Alþýðublaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.11.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 s k o ð a n i r Bolfiskurinn og kandfsinn Snorri „Kjarni málsins er að sægreifarnir svokölluðu hafa fjöregg og líf okkar landsbyggðarfólks í höndum sínum. Á meðan höfuðborgarsvæðið fær vítamínsprautu með stækkun álvers, eru staðir eins og Eyjar orðnir heimahöfn nokkurra kvótaeigenda sem landa afla sínum hér bara til þess að flytja hann út þar sem hann er unninn." Eyjamar mínar hafa verið nokkuð í sviðsljósinu í blöðum landsins að und- anfömu, aðallega í litla risanum Al- þýðublaðinu. Eldklerkurinn Snorri í Betel stal senunni af „smáfrétt“ á bak- síðu DV þar sem greint var frá fólks- flótta frá Eyjum og að 60 íbúðir væm tómar. Kannski var það eins gott. Satt að segja finnst mér þetta athæfi Hvíta- sunnuungmennanna og fjölmiðlafárið í kringum það vera stormur í vatns- glasi miðað við ýmsa spillingu sem viðgengst í þessu þjóðfélagi svo ekki sé talað um atvinnuástandið. En ég dáist að Snorra hversu hann er seigur að koma sér í fjölmiðla. Eftir upp- hlaupið fyrir rúmum tveimur árum þegar Snorri varð landsfrægur á einni Langborðið | I Þorsteinn Gunnarsson skrifar nóttu fyrir að bannfæra tímaritið Samúel, varð Snorri kandis (kandís) eins og Svíinn segir, það er þekkt nafh í þjóðfélaginu. Og viti menn, Samúel dó Drottni sfnum skömmu síðar. Kan- dísinn Snorri má nú varla opna munn- inn, þá rjúka fjölmiðlar landsins upp til handa og fóta til að bragða á sykur- sætum kandísmolunum. Við erum svo agnarsmá að fjölmiðlar gera kandísa úr hvaða fjóshaugum sem er (Snorri flokkast reyndar alls ekki undir það). Eldklerkurinn fær þama kjörið tæki- færi til að koma sínum boðskap á framfæri. En er hann ekki að kasta perlum fyrir svín? Snorri varð þess heiðurs aðnjótandi í Alþýðublaðinu að ritstjórinn skrifaði um Snorra og eldinn í Heimaey í hnit- miðaðri og ágætri kjallaragrein. Ég kannast hins vegar ekki við að á Heimaey hafi skolað á land mannfyr- irlitningu þeirri sem ritstjórinn vill láta í veðri vaka. Ég veit ekki betur en við 4700 Vestmannaeyingar, sem eJdd er- um í Hvítasunnusöfnuðinum, elskum og virðum hvert annað svo langt sem það nær. Eini bálkösturinn okkar er á Fjósakletti á þjóðhátíðinni. Á þeim bálkesti er ekki að fínna geisladiska eða Kissplötur heldur úreltar trillur og stolin bretti! Svo bættist leiðari DV við öll ósk- pöin og gott ef ekki Helgarpósturinn líka. Þeir eru hreinir og klárir brandar- ar og virka án efa eins og olía á eld Hvítasunnumanna, sem fá þá athygli sem alla sértrúarsöfnuði dreymir um! Sá eldur sem Eyjamenn óttast kem- ur ekki vegna trúarhita Snorra. Hann kemur úr iðrum jarðar. Nei, ekki frá djöflinum eins og ætla mætti, heldur úr eldspúandi eimyrju. Hana þekkjum við alltof vel og langar eldd til að fá í heimsókn aftur næstu árhundruðin. Svartsýniseldurinn Ó nei, ég hef minnstar áhyggjur af Snorra. Meiri áhyggjur hef ég af þeim svartsýniseldi sem fer um Heimaey þessa dagana og ágerist með degi hverjum. Vestmannaeyingum er tamt að fara á svartsýnisfyllerí með reglu- legu millibili, kannski ekki að ástæðu- lausu, en skammdegið ætti nú ekld að hafa eins mildl áhrif hér og fýrir