Alþýðublaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 I S V c ■ Fleyg orð og fræg tilsvör „Mér hæfir dauðdagi heimsendi enginn nema u - sagði Einar Benedíktsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent hefur tekið saman efni í bókina íslenskar tilvitnanir. Verkið er yíirgripsmikið uppflettirit og þar er að finna rúmlega fimm þúsund fleyg orð og ummæli íslenskra og erlendra höfunda. Alþýðublaðið birtir nokkrar tilvitnanir úr þessu fróðlega riti. Bjami Jónsson, dómkirkjuprestur Það, sem aðrir söknuðu, fundu þeir hjá honum. f líkræðu yfír manni, sem talinn var þjófóttur. Hermann Busenbaum, þýskur guðfræðingur Tilgangurinn helgar meðalið. Caligula, rómverskur keisari Ef Rómveijar hefðu aðeins einn háls! Grettis saga Lengi skal manninn reyna. Guðni Ágústsson, alþingismaður Það er ekki til nema ein lausn: Öldruðum verður að fækka. Gunnlaugs saga Ormstungu Eigi leyna augu ef ann kona manni. H.R. Haldeman, ráðgjafi Nixons Bandaríkjaforseta Þegar tannkremið er einu sinni komið út úr túpunni, þá er býsna erfitt að korfta því inn í hana aftur. Við John Dean í tilefni Watergate málsins. Halidór Kiljan Laxness Hrafn minnti, að hann hefði skrif- að leikritið sjálfur! Um uppfærslu Hrafns Gunnlaugssonar á Silfurtúnglinu 1978, þar sem ekki hafði verið hirt um að afla allra tilskilinna ieyfa. Holbrook Jackson, enskur rithöfundur Á þeirri stund, sem hugmynd hef- ur öðlast almenna viðurkenningu, er kominn tími til að hafna henni. Jóhannes Sveinsson Kjarval Það er ljótt að tala um þá sem dána, sem eru dánir. Jón Thoroddsen (Skúlason), skáld Jafnaðarstefnan er aðalbrautin. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei verið annað en afleggjari. Jónas Jónsson frá Hriflu En það gæti verið satt. Viðkvæði Jónasar þegar honum var borið á brýn að segja ósatt um menn. Jónas Kristjánsson, ritstjóriDV Hinn dæmigerði íslendingur hefur þær einar áhyggjur af spillingu að komast ekki í hana sjálfur. Konráð Gíslason, Fjölnismaður Gefðu mér veröldina aftur, Jónas minn! Þá skal ég aldrei biðja þig oftar. Íréftil Jónasar Hallgn'mssonar 1844. polskur rithofup Teljast það framfarir mannæta notar hníf os Magnús Óskarsson, lögmaður Það er góður endir á slæmum ferli. Eftir að það spurðist út, að Ólína Þorvarðardóttir ætlaði að hætta í borgarstjóm. Marteinn Lúther Hér stend ég og get ekki annað. Guð hjálpi mér, amen. Gioacchino Rossini, ítalskt tónskáld 'Wagner á sín góðu augnablik, en vonda stundarijórðunga. Antoine de Saint-Exupéry, franskur rithöfundur Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum. Litli prinsinn. Sallustius, rómverskur sagnfræðingur Hann vildi heldur vera en virðast góður. Um Cató. Sigfús Daðason, ljóðskáld Ég segi alltaf færri og færri orð. Leo Tolstoy, rússneskur rithöfundur Allar hamingjusamar fjölskyldur em hver annarri líkar, en óham- ingjusöm fjölskylda er jafnan ógæfusöm á sinn sérstaka hátt. Anna Karenina. Tryggvi Þórhallsson, forsætisráðherra Allt er betra en íhaldið. Vilmundur Jónsson, landlæknir Kosturinn við lýðræði er, að losna má við valdhafana án þess að þurfa að skjóta þá. Voltaire, franskur heimspekingur Þetta er ekki rétti tíminn til að afla sér óvina! Svar Voltaires á banasæng þegar hann var beðinn um að afneita djöflinum. Þórður Þórðarson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Kjósendum okkar hefur ekkert fækkað: Það er bara gamla fólkið okkar, sem hefur verið að deyja. Ræða í Hafnarfirði eftir kosningaósigur Alþýðuflokksins 1974. Örvar-Odds saga Þangað sækir klárinn mest sem hann er kvaldastur. Þorgeir Þorgeirson, rithöfundur 'úorðið er vandfundin u núðaldra sál hérlendis, ekki kemst fyrir í vanalegri peningabuddu. Árni Jónsson frá Múla, alþingismaður og ritstjóri Það er með manndóminn eins og meydóminn að sé honum eitt sinn fargað fæst hann ekki aftur. Árni Pálsson, prófessor í sagnfræði Jón Þorláksson hafði allra lifandi manna mest vit á dauðum hlutum. Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður Hann sigraði mig með ritsnilldinni. Um ritdeilur við Sigurð Nordal um sögu og bómenntir íslendinga á þjóðveldisöld. Benedikt Gröndal, . formaður Alþýðuflokksins\ Til þess að geta skrifað leiðaraá hveijum degi verður maður að vera gæddur þeim hæfi- leika að geta migið án þess að vera mikið mál. Við Sighvat Björgvinsson þegar Sighvat- ur tók við ritstjórastarfi á Alþýðublaðinu. Bjarni Ásgeirsson, alþingismaður fyrir Framsókn- arflokkinn og ráðherra Honum mun fyrirgefast mikið, því að hann hefur elskað mikið. Um Jónas frá Hriflu. Jean Cocteau, franskt leikskáld og kvikmyndaleikstjóri Victor Hugo var vitfirringur, sem taldi sig vera Victor Hugo. Charles de Gaulle, forseti Frakklands Hvemig er hægt að stjóma landi þar sem völ er á 246 ostategundum? mann í misgnpum Ævintýri Pickwicks. cles Dickens, breskur nthpfundur Það er búið, sem búið eivtw það er nokkur huggun, eins og þeirSegja í Tyrklandi, þegar þeir lífláta Einar Benediktsson, skáld Mér hæfir enginn dauðdagi annar en heimsendir! Porfirio Diaz, forseti Mexíkó Vesahngs Mexíkó! Svo langt frá Guði almáttugum og svo nálægt Bandaríkjunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.