Alþýðublaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
s k o ð a n i r
Urtgir jafnaðarmenn
Skrifstofa sambandsins verður opin til áramóta sem hér
segir:
Mánudaga og þriðjudaga: 9-13
Miðvikudaga: 12-16
Fimmtudaga: 14-18
Framkvæmdastjórn SUJ
Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
verður haldinn föstudaginn 24. nóvember klukkan 20.30.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Formaður FUJ í Hafnarfirði.
Aðalfundur
Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi
verður haldinn föstudaginn 24. nóvember 1995, að
Hamraborg 14a, klukkan 19.
Dagskrá auglýst síðar.
Formaður.
Ungir jafnaðarmenn kynna:
Stórfundur
á efri hæð Sólon íslandus, miðvikudagskvöldið 29. nóv-
ember klukkan 20:30.
Stjórna prófkjör verkum þingmanna?
Framsögumenn:
Margrét Frímansdóttir formaður Alþýðuþandalagsins.
Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins.
Gestur G. Gestsson stjórnmálafræðingur
Láta þingmenn stjórnast af vinsældum frekar en hug-
sjónum?
Hefur starfsemi þingsins þreyst?
Er hægt að greina mun á milli starfa „prófkjörsþing-
manna" annarsvegar og „flokksþingmanna" hins veg-
ar?
Spennandi umræður, fjölmennum
Málstofa um stjórnskipan
Alþýðuflokkurinn á Vesturlandi
Fundarboð
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins á Vesturlandi boðar til
fundar í Hótel Borgarnesi, laugardaginn 25. nóvember
klukkan 10:45. Áætluð fundarlok klukkan 16.
Dagskrá
1. Staða Alþýðuflokksins eftir kosningar.
2. Fjármálaleg staða kjördæmaráðs.
3. Starfið framundan.
4. Stjórnmálaályktun.
Félagar eru hvattir til að mæta.
F.h. kjördæmisráðs,
Gísli S. Einarsson.
„Fjárdráttur, yfirhylming og svik"
Magnús Hafsteinsson skrifar
Vilhjálmur „þessi“ Þorsteinsson er
lélegur leikari eins og berlega kom í
ljós í Alþýðublaðinu 16. nóvember.
Vilhjálmur kom fram í gervi hins
siðprúða riddara í fyrra, en hann
virðist ekki hafa valdið hlutverkinu
þannig að í ár hefur hann fengið hlut-
verk skúrksins. Þrátt fyrir að hann
hafi í upphafi riðið fram á ritvöllinn
með það að markmiði að frelsa Sig-
urð Amórsson úr fjötrum siðspilling-
arinnar, þá hcfur hann nú kosið að
koma fram sem lítið kóngspeð, eða
eins og hann segir sjálfur: ... enda
hef ég ekki önnur embætti í þessum
flokki en að vera ritari Félags frjáls-
lyndra jafnaðarmanna. Er ekki ein-
hver þarna úti sem getur útvegað
Vilhjálmi viðeigandi heiðursmerki
fyrir að hafa stillt sér upp í fremstu
víglínu með hauskúpufánann í ann-
arri hendi og píanónótur gjaldkerans
í hinni? Gagnvart okkur Hafnfirðing-
um er Vilhjálmur hins vegar ekki að-
eins ritari FFJ, því hann stillti sjálf-
um sér upp í dómarasæti og lagði
fram harðort ákæruskjal á hendur
Guðmundi Áma síðasta haust.
Hver er ábyrgur?
Vilhjálmur er greinilega mjög
upptekinn af meintum fjárdrætti Sig-
urðar Amórssonar. Það em hins veg-
ar hans orð en ekki mín. Fyrirsögn
þessarar greinar er sótt beint í texta
Vilhjálms og þar er honum tíðrætt
um meintan fjárdrátt Sigurðar Arn-
órssonar. Af hverju hann ákveður að
beina umræðunni í þennan farveg
veit ég ekki.
Vilhjálmur hefur kannski frétt af
því að Sigurður Amórsson hefur ver-
ið að greiða sér laun og kostnað án
þess að hafa til þess samninga? Vil-
hjálmur hefur kannski frétt af því að
Sigurður Arnórsson sagði ýmsum
forystumönnum flokksins frá því að
hann hefði gert starfslokasamning
við sjálfan sig s.l. sumar? Það hefur
ekki verið dregið til baka. Vilhjálmur
hefur kannski frétt af því að drögum
að ráðningasamningi Sigurðar Arn-
órssonar var hafnað af tveimur þing-
flokksformönnum Alþýðuflokksins,
en samt hafi Sigurður haldið áfram
að greiða sér laun? Vilhjálmur hefur
kannski frétt af því að Sigurður við-
urkenndi fyrir framkvæmdastjóm að
hann fengi rúmlega 100 þúsund í
laun hjá Alþýðublaðinu? En rHelg-
arpóstinum 7. september er þessi
sami Sigurður spurður að því hvort
hann þiggi laun hjá Alþýðublaðinu.
