Alþýðublaðið - 22.11.1995, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 22.11.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 s k o ð a n i r MMOUtlMD 21023. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun (safoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Sautján prósent forseti Þingflokkur Þjóðvaka hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á stjómarskránni sem felur í sér að forseti íslands verði að njóta stuðnings meirihluta kjósenda. Fái enginn ffambjóðandi meirihluta skuh kosið að nýju milli þeirra tveggja sem flest at- kvæði fengu. Alþýðublaðið fagnar ffumvarpinu enda hefur blað- ið oftar en einu sinni vakið máls á því, að nauðsynlegt sé að for- seti njóti stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Aðeins einn af fjórum forsetum lýðveldisins var kjörinn með meirihluta atkvæða kjósenda. Sveinn Bjömsson var kjörinn for- seti af Alþingi árið 1944 og þjóðkjörinn án kosningar 1945 og 1949. Ásgeir Ásgeirsson fékk 48,3% gildra atkvæða í kosningun- um 1952, þegar hann bar sigurorð af séra Bjama Jónssyni og Gísla Sveinssyni. Kosningaþátttaka þá var aðeins 82%-svo það vom í reynd 38,3% kjósenda sem kosningunni réðu, einsog bent er á í greinargerð með fmmvarpi Þjóðvaka. Vigdís Finnbogadótt- ir var valinn úr hópi fjögurra frambjóðenda 1980. Hún hlaut 33,3% gildra atkvæða - og það vom því aðeins 30,5% kjósenda í landinu sem réðu valinu. Einungis í kosningunum 1968 stóð traustur meirihluti þjóðarinnar á bakvið kjörinn forseta: Kristján Eldjám hlaut 65,6% atkvæða en Gunnar Thoroddsen 34,4%. Forsetakosningar fara fram á næsta ári. Á þessari stundu hefur enginn tekið af skarið og tilkynnt framboð, en ýmislegt bendir til þess að nokkrir verði um hituna. Þingmenn Þjóðvaka vekja at- hygli á því, að séu sex frambjóðendur í kjöri og atkvæði dreifíst jafnt geti sá sem kjörinn er forseti haft 17% fylgi, eða jafnvel minna, á bakvið sig. Einsog bent er á í greinargerðinni er forseti íslands eini þjóðkjömi embættismaður ríkisins, og því er í hæsta máta óeðlilegt að forsetinn geti náð kjöri með stuðningi lítils hluta þjóðarinnar. Víðast hvar í heiminum, þarsem æðsti embætt- ismaður er þjóðkjörinn, er tryggt að hann njóti stuðnings meiri- hlutans. Þaniúg fór til dæmis seinni umferð pólsku forsetakosn- inganna fram um síðustu helgi. Hinn nýi forseti Póllands fékk að- eins þriðjung atkvæða í fyrri umferð, en tryggði sér meirihluta í þeim síðari. Undanfama mánuði hafa nokkrar umræður orðið um eðli og tilgang forsetaembættisins. Þær umræður em mjög af hinu góða og löngu tímabært að rjúfa þagnarmúrinn sem umlukið hefur embættið. í greinargerð Þjóðvaka segir: „Gagnrýni á stjómsýslu og hið opinbera hefur orðið opinskárri hin síðari ár og munar þar mestu um íjölmiðlana. ^Ekki er ólíklegt að sama þróun eigi sér stað hér á landi og í nálægum löndum að íjölmiðlar og fleiri aðil- ar fjalli í æ ríkari mæli á gagnrýninn hátt um embættisfærslur þjóðhöfðingjans. Forseti með fylgi meiri hluta þjóðarinnar stend- ur betur að vígi til að mæta slfkri umræðu, en sá sem kjörinn er með stuðningi minni hluta þjóðarinnar.