Alþýðublaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
Af festu og ábyrgð
4
I"Reynslan segir okkur að bændaforystan og framsóknarmenn allra
fiokka eru tilbúnir til að mæta í góðar veislur en þéir er að sama skapi
of uppteknir fyrir jarðarfarir."
Fyrir hálfum öðrum áratug sat sá er
þetta ritar á aðalfundi Búnaðarsam-
bands Suðurlands. Utan hefðbundinn-
ar dagskrár var sérstök kynning á loð-
dýrarækt. Varpað var á vegg línurit-
um, súluritum og allskyns tölulegum
fróðleik. Loðdýrarækt var það sem
koma skyldi. Hefðbundinn landbún-
aður var á krossgötum og taka þurfti
afstöðu til framtíðar. ísland, land tæki-
færanna var kjörið til loðdýraræktar.
Veðurfarið gott. Feldur dýranna yrði
fallegur hér á íslandi. Fóðurkostnaður
borðleggjandi helmingi minni en á
öðrum Norðurlöndum.
Pallborðið |
iBP . Tryggvi
T Skjaldarson
skrifar
Bændur sperrtu eyrun. Ekki
skemmdi fyrir að allar dyr að fjár-
magni opnuðust upp á gátt við töfra-
orðið „loðdýrarækt".
I hillingum sást betri tíð og blóm í
haga. Velþóknun landsfeðra og
bændaforystan (sem stýra fjármagni
til landbúnaðar) var föískvalaus. Og
að sjálfsögðu af fullri ábyrgð eins og
sagt er þegar launakjör eru réttlætt. I
súpunni sitja loðdýrabændur ásamt
ættingjum og vinum, sem formsins
vegna, skrifuðu á skuldabréfin. Þeir
sem ábyrgðina bera horfa í hina áttina
og segja: „Á ég að gæta bróður
míns?“ - ef þeir segja yfirleitt eitt-
hvað. Enda er komið á daginn að
bændasamtökin gera ekkert og því
síður ríkisvaldið, ef ifá er talinn dugn-
aður við að ganga að loðdýrabændum
og bera út á götu.
Meðan ráðamenn eru blóðugir upp
að öxlum við slátrun á þeim sem
hlustuðu, trúðu og framkvæmdu,
heyrist að skinnaverð er á uppleið.
Framleiðsla og markaður í jafnvægi.
Seinheppnin er alger.
Upp á síðkastið hefur varla brugðist
að í Bændablaðinu birtast lærðar
greinar um bleikjueldi.
Bleikjan er það sem koma skal. Nú
horfa bændur á bæjarlækinn og allar
nærliggjandi sprænur og velta fyrir sér
hvort aðstæður séu góður til bleikkju-
eldis. Ekki hafa sést neinar greinar í
Bændablaðinu um hvernig eigi að
selja fiskinn.
Reynslan segir okkur að bændafor-
ystan og framsóknarmenn alka flokka
eru tilbúnir til að mæta í góðar veislur
en þeir er að sama skapi of uppteknir
fyrir jarðarfarir. Enda stöðugt að vinna
að lausn vandamála í landbúnaði og
að sjálfsögðu af fullri ábyrgð.
Með kveðju úr Rangárþingi.
Höfundur er bóndi í Þykkvabæ.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Leifur heppni var fyrsti íslenski
homminn.
Richard O'Brien höfundur Rocky Horror Picture
Show í viðtali við Helgarpóstinn.
Málamyndakristnir einsog Davíð
Þór og fleiri verða hlessa þegar hin-
ir kristnu láta í sér heyra, prédika
grimman, afbrýðissaman og ein-
ráðan guð er boðar mönnum að
ekki skuli aðra guði hafa.
Þorri Jóhannsson í HP í gær.
Það, að Þjóðvaki skuli leggja fram
tillögu um breytingu á stjómar-
skránni, er því í rauninni tillaga
um að leggja þingflokk Þjóðvaka
niður.
Garri Tímans vekur athygli á því, aö veröi frum-
varp Þjóðvaka um stjórnarskrárbreytingu sam-
þykkt þarf aö rjúfa þing og kjósa aftur - en fylgi
Þjóðvaka mælist nú eitt til tvö prósent.