norð- an. Vestmannaeyingar eru þessa dag- ana að fara í gegnum atvinnuleysis- og svartsýnisumræðu eins og mörg önnur bæjarfélög hafa þegar gert. Við erum að ganga í gegnum okkar Jireins- unareld. Hápunkturinn var sunnudags- kvöld í síðustu viku þegar atvinnumál- in komu inn á borð sérstaks aukafund- ar í bæjarstjóm. Ég átti kannski ekJd von á allsheijar lausn á atvinnumálum okkar eftir þann fund, sem og varð raunin. En samt höfum við haft þrjár at- vinnumálanefndir í Eyjum, ég endur- tek, þrjár, það er atvinnumálanefnd, stjóm vinnumiðlunar og svo sérstök nefnd sem skipuð var í sumar til að fara ofan í kjölinn á atvinnumálunum. Og ég segi í anda Steingríms J.: Ég lýsi hér með eftir þessum atvinnu- málanefndum bæjarins. Sú fyrsta fór að heiman 1990 klædd í bláan Sam- skipsgalla og var á rauðri Lödu og hefur ekkert sést til hennar síðan. Jú, það sást til nefndarinnar í lyrravor við Vestmannabraut og þá var hún enn með skegg en komin á japanska bif- reið. Þeir sem vita um ferðir hennar em beðnir að láta atvinnumálanefnd II vita. Ef hún fmnst ekki er hægt að láta þá þriðju vita (stjóm vinnumiðlunar). Ef hún er týnd getur atvinnumálafull- trúinn okkar án efa komið öllum at- vinnumálanefndum til skila á rétta staði. Bolfiskvinnslan að leggjast af Lftum aftur til ársins 1987. Þá stóð gámaútflutningurinn sem hæst og óunninn fiskurinn fluttur út í stríðum straumum frá Eyjum. Þessi útílutning- ur átti að ganga af byggðarlaginu dauðu, sem hann gerði eldd. Upp frá því fór umræðan að snúast um áhrif kvótakerfisins. Árið 1991 var atvinnu- leysi orðið staðreynd, á milli 70-80 manns á atvinnuleysisskrá. Eymd og volæði. Nokkmm ámm síðar stöndum við enn í sömu sporum, milli 60-70 manns á atvinnuleysisskrá. Vest- mannaeyjar hættar að vera verstöð sem stendur undir nafni, dagróðrar að leggjast af og stórtogaraeigendum og sægreifum veitt einkaleyfi á að nýta auðlindina. Fiskvinnslunni blæðir á meðan, fiskvinnslueigendur lýsa því yfir að ekki borgi sig að vinna bolfisk! Hafið þið heyrt það betra? Bolfisk- vinnslan er að leggjast af í þessari stórverstöð! Fyrir 10-15 áram komu á annað þúsund manns á vertíð í Eyjum, nú standa verbúðirnar auðar sem og tugir annarra fbúða. Samt sem áður em „bara“ 60- 70 manns án atvinnu. Reyndar emm við 90 íbúum færri frá því um síðustu áramót. Þar munar miklu um töluverða fækkun fæðinga en margir hafa flúið í'hítina í Reykja- vík þar sem grasið er ljósgrænna. Kjarni málsins er að sægreifarnir svokölluðu hafa fjöregg og líf okkar landsbyggðarfólks í höndum sínum. Á meðan höfuðborgarsvæðið fær vítam- ínsprautu með stækkun álvers, eru staðir eins og Eyjar orðnir heimahöfn nokkurra kvótaeigenda sem landa afla sínum hér bara til þess að flytja hann út þar sem hann er unninn. Meðal- Jóninn getur ekkert að gert, sveitar- stjómarmenn sem vilja efla atvinnu- uppbygginguna hafa takmörkuð ráð, en sægreifarnir geta gert það sem þeim dettur í hug vegna þess að þeir ráða yfir sameign okkar! Sægreifar er reyndar rangnefni yfir vestmanna- eyska úrgerðarmenn því þeir em hálf getulausir miðað við starfsbræður sína víðast hvar annars staðar sem em dug- legir að safna kvóta. Réttara væri að kalla þá „smáfiskana" því