Sigurður svarar: „Nei.“ Þá er aftur
spurt: „En greiða þeir einhvern
kostnað fyrir þig? Blaðið hefur greitt
fyrir mig bílakostnað." svarar Sig-
urður Arnórsson. í ljósi þess hve
mikill bílakostnaðurinn er þá hlýt ég
að spyrja um það hvort Sigurður sjái
um útburð á Alþýðublaðinu í alla
Reykjavík? Eða var Sigurður kannski
að segja ósatt í Helgarpóstinum?
Ég geng hins vegar út frá því að
Vilhjálmur hafi ekki heyrt af bænar-
skjali Sigurðar Arnórssonar, gjald-
kera Alþýðuflokksins sem lesið var
upp á fundi þingflokksins á dögun-
um? Þar lýsti hann því yfrr að vegna
þess hve bágborin fjárhagsstaða Al-
þýðuflokksins og Alþýðublaðsins
væri, þá óskaði hann eftir því að
þingflokkurinn lánaði sér nokkrar
milljónir svo hægt væri að greiða
starfsmönnum laun. Ástæðuna sagði
hann meðal annars vera þá að illa
hefði gengið að innheimta útistand-
andi skuldir (les: það þarf að mkka
krata í Reykjaneskjördæmi). Kannski
að Sigurður ætti að snúa sér að því
að mkka ritara Vilhjálm og félaga í
FFJ fyrir allri eyðslunni sem fór í
kosningabaráttuna í Reykjavík?
Ég vil endurtaka það að ég hef
ekki sakað neinn um fjárdrátt, heldur
komið fram með spurningar sem
snúast um heiðarleg vinnubrögð,
innra eftirlit og samninga sem sam-
þykktir hafa verið í stofnunum
flokksins. Hver er ábyrgur fyrir
launagreiðslum Sigurðar Amórsson-
ar? Hver hefur gert við hann samn-
inga? Hversu lengi hefur hann fengið
greitt hjá flokknum og blaðinu, og
hversu mikið?
Fjármiðilsfundir
Hin greinin í Alþýðublaðinu,
þennan dag sem meistarastykki Vil-
hjálms birtist, fjallar um tónlistar-
menn fyrri tíma og hana má ef til vill
yfirfæra á hugarheim þeirra hús-
bænda sem kóngspeðið Vilhjálmur er
að gegnast. Þar er vitnað í ekki
ómerkari menn en tónskáldin
Berkovsky og Schumann. Berkovsky
segir blákalt að hann hafi orðið fyrir
dulrænni reynslu í herbergi einhvers
huglæknis á Akureyri. Huglæknirinn
gæti verið píanóleikarinn (gjaldker-
inn) sem spilaði Vilhjálm upp úr
skónum á flokksþinginu. En þessu
lýsti Vilhjálmur í síðustu grein sinni.
Þar segir einnig frá því að tónlistar-
maðurinn hafí farið út úr líkama sín-
um og svifið drykklanga stund yfir
Akureyrarbæ. Lfldega er þetta ástæð-
an fyrir því að undirleikara Vilhjálms
hefur fatast flugið og fer að slá feil-
nótur í laginu og því hljómar lagið
falskt í eyrum sannra jafnaðarmanna.
Kóngspeðið fær sennilega skömm
í hattinn frá drottningu FFJ fyrir að
fara úr einu hlutverkinu í annað. Vil-
hjálmur gerir sér ekki grein fyrir því
að Guðmundur Ámi Stefánsson vara-
formaður Alþýðuflokksins, er að
höfða til siðferðiskenndar hugans
sem Vilhjálmur reyndi að selja
flokkssystkinum sínum í fyrra. Vil-
hjálmur heyrir einungis raddir illra
anda, líkt og Schumann forðum. En
Vilhjálmur þarf ekki að óttast að
missa hlutverk sitt, því eins og hann
segir stoltur frá þá hefur hann fengið
tilboð frá sjálfum kjallarameistara
DV. Þeir eru vandfundnir aðrir eins
leikarar sem leggjast svo lágt að setj-
ast að í leikhúsi fáránleikans, en þar
virðist Vilhjálmur dvelja núna, ef
marka má skrif hans.
Vilhjálmur er greinilega á hröðum
flótta frá raunveruleikanum og núna
kýs hann að fela sig á bak við fávisk-
una. Hann gefur það í skyn að ég sé
að tala um allt aðra kosningastjórn en
þá sem Vilhjálmur sat í og tók
ákvarðanir um tugmilljóna fjárútlát.