Hjartastaður hlýtur að teljast með
þvi besta sem Steinunn hefur sent
frá sér.
Ritdómur Þrastar Helgasonar um nýja skáld-
sögu Steinunnar Siguröardóttur.
Til dæmis ef þau drekka um hverja
helgi, endar það bara á einn veg.
Þau ánetjast áfenginu og enda ann-
aðhvort í ræsinu, inni á Vogi eða í
gröflnni.
Sigurgeir Haraldsson góðtemplari íTímanum (
gær.
fréttaskot úr fortíð
Landráðaniálið
þýska
Frá Miinchen er símað: Við yfir-
heyrslu fyrir réttinum í gær játaði
Hitler hvítliðaforingi, að tilgangur
sinn með byltingunni 8. nóvember
fyrra árs hafi verið sá að steypa alrík-
isstjóminni í Berlín af stóli og koma á
einvaldsstjóm í anda þjóðemissinna.
Hins vegar hefðu þeir Ludendorff og
Lossow eigi viljað gera breyingu á
stjóm alríkisins, heldur að eins breyta
stjómarfyrirkomulaginu í Bayem og
koma á einvaldsstjóm þar.
Alþýðublaðið
28. febrúar 1924.
hinumegin
"FarSido" eftir Gary Larson
Þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, Árni Johnsen,
er þekktur fyrir að eiga erfitt
með að tjá í orðum þær
hugsanir sem stundum bær-
ast innra með honum, og
þetta kom í Ijós á Alþingi fyrr
í vikunni. Þegar Össur
Skarphéðinsson var í
ræðustól í utandagskrárum-
ræðu í vikunni svaraði hann
frammikalli Árna með því að
segja að honum heyrðist
háttvirtur þingmaður Árni
Johnsen hrista höfuðið. Árni
mun hafa talið að þarna
væri átt við meintan greind-
arskort sinn, en þingmenn
munu stundum gantast með
að svo lítið sé á millum
eyrna hins sunnlenska þing-
manns að þegar hann hreyfi
höfuðið heyrist kvarnirnar
hristast. Eftir að Össur var
kominn úr ræðustól gekk
Árni aftan að honum, greip
þéttingsfast um annað eyra
hans og sneri harkalega
uppá. Ekki lét stjórnarliðinn
það nægja, því þegar Össur
gekk skömmu síðar, að um-
ræðum loknum, niður stig-
ann ásamt formanni Alþýðu-
flokksins gekk Árni Johnsen
á eftir honum og veitti hon-
um bylmingsspark í ásýnd
nokkurra þingmanna. Ýmsir
töldu að Össur ætti að bera
þessa árás upp við forseta
þingsins, en Össur mun hafa
svarað að því tæki ekki, enda
við öllu að búast af manni
sem hefði verið allt sitt líf á
greindarstigi sauðkindarinn-
Amorgun verður haldinn
stofnfundur sameinaðs
félags Alþýðubandalagsfé-
laganna Birtingar og Fram-
sýnar í Reykjavík. Ákvörðun
um sameiningu ertilkomin
vegna þess að félögin hafa
komist að því að þau hafa
áþekka stefnu í flestum
grundvallarmálum. Stutt
ávörp flytja Margrét Frí-
mannsdóttir formaður
flokksins, Björn Guðbrand-
ur Jónsson formaður Birt-
ingar, Leifur Guðjónsson
formaður Framsýnar og
Guðmundur Andri Thors-
son rithöfundur og vikupilt-
ur. Fundarstjóri verður Hild-
ur Jónsdóttir nýkjörin for-
maður Sellanna...
f i m m
f ö r n u
m v e g i
Telur þú að friður komist á í fyrrum Júgóslavíu?
Rafn Gestsson bankamað-
ur: Við skulum vona það en
það er engu að treysta.
Friðný Möller sjúkraliði: Eg
vona það svo sannarlega.
Elva Egilsdóttir gjaldkeri: Þorsteinn Helgason kenn-
Nei. Það er ekkert að marka ari: Það eru mjög góðar horfur
þessa menn. á því.
Magnús Óli Ólafsson veg-
farandi: Það er erfitt að segja
til um það. Persónulega hef ég
ekki trú á því.