Alþýðublaðið - 21.11.1995, Síða 8

Alþýðublaðið - 21.11.1995, Síða 8
Þriðjudagur 21. nóvember 1995 177. tölublað - 76. argangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Kaffileikhúsið Islensk leikhústónlist Á miðvikudagskvöldið verða aðrir tónleikar í tónleikaröð Kaffileikhússins sem helguð er íslenskri leikhústónlist. Það er Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld sem kynna mun sína eigin leik- hústónhst og félagar úr Caput-hópnum ásamt fleiri listamönnum flytja úrval hennar. Hjálmar hefur á undanfömum árum samið mikið af leikhústónhst og þá sérstaklega fyrir Þjóðleikhúsið. Ný- verið samdi hann tónhst fyrir Glerbrot eftir Arthur Miller sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu auk þess sem hann vinnur nú að tónlist íyrir Tröllakirkjuna eftir Ólaf Gunnarsson og Þórunni Sigurðardóttur sem fmmsýnd verður í Þjóðleikhúsinu í mars. Tónlistin sem flutt verður á miðvikudagskvöldið er öll úr verkum Þjóðleikhússins sem sýnd vom á ámnum 1987-1993. Þeirra á meðal em Marmari eftir Guðmund Tónleikamir hefjast klukkan 21 en hús- Kamban og Pétur Gautur eftir Ibsen. ið verður opnað klukkan 20. KÓLÓMBÍUKAFFI Afburða ljúffengt hreint Kólombíukaffi með kröftugu og frískandi bragði. Kaffið er meðalbrennt sem laðar fram hin fínu blæbrigði í brágði þess. Kólombíukaffi var áður í hvítum umbúðum. MEÐALBRENNT Einstök blanda sex ólíkra kaffitegunda. Milt Santos kaffi frá Brasilíu er megin uppistaðan. Kólombíukaffi gefur ilminn og frísklegt, kröftugt bragð. Blandan er loks fullkomnuð með kostakaffi frá Mið-Ameríku og kjarnmiklu Kenýakaffi. fll «1 «1 . f MF.fj.U.BKEWT gevaua A f' [ Í E-BRYGG sérblanda Kaffi sem lagað er í sjálfvirkum kaffikönnum þarf að búa yfir sérstökum eiginleikum til að útkoman verði eins og best verður á kosið. Gevalia E-brygg er blandað með sjálfvirkar kaffikönnur í huga. Aðeins grófara, bragðmikið og ilmandi. Fádæma gott kaffi frá eyjunni Java í Indónesíu. Bragðið er mjúkt, hefur mikla fyllingu og sérstaklega góðan eftirkeim sem einkennir Old Java. Kaffi sem ber af. GEVALIA -Það er kaffið! Fundur NEAFC Ekkert samkomulag Á 14. ársfundi Norðaustur-Atlants- hafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC, sem fram fór í London, var meðal rætt um stjóm veiða úr úthafskarfastofnin- um á Reykjaneshrygg og norsk-ís- lenska síldarstofninn. Skiptar skoðanir vom um þessi mál og náðist ekki sam- komulag á fundinum. Varðandi úthafskarfann lögðu Is- land og Danmörk, vegna Grænlands og Færeyja, fram sameiginlega tillögu um ákvörðun heildarafla og skiptingu hans. Af hálfú Rússa var einnig lögð fram tillaga um skiptingu veiða úr stofninum. Reynt verður að ná sam- komulagi fyrir upphaf næstu vertíðar. Varðandi norsk- íslenska sfldarstofn- inn var á fúndinum mikil umræða um hvaða vettvangur væri eðlilegastur til að fjalla um stjómun veiðanna. Málið verður rætt áffam á fundi í Færeyjum um miðjan desember. Ríó tríó í túninu heima Á þessu ári em um það bil þrjátíu ár frá því þrír ungir piltar úr Kópavogi komu saman og hófu söng með gítar- undirleik undir nafninu Ríó tríó. Aðrar sögur fara ekki af þessu tríói nema þær að nú halda þeir upp á afmælið og um leið fjörtíu ára kaupstaðarafmæli Kópavogs þann 25. nóvember næst- komandi í túninu heima. Ríó tríóið var stofnað af þeim Ólafi Þórðarsyni, Halldóri Fannar og Helga Péturssyni, sem þá stunduðu allir nám í Víghólaskóla. I upphafi var aðeins notast við tvo lélega kassagít- ara og söngurinn ungæðislegur og ekki með öllu hreinn og tær. En batn- andi mönnum er best að lifa og sagan sannar að þeir em nú meðal vinsael- ustu skemmtikrafta landsins. Ferðir tríósins bæði hér heima og erlendis em orðnar ótalmargar, hljómplötumar um tuttugu, fjölmargir sjónvarps- og útvarpsþættir innanlands og utan og svo mætti lengi telja. I tilefni afmælisins ætla þeir félagar Ágúst Atlason, sem gekk til liðs við tríóið 1968, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson að halda stóra fjölskyldu- tónleika í íþróttahúsi HK við Digra- nes, laugardaginn 25. nóvember kl. 17.00. Tónleikana kalla þeir I túninu heima og fylgir sú skýring að í Digra- nestúninu hafi þeir byrjað að raula með gítamndirleik í bjartri vornótt- inni. Iþróttahús HK stendur á þeim stað sem allt hófst og því ekki hægt að komast nær upphafssöngstaðnum. Tónleikamir verða einkar glæsilegir, þar sem til liðs við þá félaga kemur ljöldi listamanna. Hljómsveitin Saga Class og söngvaramir Sigrún Eva og Reynir Guðmundsson, Björn Thor- oddsen gítarleikari, Szymon Kuran fiðluleikari og Reynir Jónasson harmonikuleikari. Einnig syngur Kór Kársnesskóla með tríóinu, en honum stjómar Þórunn Björnsdóttir. (Þess má geta að hvorki Ólafur né Helgi komust í kór í Kópavogi þegar þeir vom að alast þar upp. Það sýnir glöggt hve kröfurnar eru miklar til ungra söngvara í bænum.) Brassasveitin Kamivala leikur líka með þeim félög- um, en félagar í henni em allir uppald- ir í Skólahljómsveit Kópavogs. Þar á meðal er Össur Geirsson, sem stjóm- ar nú Skólahljómsveitinni, en yngri deild hennar mun hita upp í anddyri fyrir tónleika Ríó. Það er von þeirra Ríó tríó félaga að sem flestir láti sjá sig og taki þátt í einum allsherjar fjölskyldusöng, því tónleikamir verða ekki endurteknir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.