Skýringin á þessum meinta misskiln-
ingi er sennilega sú að Vilhjálmur
hefur verið of jarðbundinn til þess að
skilja það sem fram fór á hinum dul-
rænu fjármiðilsfundum sem haldnir
voru heima hjá Sigurði Amórssyni í
kosningabaráttunni. Kannski að Sig-
urður og Schumann hafi leikið tví-
hent fyrir „Villta Villa“ á fundum
fjármálaráðs kosningastjómar?
Staðreyndir málsins
Ef við fæmm okkur á örlítið lægra
plan og frá dulrænum skrifum Vil-
hjálms, þá þykir lesendum ábyggi-
lega forvitnilegt að lesa um stað-
reyndir málsins. Það liggur fyrir að
Vilhjálmur og Sigurður Arnórsson
hafa neitað að hleypa öðmm flokks-
mönnum og framkvæmdastjóra
flokksins að uppgjöri og bókhaldi
kosningabaráttunnar. Þeir ásamt
Guðmundi Oddssyni tóku ákvarðanir
um 40-50 milljóna eyðslu flokksins í
kosningabaráttunni án þess að hafa
til þess umboð viðkomandi flokks-
stofnanna. Þetta virðist hafa farið
framhjá Vilhjálmi enda virðist hann
hafa verið viðutan á fundum og ekki
hefur hann fylgst með umræðunni
um fjármál flokksins í haust.
Þar kom fram að Sigurður Amórs-
son og félagar hans neita að hleypa
öðmm flokksmönnum að reikningum
flokks og blaðs, þeir meira að segja
neita að hleypa framkvæmdastjóra
flokksins að reikningum sem honum
ber að undirrita. Hvar er dómgreind-
in Vilhjálmur, hvar er nú siðferðið?
Vilhjálmur gerir sér væntanlega
grein fyrir því að ef hann ætlar að
svara spurningum mínum á skjald-
bökuhraða á síðum Alþýðublaðsins,
þá gæti hver stund verið sú síðasta.
Eins og Vilhjálmur veit þá er Al-
þýðublaðið að komast í greiðsluþrot.
Hann er kannski að bíða eftir að svo
verði, til þess að koma sér hjá því að
svara óþægilegum spurningum um
fjármál Alþýðuflokksins? Ef þú getur
ekki svarað þessum spurningum
sjálfur, sem ég efast um, þá skalt þú
endilega láta félaga þína í hinu leyni-
lega „fjármiðilsfélagi" sjá um þá
vinnu.
Höfundur er formaður
Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar.
IAITÍ
Vinningstölur r
miövikudaginn: 22.nóv.1995
| VtNNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n63,6 1 47.840.000
n 5 af 6 tB+bónus 0 686.593
10 58,6 5 43.240
|EJ 4 af 6 194 1.770
jrV 3 af 6 [Cfl+bónus 579 250
Aöaltöiur:
18)(2l)(24J
26) (44J 46)
BÓNUSTÖLUR
,12j(35)(45i
Heildarupphæð þessa viku:
49.230.923
á ísi.: 1.390.923
ÚPPLÝSÍNGÁR, SÍMSVARÍ 568 1511 ÉÖÁ GRÆNT
NR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR
IVARA UM PRENTVILLUR
Jólafundur
Hinn árlegi jólafundur kvenfélags Alþýðuflokksins í
Hafnarfirði verður haldinn á A.Hansen þann 30. nóvem-
ber. Boðið verður upp á frábært jólahlaðborð, skemmti-
atriði, upplestur og hugvekju.
Heiðursgestir kvöldsins verða engir aðrir en hjónin Jón
Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram.
Mæting er klukkan 20 og viljum við hvetja allar félags-
konurtil að koma og endilega taka gesti með sér.
Skemmtinefndin
Jólahvað?
Jólaglögg Alþýðuflokksins verður haldið laugardaginn
16. desember í Risinu Hverfisgötu 105 kl. 20.30.
Veislustjóri: Bryndís Schram
Dagskrá:
Hrafn Jökulsson flytur heimatilbúna jólasögu
Leynigestur
Söngur, glens og gaman
Skemmtilega nefndin.
Athugasemd ritstj.
Alþýðublaðið frábiður sér órök-
studdar dylgjur og róg í garð blaðsins
sem fram koma í grein Magnúsar
Hafsteinssonar. Tilraunir formanns
Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar til
að grafa undan málgagni Alþýðu-
flokksins breyta ekki þeirri staðreynd
að Alþýðublaðið heldur sínu striki
hvað sem líður innistæðulausu þvaðri
og bulli. Alþýðublaðið er fráleitt að
komast í „greiðsluþrot“ en því miður
bendir ýmislegt til þess að Magnús
Hafsteinsson sé kominn í rökþrot.