á endanum verða þeir étnir af hinum stóm ef þeir gæta ekki að sér! Hvað er til ráða? Við verðum að vona að smáfiskamir okkar verði frið- aðir svo þeir verði ekki gleyptir og ástandið versni. En við hin, sem eig- um engan kvóta þrátt fyrir að vera skrifuð fyrir honum, verðum að snúa vöm í sókn og vera jákvæðari í garð hvers annars og þess samfélags sem við búum í. Samfélagið er við sjálf og við höfum ansi mikið með það að segja hvort hér sé eftirsónarvert að búa eða ekki. Að grafa sig í fönn svartsýni eða fóma sálarheillinni á alt- ari „smáfiskanna“ er ekki þess virði því lífið býður upp á miklu meiri og spennandi möguleika. Við þurfum að byija á því að rækta garðinn okkar og fara í Pollýönnuleik. Eyjamenn búa nú á fegursta bletti jarðarinnar og at- vinnuástandið með skárra móti miðað við víðast hvar annars staðar á land- inu. Hefjum leitina að týndu gleðinni ekki seinna en strax. ■ Höfundur er fréttastjóri á vikublaðinu Fréttum í Vestmannaeyjum ■ Opið bréf Ólafs Gunnarssonar til Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra Bylting, Mikið hefur gengið á í fjölmiðlum að undanfömu um einhverja „bylt- ingu“ í fangelsismálum hér á landi og látið í veðri vaka að nú geti önnur Norðurlönd tekið okkur sem fyrir- mynd. Hvorki verður séð að um neina „byltingu" sé að ræða né hætta á því að önnur NQrðurlönd taki okkur til fyrirmyndar á meðan hin ómannúð- lega stefnumörkun yfirvalda heldur áfram sem horfir í fangelismálum hér á landi (ef frá er talið sturta og kló- sett), ef starfshættimir em þeir sömu. Og löngu tímabært að þeir skoðist á hærra plani og ffá öðm sjónarhomi en úr fílabeinstumi fangelsismálastjóra, því nú er ný refsistefna fangelsisyfir- valda í fæðingu, með aðstoð dóms- málaráðherra: Að sjálfsögðu „œtt- menna- og bamarefsingirí'. Nú stendur til að rjúfa svo mikið tengsl barna og ættingja, feðra og mæðra sem dvelja fyrir utan veggi fangelsisins að ekki verður lengur við unað, nema að til komi breytingar á lögum um fangelsi og fangavist nr. 48/1988 og að við tökum okkur önnur Norðurlönd til fyrirmyndar. Ekki er bylting farið í einu eða neinu efdr hinum evr- ópsku fangelsisreglum frá sjónarhomi fangans eða ættmenna hans. Vert er að geta þess að mikill taug- atritringur ríkir á Litla-Hrauni í kjölfar nýju byggingarinnar, sem átti að vera til umbóta, eða bylting eins og Harald- ur Johannessen orðar það. Flott fang- elsi skila engu ef fjölskyldutengsl em rofin og starfshættimir em þeir sömu. Vandinn margfaldast þegar í fangelsi kemur þar sem engin fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Hvað var það fyrsta sem gert var? Ég vitna orðrétt í reglur framkvæmdastjóra Litla-Hrauns, en þar segir „að öll húsgögn fanga innan veggja fangelsisins verða í eigu þess frá 11.10.95“ hvort sem fanganum lík- ar það betur eða verr. En sú hefð hefur verið á Litla-Hrauni að fangar hafa fengið að hafa nokkra persónulega hluti hjá sér til að lífga uppá einmana- legar vistarverur sínar til að geta gert þær aðeins hlýlegri þegar böm og ætt- menni fangans koma í heimsókn. Kannski er þetta í lagi; því nú stendur til að stytta heimsóknartímann um 75% eða í 2 klukkustundir, og fer heimsókn fram í því vistrými sem