Alþýðublaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 8
Föstudagur 22. nóvember 1995
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Heimsóknartími fanga á Litla-Hrauni verður styttur úr sjö klukkustundir á viku niður í tvær
Verið að hegna
aðstandendum
- segir Kristín Haraldsdóttir og telur þetta brjóta í bága við alþjóðlega sáttmála.
„Það skýtur nokkuð skökku við að
á sama tíma og gerðar hafa verið úr-
bætur í húsnæðismálum fanga er hag-
ur þeirra þrengdur. Þeir mega ekki
lengur hafa aðra persónulega muni í
klefum sínum en fjölskyldumyndir og
lesefni í takmörkuðum mæli. Það sem
er síðan allra verst fyrir fanga og að-
standendur þeirra er að nú á að stytta
heimsóknartímann úr sjö og hálfri
klukkustund á viku í tvo klukkutíma,"
sagði Kristín Haraldsdóttir í samtali
við Alþýðublaðið.
Kristín er aðstandandi fanga sem
afplánar dóm á Litla-Hrauni. Hún
sagði að nýjar reglur hefðu verið sett-
ar í fangelsinu sem bönnuðu föngum
að hafa ýmsa persónulega muni í
klefum sínum sem hefði verið leyft til
þessa. Fangarnir skildu ekki hvaða
hagsmunum þetta þjónaði og þetta
væri tilefhi til óánægju. Nú væri verið
að breyta gömlum fangaklefum í
heimsóknarhergi og ættu þau að vera
12 talsins, þar af tvö fjölskylduher-
bergi. Fram til þessa hefðu fangar
mátt hafa gesti í klefum sínum fram
til klukkan 18 á sunnudögum en nú
ætti að stytta þann tíma sem hver
fangi fær að taka á móti ættingjum og
öðrum gestum niður í tvær klukku-
stundir á sunnudögum.
„Heimsóknartíminni er eina tæki-
færið sem við aðstandendur fáum til
að ræða við fangana. Þetta er eini tím-
inn til að ræða okkar mál og efla
tengsl og samband. Með því að stytta
heimsóknartímann er verið að hegna
okkur aðstandendum og takmarka
möguleika á að viðhalda og mynda
nauðsynleg tengsl við ástvini sem
þama dvelja. Það er verið að hegna
börnum sem eiga feður þarna inni.
Þetta hlýtur að brjóta í bága við
Barnasáttmálann og Mannréttinda-
sáttmálann. Það er ekki einu sinni svo
að föngum sé tilkynnt um þessa
breytingu með formlegum hætti held-
ur frétta þeir þetta annars staðar frá.
Ég fékk munnlega staðfestingu á því
hjá starfsmanna Fangelsisstofnunar
að það ætti að stytta heimsóknartím-
ann,“ sagði Kristín.
Upplýsingar um fyrirhugaða stytt-
ingu heimsóknartímans á Litla-
Flrauni komu fyrst fram í opnu bréfi
til dómsmálaráðherra frá Ólafi
Gunnarssyni í Alþýðublaðinu síðast
liðinn miðvikudag. I ffamhaldi af því
hafði blaðið samband við Harald Jo-
hannessen fangelsismálastjóra og
spurði hvort það væri rétt að stytta
ætti heimsóknartímann. Haraldur
neitaði að svara spumingunni á þeim
forsendum að hann svaraði aldrei
skrifum Ólafs Gunnarssonar.
„Til viðbótar því sem ég hef áður
nefnt þá hefur sú öfugþróun átt sér
Sigurður Pálsson samgleðst skáldbróður sínum Thor Vilhjálmssyni við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í
fyrradag. a -mynd: E.ÓI.
r
■ Thor sæmdur einni æðstu orðu Itala
„Er ekki að safna
- segir Thor og kveðst stilla sig um að spássera um borgina
Grande Ufficiale al Merito bella Republica Italiana.
Thor Vilhjáhnsson var á miðviku-
dag sæmdur einni æðstu orðu ítala:
Grande Ufficiale al Merito bella
Republica Italiana. Athöfnin fór fram
í Norræna húsinu. Ragnar Borg, fyrr-
um aðalræðismaður Italíu á Islandi,
segir þessa ítölsku orðu samsvara stór-
riddaraorðu með stjömu.
Thor Vilhjálmsson er forseti Dante
Alighieri stofnunarinnar, sem er
menningarstofnun ftalíuvina. Rithöf-
undurinn hefur þýtt ítalskar bækur á
íslensku, skrifað ferðabækur frá ítah'u,
og lagt sitt á vogaskálar til að efla
menningarleg samskipti landanna.
Áhugi rithöfundarins á Ítalíu endur-
speglast einnig í mörgum þekktustu
skáldsögum hans er þar sem sögusvið-
ið er greinilega Róm.
í viðtali við blaðið sagði Thor Vil-
hjálmsson: ,JÉg hef ekki verið að eltast
við orður. En mér þykir vænt um
þennan góða hug, ekki síst vegna þess
að hann kemur úr þessari átt. Ég á
skrauti"
með
Ítalíu mikið að þakka. Ég kom þangað
ungur og Ítalía tók mér vel og reyndist
mér vel. Hún var mér góð og gaf mér
mikið."
