Alþýðublaðið - 22.11.1995, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
Alþýðuflokkurinn á Vesturlandi
Fundarboð
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins á Vesturlandi boðar til
fundar í Hótel Borgarnesi, laugardaginn 25. nóvember
klukkan 10:45. Áætluð fundarlok klukkan 16.
Dagskrá
1. Staða Alþýðuflokksins eftir kosningar.
2. Fjármálaleg staða kjördæmaráðs.
3. Starfið framundan.
4. Stjórnmálaályktun.
Félagareru hvattir til að mæta.
F.h. kjördæmisráðs,
Gísli S. Einarsson.
Alþýðublaðið
blað elskenda
Ungir jafnaðarmenn
Skrifstofa sambandsins verður opin til áramóta
sem hér segir:
Mánudaga og þriðjudaga: 9-13
Miðvikudaga: 12-16
Fimmtudaga: 14-18
Framkvæmdastjórn SUJ
Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
verður haldinn föstudaginn 24. nóvember klukkan 20.30.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Formaður FUJ í Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi
verður haldinn föstudaginn 24. nóvember 1995, að
Hamraborg 14a, klukkan 19.
Venjuleg aðalfundarstörf
1. Skýrsla stjórnar
2. Kosning í embætti
3. Önnur mál
Formaður
Sex nýjar bækurfrá
Máli og menningu
/ auga óreiðunnar er ljóðabók eftir
Einar Má Guðmundsson, en þetta er
fyrsta bók Einars sem kemur út hjá
Máli og menningu. í þessari nýju
ljóðabók tekur Einar upp þráðinn frá
hinum ógleymanlegu fyrstu ljóðabók-
um sínum, Er nokkur í kórónafötum
hér inni og Sendisveinninn er einmana
sem komu út árið 1980. Fyrir Einari
Má rúmar ljóðformið allt milli himins
og jarðar, hann yrkir um brennandi
mál í samtíðinni, um landið og þjóð-
emið, verkföll og refarækt, vindinn og
tímann, skáldskapinn og ástina. Fyrr á
þessu ári hlaut Einar Már Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir síð-
ustu bók sína, Engla alheimsins, en
sagan sú fer víða um þessar mundir
því búið er að semja um útgáfu á
henni í níu löndum og fleiri samningar
eru á döfmni.
Einnig er komin út hjá Máli og
menningu unglingabókin Meðan skút-
an skríður eftir Eyvind P. Eiríksson.
Þetta er sjálfstætt framhald af sögunni
Á háskáslóð og segir hér áfram af
bræðrunum Begga og Gagga sem
eyða nú í annað sinn sumarfríi um
borð f Blikanum. Þeir sigla um Eystra-
salt ásamt pabba sínum og lenda í
ýmsum ævintýralegum atburðum. Ey-
vindur, sem er kunnur íslenskufræð-
ingur, lýsir siglingum af kunnáttusemi
og þekkir vel áhugamál unglinga.
Sagan af húfunni finu heitir ný
myndabók eftir Sjón, myndskreytt af
Halldóri Baldurssyni. Hér segir frá
strák sem situr á steini ofan á bestu
húfu í heimi. Þegar fólkið úr borginni
efast verður strákurinn að sannfæra
það og byijar að segja frá kostum höf-
uðfatsins. Sagan verður ævintýraleg
en það er ekki fyrr en í lokin sem
strákurinn ljóstrar upp leyndardómi
húfunnar.
Sossa litla skessa heitir nýútkomin
bók eftir Magneu frá Kleifum, sjálf-
stætt framhald af verðlaunabókinni
Sossa sólskinsbam. Sossa hefur elst
og þroskast, hún er sjálfstæð í hugsun
og hikar ekki við að rfsa upp gegn
hvers kyns ójöfnuði. Sossa eignast
vinkonur og systkinahópurinn heldur
áfram að stækka svo litli bærinn iðar
af lífi og framtíðin bíður með fögur
fyrirheit. Sagan er myndskreytt af
Þóru Sigurðardóttur.
Einu sinni var raunamœddur risi
heitir nýjasta myndabók Aslaugar
Jónsdóttur. Sagan, sem er ætluð
Sagan af húfunni fínu eftir Sjón: Hér segir frá strák sem situr á steini ofan
á bestu húfu í heimi.
yngstu lesendunum, Ijallar um risann
sem aldrei hló og hélt af stað í langa
ferð í lait að hlátrinum. Risinn hittir
fjölda dýra en finnur ekki hláturinn
fýrr en hjá bömunum. Um leið og sag-
an er lesin geta bömin skoðað dýrin
og líkt eftir hljóðum þeirra. Þetta er
fimmta myndabókin eftir Aslaugu
sem Mál og menning gefur út, en hún
hefur unnið að margvíslegum mynd-
skreytingum og vakið athygh erlendis.