ekki var hæft til fangaeldis áður. Á meðan önnur Norðurlönd sem við miðum okkur alltaf við keppast við að byggja upp fjölskyldutengsl sem mest sem þátt í endurhæfingu brotamannsins, keppast yfirvöld hér á landi við hið gagnstæða. Enda eru fangelsi á öðmm Norðurlöndum rekin af fólki með faglegt mat og uppbygg- ingu að leiðarljósi; og þar er bömum og ættmennum ógæfumanna ekki refsað eins og tíðkast hér á landi. Er það virkilega stefna fangelsisyf- irvalda, að slíta tengsl barna og ætt- ingja við feður sínar og mæður sem lent hafa á ógæfubrautinni, til þess eins og þóknast sjálfum sér eða hvað? Það sér hver heilvita maður að hér er um óstjórn að ræða og getur aldrei verið réttlætanleg, því fjölskyldan er undirstaðan í þjóðfélaginu. Og er það svo að „ættmenna- og bamarefsingin“ er það sem koma skal og setur Fang- elsismálastofnun reglur eftir hentug- „Er það virkilega stefna fangelsisyfir- valda, að slíta tengsl barna og ættingja við feður sínar og mæður sem lent hafa á ógæfubrautinni?" leikum sem stangast gjaman á við sett lög landsmanna sem Þorsteinn Páls- son stimplar síðan í lagi. „Svona er ís- land í dag“. Það skýtur því soltið skökku við þegar okkar ágæti dóms- málaráðherra lætur hafa eftir sér í Ábendingu, en þá sem kirkjumálaráð- herra „að trúin sé þjóðfélagslegt hreyfiafl. Við sjáum hvarvetna að öðr- um breytingum nútímans fylgir nokk^ urt los og jafnvel rótleysi. Fylgifiskar þess geta verið firring og vonleysi ein- staklingsins og það er margt sem bendir til þess að ungu fólki sé sér- staklega hætta búin, ef það upplifir slíkan tómleika og tilgangsleysi. Slík- ar kringumstæður geta hæglega skap- að aðstæður fyrir aukna vímuefna- neyslu og þá'virðist allt leggjast á eitt til að skerpa og dýpka þau margþættu og margslungnu samfélagslegu vanda- mál sem við er að etja. Við þessar að- stæður er okkur öllum nauðsynlegt að eiga traust haldreipi og þá verður trúin mikilvægari en nokkm sinni fyrr“. Vert er að geta þess að fangaprest- urinn Hreinn Hákonarson hefur unnið geysimikið og gott starf innan veggja fangelsisins og hefur reynst föngum betri en presturinn sem vígði hið nýja mannvirki á Litla-Hrauni, sem enginn fangi hefur séð eða heyrt. Þvílík vinnubrögð. Er Hreinn kannski Uka í ónáð hjá Fangelsismálastofnun??? Greinarhöfundur var rekinn af Litla-Hrauni fyrir störf sín sem ritari Trúnaðarráðs fanga. Ern ráðið var kæft í fæðingu eins og það er orðað. Þann 11. júlf síðastliðinn kom Þor- steinn Pálsson ásamt fangelsismála- stjóra að Litla-Hrauni. Sama kvöld birtist frétt þess efnis að ágreiningur hafi verið innan stjómar Fangaráðsins. Þessi frétt kom öllum í opna skjöldu, því enginn ágreiningur var um um- deilda Fréttatilkynningu, sem er sönn að öllu leyti. Én Snorri Snorrason hafði verið tekinn afsíðis þennan sama dag af framkvæmdastjóra Litla- Hrauns. Ég vona að Alþýðublaðið sé ekki ritskoðað eins og hin blöðin sem hafa veigrað sér við að birta greinar sem fjalla um siðleysi og óstjórn innan veggja Fangelsismálastofnunar. Ég vona að þessi skrif birtist sem fyrst í blaðinu. Áð lokum þakka ég áskriftina að yðar ágæta blaði. Virðingarfyllst Ólafur Gunnarsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.