Þegar rithöfundurinn var spurður
hvort hann myndi bera orðuna opin-
berlega sagðist hann ætla að stilla sig
um að spássera um borgina með hana,
enda væri hann ekki að safna skrauti
utan á sig. Hann ítrekaði þakklæti sitt
fyrir þann góða hug sem sér hefði ver-
ið sýndur.
stað á Litla-Hrauni að fangar fá nú
aðeins einn útivistartíma á dag í stað
þriggja áður. Þegar þeir leita skýringa
segja fangaverðir að vegna þess hve
verðir eru fáir sé ekki talið hægt að
koma meiri útivist við. Enda er það
svo að fangavörðum hefur ekki verið
fjölgað þrátt fyrir fangaplássum hafi
stórfjölgað þegar nýbyggingin var
tekin í notkun. Ég er ekki að mæla
gegn því að þeir sem hafa verið
dæmdir fyrir brot taki út sína refs-
ingu. En með því að stytta heimsókn-
artímann er verið að þyngja refsing-
una og það bitnar ekki síður á okkur
aðstandendum en föngunum. Ég er
líka viss um að það auðveldar mörg-
um föngum að koma aftur út í þjóðfé-
lagið ef þeir fá að byggja upp fjöl-
skyldutengsl meðan þeir sitja inni.
Það gerist ekki með styttingu heim-
sóknartímans," sagði Kristín Haralds-
dóttir.
Kjarnorkusprengingar Frakka
íslensk stjómvöld lýsa
megnustu óánægju
fslensk stjórnvöld lýsa megnustu
óánægju með ákvörðun franskra
stjórnvalda um að halda áfram til-
raunasprengingum með spreng-
ingu fjórðu kjarnasprengjunnar í
gær. Skorað er á frönsk stjórnvöld
að taka tillit til almenningsálitsins
um allan heim og hætta við áform
sín um þær tvær til þrjár tilrauna-
sprengingar sem fyrirhugaðar eru
á næsta misseri.
Atlanta eykur umsvif sín
Samningur við ríkis-
flugfélag Columbiu
Flugfélagið Atlanta h/f hefur ný-
lega gert samning við Avianca La
Aerolinea de Colombia, sem er
ríkisflugfélag Columbiu. Um er að
ræða daglegt flug milli Bogota,
höfuðborgar Columbiu, og New
York. Samningurinn er frá 1. des-
ember og fram til 14. janúar á
næsta ári og mun Atlanta nota
eina Boeing 747 breiðþotu í verk-
efnið. Alls munu um sextíu starfs-
menn á vegum félagsins starfa við
verkefnið.
írskt rokk í Höllinni
Norður-írska hljómsveitin Ash,
sem prýðir forsíður poppblaða víða
um heim, er stödd hér á landi og
skemmtir aðdáendum sínum á
dúndrandi rokktónleikum í Laugar-
dagshöllinni í kvöld.
Tilraunaverkefni
Reykjavíkurborgar
Skrífstofumenn
fá þjálfun og
atvinnulausir vinnu
Á morgun fóstudaginn 24 nóvember
kl. 16 boðar Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri til blaðamannafimd-
ar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á fundinum
verður kynnt tilraunaverkefhi á vegum
Reykjavíkurborgar sem staðið hefur yf-
ir síðast liðnar tólf vikur. Verkefnið
fellst í því að skrifstofumenn hjá
Reykjavíkurborg fá tækifæri til að
sækja starfsþjálfunamámskeið í tíu vik-
ur og einstaklingar af atvinnuleysisskrá
leysa þá af á meðan í samtals tólf vikur.
í lok fundarins á morgun mun borgar-
stjóri afhenda þátttakendum umsagnir
og viðurkenningarskjöl, en öllum þátt-
takendum í verkefninu er boðið til
fundarins.
Helga Kress og vinkonur
í Leikhúskjallaranum
Skáldskapur kvenna
Prýði á kvenfólki er yfirskrift dag-
skrár Listaklúbbs Leikhúskjallarans
mánudagskvöldið 27. nóvember,
klukkan 21.00. Dagskráin er um konur
og kvenlega hefð í íslenskum bók-
menntum frá upphafi seinni hluta ní-
tjándu aldar þegar fyrsta ljóðabók eftir
íslenska konu kom út. Fjallað verður
um einkenni á skáldskap kvenna og
stöðu þeinra í íslenskri bókmenntasögu.
Meðal skálda sem rætt verður um og
lesið eftir eru Steinunn Finnsdóttir,
Látra-Björg, Vatnsenda-Rósa, Guð-
ný frá Klömbrum og Júlíana Jóns-
dóttir. Einnig verður fjallað um ónafn-
greindan skáldskap sem varðveist hefur
í munnmælum og prentuð ljóð úr hand-
ritum. Umsjónarmaður er Helga Kress
bókmenntafræðingur. Lesarar með
henni eru skáldin Ingibjörg Haralds-
dóttir, Nína Björk Amadóttir og Vil-
borg Dagbjartsdóttir.
Alþýðublaðið - stærsta
blaðið í bænum!
Alþýðublaðinu var í gær útbreiddasta blað Reykjavíkur: því var dreift í öll
hús i borginni. Viðbrögð voru mjög góð, og næsta fimmtudag munum
við endurtaka leikinn. Kolbrún Bergþórsdóttir og Hrafn Jökulsson brugðu
sér af bæ í gær og tóku þátt í dreifingu stærsta blaðs bæjarins. A-mynd: E.ÓI.