“ Alþýðublaðið tekur undir þessi orð. Fmmvarp Þjóðvaka verður vonandi samþykkt, og er reyndar engin ástæða til að ætla annað. Með því er lýðræðinu þjónað. ■ Lærdómur frá Ástralfu Nýsköpun er ægilegt tískuorð um þessar mundir. Allir tala um nauðsyn nýsköpunar hér og nýsköpunar þar, ís- lenskt atvinnulíf þarf á nýsköpun að halda og það strax. Nú er það svo að Islendingar eru gjamir á að bera sig saman við nágrannaþjóðir sínar þegar þeim finnst það eiga við. Staðreyndin er hins vegar sú, að það eru yfir 200 þjóðríki á hnettinum og efalaust get- um við lært eitthvað af þeim velflest- um. Síðasta sumar kom hingað til lands yfir hálfan hnöttinn Ástrali að nafni John D. Bell. Sá hélt nokkuð merkan fyrirlestur um reynslu ástr- ölsku ríkisstjórnarinnar af nýrri stefnumótun á sviði vísinda, tækni og Pallborðið nýsköpunar (VTN). Ástralir búa líkt og fslendingar við hagkerfi sem grundvallað er á nýtingu náttúruauð- linda, námagreftri og landbúnaði. Þeir hafa um árabil rekið atvinnustefnu sem miðar að aukinni fjölbreytni, þró- un tækniiðnaðar og þjónusm, með op- inberum stuðningi við nýsköpun - skattalegri hvatningu. Þetta er mál sem stjómmálamönnum verður tíðrætt um, einkum þegar nálgast far kosning- ar, eða í háfleygum ræðum á tyllidög- um. Raunar er skemmst að minnast síðasta stjómarsáttmála. Framkvæmd- ir hafa hins vegar látið á sér standa. Hvað er það sem við getum lært af andfætlingum okkar hvað þetta varð- ar? Það fyrsta sem áströlsk stjómvöld gerðu var að lækka tolla og opna ástr- alskt efnahagslíf. Þetta leiddi til upp- stokkunar í efnahagslífinu og neyddi innlenda framleiðendur til að verða samkeppnishæfari. Ein afleiðingin hefur verið aukinn þrýstingur á fyrir- tæki að auka tæknilega samkeppni. Á sama tíma og þessar breytingar hafa verið að ganga yfir, hefur ríkisstjómin boðið upp á skattaívilnanir fyrir fram- lög til VTN. Áður hafði styrkjakerfí verið við lýði, en það hafði ekki leitt til nokkurrar aukningar framlaga. 1984 kom stjómin því á skatthvetjandi kerfi upp á 150%. Það þýðir einfald- lega að fyrirtæki getur lækkað skatt- skyldar tekjur um 1,50 dollara fyrir hvem dal sem varið er til VTN. Um þetta gildir hins vegar ákveðin lág- marksupphæð, sem nú nemur 20.000 dollara á ári. Hér á landi er ekkert kerfi sem mið- ar að þessu markmiði. Það eina sem er frádráttarbært ffá skatti er framlög til stjómmálaflokka og menningarstarf- semi. Efling vísinda og rannsókna hefur verið lítil sem engin. Framlög em meira að segja skorin niður til Há- skóla Islands, sömuleiðis það litla sem ríkið hefur látið af héndi rakna í sjóði eins og Vísindasjóð, Rannsóknasjóð og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Hér er ekki verið að tala um stórar upp- hæðir sem ráða munu úrslitum um af- komu ríkissjóðs næstu árin, langt í frá. Það er einfaldlega verið að klípa fimm og fimm milljónir þar sem síst skyldi. Það fer um mann einhver ónotakennd við þessi tíðindi, vegna þess að þama er svo ljóslega verið að ganga á bak þess sem stjórnin hefur lýst yfir að hún ætli að gera. Ég vil satt að segja ekki trúa því fyrr en í fulla hnefana að svo verði, hallast frekar að því að þama sé um einhver embættismanna- mistök að ræða sem vonandi verða leiðrétt hið fyrsta. Þegar því hefur ver- ið kippt í liðinn ættu menn að fara að snúa sér