaga og þriðjudaga: 9-13
Miðvikudaga: 12-16
Fimmtudaga: 14-18
Framkvæmdastjórn SUJ
Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
verður haldinn föstudaginn 24. nóvember klukkan 20.30.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Formaður FUJ í Hafnarfirði.
Vinning laugard ctnlnr ...
aiviui aginn: nóv. 1995
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
[1 SafS 0 4.396.201
g+4af5 3 147.400
3 4af 5 85 8.970
Ei 3 af 5 2.583 680
Aðaltölur:
18 33 36
BÓNUSTALA:
(37)
Heildarupphæt) þessa viku:
kr. 7.357.291
,NR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MED FYRIR-
VARA UM PRENTVILLUR
Leikararnir Ijá persónunum sál og hold en reyna ekki að trana sér fram
fyrir skáldskapinn og leikstjórinn virðist ekki búa yfir neinni löngun til
að sýna færni sína eða halda athygli áhorfenda með ódýrum trikkum,
skáldskapurinn ríkir hér einn.
Kristaltær Miller
Verkefni: Glerbrot
Höfurrdur: Arthur Miller
Þýðing: Birgir Sigurðsson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Leikmynd og búningar:
Sigurjón Jóhannsson
Leikstjórn:
Þórhildur Þorleifsdóttir
Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið
- Stóra sviðið
Það er til margskonar ótti og að öll-
um líkindum er hann meiri áhrifavald-
ur í lífi okkar en við viljum vera láta.
Er það ekki hann sem hrekur okkur útí
fordóma og hatur? Elur af sér heimótt-
arskap og lágkúru? I hans skjóli eru
unnin verstu grimmdarverkin og of-
stækið er hreinræktaður ávöxtur hans.
Þögnin er þó kannski algengasta og
sterkasta birtingarmynd óttans. Þessi
þögn sem gerir þeim sem til þess hafa
vald og vilja kleift að fara sínu fram,
varðir afskiptaleysi múgsins. Þótt höf-
undur haldi því sjálfur fram að kyn-
þáttaofsóknir í fortíð og nútíð séu
kveikjan að þessu verki virðist óttinn
og þögnin þó fyrirferðarmeiri í verk-
inu. Þarna er þó ef til vill kominn
galdur meistara Millers, að taka jafn
víðtækt og í sjálfu sér lítt skáldlegt
viðfangsefni og kynþáttaofsóknir og
spegla það í lífi og átökum hjóna sem
lifa víðsfjarri þeim atburðum sem eru
aflvakar verksins. Það virðist sumsé
niðurstaða hans að uppspretta óttans
sé aðeins ein, hin frumstæða hræðsla
og óöryggi sem býr innra með hveij-
um einstaklingi. Þetta erfðafé sem
gengur frá kynslóð til kynslóðar og
engin tækni, engin upplýsing vinnur
bug á.
Glerbrot, á frummálinu Broken
glass, nýjasta verk Arthurs Millers er
leikrit í hefðbundnum stíl, gegnheill
texti, skáldskapur fyrir leiksviðið,
meitlað verk, kröfuhart jafnt við flytj-
endur sem áhorfendur. Eða eins og til-
vitnun í höfundinn í leikskrá segir:
„Leikhúsið er list augnabliksins og
gerir áhorfandann að þátttakenda.
Leikrit þarfnast beitingu tungumáls
sem krefst áreynslu við hlustun og
túlkun, þannig verður áreynslan hluti
af upplifuninni. Ahorfendur sem hafa
ekki vanist slfkri áreynslu verða óþol-
inmóðir og kjósa frekar sjónvarp eða
kvikmyndir."
Leikhús |
Arnór
Benónýsson
skrifar um
leiklist
Þýðing Birgis Sigurðssonar virtist
vel unnin og hljómaði vel. Hann kann
þá list öðrunpleikskáldum okkar betur
að þræða hina hárfínu línu milli skáld-
skapar og talmáls með þeim hætti að
úr verði trúverðugur og fljótandi leik-
sviðstexti.
Leikstjórinn, Þórhildur Þorleifsdótt-
ir, velur þá leið að vera verkinu trú og
treysta texta skáldsins til að halda at-
hygli áhorfenda og koma boðskapnum
til skila. Þannig er sýningin „gamal-
dags“ og hefðbundin í bestu merkingu
þeirra orða beggja. Verkið gerist í
New York árið 1940 og búningar per-
sónanna undirstrika það. Hér er verið
að flytja sögu, epískan skáldskap og
það er gert án allra hundakúnsta. Leik-
aramir ljá persónunum sál og hold en
reyna ekki að trana sér fram fyrir
skáldskapinn og leikstjórinn virðist
ekki búa yfir neinni löngun til að sýna
fæmi sína eða halda athygli áhorfenda
með ódýmm trikkum, skáldskapurinn
ríkir hér einn. Það er full ástæða til að
óska Þórhildi til hamingju með vel
unna sýningu og oft hefur maður á til-
finningunni að hún með vinnu sinni
leiði verkið um þau einstigi sem á því
kunna að vera frá höfundarins hendi.
Af leikurunum er Sigurður Sigur-
jónsson minnisstæðastur. Persónu-
sköpun hans er ffábærlega vel unnin.
Hann fetar einstigið milli skops og
harms af fáséðu öryggi og sýnir enn
einu sinni að þar fer listamaður af
guðs náð.
Guðrún Gísladóttir gerir einnig
mjög vel. Persóna hennar er að sönnu
bundin við hjólastól alla sýninguna og
því reynir ekki mikið á líkamlega tján-
ingu leikarans en því meira á vits-
muna og tilfinningalega getu hans til
sköpunar og þar er Guðrún á heima-
velli. Hún nær að hrífa áhorfandann
með sér í gegnum örvæntingu, upp-
gjöf og gleði, og víst er að til þess þarf
mikla kúnst. ,
Læknirinn sem Amar Jónsson leik-
ur er frá höfundarins hendi nokkuð
óræð persóna og hlutverk hans í leikn-
um liggur ekki ljóst fyrir. Amar skilar
honum þó af þeirri fagmennsku að
hann lifir í huga manns sem bijóstum-
kennanlegt fórnarlamb óttans og
drullusokkur'sem manni þykir jafnvel
vænt um. Hlutverk þeirra Ragnheiðar
Steindórsdóttur og Helga Skúlasonar
eru smá og hafa þá sérstöðu að þar
fara ekki gyðingar, (en gyðinglegur
uppmni höfundar er auðsær á verkinu)
og því verða þessar persónur hálfpart-
inn utangarðs. Engu að síður unnu þau
Ragnheiður og Helgi vel úr sínu og
áttu sinn þátt í þeirri sterku heildar-
mynd sem yfir sýningunni hvílir.
Leikmynd Sigurjóns er ekki hefð-
bundin, langt í frá og í upphafi virkaði
hún jafhvel tmflandi. En eftir því sem
á sýninguna leið virkaði hún betur og
betur og tröllauknir glerveggirnir
skópu þessu hefðbundna verki brot-
hætta umgjörð sem undirstrikaði og
jók áhrifamátt þess.
Lýsing Páls var hvít og köld og
þjónaði verkinu vel án þess kannski
að spila afgerandi mllu í sýningunni.
Niðurstaða: Ómenguð „gamal-
dags“ sýning, þar sem reynsla og
færni allra aðstandenda hlómstrar
og skilar heilsteyptu og meitluðu
verki farsællega í höfn.