Mál og menning hefur einnig gefið
út bókina Ertu viss? Brigðul dóm-
greind í dagsins önn eftir Thomas
Gilovich, prófessor í sálfræði við
Comellháskóla í Bandaríkjunum, en
hann hefur einkum fengist við rann-
sóknir á ályktunarhæfni fólks og skyn-
semi í daglegu lífi. Bókin fjallar um
hæpnar skoðasir fólks, meinlokur eða
ranghugmyndir, og hvemig þær mót-
ast af misskilningi, rangtúlkun, hlut-
drægni, óskhyggu, hagsmunum
manna og samfélaginu í heild. í fyrri
hlutanum em ranghugmyndir og grill-
ur af ýmsu tagi skoðaðar fræðilega og
niðurstöðumar síðan notaðar í síðari
hlutanum til þess að varpa ljósi á vafa-
samar hugmyndir fólks um smá-
skammta-, náttúm- og huglækningar
og svonefnd dulsálarfræðileg fyrir-
bæri. Sigurður J. Grétarsson, dósent
í sálfræði við Háskóla Islands, þýddi
bókina.
Síðustu musterisriddararnir?
Stjörnubíó: Benjamín dúfa
★★★★★
Aðalleikendur: Sturla Sighvatsson,
Gunnar Atli Cauthery, Hjörleifur
Bjömsson
Kvikmyndir |
„Hverfið er eins og lítil veröld al-
veg út af fyrir sig og þar gerast öll þau
ævintýri og leyndardómar, sem geta
gerst í hvaða veröld sem er... I þessu
hverfi átti ég, Benjamín, heima í þrig-
gja hæða fjölbýlishúsi, sem sneri út að
götunni. Vinur minn Andrés bjó í
sama húsi, á hæðinni fyrir ofan. Hin-
um megin við götuna í tvflyftu timb-
urhúsi bjó Baldur, kallaður Baldi...“
Svo hljóða upphafsorð Benjamíns
dúfu, sem bamabókaverðlaunin hlaut
árið 1992, og hefur nú verið kvik-
mynduð (en höfundur hennar er Frið-,
rik Erlingsson, eins og kunnugt er).
Ónefndur er þá til sögunnar Roland,
hálfskoski strákurinn, sem numið hef-
ur sögur af reglum riddara fyrr á öld-
um úti í löndum. Á meðal strákanna
gengst hann fyrir stofnun reglu til að
vemda hið góða og sanna. En hið illa
leynist víða, jafnvel í hverfinu, eins og
brátt kemur á daginn.
Gerð þessarar kvikmyndar hefur
tekist vél, sviðsetning atriða og ljós-
myndun. Leikur strákanna í helstu
hlutverkum er trúverðugur, enda eru
þau ef til vill ekki fjarlæg þeim sjálf-
um. Framsetning þeirra er skýr og
hæfflega hröð. Hnökrar em þó nokkr-
ir, helstir þeir að sum ljótu atriðanna
em grófari en á er þörf í bamamynd. -
Meðal annarra orða, verður íslenskum
kvikmyndum helst haslaður völlur er-
lendis á vettvangi bamamynda?
Þá alnæmi
gaus upp
Regnboginn: Og leikið var áfram
(And the Band Played on)
★★★★
Aðalleikendur: Matthew Modine,
Lily Tomlin, Alan Alda, Richard Gere
Fyrstu tilfelli af alnæmi vom greind
í Bandaríkjunum 1981. Þá vom þau
fá, skiptu aðeins tugum. Sjúkdómur-
inn þekktist af einkennum sínum. Or-
sök hans var ókunn fram til 1986 að
greind var veiran sem honum olli, en
hún leggst á hvít blóðkorn og eyðir
þannig ónæmiskerfi líkamans. Nú
munu um 40 milljónir manna í heimi
öllum hafa tekið veirana (en hún er
rakin til Afríku).
Þessi leikna heimildarmynd fjallar
um viðbrögð lækna og heilbrigðisyfir-
valda við fyrstu tilfellum sjúkdómsins
og athuganir þeirra fram til þess að
vísindamenn á Pasteur stofnuninni í
París bám kennsl á veiruna. Þessi vel
gerða og leikna heimildarmynd grfpur
þegar, og heldur, athygli áhorfenda.
Hún er að sinnu allrar athygli verð.
r
A glapstigum
ískugga
alnæmis
Regnboqinn: Rollingar (Kids)
★★★
Gjálífir unglingar smitast af alnæmi
er boðskapur þessarar kvikmyndar.
Nokkrir unglingar á skólaaldri sleppa
fram af sér beislinu í frítíma sínum.
Upptaka kynlífs vakir hvað mest fyrir
þeim. Einn sá vaskasti í þeim leik hef-
ur tekið alnæmisveiruna þótt af því
viti ekki. Fyrrverandi vinstúlka hans
greinist með smit, en áður en hún fær
sagt honum frá því, hefur hann smitað
aðra. - Úr þessum efnivið hefur verið
gerð spennumynd, grófíyndin á köfl-
um. Víti em til að varast. Har. Jóh.