að því að prófa nýjar leiðir til eflingar þessara þátta - til að mynda skattaívilnanir. Til þess'mun gefast kærkomið tilefni þann 1. desember næstkomandi þegar stofnuð verða Hollvinasamtök Háskóla Islands. Markmið þeirra samtaka .verða fyrst og fremst að halda sambandi við út- skrifaða kandidata og alla velunnara háskólans, opna skólann og færa hann nær þjóðinni. Þar mun mönnum verða gert kleift að fylgjast með rannsókn- um og þróun í sínu fagi og styrkja ákveðin verkefni ef þeir hafa áhuga. Forsenda þess er auðvitað sú, að slík framlög verði frádráttarbær frá skatti, um það em allir sammála. Því hlýt ég að skora á ríkisstjómina að standa við sinn stjómarsáttmála, sem er nú ekki nema nokkurra mánaða gamall og samþykkja það frumvarp sem stendur til að leggja fyrir Alþingi um skatta- ívilnanir af þessu tagi. Helst að hraða því eins og kostur er, þá gæti það orð- ið stofngjöf Alþingis til samtakanna: lífvænlegur gmndvöllur fyrir vísindi og rannsóknir, þar af leiðandi fyrir hina einu sönnu nýsköpun. ■ IÞví hlýt ég að skora á ríkisstjórnina að standa við sinn stjórnarsátt- mála, sem er nú ekki nema nokkurra mánaða gamall og samþykkja það frumvarp sem stendur til að leggja fyrir Alþingi um skattaívilnanir af þessu tagi. 22. nóvember Atburðir dagsins 1902 Auðugasti maður Þýska- lands, stáljöfurinn Friedrich Krupp, deyr. 1907 Giflar konur í Reykjavík fengu kosningarétt og kjörgengi til bæjarstjóma. 1916 Hetjusagnahöfundurinn Jack London deyr. 1963 Kennedy forseti Bandaríkjanna veginn í Dallas. 1980 Mae West, kynbomban kjaftfora, deyr, 88 ára gömul. 1990 Tutt- ugu þúsund manna kröfuganga krefst afsagnar kommúnista- stjómar Búlgaríu. Afmæiisbörn dagsins Rasmus Kr. Rask 1787, danskur málfræðingur og vinur Islands. Benjamin Britten 1913, breskur tónsmiður. Billie Jean King 1943, bandarísk tennisstjarna sem vann til 20 verðlauna á Wimbledon. Boris Becker 1967, þýskur tenni- skappi. Annálsbrot dagsins Sagt var, að einn hani hefði eggi orpið í Stykkishólmi; hvarf í burtu, en fannst aptur að 4 eður 5 dögum og þetta hans egg. Kaupmaðurinn í Stykkis- hólmi hét Nicolaus Hofgard. Hann varð kvillaður skömmu eptir, það hingað kom; barst og, að þegar þessi hani fannst, hafi hann látið drepa og krydda fyrir sig, og eptir það lagðist hann til fulls, og lá fram á haustið, með stórverkjum stundum. Grímsstaöaannáll 1763. Málsháttur dagsins Fleira er í arf að taka en auðæft ein. Synd dagsins Allur minn skáldskapur varð til sem breyskleikasynd, en ekki ásetningssynd, en þú hefur ekki lært Helgakver og veist ekki, hver reginmunur er á þessu tvennu. Sigurður Nordal í samtali viö Matthías Johannessen. Orð dagsins Þar sem drottins englar syngja sanktus hótt, þangað langar hugann minn daginn sem nútt. Þjóðkvæðl. Skák dagsins Staðan í skák dagsins virðist snúin við fyrstu sýn. Paglilla hefur hvítt og á leik gegn Car- bone: hvítur hrókur er í upp- námi á dl, sömuleiðis svört drottning á e7. Paglilla fann bráðsnotra leið til að knýja andstæðing sinn til uppgjafar með einum leik. Hvítur leikur og vinnur. 1. Da8! Carbone gafst upp: I. ... Hxa8 2. fxe7 He8 3. Hd8 og svarta taflinu er ekki við bjarg- andi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.